Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1999, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1999, Side 1
MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 1999 Sindri Snær Einarsson var í sjöunda himni með gjöfina frá Ólafi Páli og félögum hans í enska liðinu Bolton Wanderes. Ólafur Páll, sem er yngsti atvinnumaður íslendinga í knattspyrnu, kom færandi hendi á barnadeild Lands- spítalans og lét það verða sitt fyrsta verk á nýju ári að gleðja knattspyrnuunnandann unga frá Austfjörðum sem er að jafna sig eftir mjög alvarlegt slys þar sem hann brennd- ist illa. Á myndinni sjást þeir Sindri Snær og Ólafur Páll með gjafirnar, áritaðan bolta, liðsmynd og búning Bolton DV-mynd Hilmar Þór Allt um ensku bikarkeppnina Bls. 22 Lottó: 2 6 19 25 31 B: 11 Enski boltinn: 111 221 212 22x2 ‘Æf Sindri Snær Einarsson sem brenndist illa á Eskifirði: DV, Belgíu: Aumé Anthenus, þjálfari belgíska liðsins Genk, sagði i gær að Rúnar Kristinsson, sem er á mála hjá norska liðinu Lilleström, væri einn af mörgum leikmönnum sem félaginu stæði til boða. „Mál þessi eru öll á byrjunarstigi enn sem komið er en ég býst ekki við því að Rúnar sé samt sá leikmaður sem ég er að leita að,“ sagði Anthenus. Chatten til Njarðvíkinga Njarðvíkurliðið í 1. deild kvenna hefur fengið sér nýj- an útlending til að fylla skarð Michelle Murray, sem fór frá liðinu fyrir jól, og Rannveigar Randversdóttur sem er á leið út til náms. Sú nýja í Njarðvíkurbúningnum er Kerri Chatten, 22 ára framherji sem er 190 cm á hæð og skoraði 16,6 stig og tók 8,5 fráköst á síðasta ári stnu fyrir Providence-há- skóla í háskólaboltanum. Hún var í hópi leikmanna í WNBA nýliðavalinu síðasta vor en var ekki valin frekar en Jennifer Boucek sem lék með Keflavík í fyrra. -ÓÓJ Ólíklegt að Rúnar fari til Genk - með skemmtilega gjöf frá Ólafi Páli Snorrasyni og félögum í Bolton „Mér datt i hug fyrir nokkru að gleðja þenn- an strák sem ég vissi að hefði mikinn áhuga á knattspyrnu. Ég bar þessa hugmynd undir Guðna Bergsson og honum leist strax vel á þetta,“ sagði Ólafur Páll Snorrason, at- vinnumaður hjá Bolton Wanderes, í samtali við DV. Ólafur Páll, sem er yngsti íslenski at- vinnumaðurinn í knattspymu, mætti á bamadeild Landsspít- alans um helgina og færði þar Sindra Snæ Einarssyni, 10 ára Esk- firðingi sem brenndist illa 28. ágúst sl„ góða gjöf. Sindri Snær, sem er mikill knattspymuá- hugamaður, fékk árit- aðan fótbolta með nöfnum allra leik- manna Bolton, liðs- mynd af Bolton og bún- ing félagsins.. „Það var virkilega gaman að geta glatt strákinn og ég held að hann hafi verið mjög ánægður með það sem hann fékk. Það var gaman að byrja nýtt ár með þessum hætti,“ sagði Ólafur Páll. Mikili misskilning- ur hjá Arnari Ólafur Páll er sem kunnugt er einn fimm íslendinga hjá Bolton. „Mér hefur gengið vonum framar. Ég hef fengið aö leika með varaliðinu og nokkrum sinnum hef ég æft með aðalliðinu. Ég hlýt að vera ánægður með stöðuna því ég er fyrst og fremst leikmaður með unglingaliði fé- lagsins. Ég sá á dögun- um viðtal við Amar Gunnlaugsson, félaga minn hjá Bolton. Þar segir hann að ég æfi bara með unglingalið- inu og geri ekkert ann- að hjá Bolton. Einnig sagði Amar að ég ætti enga möguleika hjá Bolton fyrr en eftir þrjú ár. Þetta er mikill misskilningur. Það eiga allir möguleika hjá öllum liðum svo framarlega sem leik- menn leggja sig fram,“ sagði Ólafur Páll. Á undan áætlun ef eitthvað er „Ég hef sett mér ákveðin markmið hjá Bolton og staðan er þannig hjá mér i dag að ég er á undan áætl- un ef eitthvað er. Þetta tekur allt sinn tíma og þarfnast mikillar þol- inmæði," sagði Ólafur Páll Snorrason. -SK Ólafur á toppnum Ólafur Gottskálksson og félagar í skoska liðinu Hibem- ian frá Edinborg hafa verið á góðu skriði síðustu vikum- ar. Liðið trónir þægilega í efsta sætinu en um helgina vann liðið stórsigur á Raith Rovers, 5-1, á heimavelli sín- um, Easter Road. Ólafur varði mark Hibemain eins og hann hefur lengstum gert í vetur og stóð fyrir sínu. David Winnie, sem lék með KR á síðasta tímabili, var sterkur í vöm Ayr United sem sigraði Stranrear, 4-0. Hibemian hefur 47 stig í efsta sætinu eftir 21 leik. Fal- kirk er með 42 stig og Ayr hefur 39 stig i þriðja sætinu en þau bæði hafa leikið 22 leiki. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.