Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1999, Blaðsíða 10
LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1998 JLlV Hildur Helga Siguröardóttir birt- ist aftur á skjánum i þættinum ... þetta helst að viku liðinni eftir nokkuð langt jólafrí. Lengd fjarver- unnar varð til þess að upp hafa sprottið ýmsar ástæður. Til að mynda hefur því verið fleygt að Hildur Helga sé kona eigi einsömul og því til stuðnings hefur verið bent á aö hún var í víðum jakka í síðasta þættinum. Svo langt gekk orðróm- urinn að fólk var farið spyrja for- eldra hennar um væntanlegt bama- bam. Hildur Helga varð vör við að fólki var ekki sama um þáttinn. Blá- ókunnugt fólk kom að henni á al- mannafæri og spurði með biturð í röddu: „Af hverju hættirðu?" Frægðin hefur þó ekki orðið til þess að slúðriö verði rætið og kjaftasög- urnar hvimleiðar. „Kannski á ég bara svona góða vini sem segja mér ekkert," segir Hildur Helga og hlær, „eða fólk er betur innrætt en ætla mætti.“ En málið stendur þá þannig: Hild- ur Helga er ekki ólétt og allir að- standendur þáttanna eru við hesta- heilsu og birtast landsmönnum næsta fimmtudag. Hildur er í óða- önn að koma sér fyrir á skrifstof- unni sinni sem var andsetin af ára- mótaskaupsöndum í jólafríinu. Fyrstu gestir þáttarins á nýju ári verða Hrafn Gunnlaugsson og Þór- arinn Eldjám. „Mér fannst kominn tími til að kynna þessi hlédrægu skúffuskáld úr MR fyrir þjóðinni." I fráttaharki frá fermingu Hildur Helga var í mörg ár blaða- maður á Morgunblaðinu en flestir muna örugglega eftir henni sem fréttaritara útvarps og sjónvarps í London. „Ég var í þessu harða fréttaharki í hátt á annan áratug. Ég byrjaði mjög ung sem blaðamaður á Mogg- anum árið 1980, þá næstum því ný- fermd!“ segir Hildur Helga. „Ég lít ekki á mig sem neinn atvinnu- skemmtikraft heldur byggi ég á reynslu af öðrum sviðum og þá að- allega blaðamennskunni. Það er mjög frelsandi að geta tekið þann gmnn og byggt eitthvað nýtt og skemmtilegt á honum. En ég held að til þess að geta brotið reglurnar þurfi að kunna þær. í ... þetta helst get ég nýtt reynsluna úr öllum þeim miðlum sem ég hef unnið við og leikið mér svolítið með hana“ Hildur Helga segir að þó að form þáttarins sé í ætt við breska spurn- ingaþætti líti hún svo á að hann sé rammíslenskur þar sem í honum sé alltaf fyrst og fremst verið að skoða íslenskan raunveruleika - eða „fá- ránleika". Engin brandarakerling Það er ekki sist húmorinn sem setur mark sitt á þætti Hildar Helgu. Þegar gengið er á hana með það að hún sé húmoristi setur hún upp svip hógværðarinnar. „Til þess að geta krufið frosk al- mennilega þarf að drepa hann. Húmor er mjög óáþreifanlegur. Mér finnst ég ekki vera nein brandara- kerling en ég hef kannski skrýtna sýn á tilveruna og sé sérkennúega fleti á málum sem ég varð sem fréttamaður að láta liggja óbætta hjá garöi. Grafalvarlegir fréttamenn eru auðvitað í ákveðinni spenni- treyju og mega ekki gera grín að fréttunum. í þessum þætti get ég leyft mér það.“ Breskur húmor er mjög sérstakur og vinsæll um víða veröld. Skyldu þættimir vera undir áhrifum breska húmorsins? „Ég held að minn húmor sé mjög ís- lenskur þótt ég hafi orðið fyrir áhrif- um frá Bretlandi. Þar gekk ég í há- skóla og var fréttaritari í átta ár. Ég held þó að minn húmor, ef einhver er, komi frekar úr fjölskyldunni en þar er að finna mikið af skemmtilegu og fyndnu fólki. Það vildi oft brenna við í íslenskum fjölmiðlum að allt sem átti að vera fyndið varð að vera á lágu plani. Þeir sem matreiddu húmor tóku þann pól í hæðina að viðtakend- ur væru miklu vitlausari en þeir. Ég get haft mjög gaman af aulahúmor en i minu tilviki geri ég ekki ráð fyrir því að áhorfendur séu eitthvað vit- lausari en ég. En það sem virkar, virkar." Þróunarferli fyndninnar Oft er það svo að grín kvenna í fjölmiðlum vill verða bundið við kyn og samskipti kynjanna. „Það er líkast til liður í því þróun- arferli að konur fái að vera fyndnar. Það er ekki langt síðan að konur fengu að segja dónalega brandara. Sumar eru kannski ekki komnar yfir það enn þá af því að þeim