Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1999, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999 15 Mörgœs söguð út „O, ég hlakka svo til á fimmtu- daginn,“ sagði dóttir mín þegar hún kom með móður sinni að sækja mig í vinnuna á fimmtu- daginn. Hún gat vart beðið meðan ég festi á mig beltið í bílnum og hallaði sér fram á milli sæta for- eldra sinna svo sem sætisólin í aftursætinu leyfði. „Ég var nefni- lega í smíði,“ bætti hún við. „Ég fer aftur eftir viku,“ sagði hún og fannst greinilega langt þangað til. „Ég vildi að það væri smíði á hverjum degi.“ „Væri það ekki fullmikið?" spurði ég dóttur mína. „Það væri eins og jólin væru á hverjum degi eða nammidagur daglega. Það væri þá ekkert að hlakka til.“ Þessi heimspekilega röksemda- færsla mín fór fyrir ofan garð og neðan hjá 9 ára stúlkunni. Hún sá ekkert athugavert við það að fjölga tímum í smíði á kostnað annarra og minna spennandi námsgreina. „Ég er að saga út mörgæs," hélt hún áfram stoltri röddu og lýsti nánar útliti þessa einkennisfugls suðurskautsins. „Það var bara ekki nógur tími. Kennarinn var að sýna okkur allt í stofunni og við fengum bara fimm mínútur til að saga.“ Enn kom ég með fóð- urlegar ábendingar og stuðning við kennarann: „Þið þurfið að læra að fara með verkfærin svo þiö meiðið ykkur ekki í smíðinni. Þetta veit kennarinn og því not- aði hann fyrsta tímann til að fara yfir allt það nauðsynlegasta." Stúlkan sætti sig við útskýring- una í þeirri trú og von að enginn tími færi til spillis næst. Mörgæs- in er nefnilega aðeins til í frum- drögum og þarf á verulegri fegr- unaraðgerð aö halda áður en hún telst fullburða. Skortur á jafnrátti „Ég vildi að ég hefði fengið að fara í smíði þegar ég var í bama- skóla,“ sagði eiginkona mín og móðir stúlkunnar. „Það var ekki jafnréttinu fyrir að fara í þá daga,“ bætti hún við. „Okkur stelpunum var gert að læra að sauma, sníða og prjóna á meðan þið fenguð að smíða að vild.“ Þessum orðum beindi hún til mín eins og ég bæri ábyrgð á misrétti kynjanna á síðustu árum við- reisnarstjómarinnar. „Þetta hefur nú lagast," sagði ég og benti konunni á að nú fengju stúlkumar að fara í smíði og strákunum væri um leið gert að fara í handavinnu, saumaskap og handprjón. „Þeir hafa gott af þvi að læra að festa á sig tölu,“ sagði ég og hljómaði eins og mað- ur sem prjónar eina lopapeysu á viku, bróderar dúka og sníður og saumar á bömin. Það hnussaði í frúnni enda veit hún kvenna best að heittelskaður eiginmaður hennar kann hvorki að festa á sig tölu né staga í sokk. „Heyrðir þú hvemig þú orðaðir þetta sjálfur?" sagði konan og var komin í huganum nokkuð langt frá hálfgerðri mörgæs dóttur okk- ar. „Þú sagðir að stelpurnar fengju að fara í smíöi núna en strákunum væri gert að fara í handavinnuna. Það er ekki að spyrja að karlrembunni í ykkur sem um leið er alin upp í strákun- um.“ „Þetta var ekki illa meint," sagði ég. „Ég er því mjög fylgjandi að stelpurnar læri að smíða." Þetta sagði ég í einlægni og frá hjartanu enda tilhlökkun dóttur okkar mér ofarlega i sinni. „Ég er líka á því,“ bætti ég við og horfði beint í augun á konunni, „að strákar eigi að læra að sauma og prjóna. Þeir hafa gott af þvi og standa þá ekki alveg eins og glóp- Laugardagspistill Jónas Haraldsson aðstodamtstjóri ar síðar á lífsleiðinni.