Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1999, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999 Spurningin Ætlarðu á janúar- útsölur? Auðunn Valsson matreiðslumað- ur: Nei. Brynja Guðnadóttir framreiðslu- maður: Já, ég býst við því. Elsa Jónsdóttir bankastarfsmað- ur: Já. Jón Þór Guðjohnsen nemi: Já. Jón Ingi Gunnarsson nemi: Nei. Hörður Guðlaugsson nemi: Nei, hugsanlega ekki. Lesendur HIV-smita5ir og fordómarnir Börn hafa verið smituð af HlV-veirunni í 16 ár en ekkert dæmi um smitun frá þeim í venjulegri umgengni á heimilum eða í leikskólum, fullyrðir bréfritari. S. M. skrifar: Mánudaginn 30. nóvem- ber 1998 var lesendabréf í DV frá Guðbjörgu með fyrirsögninni „HlV-smit á leikskóla?“. Þar var skrif- að að fjölmiðlar stæðu sig ekki með því að greina ekki frá nafni skóla þess sem hýsti eina HlV-smit- aða barnið sem greindist hér á landi á árinu. Hvernig það smitaðist, o.s.frv., til þess að það smitaði nú ekki önnur börn sem það kæmi til með að umgangast. Látið var að því liggja að. þetta smit væri svona eins og hver annar lúsafaraldur sem reynt væri að hylma yfir og fela. Pistill þessi var auðvitað ritaður af mikilli fáfræði og var ekki laus við fordóma. Börn hafa verið smituð af HIV- veirunni í um sextán ár. Það er ekk- ert dæmi til enn um smitun frá þeim í venjulegri umgengni á heim- ilum og leikskólum. Þetta HlV-smit- aða barn er alls ekki hættulegt öðr- um börnum eða fullorðnum sem það kemur til með að umgangast á leikskóla og í daglegu lífi. Það er margt vitað um sjúkdóminn í dag, t.d. smitleiðir og hvernig hægt er að halda honum niðri með lyfjagjöf og er þar stöðug framþróun. Þetta HIV- smitaða barn hefur því möguleika á að lifa eðlilegu lífi, þrátt fyrir sjúk- dóminn og nota lyf til að halda hon- um niðri en ekki lækna hann. Það ber vitni um skilning og mannlega virðingu hjá þeim sem stjóma íslenskum fjölmiðlum að láta þetta HlV-smitaða bam og að- standendur þess afskiptalaus. Það græðir enginn á að brennimerkja þetta HlV-smitaða bam með því að birta myndir og greina frá nafni þess til að það þekkist sem slíkt. Svona rétt til að seðja forvitnina, búa til fréttir og velta sér upp úr þessu í stuttan tíma á eftir. ísland er of lítið og fordómar gagnvart þessum sjúkdómi eru enn miklir, eins og áður nefnt lesenda- bréf ber skýrt vitni um. Leyfum barninu að fá möguleika á að lifa líf- inu eins eðlilegu og það getur gert, með þessa dapurlegu vöggugjöf. Þegar barnið eldist og fær skiln- ing á ástandi sínu verður nógu sárt að sætta sig við að vera HlV-smit- að. Forðum því frá því að verða líka útskúfað og sniðgengið, sem HlV-smitaður einstaklingur, sem allir forðast og fordæma á bama- og unglingaaldursskeiðunum. Við fullorðna fólkið verðum að gefa þessum ólánsömu einstakling- um, sem fæðast með HlV-smit, tækifæri til að ákveða sjálflr þegar nægu viti og þroska er náð hvort þeir upplýsa þjóðina um sjúkdóm sinn. Miðstýring myntarinnar Þór skrifar: Allt virðist falla í þann farveg að myntbreyting flestra Evrópurikja geri þeim ríkjum sem utan standa erfiðara fyrir hvað viðskipti snert- ir og sérstaklega þeim sem eru háð útflutningi að mestu til að afla þjóðartekna. Sviss hefur þá sér- stöðu að vera i miðri Evrópu með mestar tekjur sínar af ferðafólki og samgöngum annarra þjóða um landið. Hér á landi munu viðskipti verða mun erfiðari en fyrr, einkum við Evrópurikin, svo að viðskipti munu beinast að mestu til Bandaríkjanna, líkt og í síðari heimsstyrjöld. Verst er þó að íslensk mynt er verðlaus hvar sem er í heiminum og miðstýring hennar með þeim hætti að það eru nánast ráðherrar og embættismenn sem taka allar ákvarðanir i fjármálalegu tilliti, þ.m.t. um vaxtastig og bankakostn- að, svo og gengisbreytingu. Það er illt að horfa upp á nærliggjandi þjóðir renna inn í nýja öld fjármála og viðskipta meðan við sitjum og bíðum þess sem verða vill, svo til án þess að geta nokkra björg sér veitt. Hneykslanlegt athæfi stjórnvalda Garöar Björgvinsson skrifar: Ég get ekki orða bundist um þær ofsóknir sem Friður 2000 hefur þurft að sæta undanfamar vikur frá yfirvöldum hér. Það var forkastan- legt að heyra af því í fjölmiðlum að utanríkisráðuneytið hafi flokkað þessi samtök sem óábyrg og reynt að hindra fór jólasveinsins um þessi jól. Ég hef lítillega kynnst störfum Friðar 2000 undanfarið ár og svo sannarlega hrifíst af þeim málefna- legu og vönduðu vinnubrögðum sem einkennt hafa starfsemina. Það er aðdáunarvert hvernig þessi samtök hafa safnað á undan- förnum árum hundruðum þúsunda jólagjafa handá bágstöddum börn- um í stríðshrjáðum löndum og