Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1999, Blaðsíða 28
2« |'iðtal LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999 Hann segist hafa álpast þetta áfram í lífinu, aldrei œtlað sér aö verða neitt. En tónlistin var honum eins og sólarljósið blóminu, tónarnir hafa leitað hann uppi og hann hefur hlýtt kalli þeirra. Þess vegna varð hann bœði undrandi ogglaður þegar hann fékk þrjú símtöl í sömu vikunni fyrir réttu ári frá fólki sem vildi heiðra hann fyrir störf hans í þágu tónlist- arlífs á íslandi. Þetta voru Vá- tryggingafélag íslands, ís- landsbanki og DV, en fram- kvœmdastjórn Menningarverð- launa DV afréð í fyrra að halda upp á 20 ára afmœli verðlaunanna með því að velja sérstakan heiðursverölauna- hafa - og varð sammála um að sá heiður væri best kominn hjá honum. Mér þótti afskaplega vænt um þessi verðlaun," segir Jónas Ingimundarson pianóleik- ari, „þó ég efist stórlega um að ég eigi þau skilið." Þetta getur hann sagt þó að hann hafi í þrjá áratugi unnið af heitri ástríðu að því að efla almennt tónlist- arlíf á landinu. Hann hefur ferðast um allt land og haldið tónleika þar sem hann sameinar iðulega tónlist og skemmtilega fræðslu, hann hefur gert íslenska einsöngslagið að eftirsóttu ljúfmeti fyrir stórsöngvara og hann var frumkvöðullinn að verkefninu Tónlist fyrir alla sem sendir okkar bestu listamenn skipulega inn í skól- ana þar sem þeir halda hundruö tón- leika á ári fyrir þúsundir grunnskóla- nema og ljúka tónleikaröðinni með opinberum tónleikum fyrir foreldra bamanna og annan almenning í bæ eða byggöarlagi. Ástæða þess að við leitum Jónas uppi núna á fallegu heimili hans og Ágústu Hauksdóttur tónlistarkennara í Kópavogi eru tímamót í lífi hans og tónlistarlífi í landinu: Nýtt tónlistar- hús er risið í Kópavogi, ekki síst fyrir atbeina hans. En áður en við fáum þá sögu viljum við bakgrunninn. Besta fermingargjöfin „Ég er fæddur á Bergþórshvoli og er stoltur af því,“ byrjar hann frásögn sína. „Ég fæddist i maí árið 1944, rétt áður en ísland varð lýðveldi, af bændafólki kominn eins langt og aug- að eygir. Fólkið mitt er frá Voðmúla- staðahverfmu í Austur-Landeyjum. Þar voru fjórir bæir í þyrpingu og bærinn sem faðir minn er frá gekk undir nafninu „Söng-hjáleigan“. Þar ólst upp tólf systkina hópur sem allur söng! Faðir minn fékk tækifæri til að læra á orgelharmoníum í þrjár vikur og var alltaf meö syngjandi hóp í kringum sig hvar sem hann bjó. Móð- ir mín var úr sama hverfi og raunar náskyld fóður mínum. Það er svo mik- ill skyldleiki í fjölskyldu minni að ég þarf aldrei að fara á ættarmót; ég lít bara í spegil!