“ Konan lét þetta framlag mitt gott heita en vantrú á málflutningi mínum var auðsæ. Gamall ráðherra blessaður Ég sagði ekki fleira í bili en í huganum þakkaði ég Gylfa Þ. Gíslasyni, menntamálaráðherra viðreisnarstjórnarinnar, fyrir það að skipta handavinnutímun- um í mínu ungdæmi í smíði fyrir drengi og saumaskap fyrir stúlk- ur. Ég náði að vísu ekki langt í iðninni en smíðaði þó á fjórum árum síðutogara, skútu, jólatrés- fót, blaðagrind og langhund úr tekki, auk þess sem ég pússaði nautshorn vetrarlangt. Þá fór ég yfir í huganum pínu og kvöl systra minna og bekkjarsystra þegar þær reyndu með rauðþrút- in augu að koma saman hekluð- um trefli og þvottapoka, ráku út úr sér tunguna er þeim bar að prjóna sokka með stjörnuúrtöku og saumuðu loks blússu fyrir fullnaðarprófið, horgræna að lit. „Þú ert nú alveg sér á parti,“ sagði konan og kom mér aftur til nútíðar, „kannt hvorki að sauma, prjóna, þvo af sjáifum þér né strauja. Hafi einhver þurft á handavinnukennslu að halda varst það þú.“ „Jú, sjáðu, elskan," sagði ég og fór mjúku leiðina að konunni. Það er svo misjafnt hvað fólki er gefíð. Ég hef þetta bara ekki í mér. Aðrir eru lengra komnir á þroskabrautinni. Athugaðu til dæmis Pál Pétursson félagsmála- ráðherra. Hann saumar á konuna sína, blússur jafnt sem kjóla. Ég er ekki viss um að þú færir með mér á árshátíð eða aðrar sam- komur í flík gjörðri af mér. Eina hálmstráið „Það er svo skrýtið með þig,“ sagði konan, „að þú virðist bara kunna það sem þú nennir að gera og finnst skemmtilegt. Þótt þú hafir verið í smíði öll þessi ár í bama- og gagnfræðaskóla minnist ég engra sérstakra smíðaafreka hjá þér í okkar sambúð. Það er á mörkunum að þú getir sett saman borð eða skáp sem þó kemur til- sniðinn með leiðarvisi úr íkea. „Manstu pallinn," sagði ég og greip mitt eina hálmstrá og vis- aði með því til sólpallsins sem hefur verið mín helsta tóm- stundaiðja undanfarin tvö ár. „Ég veit ekki betur en borvélin sé svo gott sem orðin framleng- ing á handleggnum á mér.“ „Það var nú kominn tími til þess,“ sagði konan. „Ég man ekki betur en hún hafi verið ósnert í kassan- um í mörg ár eftir að þú fékkst hana.“ „Það tekur sinn tíma að kynn- ast verkfærunum," sagði ég og vísaði til fyrirlestrar smíðakenn- ara dóttur okkar í fyrradag, áður en hin eiginlega smíði hófst. „Flan gerir engan flýti,“ sagði ég við konuna og vonaði að ég færi rétt með máltækið. Iðnnemi til bjargar „Kannski þú smíðir með mér pallinn í sumar,“ sagði ég og beindi orðum mínum til iðnnem- ans unga í aftursætinu. Ég sá að ég komst ekki lengra með kon- una. Hún þekkir mig of vel og veit að vamir mínar í þessum efnum eru fátæklegar, svo ekki sé meira sagt. Dóttirin hefur aftur á móti tröllatrú á föður sínum, jafnt í smíðum sem öðru. í kröpp- um dansi mínum leiddi ég því umræðuna til hennar. Bragðið heppnaðist því hún stökk þegar á tilboðið um að gerast aðstoðrmað- ur á palli. „Pabbi,“ sagði hún í barnslegri einægni, „viltu hjálpa mér að klára mörgæsina?" Ég horfði ekki á konuna en fann á henni íkea- svipinn þegar hún læddi út úr sér meldingu, ætlaðri mér: „Ætli þú þurfir þá ekki leiðarvísi, góði minn.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.