Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1998, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1998, Síða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 MIÐVTKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 25 Iþróttir íþróttir Enski boltinn: Jafntefli Tveir leikir voru i ensku A-deild- inni í knattspymu í gærkvöld. í Lundúmun gerðu Chelsea og Manchester United markalaust jafn- tefli og þar með missti Chelsea af tækfærinu til aö skjótast í toppsætið. Heimamenn voru betri aðilinn í fyrri hálfleik og Norðmaðurinn Tore Andre Flo fékk nokkur góð færi til að skora. I þeim síðari jafnaðist leikur- inn en leikmenn voru ekki á skot- skónum. Gianfranco Zola var nálægt þvi að tryggja Chelsea sigurinn en Peter Schmeichel, markvörður United, varði skot ítalans 10 mínút- um fyrir leiklsok. Á Elland Road gerðu Leeds United og Wimbledon jafntefli, 2-2. Bruno Ribeiro og David Hopkin gerðu mörkin fyrir Leeds en Robbie Earle og Carl skoruðu mörk Wimbledon sem lenti tvívegis undir. Villa á toppnum Aston Villa er efst í deildinni með 39 stig, Chelsea 37, Manchester United og Arsenal 35, Leeds 33 og West Ham 32. í 1. deildinni gerðu Norwich og Watford 1-1 jafntefli og lék Jóhann B. Guðmundsson með Watford. Tvö jafntefli til viðbótar urðu í leikjum kvöldsins því í skosku A- deildinni skildu Aberdeen og Motherwell jöfn, 1-1, og sama nið- urstaða varð í leik St. Johnstone og Dunfermline. -GH Örn Arnarson hampar hér styttunni góðu sem fylgir nafnbótinni íþróttamaður ársins. Ahendingin fór nú fram í 43. sinn og er Örn yngstur þeirra íþrótta- manna sem hafa hlotið þennan eftirsótta titil. DV-mynd Teitur Á myndinni eru sjö af íþróttamönnum sem höfnuðu í 10 efstu sætunum í kjöri íþróttamanns ársins. Frá vinstri: Guðrún Arnardóttir, Þórður Guðjónsson, Ragnhildur Sigurðardóttir, Örn Arnarson, Elva Rut Jónsdóttir, Rúnar Alexandersson og Jón Arnar Magnússon. Vala Flosadóttir, Eyjólfur Sverrisson og Kristinn Björnsson, sem voru á 10 manna listanum, voru ekki viðstödd afhendinguna. íþróttamennirnir 10 fengu allir glæsilegar bókagjafir frá Máli og menningu og þau Örn, Jón Arnar og Vala, sem voru í þremur efstu sætunum, fengu eignabikara. DV-mynd Teitur Örn Arnarson, íþróttamaður ársins 1998, er hér með föður sfnum, Erni Ólafssyni, skömmu eftir að kjörinu hafði verið lýst á Hótel Loftleiðum og á milli sín halda þeir á styttunni eftirsóttu. DV-mynd Teitur Kjör íþróttamanns ársins 1998: 33 íþróttamenn fengu atkvæði 1. Öm Amarson, SH, 322 2. Jón A. Magnússon, Tindastóli 313 3. Vala Flosadóttir, ÍR 219 4. Guörún Amardóttir, Ármanni 123 5. Kristinn Bjömsson, Leiftri 116 6. Þóröur Guöjónsson, Genk 95 7. Rúnar Alexandersson, Gerplu 69 8. Eyjólfur Sverrisson, H. Berlin 61 9. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR 20 10. Elva Rut Jónsdóttir, Björk 14 11. Einar K. Hjartarson, ÍR 11 12. -13. Amar Sigurðsson, TK 10 12.