kom- ið þessum gjöfum á leiðarenda, jafn- þjónusta AÓelns 39,90 mínútan - eða hringld í síma 550 5000 milli kl. 14 og 16 Það er aðdáunarvert hvernig safnað hefur verið á undanförnum árum hundruðum þúsunda jólagjafa handa bágstöddum börnum í stríðshrjáöum lönd- um vel þangað sem engar venjulegar flugsamgöngur eru vegna ófriðar. Ég get heldur ekki flokkað þau um- mæli jólasveins, sem flestir líta á sem samnefnara allra barna, að biðja stríðshrjáðum börnum griða frá pólitískum hildarleik stórveld- anna sem óábyrg eða pólitísk. Eru það ekki frekar þeir sem styðja svelti þessara barna sem eru óá- byrgir? - Eða hvernig geta það talist eðlilegar aðgerðir í stjórnmálum að gera þúsundir barna hungurmorða í hverjum mánuði? Mér finnst mjög eðlilegt að Friður 2000, sem margir hafa litið á sem rödd í eyðimörkinni, grípi til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar eru til að vekja okk- ur af sinnuleysinu. Ef ráðamenn þjóðar- innar vilja ekkert hlusta á málefnaleg rök þessara samtaka, er þá eitthvað að því að slík samtök leiti aðstoðar réttvísinnar til að dæma um það hvort ráða- menn hér eru orðnir samsekir um glæpi gegn þessum börnum? Var það ekki einmitt slíkt sinnuleysi sem leiddi til þess að heimsstyrjald- ir dundu yfír mannkynið fyrr á þessari öld? - Mér finnst að Friður 2000 sé að vinna mikið og gott verk með framlagi sínu til friðarmála og að þröngsýni ráðamanna hér sé að leiða þá í gönur. Fáir þekktir í framboði Kjósandi A-flokkanna skrifar: Mér blöskrar hve fáir þekktir aðilar vir.ðast ætla að verða í fram- boði hjá samfylkingunni í næstu kosningum. Eftir að Svavar Gests- son hverfur af vettvangi eru það aðeins tvö nöfn sem maður kann- ast við Alþýðubandalagsmegin hér í Reykjavík og sama gildir um Al- þýðuflokkinn. Þetta eru þau Bryn- dís Hlöðversdóttir og Heimir Már annars vegar og svo Össur Skarp- héðinsson og Jóhanna Sigurðar- dóttir hins vegar. Þá er allt talið. Ég veit ekki hvað ég geri sem kjós- andi jafnaðarmanna með ekki meira mannval í boði. Og fari svo að Kvennalistinn verði nú með eft- ir allt þá er öllu lokið, að margra mati. En ákvörðun um framboð og frambjóðendur verður að liggja fyrir sem allra fyrst. Einokun á mjólkurvörum Héðinn skrifar: Ég er einn þeirra sem er ekki ánægður með þá einokun sem hér er enn á mjólkurvörum og sölu þeirra. Ég las fréttina um Bónus og eigendur sem ætluðu að sækja ostana sér til hægðarauka og til að geta haldið útsöluverði í skefjum en var neitað af Osta- og smjörsöl- unni. Þessari einokun verður að linna. Meira að segja einokar Mjólkursamsalan umbúðir hér í Reykjavík. Alls staðar annars stað- ar er hægt að kaupa mjólk í lítra- femum sem passa mun betur í ís- skápinn. Þetta ástand er orðið óþolandi og full þörf á að einka- væða þennan verslunargeira. Óvarðar bílasölur Ásgeir hringdi: Ég hef lengi furðað mig á því að bilasölur með notaða bíla skuli ekki hugsa betur um sína vöru sem þeir hafa í umboðssölu, nefni- lega alla notuðu bílana. Ég man að eitt sinn var stolið úr mínum bil sem stóð næturlangt á svona úti- bílasölu og það var talsvert tjón sem ég varð að bera. Auðvitað á að vera girt í kringum söluplan með notaða bíla. Ég var í Keflavík ný- lega og sá þar bílasölu þar sem vel var búið um bílana að þessu leyti og þeir stóðu á læstu svæði nætur- langt. Ég veit ekki til að nokkur ábyrgð sé tekin á geymslu notaðra bíla sem standa úti. Þessu fyrir- komulagi verður að breyta sem allra fyrst. Útigangsmenn í Reykjavík Steindór Elnarsson skrifar: Hvernig er það með þessa bless- aða útigangsmenn sem víða sjást í Reykjavík, einkum og sér í lagi við Hlemm og þar í nágrenninu, og betla, er ekki hægt að hjálpa þess- um mönnum og a.m.k. útvega þeim einhvern samastaö svo að þeir verði ekki til óþæginda? Eins og er eiga þeir hvergi nægilega góðan samastað. Það er eflaust erfitt að hjálpa svona ógæfumönnum en kannski lumar einhver á góðum hugmyndum til að leysa þennan vanda mannanna og um leið borg- arinnar og okkar allra, samferða- mannanna. Guð hjálpi okkur Guðjón V. Guðmundsson skrifar: „Allt er betra en íhaldið", sagði maðurinn forðum. Stórkostleg setning, enda felst í þessum fáu orðum allt sem segja þarf um þessa skelfilegu stjómmálastefnu. Nú er svo komið að tæpur helmingur ís- lensku þjóðarinnar aðhyllist þenn- an hrylling, og þúsundir láglauna- manna þar á meðal kijúpa með glýju í augum af aðdáun sinni á leiðtoganum, Davíð Oddssyni. Þeg- ar svona er komið fyrir íslenskri þjóð þá er svo sannarlega kominn tími til að biðja Guð að hjálpa sér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.