Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1999, Blaðsíða 29
jLj'V'" LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999 ★ ★ á því aö þið erað alltaf að flytja sömu lögin?“ Ég varð hálfhvumsa við, taldi mig nú hafa verið að reyna að finna ýmislegt og sagði honum það. En hann hélt fast við sitt og raddi úr sér fjölda titla sem ég hafði aidrei heyrt nefnda. Við hittumst svo nokkra seinna og bárum saman bækur okkar, bjuggum til langa lista yfir allt sem við mundum eftir og svo fór hann að leita - á bókasöfnum, skjalasöfnum og hjá einstaklingum - og ég líka. Og núna geturðu séð hér á nokkrum hillumetram rétt innan við 3000 is- lensk einsöngslög sem mörg hver vora alveg við það að glatast. I þenn- an stabba sótti ég í tónleikaröðina sem við kölluðum „íslenska ein- söngslagið" sem hefur komið út á ijór- um geisladiskum og von á tveimur i viðbót um aldamótin." ístran farin Fólk hefur tekið eftir því í haust að aflýst hefur verið tónleikum með Jónasi og orðrómur farið sem eldur í sinu um bæinn að hann sé fárveikur. Jónas er léttur í máli um þessi veik- indi og vill sem minnst um þau tala en segir þó með eftirgangsmunum undan og ofan af þeim. „Það þurfti að fjarlægja hluta af mínu stærsta persónulega einkenni sem var istran," segir Jónas kíminn og strýkur magann. „Hún reyndist vera vökvafyllt blaðra sem ég hef sennilega verið með ævilangt. Við rannsókn komu svo í ljós eitlastækk- anir sem ég er í meðferð við núna og hef þurft að halda mig til hlés um skeið. En ég kem aftur, það er engin hætta á öðra.“ - Hvemig uppgötvaðist þessi blaðra? „Hún uppgötvaðist þannig að ég fékk verk í eyra og fór til læknis," segir Jónas og heldur áfram þegar hláturinn rénar: „Þegar þangað kom var verkurinn horf- inn og í vandræðum mín- um sagði ég lækninum frá þessari undarlegu kúlu framan á mér sem gerði mér orðið erfitt um vik að binda á mig skóna. Ég hélt að þetta væru ein- tómar velmegunarafleið- ingar en við athugun kom annað i ljós.“ En Jónas er hamingjusamur yfir því að hafa verið kominn á fætur þeg- ar Tónlistarhús Kópavogs var vígt, og nú snúum við okkur loks að því. Látiðhljómaíhonum „Öll þessi ár sem við höfum verið að tala um var ég auðvitað í fullri kennslu með tónleikastússinu en fyr- ir nokkram árum var ég sá hamingju- hrólfur að mér var boðið starf hér í Kópavogi við tónlistarráðgjöf. Ég hugsaði mig ekkert um, sagði bara já takk. Eftir það hófst opinbert tón- leikahald í Gerðarsafni sem hefur komið Kópavogi inn á tónleikakortið. Þó eru salir í Gerðarsafhi ætlaðir fyr- ir myndlist, ekki tónleika fremur en önnur hús á íslandi sem hafa veriö notuð til tónleikahalds hingað til. Rétt fyrir jól 1993 birtist hér í staö- arblaði grein eftir Gunnar Birgisson þar sem hann viðrar hugmyndir sín- ar um menningarmiðstöð viö hliðina á Gerðarsafni sem í ætti að vera tón- listarskóli, myndlistarskóli, náttúra- gripasafn og bókasafn, ásamt „fjöl- nota sal“ sem tæki svona 100 manns í sæti. Þegar ég sá þetta hoppaði ég upp af æsingi. Enn einn salurinn, hugsaði ég, sem gefúr tón- listinni tækifæri án þess að vera ætlaður fyrir hana. Þeir eru þrír í Gerðarsafhi fyr- ir utan alla hina sal- ina, í Gerðubergi, Norræna húsinu, Listasaftii íslands, Hafnarborg . . . Ég hringdi í Gunnar og sagði honum að þarna væri tækifæri sem mætti ekki sleppa til að gera sal sérstaklega með þarf- ir tónlistarinnar í huga. „Hafið hann stærri,“ sagði ég, „fyrir 300 manns. Og látið hljóma í hon- um.