Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1998, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1998, Síða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 Miruússtæðustu atburðir á árinu 1998 DV Jón Ólafur Sigfússon: Ánægja með landsmótið „Hjá mér stendur upp úr ánægja með hvemig til tókst við fram- kvæmd Landsmóts hestamanna á Melgerðismelum í júlí. Við glímd- um við óvissu vegna hrossasóttar- innar sem gerði undirbúning móts- ins erfiðan en allt gekk upp að lok- um og ég varð ekki var við annað en ánægju mótsgesta,“ segir Jón Ólafur Sigfússon, framkvæmdastjóri landsmóts hestamanna, í sumar. „Annar ánægjulegur viðburður í mínu lífi á árinu var að eignast nýtt barnabam sem er auðvitað fagnað- arefni. Ársins mun ég einnig minn- ast sem ársins þegar ég gleymdi að taka sumarfrí." -gk 1 úák k Kristinn Hugason: Fertugur og frjáls „Sú atburoarás sem leiddi til þess að loks er ég laus við að vera starfs- maður Bændasamtakanna er eftir- minnilegust," segir Kristinn Hugason hrossaræktarráðunautur. „Ég hafði margoft íhugað uppsögn, allt frá því að núverandi stjómendur tóku við. Ég fagna málalokunum þótt þau hafi borið að með óvæntum hætti. Ég hygg á nýtt háskólanám á næsta ári sem er tilhlökkunarefni," sagði Kristinn Hugason. Kristinn átti 40 ára afmæli í byijun desember og hélt upp á það í hópi vina og samstarfsmanna. Hestamót liðins sumars gengu vel og góðar minningar tengdar dómsstörfum þar. -JBP Jónas Ingimundarson: Nýtt tónlistarhús fagnaðarefni „Það var sérlega eftirminnilegt að vera viðstaddur hljóðpróf í nýja tón- listarhúsinu í Kópavogi. Það er ekki á hverjum degi sem tónlistarhús fæðist þar sem þjóðin á þess kost að sjá bæði og heyra tónlistarflutning við kjör- i. skilyrði," segir Jónas Ingimundarson píanóleikari. „Fæðing sonarsonar fyrir skemmstu var ógleymanlegur atburð- ur. Ég lenti á sjúkrahúsi í fyrsta skipti á árinu þannig að þaö var alveg ný reynsla fyrir mig. Hvað næsta ár varðar verður vígsla nýja tónlistarhússins 2. janúar vafalaust . fyrsti merkilegi atburöur ársins." -aþ Guðmundur Bjarnason: Sakna stjórnmálanna „Þetta hefur verið gott ár en ætli mér sé ekki efst í huga að vera að hverfa úr pólitíkinni. Ég lét af starfi varaformanns Framsóknarflokksins í nóvember og ég kem sjálfsagt til með að sakna stjómmálanna. Hins vegar hlakka ég mikið til að takast á við ný verkefni á nýju ári,“ segir Guðmundur Bjamason, landbúnað- ar- og umhverfisráðherra. „Mér tókst sem betur fer að halda í þá venju mína að fara í vikulanga göngu bæði heima og í Ölpunum. Aukinn áhugi manna á umhverf- is- og náttúravernd er fagnaðarefni og ég tel loftslagsráðstefnuna í Bu- enos Aires fyrr á árinu hafa verið áfanga í leið að betri samskiptum þjóða í loftslagsmálum." -aþ Kristín Ástgeirsdóttir: Mun leita að öðru starfí „Mér em minnistæðust þau póli- tisku átök sem staðið hafa yfir á ár- inu og brottfor mín úr Kvennalist- anum. Einnig em sigrar ÍBV í knattspymunni sem bæði urðu deildar- og bikarmeistarar mér ofar- lega i huga. Þessu glöddumst við Eyjamenn mikið yfir enda hef ég tekið mikinn þátt i starfi Vest- mannaeyingafélagsins," segir Krist- ín Ástgeirsdóttir. „Næsta ár verður viðburðaríkt í mínu lífi því ég er að hætta á þingi og þarf að leita mér að öðm starfi. Það verður spennandi að upplifa síðasta ár aldarinnar þótt ég sé reyndar þeirrar skoðunar aö alda- mótin verði ekki fyrr en áriö 2000 er liðið. Við byrjum að telja á einum. Á komandi ári verður margt spennandi að gerast í pólitíkinni. Það er spuming um hver úrslit kosninganna verða og hvemig sam- fylkingin og vinstri hreyfingin mun þróast. Á næsta ári ætla ég einnig að koma mér inn í sagnfræðina og fara á norræna kvennasöguráð- stefnu á sumri komanda." -Ótt Guðmundur Gunnarsson: Glímt við emb- ættismenn „Deilan við Rússana er minnis- stæðust frá síðasta ári. í raun var það ekki framkoma Rússanna sjálfra sem kom á óvart heldur vom það viðbrögð íslenskra embættis- manna sem komu flatt upp á mig. Tregða þeirra til að bregðast við á jákvæðan hátt ef bent er á eitthvað sem betur má fara er ótrúlega mik- il. Næsta ár kemur til með að verða mjög annasamt. í lok næsta árs verða allir kjarasamningar lausir og fljótlega eftir áramót munu menn því fara að undirbúa næstu samn- inga. Jafnffamt er þing hjá okkur í Rafiðnaðarsambandinu í vor og mun það án efa kosta mikla vinnu. í einkalífinu er það svo velgengni bamanna minna á síðasta ári og væntanlega á því næsta líka sem er mér efst í huga.