finnst það svo gaman enda eru þær að borga fyrir margar aldir af ljósku- og tengdamömmubröndurum. Ég er alin upp í starfi þar sem það skiptir ekki máli hvort fólk er karlar eða konur og gengið er nokkuð jafnt í störfin. Ég keyri þennan þátt og - ,-m Hildur Helga varð vör við að fólki var ekki sama um þáttinn. Bláókunnugt fólk kom að henni á almannafæri og spurði með biturð í röddu: „Af hverju hættirðu?" DV-myndir Teitur • mm mína persónu ekki áfram á þeirri staðreynd að ég er kona. Það er líka vonandi nokkuð augljós staðreynd sem ég sé enga ástæðu til að vera sí- fellt að hnykkja á með einhverjum neðanbeltisbröndurum. Það er líka af svo mörgu öðru að taka“ Breska fjölskyldan Hildur Helga er helsti sðrfræðingur íslendinga í málefnum bresku kon- ungsfiölskyldunnar. Áhugi hennar og viska í þeim efnum er að mestu kom- in til vegna starfa hennar sem frétta- ritari í London á þeim tíma sem hvert hneykslismálið rak annað. íslending- ar sökktu sér ofan í raunir fjölskyld- unnar með liðsinni fréttaritarans. „Mér er það alltaf minnisstætt þeg- ar kona hringdi í mig út til London einn morguninn eftir að ég hafði ver- ið með frétt um að Anna prinsessa hefði gift sig i annað sinn. Þaö var enginn formáli heldur kom spuming- in um leið og ég svaraði: „Er þetta rétt? Gifti hún sig í gamalli dragt?“ Þessi kona vann á stórri ferðaskrif- stofu og þar hafði skapast svo mikil umræða um Önnu og dragtina í kaffi- tímanum að hún varð að hringja í mig til að fá botn i málið." í partíí með Játvarði Þrátt fyrir fjörið í London saknar Hildur Helga ekki konungsfjölskyld- unnar enda er heldur farið að hægj- ast um í Buckingham-ranni, Díana látin, Fergie orðin stillt og Játvarð- ur ætlar að ganga í hnapphelduna meö Díönu II. Segja má að afskipt- um hennar af fjölskyldunni hafi lok- ið þegar Díana var borin til grafar og hún og Ólafur Sigurðsson lýstu „Við Játvarður vorum oft saman í partíum en hann var að skjóta sig í stelpu sem var á sama garði og ég. Einhverju sinni var hann meira að segja gripinn á göngunum eftir lok- unartíma en þetta var mjög sið- prúður kvennagarður. Hún vildi aft- ur á móti ekkert með hann hafa. Ég hef stundum nefnt þetta þegar fólk er að efast um áhuga Játvarðar á konum.“ útförinni í beinni útsendingu Sjón- varps. Hún komst í tæri við kónga- fólkið þegar faðir hennar var sendi- herra í London. Þrátt fyrir að hafa sjaldnast búið hjá foreldrum sínum þar á þeim árum fór hún í nokkur boð með konungsfjölskyldunni auk þess sem hún var við nám í Cambridge samtímis Játvarði prins. Þar varð hún meðal annars fyrir þeirri eftirsóknarverðu reynslu að taka í höndina á Karli prins og kynnast Játvarði. „Við Játvarður vorum oft saman í partíum en hann var að skjóta sig í stelpu sem var á sama garði og ég. Einhverju sinni var hann meira að segja gripinn á göngunum eftir lok- unartíma, en þetta var mjög sið- prúður kvennagarður. Hún vildi aft- ur á móti ekkert með hann hafa. Ég hef stundum nefnt þetta þegar fólk er að efast um áhuga Játvarðar á konum. Hann hafði hins vegar ekki mik- inn séns. Hann var auðvitað alltaf með tvo lífverði á hælunum og það er kannski ekki mjög aðlaðandi. Sjálfur var hann þó frekar viðkunn- arlegur piltur" Hildur Helga rifjar upp grímu- dansleik sem haldinn var í anda A1 Capone áranna. Þar var hún var skrýdd glæsilegum perlusaumuðum hjálmi sem hún hafði eytt aleigu sinni í þegar hún var í París nokkrum árum áður. „Játvarður talar, eins og kóngafólki er tamt, um sjálfan sig í fleirtölu. Þegar hann sá mig kom hann til mín, benti á hjálminn og sagði: „We are very impressed." Ég fékk allavega eitt hrós frá honum, blessuðum." Afhjúpandi miðill Þrátt fyrir vinsældir þáttarins ætlar Hildur Helga Sigurðardóttir ekki að verða ellidauð í sviðsmynd- inni uppi í Sjónvarpi. Hún leggur mikla áherslu á að til að vinna vel megi ekki taka sjálfan sig of hátíð- lega heldur verði fólk að vera það sjálft. Annað gangi ekki þar sem innræti fólks komi fljótlega í ljós því að sjónvarpið sé mjög afhjúp- andi miðill. -sm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.