Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1998, Page 48

Dagblaðið Vísir - DV - 30.12.1998, Page 48
V I K I N C L#TT#"j' mMSÉá JyrbJík i±rd(tí FRETTASKOTIÐ SlMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 Sprengjur um áramót: PÓSt- , kassar læstir Sérstök læsing hefur verið sett á póstkassa á höfuðborgarsvæðinu þannig að i þá er ekki hægt að koma nema alminnstu bréfum. Er þetta gert vegna sprengjufaraldurs í póstkössum um áramót en í fyrra voru fimmtán póstkassar sprengd- ir í loft upp á svæðinu. Póstkass- arnir eru danskir og kosta um 100 þúsund krónur stykkið. „Áður fyrr tókum við póstkass- ana niður fyrir áramót en nú höf- um við fengið þessar nýju dönsku læsingar. Við bindum miklar von- < kir við þær,“ sagði Hannes Guð- mundsson, deildarstjóri hjá ís- landspósti. Póstþjónustan tekur ekki ábyrgð á pósti sem eyðilagður er með eldi í póstkassa. Fólk setur póst í póstkassa á eigin ábyrgð. „Með læsingunni erum við bæði að vernda póstinn og kassana sjálfa sem eru rándýrir. Það virðist litlu skipta hvar póstkassarnir eru staðsettir, þeir eru sprengdir engu að síður. Það er helst að póstkass- inn við Borgarspítalann sé látinn í < _ Ýriði og hann verður ólæstur um áramótin," sagði Hannes. Póstkassamir verða opnaðir aft- ur strax eftir áramót en á meðan er viðskiptavinum bent á pósthúsin sjálf. -EIR Blaðaafgreiðsla DV er opin í dag frá kl. 9-20. Fimmtudaginn 31. desem- ber, gamlársdag, er opið frá kl. 9-12. Föstudaginn 1. janúar, nýársdag, er ^lokað. Laugardaginn 2. janúar er op- ' ið frá 9-14. Smáauglýsingadeild DV er opin í dag frá kl. 9-22. Opið er 31. desember, gamlársdag, frá kl. 9-12. Lokað verð- ur á nýársdag. Opið verður laugar- daginn 2. janúar, frá kl. 9-14 og sunnudaginn 3. janúar, frá kl. 16-22. Ritstjóm er lokuð á gamlársdag, en vakt verður frá kl. 14-21 fóstudag- inn 1. janúar, nýársdag. Einnig verð- ur vakt frá kl. 14-23 sunnudaginn 3. janúar. Tekið er á móti fréttaskotum allan sólarhringinn í síma 550 5555. Fyrsta blað eftir áramót kemur út laugardaginn 2. janúar. Lesendur at- hugi að Helgarblaðið verður heldrn: seinna á ferð en venja er. Gleöilegt nýár! <,fc Undrandi pennavinur við læstan póstkassa. DV-mynd GVA Uppsagnir hjá Básafelli vegna rækjuskorts: Annarri verk- smiðjunni lokað Hætta er á að grípa þurfi til upp- sagna á starfsfólki hjá Básafelli hf. á ísafiröi um áramótin. Skortur á rækju til vinnslu er ástæðan. „Það er verið að vinna að því að auka aðra vinnslu á móti þannig að ekki þurfi að koma til neinna uppsagna, en það kemur í ljós í dag,“ sagði Arnar Kristinsson, framkvæmdastjóri Básafells hf. á ísa- fírði, í morgun. Arnar segir að trúlega verði rækju- vinnslunni í Sindragötu 7 á ísafirði, gömlu Rækjustöðinni, lokað. „Við höf- um verið að fara yfir þetta með fólki og mér sýnist stefna í það að verði lít- ið um uppsagnir, ef það verður bara nokkuð," sagði Amar. „Eftir því sem mér skildist á þeim þá verður um litla fækkun á mann- skap að ræða frá því sem nú er, eða um 10 manns,“ sagði Pétur Sigurðs- son, formaður Alþýðusambands Vest- fjarða, í samtali við DV i morgun. Pét- ur segir að framkvæmdastjóri og rekstrarstjóri Básafells hafi gert sér grein fyrir því að ætlunin væri að leggja niður starfsemi í annarri rækjuverksmiðju fyrirtækisins og framleiða úr því hráefni sem fyrir- tækið fær í stærri verksmiðjunni. Á fundi þeirra í gær hefði endanleg ákvörðun ekki legið fyrir en hann vænti hennar fljótlega, jafnvel