-13. Sigurður Jónsson, Dundee Utd 10 14. Amar Gunnlaugsson, Bolton 10 15. -16. Auðunn Jónsson, kraftlyftingar 8 15.-16. Ríkharður Daðason, Viking 8 17.-18. Herdis Sigurbergsdóttir, Stjömunni 7 17.-18. Pétur H. Marteinsson, Stabæk 7 19.-20. Guðmundur Stephensen, Víkingi 6 19.-20. Hlynur Stefánsson, ÍBV 6 21. Rúnar Kristinsson, Lilleström 5 22. Teitur örlygsson, Njarðvík 4 23. -25. Kristján Helgason, snóker 3 23.-25. Sveinn Sölvason, TBR 3 23.-25. Þórey Edda Elísdóttir, FH 3 26.-29. Birgir Leifur Hafþórsson, GL 2 26.-29. Jón Kristjánsson, Val 2 26.-29. Olga Færseth, KR 2 26.-29. Valdimar Grímsson, Wuppertal 2 30.-33. Ásthildur Helgadóttir, KR 1 30.-33. Broddi Kristjánsson, TBR 1 30.-33. Sigríður Þorláksdóttir, Breiðabliki 1 30.-33. Sigurður Valur Sveinsson, HK 1 Blcmd i Jón Ásgrímsson, FH, setti í gærkvöldi glæsilegt íslandsmet í flokki unglinga þegar hann kastaði karlakúlunni 17,09 m og bætti ís- landsmetið um 50 sm. Jón hefur þá á einum mánuði bætt unglingamet Óskars Jakobssonar um 1,23 m, Óskar kastaði 15,86 m árið 1975. Þessi árangur Jóns er annar besti árangur íslendings á þessu ári. Jón er efnilegasti spjótkastari landsins og var meðal annars ung- lingameistari Noröurlanda í sumar, hann bætti á árinu unglingametið í spjótkasti um rúma 6 metra. Þá setti Iris Svavarsdóttir, FH, telpnamet 13-14 ára i hástökki þegar hún stökk 1,64 m og bætti 23 ára gamalt telpna- met írisar Jónsdóttur. lris sett i sum- ar einnig telpnamet í hástökki utan- húss þegar hún stökk 1,65 m. Má vænta mikils af báðum þessum FH- ingum í framtíðinni. Hermann Meier frá Austurríki sigr- aöi í bruni í heimsbikarkeppninni á skíðum i gær en Austurríkismenn voru mjög atkvæöamiklir og höfnuðu í sex efstu sætunum. Fritz Strobl varð annar og Stephan Eberharter þriðji. Norðmaðurinn Lasse Kjus gat ekki keppt vegna veikinda en engu að síður er hann efstur í heildarstiga- keppninni. Kjus er með 280 stig, Herman Meier 210 og Werner Franz, Austurríki, þriöji með 185 stig. Ashley Ward gekk í gær í raðir Blackbum en félagiö greiddi Bams- ley um 500 milljónir fyrir þennan 28 ára gamla framherja. Ward fær liklega sæti í byijunarliðinu enda Chris Sutton frá vegna hnémeiösla næstu 6 vikumar eftir að hafa meiöst í leiknum gegn Aston Villa á laugardaginn. -GH Orn Arnarson í þróttamaðu r ársins 1998 - Jón Amar Magnússon í ööru sæti og Vala Flosadóttir í þriðja sæti Örn Amarson, sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, var í gær- kvöld kjörinn íþróttmaður ársins 1998. Það era Samtök íþróttafrétta- manna sem standa að kjörinu og var þetta í 43. sinn sem það fer fram en því var lýst í hófl á Hótel Loft- leiðum. Öm er yngsti íþróttamaður- inn sem kjörinn hefur verið íþrótta- maður ársins en hann er aðeins 17 ára að aldri. Þetta er í sjötta sinn sem sund- maður er þess aðnjótandi að hreppa þennan eftirsótta titil. Guðmundur Gislason vann hann tvívegis, 1962 og 1969. Guðjón Guðmundsson var kjörinn 1972, Eðvarð Þór Eðvarðs- son 1986 og Ragnheiður