Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1999, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 7. JANÚAR 1999 Frjálst, óháð dagbiað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Bandaríkin einangrast Fyrirferð einkamála Bandaríkjaforseta í stjórnmálum landsins er dæmi um bilunareinkenni heimsveldis. í vaxandi mæli er það að hrekjast úr meginstraumi alþjóð- lega samfélagsins inn á sérvizkulegar brautir, sem lítinn hljómgrunn hafa með fyrrum bandamönnum þess. íraksdeilan er eitt margra dæma um hnignun Banda- ríkjanna. í stað þess að ljúka Flóabardaga með því að hrekja flokk Saddams Husseins frá völdum, var honum hlíft til að nota hann sem mótvægi við Persíu, sem Bandaríkin hafa lengi haft að höfuðandstæðingi. Enda tókst þeim ekki að fá með sér önnur ríki en Bret- land í nýrri atlögu að Hussein í lok síðasta árs. Loftárás- ir atlögunnar fóru að mestu fyrir ofan garð og neðan. Hemaðarmáttur Husseins er meiri en hann var fyrir Flóabardaga. Hann ögrar heimsveldinu áfram. Bandaríkin hafa lagt mikinn kostnað í að reyna að friða Norður-Kóreu, sem er enn fátækara og aumara ríki en írak. Samt heldur smáríkið uppteknum hætti, undir- býr framleiðslu hryðjuverkavopna og hótar að beita þeim gegn Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra. Einna undarlegust er stinamýkt og fyrirgreiðsla Bandaríkjanna gagnvart Kína, sem enn stelur hugviti og hernaðarleyndarmálum heimsveldisins, peningum bandarískra Qárfesta og ofsækir andófsmenn fyrir fylgilag við „höfuðóvin“ sinn, það er Bandaríkin. Önnur ríki hafa ekki staðið sig betur, en þau gera heldur ekki kröfu til að teljast heimsveldi. Vestur-Evrópa og Bandaríkin hafa beðið sameiginlegt skipbrot í styrj- öldum Balkanskagans og geta ekki einu sinni borgað gjaldþrota Rússlandi fyrir að halda sér á mottunni. í kjölfar alls þessa kemur svo evran og ryður dollar úr sessi heimsmyntar án þess að setjast þar sjálf í staðinn. í stað einnar reikningsmyntar í heiminum eru þær orðn- ar tvær. Strax á fyrstu dögum evrunnar hefur komið í ljós, að hún nýtur ekki minna trausts en dollarinn. Ríki, fyrirtæki og einstaklingar um aHan heim munu fljótlega draga úr doUaraeign sinni og dreifa gengisá- hættunni með því að flytja hluta gjaldeyrisforðans yfir í evrur. Þannig missa Bandaríkin hluta valdastöðu sinnar sem seðlaprentunarvél fyrir aHa heimsbyggðina. Bandaríkin hafa að undanförnu í vaxandi mæli farið sínar eigin leiðir í flölþjóðlegum samskiptum. Þau hafa eitt fárra ríkja ekki enn staðfest hafréttarsáttmálann og helztu umhverfissáttmála síðustu ára. Þau brjóta að geð- þótta sáttmálann um Heimsviðskiptastofnunina. Sameinuðu þjóðunum hafa Bandaríkin sýnt sérstakan yfirgang. Þau neita að borga gjöld sín, þótt þau séu lægri á hvem íbúa en gjöld margra ríkja Vestur-Evrópu og bera því við, að samtökin mæli með fóstureyðingum! Samt vHja Bandaríkin ráða ferð samtakanna. Hvað eftir annað hafa Bandaríkin einangrazt í at- kvæðagreiðslum í Sameinuðu þjóðunum, oft með ofbeld- issinnuðu smáríki, ísrael, sem hefur verið tH mikiHa vandræða í Miðausturlöndum á þessum áratug. Þetta veldur spennu í samskiptum vesturs og íslams. Öldimgis er óvíst, að önnur ríki stæðu sig betur í hlut- verki eina heimsveldisins, ef þau væru af stærðargráðu Bandaríkjanna. En þau eru eina heimsveldið, sem við höfum og ættu að geta staðið