Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1999, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999 jf/éttir Bretinn sem hefur verið ákærður fyrir innflutning á rúmlega 2 þúsund e-töflum: Eg ætlaði að fa vinnu á fiskibát - vann á diskóteki á Benidorm þar sem hann kynntist íslendingum „Þaö er ekki rétt að mér hafi verið ljóst að selja ætti efnin hér á landi,“ sagði 26 ára Breti, þegar héraðsdóm- ari spurði hann um afstöðu hans tO nýútkominnar ákæru ríkissaksókn- ara á hendur honum fyrir innflutning á rúmum 2 þúsund e-töflum. Efni sem hann var tekinn með í tösku við kom- una til Keflavíkurflugvallar frá Alicante á Spáni þann 1. september. „Ég segi nú eins og áður að ég kom hingað til að fá mér vinnu á fiskibát. Ég hafði aldrei neina vitneskju um að flkniefni væru í töskunni minni þeg- ar ég kom tfl íslands," sagði Bretinn og var mikið niðri fyrir. Áður en Bretinn kom tO íslands starfaði hann á diskóteki á Benidorm. Þar kynntist hann Islendingum. Hann hefur borið að þeir hafi sagt sér að hægt væri að fá góðar tekjur á togur- um og bátum hér á landi, þess vegna hefði hann ákveðið að koma hingað. Þá mánuði sem málið var í rannsókn beindust grunsemdir lögreglunnar m.a. að því að íslendingar á Spáni hefðu verið viðriðnir mál Bretans. Yf- irheyrslur leiddu hnis vegar ekki tO þess að efni þættu tO að gefa út ákæru á hendur flenaim en þessum manni. Þegar Bretinn kom í LeOsstöð í byrjun september var lagt hald á rúm- lega 2 þúsund e-töflur sem er mesta magn af slíkum efnum sem komist hefur í vörslu toUvarða og lögreglu í einu lagi hér á landi - efni sem dóm- ar, þar með talinn Hæstiréttur, hafa tekið mjög hart á undanfarin misseri. Öflug gæsla í dómsal Þegar sakbomingurinn var leiddur inn í tfltölulega lítinn dómsal á annarri hæð Héraðsdóms Reykjavík- ur í gær óskaði Pétur Guðgeirsson héraðsdómari eftir því að fjórir lög- reglumenn sem fylgdu manninum, þrír einkennisklæddir og einn óein- kenndur, skyldu taka sér stöðu fyrir aftan hann. Bretinn er hár, greinOega afar öflugur og gríðarstæltur. Eftir að Ragnheiður Harðardóttir, fúUtrúi ríkissaksóknara, hafði lesið Hinn vöðvastælti Breti kom í fylgd fjögurra lögregluþjóna við þingfestingu Reykjavíkur f gær. upp ákæruna á hendur manninum og dómtúlkur hafði þýtt fyrir hann var greinUegt að sakbomingnum var mik- ið niðri fyrir. „Excuse me!“ sagði hann og greinUeg reiði braust fram í andliti hans. Sérstaklega gerði hann athugasemdir við þann þátt ákærunn- ar sem snýr að því að honum hefði mátt vera Ijóst að efhin væm ætluð tO sölu. Síðan áréttaði hann að hafa ekki yfirhöfúð haft vitneskju um efnin í tösku sinni við komuna. „Nú, það er greinUegt að það verð- ur að hafa aðalmeðferð í þessu máli,“ sagði dómarinn eftir að hafa hlýtt á viðbrögð sakbomingsins. Hann átti við að þar sem ákæruvald og sakborn- Úttar Sveinsson ing greinir mjög á um sakargiftir verða umtalsverðar dómsyfirheyrslur að fara frarn. ákæru á hendur honum í Héraðsdómi DV-mynd ÞÖK Aðalréttarhöldin hefjast 20. janúar. Þá verða tíu vitni leidd fyrir dóminn - m.a. vitni sem lögregla og ákæra- vald hafa talið geta fært sönnur á ásetning Bretans um að hafa ætlað að flytja'efnin tfl íslands. Þegar verið var að ganga frá forms- atriðum í lok þinghaldsins í gær hafði ákærði hönd undir kinn, ákaflega brúnaþungur, andvarpaði og var ber- sýnUega vonsvikinn yfir