Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1998, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1998, Page 28
28 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 Mimússtæðustu atburðir á árinu 1998 dv Vala Flosadóttir: Heimsmetin tvö í stangarstökki „Mér er minnistæðast heimsmet- in tvö í stangarstökki sem ég setti á árinu. Þetta var reynsluríkt ár. Það gekk allt í haginn hjá mér innan- húss en sumarið reyndist mér erfið- ara. Ég vona að á nýju ári verði ég bæði frísk og heil og nái að öðlast enn meiri reynslu og bæta mig í íþróttinni. Þetta verður stórt ár enda heimsmeistaramót bæði inn- anhúss og utanhúss." -GH Arnar Gunnlaugsson: Endurheimti landsliðssætið „Mér er efst í huga að ég náði að vinna mér sæti í landsliðinu að nýju og tók þátt í velgengni landsliðsins. Fyrri part ársins gekk ekki nógu vel hjá Bolton. Liðið féll úr úrvalsdeild- inni en það hefur gengið vel hjá mér seinni hlutann á árinu og það er mér er auðvitað ofarlega í huga. Ég vona að að velgengnin haldi áfram á nýju ári og að Bolton vinni sér sæti í úrvalsdeildinni. Þá vona ég að landsliðið fylgi eftir þeim góða árangri sem það hefur náð á þesssu ári.“ -GH Sigurður Sveinsson: Vinna titilinn með HK „Þetta var gott íþróttaár á flestum sviðum og mér er efst í huga frábær frammistaða Jóns Arnars í frjáls- um, Kristins á skíðunum og Arnar í sundinu. Hvað varðar handboltann þá voru mikil vonbriði með lands- liðið að það skyldi ekki tryggja sér sæti á HM og þar kenni ég klaufa- skap um. Ég vona aö ég og mínir menn í HK vinnum Islandsmeistaratitilinn í handboltanum á nýju ári. Við þurfum að koma handboltalandslið- inu á þann stall sem það á heima og ég vona að frjálsíþróttamennnimir og knattspyrnulandsliðið haldi áfram að gera góða hluti sem og Kristinn skíðakappi og Öm sund- maður.“ -GH Kristinn Björnsson: Annað sætið í Veysonnaz „Hjá mér stendur uppúr heimsbik- armótið í Veysonnaz í Sviss í janúar þar sem ég náði öðm sætinu. Það var geysilega mikilvægt fyrir mig upp á framhaldið í heimsbikamum. Að öðm leyti er heimsmeistarakeppnin í knattspymu minnisstæðust frá árinu en ég var mjög ósáttur við niðurstöð- una þar því mínir menn, Þjóðveijar, fóm halloka. Fyrstu mánuðir komandi árs verða mjög strangir hjá mér og ég vona fyrst og fremst að ég verði heill heilsu og í góðu formi. í janúar era fjögur heims- bikarmót og síðan er heimsmeistara- mótið í Colorado og stefnan er að standa sig sem best.“ -VS Bjarni Bjarnason: Annasamt ár „Árið hefur verið gríðarlega annasamt. Það jákvæðasta var ákvörðun um að stækka verksmiðj- una og byggja nýjan ofn sem er mik- ið verkefni," segir Bjarni Bjarna- son, forstjóri íslenska járnblendifé- lagsins á Gmndartanga. „Það erfiða á árinu var hins veg- ar að þurfa að lenda í því að loka tímabundið verksmiðju sem verið er að stækka og byggjá upp. Á næsta ári hlakka ég til að hafa þá erfiðleika að baki og geta tekist á við það spenandi verkefni að koma nýja ofhinum í gagnið og þær breyt- ingar i fyrirtækinu sem af stækkun leiða.“ -gk Sverrir Hermannsson: Landsbanka- farganið „Landsbankafarganið er minnis- stæðast," segir Sverrir Hermanns- son, stofnandi Frjálslynda flokksins og fráfarandi bankastjóri Lands- banka Islands um minnisstæðustu atburði ársins sem er að líða. „Ég vona að íslenska þjóðin nái áttum á komandi ári og hrindi frá völdum frjálshyggjunni og attani- ossum hennar." -rt Snorri Björn „ Sigurðsson: Ogleymanleg Taílandsferð „Hvað mig snertir persónulega verður án efa ógleymanlegust frá ár- inu ferð sem ég fór til Taílands til að heimsækja dóttur mína en þar dvaldi ég í mánuð, ég á varla eftir að upplifa neitt slíkt aftur,“ segir Snorri Björn Sigurðsson, bæjar- stjóri í Skagafirði. „Sameining 11 sveitarfélaga í Skagafirði er líka nokkuð sem ekki mun gleymast. Málaferli vegna sam- einingarkosninganna voru mjög leiðinleg og lauk ekki fyrr en með dómi Hæstaréttar og ég neita því ekki að sú niðurstaða sem þar fékkst var mjög ánægjuleg. Á næsta ári geri ég mér vonir um að breyting verði á hinni óheilla- vænlegu íbúaþróun sem átt hefur sér stað á landsbyggðinni. Ég vona að við höfum náð botninum hvað þetta varðar og landsbyggðin fari að rétta sinn hlut að nýju.