Runólfsdótt- ir 1991. Það ár sem nú er að líða hefur verið Erni mjög gjöfult. Frábær ástundun hefur komið honum á fremsta bekk sundmanna í Evrópu. Árangur hans á Evrópumeistara- mótinu innanhúss í Sheffield í þess- um mánuði staðfestir það, auk fjölda íslandsmeta sem hann setti á árinu. Öm varð á mótinu Evrópumeist- ari í 200 metra baksundi og setti að sjálfsögðu um leið nýtt glæsilegt ís- landsmet. Öm hitti þar fyrir alla bestu baksundsmenn Evrópu og gerði þessi 17 ára Hafnfirðingur sér lítið fyrir og sló þeim öllum ref fyr- ir rass. Árangur þessa unga sund- manns vakti að vonum mikla at- hygli allra sundmanna í Evrópu sem og annarra sem fylgjast með sundinu að staðaldri. í þeim hópi era íþróttafréttamenn og þeir sem unnu á mótinu í Sheffield völdu Öm efnilegasta sundmann ársins í Evr- ópu. Öm hafði áður getið sér gott orð á mótum erlendis á meðal unglinga. í Sheffield mætti hann sundmönn- um sem hafa yfir að ráða mikilli reynslu og era honum eldri. Öm kom, sá og sigraði og munu eflaust margir fylgjast spenntir með fram- gangi hans á nýja árinu. Ef fram vindur sem horflr á Örn glæsta framtíð fyrir sér í sundinu. Hann hefur allt til að bera til að vera íþróttamaður í ffemstu röð. Hann er hógværðin uppmáluð, góð fyrirmynd unga fólksins og frábær ástundun gefur ríkuiegan ávöxt. Mikill heiður sýndur „Þetta er tvímælalaust stærsti tit- ill sem íþróttcunaður getur unnið á fslandi og mér er með þessu sýndur mikill heiður. Ég gerði mér ágætar vonir um að krækja í þennan titil eftir sem á undan er gengið. Ég held að með þessari útnefningu verði sundið á nýjan leik stór íþrótt á fs- landi. Sundið er þegar í miklum vexti í heimabæ mínum, Hafnar- firði. Þar æfa nú yfir 200 einstak- lingcir íþróttina. Það liggur mikil vinna á bak við það að ná árangri en það er þessi virði að mínu mati,“ sagði Öm Amarson, íþróttamaður ársins, í samtali við DV eftir kjörið í gærkvöld. Þrír skólar boðið skólavist Öm sagði við DV að þrír banda- rískir skólar hefðu boðið sér skóla- vist eftir árangurinn á Evrópumót- inu. „Ég ætla ekki utan heldur vera hér á landi áfram og æfa af fullum krafti. Mér líður vel að æfa á heimavelli og borða matinn hjá mömmu. Ég ætla að einbeita mér að sundinu á næst- unni þannig að skólanum verður ýtt til hliðar í bili,“ sagði Öm. Öm hefur í nógu að snúast á næstu misserum en honum hefur verið boðin þátttaka á mörgum mót- um í Evrópu á nýju ári. -JKS 4. umferð Norðurlandamóts 16 ára í Hveragerði: Stoltir þrátt fyrir tapleik - Finnar Norðurlandameistarar Það munaði aðeins örlitlu að Norðurlandameistaratitillinn yrði íslendinga í gær. Finnar höfðu betur, 70-74, eftir að fsland hafði leitt með 10 stigum, 42-32, í leik- hléi og haft forustuna mestan hluta þessa æsispennandi leiks. Finnar höfðu meiri kraft i lokin og tryggðu sér sigurinn með góð- um lokakafla en þeir fengu líka góðan stuðning norska dómarans sem dæmdi óíþróttamannslega villu á óskiljanlegan hátt 15 