“ Foreldrar Jónasar brugðu búi fljót- lega og fluttust á Selfoss þar sem pabbi hans varð verkstjóri hjá Kaup- félaginu. Þar æfði hann kór heima í stofu og Jónas man aldrei eftir sér öðruvísi í æsku en skriðandi á milli fóta á syngjandi fólki og leggjandi eyra við útvarpstækið þegar þaðan barst tónlist. „Það var enginn hvati i umhverf- inu að öðru leyti, engin markviss upp- fræðsla, ekkert talað um að ég þyrfti að læra á hljóðfæri; en tónlistin var ríkur þáttur í lifi mínu á uppvaxtarár- unum. Fólk eins og María Callas, Jónas Ingimundarson tekur við heiðursverðlaunum DV 1998. DV-mynd ÞÖK Jussi Björling og íslensku söngvar- amir, Pétur, Þuríður, Guðmundur og þau öll, voru leikfélagar mínir - ég sat um að hlusta þegar ég heyrði á þau minnst. Fjölskylda mín leit á tónlist sem nauðsynlegan hlut ef þurfti að gifta fólk eða koma manni í gröfma og faðir minn var mjög laginn kórstjóri, en hann leit aldrei á tónlist sem at- vinnugrein - enda var það ekki al- gengt á þessum árum.“ - Hvenær byrjaðirðu að læra á hljóðfæri? „Þegar ég var strákur á Selfossi voru engir tónlistarskólar á Suður- landi. Foreldrar mínir skildu þegar ég var ellefu ára, ég fluttist með fóður mínum til Þorlákshafnar en móðir min fór til Reykjavíkur. Þá var lítil byggð í Þorlákshöfn og enginn skóli og ég sótti skóla í Hveragerði. Ég bjó hjá Ingunni Bjamadóttur, mjög sér- stakri konu og lagasmið, og var líka svo gæfúsamur að Kristján skáld frá Djúpalæk varð kennarinn minn og vinur. Ég kynntist líka Jóhannesi úr Kötlum, séra Helga Sveinssyni sem fermdi mig og Gunnari Benediktssyni sem var skólastjórinn minn. Jóhann- es varð einna fyrstur til að hrósa mér fyrir píanóleik, þá spilaði ég á ein- hverri skólaskemmtun og hann kom til mín á eftir og hvatti mig eindregið til að halda áfram að læra. I Hveragerði var merkilegt menn- ingarsamfélag á þessum árum. Ég kom sem sagt úr Þorlákshöfn þar sem vora vinnubúðir: fólk vaknaði á morgnana og fór í vinnu, fékk af- markaða kaffi- og matartíma en vann annars myrkranna á milli við að bjarga verðmætum úr sjó. Allir vom í vinnu - í þeim bæ bjó ekkert gamal- menni. í Hveragerði varð maður al- veg undrandi á því að hitta fólk heima hjá sér um hádaginn! Fullfrisk- ir menn alltaf heima! Þá vora þeir að skrifa sögur og yrkja ljóð. Þetta var allt önnur veröld og mér fannst hún afar forvitnileg. Og að kynnast manni eins og Kristjáni sem tók mann í heimspekihomið reglulega var mjög gefandi. Á Hveragerðisárunum eignaðist ég harmoníku og fór að spOa á skólaböll- um og hafði mjög gaman af því. Föð- urfjölskyldan mín bjó þá orðið mestöll í Reykjavík í einu stóru ættarsetri á Grettisgötunni; það fólk bauð mér að vera hjá sér vorið 1959 og gaf mér í fermingargjöf fyrstu píanótímana hjá konu vestur á Víðimel sem hét Leo- Við hefðum aldrei sætt okkur við að kvæði Jónasar Hallgrímssonar væru ekki til á bók heldur gengju í Ijósrituðum neðanjarðaruppskriftum, en til skamms tíma sættum við okkur við slíka meðferð á íslenskum einsöngslögum. poldina Eiriks. Afskaplega elskuleg kona og góður kennari. Ég hef grun um að einn fóður- bræðra minna, Leifur hét hann, hafi fengið þessa hugmynd þegar hann heyrði mig spila á harmoníkuna og vildi ekki að einn af ættinni endaði ferO sinn sem gutlari á sveitaböUum heldur fengi að læra eitthvað. Reynd- ar varð hans ógæfa mín gæfa þvf hann var svo Ula farinn af sjúkleika sem varð honum að aldurtOa rétt rúmlega þrítugum að hann sat orðið hreyfmgarlaus í sama stólnum, við hliðina á píanóinu þar sem ég átti að æfa mig aUan daginn. Og þegar tán- ingaveOún greip mig og ég vOdi fara í bíó þá sagði hann: „Ég get ekki farið f bíó!