“ -gk Thor Vilhjálmsson Andlát tveggja stórmenna „Það snart alla okkar þjóð þegar forsetafrúin okkar, Guðrún Katrín, féll frá sem hafði borið svo hátt okk- ar sameiginlega merki með sínum töfrum, látleysi og ljúfmennsku. Hitt var fyrirsjáanlegra að Halldór Laxness kveddi þennan heim og þaö finnur hver maður á sjálfum sér í hug og hjarta hver hann var okkur og verður um alla tíð. Þá vil ég láta glitta í fognuðinn þegar mér tókst að ljúka þeirri smíð sem ég fékkst við um hríð, að koma saman Morg- unþulu í stráum. Einnig vil ég minnast þess þegar allur þingheim- ur í Háskólabíói fullskipuðu reis og fagnaði erindi Guðmundar P. Ólafs- sonar til þess að vekja okkur til að standa vörð svo við týnum ekki þeim náttúrudjásnum sem við eig- um og allan heiminn varða og ég vona að það sé vitni um breytt við- horf og allsherjarvakningu." -SÁ Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson: Fráfall Halldórs Laxness „Minnistæðasti atburður ársins að mínu mati er án efa fráfall Halldórs Laxness. Ég veit að þessa árs mun ávallt verða minnst fyrir þann at- burð. Hvað mig varðar stendur það upp úr að ég var kosinn formaður Rit- höfundasambandsins, sem markaði ákveðna breytingu í minu lífi á árinu. Ég vænti þess að næsta ár verði gott og gjöfult. Ég vona jafnframt að árið 1999 verði ekki einungis undir- búningsár fyrir árið 2000 og menn setji ekki strax í einhvern ákveðinn gir fyrir aldamótin. Ég vona að mönn- um takist að halda ró sinni þrátt fyr- ir hin væntanlegu tímamót." -KJA Kristján Þór Júlíusson: Nýr starfsvett- vangur „Fyrir mig persónulega ber hæst á árinu að skipta um starfs- vettvang og flytja með fjölskyld- una til Akureyrar," segir Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akur- eyri. „I sveitarstjórnarmálunum ber aðdraganda kosninganna hæst, þar var unnið gott og mikið starf og uppskeran varð eins og til var sáð. I landsmálunum er sterk staða ríkisstjórnarinnar undir öfl- ugri forustu Davíðs Oddssonar og staða landsmálanna tekur mið af því. Miklar umræður um fisk- veiðistjórnarkerfið hafa sett mark sitt á þjóðfélagið og munu gera áfram, og þá hefur geysileg vinna verið lögð í gagnagrunnsfrum- varpið. Annað sem er ofarlega í hugum fólks er að línur milli suð- vesturhorns landsins og lands- byggðarinnar era skarpari en ver- ið hefur sem endurspeglast á margan hátt í umræðunni um helstu landsmálin." -gk Indriði Þorláksson: Tek við heillandi starfi „Á því sviði sem ég starfa hefur yf- irstandandi ár ekki verið mjög við- burðaríkt. Engin stórmál hafa verið í gangi og árið í heild rólegra en oft áður,“ segir Indriði Þorláksson í fjár- málaráðuneytinu og verðandi ríkis- skattstjóri. „Árið hefur þó verið mjög ánægju- legt á margan hátt og ánægjuleg þró- un í mörgum málaflokkum. Innan skamms hætti ég störfum í ráðuneyt- inu eftir langan starfsferil þar og mim kveðja með söknuði, hér hefur verið góður tími þrátt fyrir svipting- ar oft á tíðum. Ég er að fara að taka við heillandi starfi í stofnun sem gegnir mjög mikilvægu hlutverki og þar bíða verkefni sem eru ögrandi og gaman verður að takast á við.“ -gk Árni Sigfússon: Slagur sem endaði illa „Borgarstjómarkosningamar era mér minnisstæðastar frá árinu sem er að líða. Það var slagur sem lyktaði ekki eins og ég vildi. Jafn- framt stendur upp úr í því sam- bandi að mín varnaðarorð um raun- verulegan halla á rekstri borgarinn- ar og lausnir R-listans á þeim vandamálum í formi skattahækk- ana reyndust sönn. I raun kom þessi vandræðagangur fym í ljós en ég hafði búist við. En því miður gerðist það þó ekki nógu snemma, því R-listanum tókst að fela ástand- ið fram yfir kosningar. Á næsta ári vænti ég áframhaldandi góðæris og spamaði hjá almenningi sem mun viðhalda góðærinu. Ég vænti jafn- framt endurnýjaðs umboðs ríkis- stjómarinnar og góðrar heilsu og hamingju minna nánustu." -KJA Undur oq stormerkl... + + 5 -+ ' -+ www.visir.is FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.