sig betur í því hlutverki, ekki sízt eftir gleðHegt fráfaU Sovétríkjanna. Heimsveldi kemst ekki lengi upp með að vera upptek- ið af innanlandsmálum og allra sízt ef það eru óskHjan- leg deHumál á borð við framhjáhöld ráðamanna. Jónas Kristjánsson Ólafur Ketilsson, fyrrv. sérleyfishafi, tekur á móti farangri farþega sinna. Tæpast veröur þessi bíli varðveittur á Skógum, en sem betur fer eru enn til nokkrir athyglisverðir hópferðabílar frá þessum tíma og eldri. Úr „mengun££ í minjar: Loksins tækja- og samgönguminjasafn Kjallarinn Sigurður Hreiðar Hreiöarsson ritstjóri ingsálit orðið til þess að við getum ekki stillt upp samfeUdri bUasögu okkar. En með framtaki mennta- málaráðherra að við- bættum stuðningi fleiri aðUa sem ætti að renna blóðið til skyld- unnar ætti enn að vera hægt að bjarga mjög miklu. Ég sé fyrir mér að bílamir sem setuliðið skUdi eftir skipi veg- legan sess á tUvonandi safni. Það vora þeir sem komu íslandi í al- vöru inn í bUaöldina. Hópferðabílarnir eru lika mikilvægur flokk- „Ryðguð snúningsvél sem veðraðir kjálkarnir hafa verið teknir af en heimasmíðuðu beisli fyrir dráttarvél komið fyrir í stað- inn er ekki síður menningarheim- ild heldur en samskonar vél mál- uð út á ystu tinda.u Þau merku tíðindi gerðust rétt fyrir áramótin að mennta- málráðherra undir- ritaði samning við Byggðasafnið í Skóg- um um þátttöku rík- isins í að reisa þar tækja- og sam- gönguminjasafn. Þetta eru góð tíðindi fyrir þá sem lengi hafa barist fyrir því að tæki tæknialdar, þar með talið bUar og búvélar, séu ekki sjálfkrafa dæmd tU óhelgi þó þau séu orðin þreytt eða kannski bara úrelt. Múgsefjun Einhvern veginn hefur sú múgsefjun náð að skjóta rótum hér á landi að tæki sem hætt er að nota séu rusl og mengun. Þar hefúr hver lapið eftir öðrum gagnrýn- islaust og án þess að rökstyðja í hverju þessi mengun felst. Jafhvel heUu sveitar- félögin hafa svipt íbúa sína þeim mannréttindum að mega geyma minjar af þessu tagi á sinni eigin landareign. Sumir hafa glúpnað fyrir þess- ari múgsefjun en aðrir hafa skynj- að þau menningarverðmæti sem í gripum af þessu tagi geta falist. Ég ber virðingu fyrir þeim sem hafa í trássi við almenningsálitið lagt sig fram um að safna minjum um tæki og samgöngur. Þar koma fyrst í hug nöfn eins og Ingólfur á YstafeUi og Stjáni „meik“, þótt fleiri eigi heiður skUinn. Samfelld bílasaga Því miður hefur nefnt almenn- ur, með sinni breytinga- og yfir- byggingasögu sem stóð þó ekki í blóma nema rúmlega áratug. í sameiningu opnuðu þessir tveir flokkar öðrum fremur landið okk- ar fyrir íbúum þess. Fleiri merka kafla í þessari sögu mætti nefna. Líka brúsapallinn og brúsana Og fleira þarf að finna og varð- veita: verkfærin sem notuð voru tU þess að halda þessum tækjum við, umferðarmerkin sem við not- uðum áður en þau alþjóðlegu komu tU sögunnar. Kannski er fullmikU tUætlun að við getum varðveitt á safni sem þessu sýnis- horn af umferðarmannvirkjunum: malarvegum og þvengmjóum brúm. Og þó; aUt er hægt ef vUjinn er fyrir hendi. Mér finnst ekki nóg að sjá dæmigerðan hálfkassabU frá Mjólkurbúi Flóamanna - ég vil líka sjá brúsapallinn og brúsana. Fyrir utan að sjá þessa sam- göngusögu verða tU að verulegu leyti var ég svo lánsamur að alast fyrst upp við hestaverkfæri í land- búnaði og jafnvel taka þátt í að rifja hey í alvöru heyskap. Síðan komu