síðar í dag. Til standi I framhaldinu að bjóða upp á störf við saltfiskvinnslu Bása- fells á Flateyri og verði fólkinu ekið þangað til vinnu að morgni og heim til ísafjarðar að kvöldi. Básafell er nú ásamt öðru íslensku fyrirtæki í sjávarútvegi að koma upp stórri, fullkominni rækjuverksmiðju í Kanada í samstarfi við þarlenda. Tæknimenn frá ísafirði eru að sögn Péturs að smíða og setja upp tæki í verksmiðjuna samkvæmt nýgerðum samningi upp á um 100 milljónir króna. Pétur sagði að ástand rækjustofns- ins og hversu illa spár um veiðanlegt magn hefðu ræst væru áfall fyrir at- vinnulífið á Vestfjörðum eins og víð- ar. Hann sagði það viss vonbrigði fyr- ir ísfirðinga að þegar útgerðarfyrir- tæki sameinuðust og mynduðu Bása- fell í núverandi mynd , þá hafi dregið úr starfsemi á ísafirði. Vöxturinn hafi orðið í bolfiskvinnslu á Suðureyri og saltfiskvinnslu á Flateyri. Hjá Básafelli starfa um 200 manns í landi, við sameininguna við Freyju á Suðureyri fjölgaði um 60 manns hjá fyrirtækinu. -JBP/SÁ Dalvík: Uppsagnir DV, Akureyri: Samherji hf. hefur sagt upp 32 starfsmönnum sínum í rækjuverk- smiðju félagsins á Dalvík, uppsagnim- ar taka gildi um áramót en eru með þriggja mánaða fyrirvara. Ástæða uppsagnanna er mikill sam- dráttur í rækjuveiðum en á siðari helmingi ársins hafa borist 2.800 tonn af hráefni miðað við 4.600 tonn á sama tíma í fyrra. -gk Steingrímur kvænist danskri Steingrímur St. Th. Sigurðsson list- málari hyggst kvænast 26 ára gamalli danskiú stúlku á gamlársdag. Stein- grímur flýgur utan í dag til að sækja væntanlega brúði sína sem hann kynntist á Cafe Reykjavík í Kaup- mannahöfn þar sem hann las upp úr nýútkominni ævisögu sinni á dögun- um. Sú danska er blaðakona af sígaunaættum en sjálfur er Steingrím- ur kominn á áttræðisaldur. Brúðkaup- ið verður að kaþólskum sið. -EIR Helgarblað DV: Biðin loks á enda í Helgarblaði DV er opnuviðtal við Magnús Leópoldsson sem eftir margra ára bið sér loks fram á að nafn hans verði hreinsað. Rætt er við Magnús um Geirfinnsmálið og hvemig hann, sak- laus maðurinn og ótengdur þeim sem við málið vom orðuð, dróst inn at- burðarásina. Birtar em einstakar myndir af því þegar Magnús „hitti" Leirfinn í fyrsta sinn. Kvikmyndaárið 1998 er gert upp og valdar bestu og verstu myndir ársins og valdar eru bestu erlendu hljómplöt- urnar. í blaðinu er einnig rætt við Friðrik Friðriksson sem nú leikur Pétur Pan og við Pál Bergþórsson um veðurhorf- ur næsta árs. í innlendu fréttaljósi er fjallað um annasaman síðasta dag fyrir jólafrí á Alþingi og í erlendu fréttaljósi er fjall- að um rússnesku mafíuna. -sm/-þhs Veðrið næstu daga Á gamlársdag veröur allhvöss norð- austanátt norövestan til á landinu en hægari austlæg eöa breytileg átt ann- ars staðar. Slydda verður á Norður- landi og Vestfjörðum en rigning með köflum sunnanlands. Um kvöldið verð- ur snjókoma eða él á Vestfjörðum og úti við norðurströndina en að mestu þurrt annars staðar. Á nýársdag verð- ur austanátt, allhvöss við suðurströnd- ina, en hægari annars staöar. Rigning eða slydda sunnan- og austanlands. Á laugardag verður austan- og norðaust- anátt. Slydda með köflum noröanlands en rigning eða skúrir syðra. Á sunnu- dag verður svo norðaustanátt, snjó- koma eða él á norðanlands en rigning eða slydda austan til. Kólnandi veður. Veðriö í dag er á bls. 45. Gleðilega hátíð Ingvar Helgason hf. Sœvarhöfba 2 Sími 525 8000 www.ih.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.