efni ákærunnar. Gæsluvarðhald yfir Bretanum var í gær framlengt tU 8. mars. Búist er við að dómur verði genginn fyrir þann tíma. Sóknardagar verði settir á kennitölur og eign einstaklinga og fyrirtækja: Vilja láta rassskella sig aftur - segir Valdimar Jóhannesson sem vann sigur í Hæstarétti „Þetta er bara sjálfspíningarhvöt. Þessir menn vOja greniUega láta rass- skeUa sig aftur,“ segir Valdimar Jó- hannesson, sem vann sigur á sjávar- útvegsráðuneytinu í Hæstarétti, um þær hugmyndir sjávarútvegsnefndar að trOlukarlar og fyrirtæki í sóknar- kerfi fái daga tO eignar. í þessu felst „Flestir smábátaeigendur sem ég þekki tU vOja komast úr dagakerf- inu,“ segir Kristján Pálsson alþingis- maður um þau deOumál sem uppi era innan meirihluta sjávarútvegsnefnd- ar þar sem Einar Oddur Kristjánsson og fleiri vUja að smábátar í krókakerfi fái úthlutað dögum sem þeir geti síð- an leigt frá sér eða selt eftir geðþótta. Kristján segir það sitt mat að um 90 prósent trUlukarla í sóknarkerfi vUji fara í aflahámarkskerfið. Hörð viðbrögð hafa orðið vegna hugmynda um dagasölu og eftir því er tekið aö erkifjendumir Arthur Boga- að sjómennimn- og fyrirtækm geta haft afkomu af því að leigja dagana á hverju ári eða selja þá frá sér varan- lega. Ætla má að hver dagur gefi eig- anda sínum árlegar leigutekjur sem nemi um 50 þúsund krónum. Þannig geta aUir dagamir 23 fært þeim sem era svo heppnir að eiga krókabát um Krókabátadeila: son, formaður Landssamtaka smá- bátaeigenda, og Krisfján Ragnarsson, formaður LÍÚ, era sammála um að sala sóknardaga gangi ekki upp. í fyrrakvöld slitnaði upp úr fundi sjáv- arútvegsnefndar en í morgun var boð- að tU nýs fundar. Líklegt er að nefnd- in, sem er krossklofin, muni þar hörfa frá hugmyndinni um framseljanlega daga. TUgangur lagabreytinga er að mæta dómi Hæstaréttar og tryggja at- vinnuréttindi trillukarla. Þegar hluti sjávarútvegsnefhdar lagði tO að dagar yrðu framseljanlegir var ekki kynnt það samkomulag smábátamanna og 1,2 mUljónir í árlegar tekjur. Velji handhafi daganna að selja þá öðrum má ætla að slíkt gefi sem nemi 12 mUljónum króna í aðra hönd. í raun má segja að með þessu móti verði ekki mikiU munur á mUli hins fyrir- hugaða kerfis og gamla kvótakerfis. Veiöirétturinn verður verslunarvara ráðuneytis um að sóknarbátamir færa inn í aflahámarkskerfið að tveimur árum liðnum. Kristján Páls- son segir eðlUegt að nefndin taki sam- komulagið óbreytt og geri það að tU- lögu sinni í stað þess að leggja tU að dagar verði eign trUlukarla. „Aflahámarkskerfi fyrir krókabáta er það eina sem dugir þeim. Það er ekki hægt að vinna undir þeirri óvissu að vita aldrei í dag hvað verði á morgun. Enda þótt margir séu ósátt- ir út í kvótakerfið er það langtum skárra en þessi óvissa," segir Krist- ján. -rt en dagar koma í stað kUóa. Með þessu fyrirkomulagi verður skflið á miUi skipa og veiðiheim- Uda og mega þeir sem eiga daga sækja sjó á hvaða bát sem er en að- eins veiða með handfæri. Valdimar segir að þessar breytingar komi engan veginn tU móts við þann dóm Hæstaréttar sem kvað á um að ekki mætti neita ein- staklingum um veiðiheimildir. Þama séu stjómvöld að reyna að friða ákveðinn hóp triUukarla. „Þetta er ósköp aulaleg afgreiðsla og sama gamla tuggan. Það er verið að stinga dúsu upp í þá menn sem lík- legastir era tU að berjast gegn kvóta- kerfinu. Þetta era í raun