sek- úndum fyrir leikslok. Það slökkti vonina í örþreyttum íslenskum leikmönnum sem höfðu annars átt frábæran leik og gátu gengið stolt- ir af velli þrátt fyrir tapleik. Frábær árangur Annað sætið á Norðurlanda- móti er frábær árangur og tilburð- ir íslenska liðsins fengu oft fjöl- marga áhorfendur í Hveragerði til að rísa úr sætum í gær. Finnar era með mikla breidd sem skilaði þeim Norðurlandameistaratitlin- um að þessu sinni en framlag Jóns Arnórs Stefánssonar, sem nú spil- ar i háskóla í Bandaríkjunum við góðan orðstír, hefði reynst dijúgt í þessum leik. Án þess að draga neitt úr framlagi þeirra stráka sem stóðu sig svo frábærlega á þessu móti er ekki hægt annað að láta sig dreyma um hitt en Jón Arnór hefúr tvisvar verið valinn leikmaður mótsins í þessum ár- gangi á Norðurlandamóti félags- liða. ísland er með frábært fimm manna byrjunarlið en það fékk að- eins 17 mínútna hvíld (framlag frá bekk) í leiknum í gær sem fór að telja á erfiðum lokamínútum. Hlynur Bæringsson, sem tók 17 fráköst, gerði 16 stig og gaf 5 stoðsendingar. Ólafur Sigurðsson og Jakob Sigurðarson fóra fyrir ís- lenska liðinu í gær. Hlynur með flest fráköst Þessi 17 fráköst Hlyns, en 12 af þeim komu í fyrri hálfleik, skil- uðu honum í efsta sætið yfir flest fráköst á mótinu en Hlynur sem leikur með Skallagrími í úrvals- deildinni hefur tekið 13 að meðal- tali í leikjunum fjórum. Jakob Sig- urðarson hefur gert 20,5 stig að meðaltali, mest íslendinga, og er hann í 3. sæti í stigaskorun en jafnframt því i öðru sæti í stolnum boltum, á eftir félaga sínum Ólafi Sigurðssyni sem hefur stolið 18 boltum í leikjunum fjórum. Ólafur er hæstur Islendinga í stoðsend- ingum í 5. sæti með 4,3 í leik. Stig íslendinga gegn Finnum: Jakob Sigurðarson 18, Hlynur Bæringsson 16, Ólafur Sigurðsson 14, Helgi Margeirs- son 10, Hreggviður Magnússon 8, Helgi Magnússon 4. Úrslit hinna leikjanna í gær: Danmörk-írland.............79-60 Svíþjóð-Noregur............103-63 Staðan þegar ein umferð er eftir: Finnland 4 4 0 +61 8 ísland 4 3 1 +50 7 Danmörk 4 2 2 +7 6 Svíþjóð 4 1 3 +8 5 Irland 4 1 3 -35 5 Noregiu- 4 1 3 -91 5 -ÓÓJ Örn 4. á heimslistanum Á nýútkomnum lista, sem Alþjóða sundsambandið hefur gefið út, er Öm Amarson í 4. sæti á heimslistanum í 200 metra baksundi í 25 metra laug og í 10. sæti í 100 metra baksundinu. Listinn gildir ffá 1. júní 1997 til 31. maí 1998. -GH i ARAMÓtAGJÖF I FramaransT Hlutabréf í Fram - Fótboltafélagi Reykjavíkur hf. eru tilvalin gjöf fyrir alla velunnara félagsins. Bréfin veita rétttil skattaafsláttar. Greiiba má me& bo6~ eba ra&grei6s]usamningum VISA og Eurocard. Einnig veitir Landsbanki Islands, Múlaútibú, lán til kaupa á hlutabréfunum. Sölua&ilar hlutabréfanna eru Kaupþing hf. og Verbbréfastofan hf. Avísun á hlutabréf eru til afgreibslu hjá söluabilum. Fram óskar landsmönnum öllum Velfarnabar á nýju áril FÓTBOltAFELAG REykjAVÍkUR kf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.