Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1999, Blaðsíða 22
 22 LAUGARDAGUR 9. JANUAR 1999 Með marga í takinu Vini og nágranna Hannelore Hartl í Bæjaralandi var farið að lengja eftir að hún sneri aftur úr ferð sinni til Grikklands, sumpart af því ástæða var til að ætla að þar hefði hún lent í ævintýrum. Hún var lagleg, átti marga aðdáendur og gaf þeim gjarnan undir fótinn. Hannelore var orðin þrjátíu og átta ára, en hafði ekki fest ráð sitt. Hún var afgreiðslustúlka á veitingahúsi og hitti því marga karlmenn. Er komið var að þeim kafla í lífi henn- ar sem hér segir frá átti hún þó í einhverjum vandræðum. Ýmsir kunningjar hennar töldu að yfir stæði einhvers konar „uppgjör" og væri það ástæðan til þess að hún hafði ákveðið að fara í tveggja vikna ferð til Eyjahafsins. Aðvaranir Sumir þeirra sem næst stóðu Hannelore höfðu haft á orði við hana að hún hefði stundum of marga karlmenn í takinu. Slíkt væri hættulegt og hún skyldi vara sig á að leika sér þannig að eldin- um. Það boðaöi ekki gott að tefla einum fram gegn öðrum á þeim vettvangi. „Það geri ég ekki,“ sagði hún eitt sinn þegar það mál bar á góma. „Ég dreg hins vegar enga dul á að það kunna að vera fleiri en einn karl- maður í mínu lífi.“ Hannelore sneri ekki aftur frá Grikklandi. Ljóst var því að hún hlyti að hafa lent í einhverjum vandræðum þar, því engin boð bár- ust frá henni. Áfangastaðurinn hlaut að vera vett- vangur einhvers óhapps eða tafar því hún hafði sést ferðbúin, með far- angur við hlið sér, daginn sem hún átti að leggja af stað í flugferðina suður á bóginn. Er þrjár vikur voru liðar frá brottför hennar án þess að nokkuð hefði til hennar spurst fóru ýmsir að óttast aö eitt- hvað alvarlegt heföi komið fyrir. Ökuferðin Þeir sem mestar höfðu áhyggjurnar höfðu rétt fyrir sér. Alvarlegt atvik hafði gerst. Reynd- ar svo alvarlegt að Hannelore myndi aldrei sjást á lífi framar. En það haföi ekki gerst í Grikklandi, heldur á heimaslóðum í Bæjara- landi daginn sem feröin átti að hefj- ast. Einn margra sem höfðu sýnt Hannelore mikinn áhuga var Christian Linsmeier, tuttugu og átta ára söngvari og leikari sem vann fyrir sér með því að herma eftir Michael Jackson. Christian var þó ekki ánægður með kynni sín af Hannelore, því hún hafði að mestu snúið við honum bakinu er hér var komið. En þegar hún var að búa sig undir að fara á flugvöllinn í Múnchen hringdi hún engu að síður í Christian og bað hann að aka sér þangað. Hann kvaðst fús til þess að sótti hana heim. En á leið til flug- vallarins lagði hann lykkju á leið sína og sagðist vilja sýna ibúðina sem hann væri nýfluttur í. Hún féllst á það. „Sjáðu hvemig ég er búinn að koma mér fyrir,“ sagði hann.Til- gangurinn var auðvitað að reyna að fá hana til að breyta afstöðu sinni og taka upp fyrra samband. Rifrildi og endalok Þegar Christian hafði sýnt Hann- elore íbúðina bauð hann henni inn í eldhús. Þar vék hann talinu að kynnum þeirra og löngun sinni til þess að taka upp betra samband við hana. Hún hafði hins vegar gert upp hug sinn um hann og gerði honum það ljóst. Til rifrildis kom og skyndilega missti Christian alla stjóm á sér. Hann greip hamar og sló Hannelore fimm sinnum í höfuð- ið. Hún féll meðvitundarlaus á gólf- ið. Ljóst er aö hún var lífshættulega meidd og hefði líklega aldrei náð sér til fulls, en á lífi var hún þó. Um stund virti Christian hann fyrir sér, en síðan dró hann hana fram á baðherbergi og kom henni fyrir í baðkerinu. Þar hófst síðan óhugnanlegur þáttur þessa máls. Christian fór og sótti vélknúna handsög. Með henni fór hann að hluta hana í sundur. Sérfræðingum ber saman um að hún hafi að öllum líkindum enn verið á lífi þegar hann byrjaði á að lima hana sund- ur, en hún hafi dáið vegna hins mikla blóðmissis sem því fylgdi. Út í skóg Aðfarirnar í baðherberginu vöktu skelfingu þeirra sem heyrðu þeim lýst er málið kom fyrir rétt. Christ- ian tók höfuðið af bolnum, en síðan sagaði hann búkinn i tvennt ofan frá og tók svo af útlimi. Líkaminn var þannig að lokum í sjö bútum sem hann kom fyrir í svörtum plast- pokum, en meðan sundurlimunin stóð yfir lét hann stöðugt renna í baðkerið til að skola niður blóðinu. Plastpokana flutti Christan út í Christian Linsmeier niðurlútur. bil sinn og ók með þá út í