ekkert ann- að en mútur,“ segir hann. Valdimar sem er skiplaus maður vUdi ekkert segja um það hvort tU þess kæmi að hann myndi sækja um daga tU sjávarútvegsráðherra á sama hátt og hann sótti um kvóta á sínum tíma. „Ég hef ekkert hugsað út í það mál. Það kemur bara í ljós á sínum tíma,“ segir hann. -rt Flestir vilja úr dagakerfi - segir Kristján Pálsson alþingismaður Valdimar Jóhannesson. Finnur í skotlínu Krísuástand er í herbúðum Fram- sóknarflokksins og ekki síst hjá Finni Ingólfssyni, ráðherra og vara- formanni flokksins. Hann er að kljást við Alfreð Þorsteinsson borgarfull- trúa sem spáð er að geti jafnvel velt honum úr sessi. Finnur gerði kosningabandalag við , Ólaf Örn Haraldsson alþingismann og eru Alfreðsmenn ósáttir við það. Finnur gaf þá loforð um að beita sér ekki fyrir Ólaf í prófkjör- inu. Það loforð mun ekki halda ef marka má að stuðningsmenn ráðherr- ans eru sagðir út og suður og á ftdlri ferð að vinna fyrir Ólaf Örn. Stuðn- ingsmenn Alfreðs hyggja nú á hefndir og ætla ekki að kjósa Finn í efstu sæti listans... Jólapakkar að vopni Ástþór Magnússon, sá vígreifi leiðtogi Friðar 2000, hafði í nógu að snúast um hátíðamar viö að bera út jólapakka. Ætlun hans var að senda pakkana bágstöddum í írak á sama hátt og árin á undan en allt fór í hnút vegna samstarfsörðugleika Halldórs Ásgríms- sonar og Friðar- manna. Jólapakkarn- ir frusu inni á Kefla- víkurflugvelli og síðar á Heathrow í London hvar þeir era enn. Eitt helsta baráttutæki Ástþórs til að koma jólaglaðningum á leiðarenda era sjálfir pakkamir sem hann hefur hót- að að senda út og suður. Á aðfangadag vildi hann sturta þeim á tröppur heimilis Halldórs Ásgrímssonar ut- anríkisráöherra en nú síðast sagðist hann ætla að senda þá alla á frétta- stofu Sjónvarpsins til að hefna sín á Elínu Hirst fréttamanni sem að mati Ástþórs vinnur gegn friðarmálum í heiminum... Tangarsókn Eins og greint frá í Sandkomum í gær kom Steingrímur St. Th. Sig- urðsson, listmálari og lífskúnstner, einn heim frá Danmnörku þrátt fyrir það yfirlýsta markmið að ganga þar í heilagt hjónaband með danskri blaðakonu. Eft- ir því sem næst verður komist varð ekkert af brúðkaupinu. Nýjustu fregnir herma að Steingrímur hafi gripið til tangarsókn- ar í þvi skyni að ná kvonfangi sínu frá Dana- veldi. Sást tfl hans á leið upp í Flug- leiðavél tfl Óslóar. Talið er að Stein- grímur ætli þannig að koma inn í gamla nýlenduveldið bakdyramegin og heimta brúði sina úr höndum kúgaranna... Aðstoðarmenn Páll Pétursson félagsmálarát hema hefur ráðið sér nýjan aðstoðai mann i stað Árna Gunnarssonai hins umdeilda fyrram leiðtoga ungr framsóknarmanna. Ráðherrann var sak- | aður um að hafa ver- 1 ið kosningasmali að- í stoðarmanns sins og ! um tíma voru áhöld - um þaö hver væri | aðstoðarmaður hvers. Ámi hyggur nú" á pólítísk metorð í kjördæmi ráðherr síns en hann er sjálfur brottflúin Skagfirðingur sem nú hefur snúi heim í þeim tilgangi aö tryggja sé sæti Stefáns Guðmundssonar. Hin nýi aðstoðarmaður, Gunnar Bra{ Sveinsson, er einnig brottflutta Skagfirðingur. Hann hefur undanfari ár numið félags- og atvinnufræði vi Háskólann auk þess að vera verslui arstjóri hjá Skeljungi. Þá er hann me hrein og tær framsóknargen svo lan{ sem elstu menn þekkja... Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkom @ff. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.