“ Og það varð tO þess að ég settist aftur og hélt áfram að æfa mig! Þegar ég fór að kenna sjálfur komst ég að því að ég hafði lært á þessum tveimur mánuðum það sem nemend- ur mínir eyddu fimm tO átta árum í að læra. Ég var auðvitað eldri, tók vel við og hafði mjög góðan kennara, en ég fékk líka þetta aðhald ffá frænda mínum." Qflugur hópur - Þá hefurðu komist á bragðið? „Ja, ég ætlaði mér aldrei að verða neitt, eins og sést á því að það var móðfr mín sem sótti um skólavist í tónlistarskóla fyrir mig mn haustið. Þegar hún upplýsti í skólanum hvað ég væri gamall var hún spurð að því hvort ég vOdi ekki frekar læra á trompet en píanó! Eða básúnu. Það þóttu ekki miklir möguleikar á að ná árangri i píanóleik þegar maður byrj- aði svona seint. En ég tók inntökupróf og komst tO Rögnvalds Sigurjónsson- ar. Ég fór ekki í neinn annan fram- haldsskóla en sótti þó kvöldnámskeið í stærðfræði og bókfærslu og slíku. Síðar fór ég í tónmenntakennaradeUd í Tónlistarskólaniun og lærði ýmis- legt praktískt sem ég hef aldrei séð eftir. Áhugi minn á uppeldismálum og Tónlist fyrir aUa á rætur þar. Ýmsir kennarar mínir í skólanum höfðu mikO áhrif á mig, tO dæmis Ró- bert Abraham Ottósson sem vakti áhuga minn á kórstjóm - og ekki bara minn. Við útskrifuðumst öU sarnan þama úr tónmenntadeUdinni: Jón Stefánsson, Þorgerður IngóUsdóttir, EgiU Friðleifsson og fleiri; mjög öflug- ur hópur sem hefúr unnið markvisst að tónlistaruppeldi síðan. Eftir tónmenntakennaraprófið fór ég svo í píanónám hjá Áma Kristjáns- syni sem varð mér mikið gæfuspor. Því námi er enn ekki lokið því mér fmnst hann enn sitja við hliðina á mér. 1967 fór ég tO Vínarborgar í framhaldsnám í píanóleik og var þar í þrjú ár. Þegar ég kom heim settist ég að á Selfossi ásamt konu minni og bami. Þá var kominn þar tónlistar- skóli sem við fórum bæði að kenna við og ég byrjaði strax að stjóma kór! í tuttugu ár var ég virkur kórstjóri en við bjuggum ekki á Selfossi nema fjög- ur ár. Þar varð þó tO fyrsti visirinn að Tónlist fyrir aUa. Þá héldum við sex tónleika sama daginn í SeUbssbíói fýr- ir grunnskólanema þar sem fram komu bæði atvinnumenn í tónlist og nemendur okkar. Við bjuggum tU efn- isskrá sem var sérhönnuð fýrir hvem aldurshóp en báðum bömin svo að skOa tO foreldra sinna að um kvöldið yrði sérstök skemmtun fyrir fuU- orðna. Skemmst er frá því að segja að svo margir komu um kvöldið að það urðu hrein vandræði! Eftir það tók ég upp þann sið að heimsækja skóla þar sem ég hélt tónleika. Það á að gefa bömum hlutdeUd í listinni. Mér fmnst við eiga svo marga framúrskar- andi listamenn sem við eigum að nýta okkur tfl hins ýtrasta tO að ala okkur upp. Það er ekki lítil upplifún fýrir sex-átta ára böm að fá Diddú sjálfa í heimsókn, Kristin Sigmundsson eða Blásarakvintett Reykjavíkur. Það er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.