skóg þar sem hann gróf þá. Þegar hann var handtekinn neitaði hann öUu, en smám saman kom ýmislegt fram sem gerði lögreglunni ljóst að hann væri valdur að hvarfi Hannelore. Sundurlimuninni, skógarferðinni og öðru ógeðfelldu lýsti saksóknar- inn sem flutti málið. Augu margra hvíldu á sakborningnum á meðan, en hann kaus að svara engu. Hann hristi bara höfðuð í hvert sinn sem ný ásökun kom fram. Þótti mörgum hann ólíkur sjálfum sér þegar hann Hannelore Hartl. neina gleði. Hann seig hægt og ró- lega saman á saka- mannabekknum, og þegar lestrin- um lauk var sem hann hefði aUur minnkað. Christian hafði komið í réttinn klæddur hettu- úlpu og kaus að hafa hettuna á höfðinu. Það sást því oft aðeins í hluta andlitsins, -r-étt- ein& og hann vUdi ekki að fólk gæti borið kennsl á hann. Röksemda- færslan Rannsókn máls- ins hafði ekki ver- ið auðveld. Auð- vitað byrjaði lög- reglan á því að rannsaka aðdrag- anda Grikklands- ferðarinnar. Þá elore hafði verið með væri valdur að hvarfi hennar og hefði hann ann- að hvort enn verið með henni þegar hún lagði af stað tU Grikklands eða verið nýhættur að vera með henni. Er rætt hafði verið við aUa þá sem talið var að gætu á einhvern hátt varpað ljósi á málið lá fyrir vit- neskja sem átti eftir að leiða til handtöku Christians. Það sem felldi hann í réttinum lagði saksóknarinn fram gagn sem átti eftir að vekja mikla athygli. Dagbók sem Hanne- lore hafði haldið. „Hér stendur á síðu tuttugu og sjö,“ sagði hann: „Ég er hrædd við Christian. Hann setti upp óhugnanlegan svip þegar ég sagði honum að öUu væri lokið okkar á miUi og ég vUdi ekki að hann hringdi oftar tU mín. Ég held að það hafi verið gott að ég sagði honum það úti á götu en ekki heima hjá mér eða honum. Hann virtist tU aUs líklegur." Hannelore hafði haldið nákvæma dagbók, þar sem hún lýsti samveru- stundum með „kærustunum sín- um“. Á einum stað stóð: „Harry er farinn." Þar átti hún við Harry Ganschow, tuttugu og sjö ára mann, sem hafði svipt sig lifi fjórum árum áður þegar hann komst að því að hann var ekki eini maðurinn sem fékk að njóta ásta með Hannelore. Dagbókinni lýkur með færslu þann dag sem Hannelore lagði af stað í Grikklandsferðina. Þar segir: „Nú hringi ég tU Christians og bið hann að aka mér út á flugvöU. Það er það síðasta sem ég bið hann að gera fyrir mig.“ Það urðu orð að sönnu. Kaldhæðni Þessi síðasta færsla hefur af ýms- um þótt einkennast af nokkurri kaldhæðni. Aðrir eru þeirrar skoð- unar að þau beri vitni um heimsku eða kjánaskap. Enn aðrir telja að Hannelore hafi einfaldlega verið bú- in að gleyma hugrenningum sínum þegar hún skrifaði þessi orð: „Ég er hrædd við Christian.... hann virðist til aUs líklegur." Sakbprningurinn játaði loks þeg- ar rannsóknarlögreglumaður kom á hans fund þar sem hann var í varð- haldi og sagði að nú væri ekki leng- ur tU neins fyrir hann að bera á móti því að hann hefði ráðið Hannelore bana. „Til okkar kom einn vina þinna,“ sagði lögreglumaðurinn. „Hann hafði meðferðis dagbókina hennar. Hann sagði að þú hefðir komið með hana til sín og beðið sig að geyma hana. Hvaðan fékkstu hana? Hvem- ig stendur á því að þú ert með dag- bók horfinnar konu?“ Fátt varð um svör. kom fram á sviði tU að líkja eftir Michael Jackson. Þá naut hann at- hyglinnar sem hann vakti, en sú at- hygli sem nú beindist að honum var af öðrum toga spunnin og ekki tU þess faUin að vekja með honum Baðkerið. Vélsögin. kom í ljós að ástæðan fyrir henni væri öðru fremur vandmál tengd því að Hannelore hafði haft of marga karlmenn í takinu. Sú álykt- un var því ekki langt undan að hvarf hennar tengdist þessum mönnum á einn hátt eða annan. Næsta skrefið var því að ræða við sem flesta af þeim sem umgengust hana daglega, og það leiddi ýmislegt í ljós, nöfn, kynni og sambandsslit. Líklegast þótti að sjálfsögðu að ein- hver þeirra karlmanna sem Hann- „Hvernig stendur á því að hún segir í dagbókinni að hún hafi orðið hrædd við þig þegar hún sagði þér upp því þú hafir sett upp óhugnan- legan svip? Varstu í raun ekki tU aUs líklegur?" Eftir játninguna sagðist Christian hafa tekið dagbókina úr feraðtösku Hannelore áður en hann hefðu fleygt henni í ruslagám. Dómarinn kvað upp tólf ára fang- elsisdóm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.