“ Rétt eftir áramót hringdi svo arkitekt- inn, Jakob Líndal, í mig og sagði: „Hug- myndir manna um þennan sal hafa breyst í grundvallar- atriðum!" Ég ætla ekki að segja þér hvað ég varð glaður. Stefán Einarsson hljómburðarsér- fræðingur, sem starfar í Svíþjóö, var staddur á landinu og kom á fund með okkur og þar vora lagðar línur sam- kvæmt hans fyrirmælum: Mér skilst að það séu ekkert mjög mörg atriði sem þurfa að vera til að hús hljómi, ákveðið rúmmál per sæti, ákveðin hæð yfir tóngjafa og svo framvegis, en þau þurfa að vera og frá kröfum hans hefur ekki verið hvikað. Ég skil ekki núna af hverju aldrei áður hefur ver- ið tekið tillit til þarfa tónlistarinnar við byggingu menningarhúsa. Er það af því að við eigum „bara“ 80 tónlist- arskóla með yfir tólf þúsund nemend- um? Og fjölda ómetanlegra tónlistar- manna sem við eigum á hættu að missa úr landi? Frábæra sinfóníu- hljómsveit sem hefur hírst í kvik- myndahúsi í öll þessi ár; þau era byggð fyrir tónlist af bandi en ekki lif- andi tónlist. Allir vilja hafa okkur en tónlistin hefúr alltaf verið gestur alls staðar. Nú er loksins komið hús þar sem við eigum heima - það er ekki félags- heimili, ekki leikhús, ekki kirkja, ekki kvikmyndahús; það er konsert- salur og tónn þess er silfurklingjandi og umvefjandi; ótrúlega fallegur. Þar fer vel um alla og allir sjá það sem fram fer. Maður nýtur með öllum skilningarvitum." Eins og fram hefúr komið i fréttum hefúr Salurinn í Tónlistarhúsi Kópa- vogs heppnast fúllkomlega. Það er sama hvort 30 manns era þar inni eða 300, hljómburðurinn er jafngóður, sama hvar setið er. Hann hentar töl- uðu orði vel en tónlistin á fyrsta rétt. „Viö höfúm eytt gríðarlegum krafti í að sá, með tónlistarskólahaldi, kórum og öðra grasrótarstarfi. Nú er komið að uppskerutíma." - Hvað sérðu fyrir þér? „Ég sé fyrir mér aö Islendingar verði fyrirmyndarþjóð í tónlistarmál- um! Við höfúm alla burði til þess. Við erum fá og kostir fámennisins era þeir að við getum náð til allra. Tónlist fyrir alla nær núorðið utan um meiri hluta skólaæskunnar á landinu og gefur tónlistarkennslunni aukinn byr. Með bættri aðstöðu eins og Salnum hér og stóra húsinu, þegar það rís, getum við lyft grettistaki. Enginn er glaðari en ég við þau tíðindi að nú skuli reist tónlistarhús í Reykjavík, en fréttin hefði verið enn þá áhrifa- meiri ef henni hefði fylgt endanleg ákvörðun um stað og stund þegar framkvæmdir hefjast." - En af hveiju tónlist fyrir alla? Af hveiju ekki bara fýrir suma? Jónas skellir upp úr: „Góð spum- ing! Sko, í fyrsta lagi syngur enginn maður í vondu skapi, en það er hægt aö kveða burt leiðindin. Tónlistin læt- ur okkur líða betur, gerir okkur að betri manneskjum. Það er aldrei of mikið af fallegum hlutum. Fegurðin er það sem gildir." -SA Það er ekki lítil upplifun fyrir sex til átta ára börn að fá Diddú sjálfa í heimsókn eða Kristin Sigmundsson ... Jónas Ingimundarson í Salnum í Tónlistarhúsi Kópavogs: Ég sé fyrir mér að íslendingar verði fyrirmyndarþjóð í tón- listarmálum. DV-mynd GVA sóun á verðmætum ef slíkir lista- menn koma til dæmis á Hofsós og halda tónleika en sleppa því alveg að spila og syngja fyrir bömin.