dráttarvélarnar og aðlögun hestaverkfæranna að þeim, þá fuUkomnari verkfæri við full- komnari dráttarvélar. Þessum menningarminjum. hefur mark- visst verið eytt en sem betur fer leynist enn eitthvað af því. Ég sé fyrir mér að jafnhliða undirbúningi safnhúss á Skógum verði sköpuð aðstaða einhvers staðar í grenndinni tU þess að safna þessum verðmætum sam- an og að þegar í stað verði hafist handa um það, áður en þau verða mengunarsefjuninni end- anlega að bráð. Einhvers staðar þarf hvort sem er að vera að- staða tU að dytta að sýningar- gripunum, að minnsta kosti koma þeim í sýningarhæft form. Hitt er svo annað mál hvort nauðsynlegt er eða rétt að koma þeim öUum í upprunalegt form. Ég tel það ekki vera. Ryðguð snún- ingsvél sem veðraðir kjálkarnir hafa verið teknir af en heimasmíð- uðu beisli fyrir dráttarvél komið fyrir í staðinn er ekki síður menn- ingarheimUd heldur en samskon- ar vél máluð út á ystu tinda. Her- trukkur sem notaður var fyrir mjólkurbíl norður í landi með mjórri paUi en upprunalegum, af því að annars hefði hann ekki komist yfir örmjóar brýmar, er al- veg jafn góður sýningargripur og menningarheimUd eins og sams- konar trukkur gerður upp tU upp- runalegrar myndar. Sigurður Hreiðar Hreiðarsson Skoðanir annarra Samrunaferlið í Evrópu „Eiga íslensk fyrirtæki að taka á sig gengisáhættu umfram önnur evrópsk tU að við, ein Evrópuþjóða, getum stritast við með eigin mynt á meðan aðrir Evr- ópubúar nota sameiginlega mynt, evruna? VUjum við kannski stefna að tvöfóldu myntkerfi hér á landi? í samtölum við fólk tel ég mig skynja lítinn stuðning við slíkan veruleika. Oftar en ekki skynja ég þá skoð- un hjá fylgjendum jafnt sem efasemdarmönnum að óhjákvæmUega verðum við, fyrr eða síðar, orðin hluti af samrunaferlinu í Evrópu ... í hugum margra er spumingin því ekki lengur hvort, heldur hvenær." Pétur J. Eiríksson í Mbl. 6. jan. Spennuvaldurinn Margrét „Ekkifréttir af framboðsmálum vinstri manna halda áfram að segja landsmönnum ekki neitt um framboð sem ekki er neitt. Nýjasta dæmið kom í gær, en þá voru sjónvarpsáhorfendur hitaðir upp með því að láta þá vita að sjálf Margrét Frímannsdóttir, for- maður afgangs Alþýðubandalagsins, myndi lýsa því yfir í beinni útsendingu hvort hún færi fram í Reykja- vík eða ekki. Spennan var gífurleg og réðu áhorfend- ur sér vart sakir hugaræsings. Svo kom að því að fréttamaðurinn spurði hinnar miklu spumingar. Svarið var stutt og laggott; nei, það ætlaði hún ekki, og hafði raunar fyrir löngu tekið um það ákvörðun að eigin sögn ... Hvers vegna sagði Margrét þá ekki frá þessu strax? Vegna þess að hún eins og aðrir vinstri menn gera út á fjölmiðla og leika sér að því að vefja þeim um fingur sér til að koma sér áfram.“ Úr Vef-Þjóðviljanum 5. jan. Herbalife og skaðleg efni „Við höfum áhyggjur af því, en þótt við höfum feng- ið ábendingar um slíkt hafa þær strandað á því að menn hafa ekki viljað tjá sig opinberlega þegar fara á í saumana á þessum sögum. Þetta er væntanlega sömu viðbrögð og lögreglan hefur fengið í sinni rann- sókn ... Þetta er mikið alvörumál og alveg furðulegt hvað sumt fólk er tilbúið að gera í þeirri von að það missi nokkur kíló. Oft sama fólk og hrópar og kallar ef einhver aukefni finnast í matnum þeirra." Guðrún Eyjólfsdóttir í Degi 6. jan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.