“ -KJA Halldór J. Kristjánsson: Bankastjóri við erfiðar aðstæður „Mér er efst í huga þakklæti til starfsfólks Landsbankans þegar ég tók við starfi bankastjóra við erfið- ar aðstæður síðastliðið vor. Síðan hafa verið unnin viðamikil verk- efni, hlutafjárútboð, skráning bank- ans á verðbréfaþingi, fyrsta skrefið i fjármögnun erlendra verkefha og stofnun stórra fasteigafélaga núna undir lok árs. Ég tel víst að áfram- haldandi uppbygging verði í at- vinnulífinu, enn nánari samvinna og samruni fyrirtækja. Uppbygging fjármálaþjónustunnar heldur áfram en samkeppnin mun án efa aukast. Þetta verður gott ár. Mér er minnisstæð ánægjuleg ferð fjölskyldunnar um Austurland á síðasta sumri. Ég gat þá bætt við allmörgum sundlaugum í sund- laugasafnið, ég hef heimsótt um 60 af um 100 sundlaugum landsins, að ég held. Gott veður á Borgarfirði eystri er sérlega minnisstætt og ánægjuleg kynni af Landsbanka- fólki eystra. Valdimar Jóhannesson: Sigurinn í kvóta- málinu „Það segir sig sjáift að það sem er mér efst í huga frá árinu er sigurinn í kvótamálinu. Síðan koma vonbrigð- in með lágkúru Alþingis og rikis- stjómarinnar," segir Valdimar Jó- hannesson sem vann sigur í kvóta- málinu fyrir Hæstarétti. „Af persónulegum málum er bjartasta myndin að hafa farið með dóttur mína í fyrsta skipti á Löngufjör- ur á Snæfellsnesi er við riðum þar inn á þessar hvítu yndislegu fjörur á falleg- um júlidegi. Það var stórkostlegt að upplifa undrun og ánægju dótturinnar yfir að slíkur staður skuli vera til. Á nýju ári kemst þjóðin ekki hjá því að það fari fram uppgjör milli þeirra aðila sem vilja ýta undir sér- réttindi fárra og þeirra sem trúa því að við eigum öll að sitja við sama veisluborðið." -gk Móeiður Júníusdóttir: Hlakka til næstu aldar „Þetta ár hefur verið annasamt en umfram allt þroskandi. Þess vegna er þetta eftirminnilegt ár. Ég hef lítið gert annað en að vinna að plötunni minni sem kom út samtim- is hér á landi, í Bretlandi, Frakk- landi og Þýskalandi fyrir fjórum vikum,“ segir Móeiður Júníusdóttir söngkona. Af heimsmálunum finnst mér mál Clintons Bandaríkjaforseta rísa hæst. Það mál hefur vakið upp margar siðferðisspumingar sem ekki sér fyrir endann á. Næsta ár er mjög spennandi fyrir mig. Ég ætla að leggjast í tónleika- ferðalög og búa í ferðatösku. Platan mín kemur út í Bandaríkjunum í mars og ég hlakka mikið til. Annars hlakka ég líka mikið til næstu aldar og er eiginlega komin með alda- mótafyrirtíðarspennu. Ég er svo spennt að sjá hvemig lífið verður á nýrri öld.“ -aþ Þórunn Sigurðardóttir: Samstarf viö listamenn „Minnisstæðast frá síðastliðnu ári er líklega Listahátíðin sl. vor, einkum samstarfið og viðkynningin við hina erlendu listamenn sem komu langt að og vissu lítið sem ekkert um landið. Það var ekki síð- ur ánægjulegt að telja upp úr köss- unum í lokin og sjá að aðgöngu- miðasalan fór langt fram úr björt- ustu vonum. Ég vonast á nýju ári til að geta unnið vel með öllu því góða fólki sem nú þegar leggur dag við nótt með mér við að undirbúa menning- arborgarárið 2000. Ég ætla samt að ná mér í eitthvert frí á árinu. Helst vildi ég komast norður Sprengisand í góðu veðri en í neyð að geta eytt nokkmm dögum í fríi í hinni feg- urstu menningarborganna níu árið 2000, Santiago de Compostela á Spáni.“ -SÁ Hallgrímur Helgason: Sálver í stað álvera „í mínu lífi ber hæst að hafa tek- ist að koma frá mér Ljóðmælum: sjúkdómi sem ég hef gengið með í tuttugu ár og hef undanfarið eitt og hálft ár barist við 24 tíma á dag. Þetta var því eins og að læknast af krabbameini. Af heimsviðburðum er það minnisstæðast þegar heims- fréttir breyttust í klámfréttir. Vest- rænn menningarheimur er ekki samur eftir. ísland er að springa af ungu hæfi- leikafólki og ég vona að við getum farið að gera eitthvað í því, koma þessu í útflutning. Þjóðin stendur bara ekki undir þessu lengur, hefur hreinlega ekki tíma til að mæta á alla þessa tónleika og upplestra og sjá allt þetta leikhús. Kvikmynda- iðnað í stað þungaiðnaðar. Virkjum hæfileika í stað hálendis. Reisum sálver í stað álvera." -Ótt www.visir.is FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.