“ Ekkert almennilegt hljóðfæri í höfuðborginni - Hvenær fórstu að vinna með ein- söngvurum? „Það gerði ég eiginlega frá upphafi. Ég var nemandi Einars Kristjánsson- ar, okkar ástsæla söngvara, þann tíma sem hann kenndi hér, og lék þá oft undir hjá nemendum hans, fyrst af tilviljun og til gamans en svo varð það að vana. Sigríður Ella hélt sina fyrstu tónleika í bamaskólanum í Þorláks- höfn og þá spilaði ég með henni. Hún hafði áhrif á það að við fórum til Vín- ar. Svo fjölgaði slíkum tónleikum smátt og smátt án þess að það væri nokkuð planað sérstaklega.“ - Fannst þér það strax eiga vel við þig? „Mikið af hljóðfæraleik er eftiröp- un eftir söng og píanóleikari sem ekki syngur á sitt hljóðfæri er bara leið- indafyrirbæri! Ég kom að tónlistinni gegnum söng og hef alltaf laðast mjög að honum.“ - Hvenær fæddist hugmyndin um „íslenska einsöngslagið"? „Frá 1970 hef ég haldið öðra hvor- um megin við 50 tónleika á ári, út um allt land og einnig erlendis. Þar af hef- ur verulegur hluti verið tónleikar með söngvurum. Og ég sá fljótt að ástandið á íslensku lögunum sem afltaf var verið að syngja var bágt. Fólk var að koma með ljósrit af upp- skriftum þar sem textinn var oft brenglaður og nótumar ónákvæmar, jafnvel að vinsælustu lögunum eins og „Þú ert“ og „Draumalandinu". Þetta er svona ámóta og að Jónas Hallgrímsson væri ekki til á bók held- ur gengju kvæðin hans í ljósrituðum neðanjarðarappskriftum! Við hefðum aldrei sætt okkur við það en til skamms tíma sættum við okkur við slíka meðferð á íslenskum einsöngs- lögum. Þegar ég kom til Reykjavíkur var ég ráðinn að Tónlistarskólanum og Tón- menntaskólanum sem stofnaði útibú í Breiðholtinu. Þar kynntist ég Elísa- betu Þórisdóttur og þegar hún varð forstöðumaður Gerðubergs bað hún mig um að koma þangað með eitthvað af þeim tónleikum sem ég var með. Þar var lélegt hljóðfæri og illa sæmandi menningarmiðstöð höfuðborgarinnar og í einhveiju æðiskasti fór ég til Dav- íðs Oddssonar og sagði honum að mér þætti einkennilegt að þurfa að fara i 50 kílómetra radíus frá Reykjavík til að komast í almennilegt hljóðfæri! Eftir nokkrar vikur var kominn þangað Steinway-flygifl! Og Davíð hringdi til mín og sagði að nú væri hljóðfærið komið, nú yrði ég bara að nota það! Þá urðu til „Ljóðatónleikar Gerðubergs" fyrir forgöngu Elísabetar. Ég gerði að skilyrði að prógrömmin yrðu vel úr garði gerð, ljóðin þýdd á íslensku og tónleikamir yrðu auglýstir sameigin- lega eins og ein röð. Þetta heppnaðist vel og fljótlega hlaut röðin að koma að íslenskum einsöngslögum." Þau era orðin æðimörg hljóðfærin sem Jónas hefur lokkað til landsins og hann sagði aðra sögu því til stað- Leikið með Diddú. festingar. 1 bæ einum lék Jónas með frægri söngkonu í nýju og glæsilegu hóteli. Hótelstjórinn gekk um sali og sýndi Jónasi húsið afar stoltur en stoltastur var hann yfir eldhúsinu sem var búið hreint ótrúlegustu tækj- um til matargerðar. Loks koma þeir aftur í hráan salinn og staðarmaður segir: „Svo vantar okkur hljóðfæri hér. Mælirðu með einhverju?" „Ja, ef þú ætlar að fá hljóðfæri sem samsvarar eldhúsinu verðurðu að kaupa tólf Steinway-flygla!" sagði Jónas. Þegar hann kom næst var sá fyrsti kominn í hús! En áfram með einsöngslagið. „Um þetta leyti var ég fenginn til að leika með söngvurum í einhverjum sjónvarpsþætti þar sem líka var spjaflað við Trausta Jónsson veður- fræðing," segir Jónas. „Hann kom til mín í hléi á upptöku og segir formála- laust: „Hvemig í ósköpunum stendur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.