Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1999, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1999, Blaðsíða 44
52 LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999 TETi #7</gg Stjörnuliðið vann Lederer-bikarinn Eitt virtasta boðsmót Bretlands er Lederer- minningarmótið, sem haldið er árlega seinni hluta árs. Spiluð er sveitakeppni, allir við alla, með þátttöku átta sveita. Að þessu sinni var Noregi boðið að senda sveit en aðrar sveitir voru frá Bretlandi, Irlandi og Skotlandi. Sigurvegarar urðu sveit undir for- ystu Zia Mahmood en aðrir í sveit- inni voru Andrew Robson, Gunnar Hallberg og Colin Simpson. Norð- mennirnir Charlsen og Ericksen nældu sér í verðlaun fyrir bestu sagnröðina og einnig fyrir besta varnarspilið. Verðlaun fyrir bestu spilamennskuna komu hins vegar í teimm hlut Andrew Robson. Robson var hins vegar ekki öfundsverður í eft- irfarandi spili frá mótinu. S/A-V á hættu * 986 W K10953 ♦ D10742 * * 104 ÁKD43 * ÁG2 * 983 * K * 1098652 * D8764 * K Við annað borðið sátu n-s Simp- son og Hallberg en a-v Lodge og Crouch. Hallberg, sem er innfluttur sænskur atvinnuspilari, virðist fara frjálst með þriggja lita opnanir, alla vega utan hættu: Suður Vestur Noröur Austur 3» 4 4 pass 4 Gr pass 5 * pass 6 4 pass pass pass Fjögur grönd voru RKCB og fimm spaðar sögðu frá tveimur lyk- ilspilum og trompdrottningu. Norður trompaði út og þegar kóngurinn birtist, þá gerði vestur kröfu um alla slagina. Spiii norður út laufi verður vestur að leggja nið- ur spaðaás í öðrum slag og vona að kóngurinn komi í, eða að sá sem eigi kónginn eigi ekki lauf til þess að spila. Við hitt borðið sátu n-s Liggins og Fawcett en a-v Zia og Robson. Sagnir tóku aðra stefnu : Suður Vestur Norður Austur 2 4* 3 4 pass 4 Gr pass 5 Gr pass 6 4 pass pass pass *Veikir tveir í hjarta eða tígli Fjögur gröndin nú voru einnig lykilspOaspuming og fimm grönd sögðu frá sömu lykilspilum og eyðu í lit að auki. Umsjón Stefán Guðjohnsen Útspil norðurs var lauf og Robson drap kónginn með ás. Hann uggði ekki að sér og taldi víst að suður ætti tígullit. Hann spilaði því hjarta og vömin tók næstu fjóra slagi og 18 impa. Þrátt fyrir þetta áfall vann stjömusveitin leikinn með 36 stig- um gegn 24. 4 AÐG7532 4» G7 4 - ♦ Ánfic: N V A S Metþátttaka í Gamlárshlaupi ÍR 31. desember: r Ný hlaupaleið Gamlárshlaup ÍR hefur, eins og vænta mátti, oft verið háð við mis- jafnar aðstæöur. Sjaldan hafa þó að- stæðumar verið eins góðar og að þessu sinni, lygnt veður, lítið frost og götur að heita geti auðar. Hinn góði árangur sem náðist í hlaupinu er í góðu samræmi við aðstæöum- ar. Hlaupaleiðin var að þessu sinni nokkuð breytt frá fyrri hlaupum. Þátttakendur í Gamlárs- hlaupi ÍR hafa aldrei verið fleiri en í ár, en 292 hlauparar lögðu í hann síðasta dag árs- ins. Þetta er í 23. sinn sem gamlárshlaup ÍR fer fram og þátttakendum hefur fjölgað jafnt og þétt. Það kom fáum á óvart að Englendingurinn Toby Benjamin Tanser skyldi ná fyrsta sætinu í þessu hlaupi en ef til vill hafa yfir- burðir hans komið meira á óvart. Toby Tanser var einni mínútu og 22 sekúndum á undan næsta manni (Sveini Umsjón ísak Örn Sigurðsson Margeirssyni) sem er ótrúleg- ur munur á ekki styttri vega- lengd en 10 km. Martha Erntsdóttir varð langfyrst kvenna í hlaupinu og í fjórða sæti hlaupara í heildina. Sá árangur sýnir svo ekki verður um villst að Martha er í verulega góðu formi og líkleg til fleiri afreka. Hún hefur æft vel að undan- fórnu og stefnir meðal annars á maraþonhlaup í aprílmán- uði næstkomandi í hollensku hafnarborginni Rotterdam. Martha var aðeins tveimur af pizzum - taktu með ... eða snæddu á Martha Erntsdóttir varð langfyrst kvenna í Gamlárshlaupi ÍR og i fjórða sæti hlaupara í heildina. Sá árangur sýnir svo ekki verður um villst að Martha er í veru- lega góðu formi og líkleg til fleiri afreka. mínútum og 36 sekúndum á eftir Toby Tanser og var á undan mörg- um þekktum islenskum köppum. Segja má að gamlárshlaupið sé að miklu leyti eign hennar því Martha var þarna að vinna sinn tíunda sig- ur í kvennaflokki í þessu hlaupi. Ólíklegt má telja að það met hennar verði nokkurn tíma slegið. Systir Mörthu, Bryndís, varð önnur í kvennaflokki, tæplega fór- um og hálfri mínútu á eftir Mörthu. Hinn þekkti hlaupari og íþrótta- kennari Erla Gunnarsdóttir varð í þriðja sæti kvenna. Vert er að geta góðs árangurs ÍR-inga í hlaupinu en þeir áttu 7 hlaupara í 10 efstu sæt- unum. Opia 11-23.30 og til 01.00 um helgar Engihjalla 8 Simi 554 6967 Gildir einungis í Kópavogi Fram að þessu hefur gamlárshlaupið verið ræst frá gamla íþróttahúsi ÍR við Túngötuna en vegna þess að til stendur að færa húsið gripu framkvæmdaaðilar hlaupsins til þess ráðs aö ræsa hópinn frá Ráðhúsinu við Tjörnina. Nýja leiðin var mæld nákvæmlega og er nú örugglega 10 km að lengd. Fyrri leið reyndist vera styttri en 10 km samkvæmt nákvæmum mælingum svo ekki er hægt að bera tíma þessa hlaups með sanngimi saman við tíma fyrri hlaupa. Timi Toby Tansers hefði samt sem áður sómt sér vel á eldri leiðinni. Toby Benja- min Tanser var búsettur hér á landi um nokkurt skeið en fluttist til Svíþjóðar fyrir nokkrum árum. Hann kom sérstaklega hingað til lands til að taka þátt í þessu hlaupi og var með þessum góða ár- angri að ná þriðja sigri sín- um í Gamlárshlaupi ÍR. Eftir- taldir enduðu í fyrstu sætum Gamlárshlaups ÍR: 1. Toby Benjamin,Tanser 31:55 2. Sveinn Margeirsson, UMSS 33:17 3. Burkni Helgason, ÍR 34:24 4. Martha Erntsdóttir, ÍR 34:31 5. Pálmi Steinar Guðmundsson, ÍR 34:58 6. Arnaldur Gylfason, ÍR 35:44 7. Stefán Ágúst Hafsteinsson, ÍR 35:50 8. Steinar Jens Friðgeirsson, ÍR 36:21 9. Sigurður Pétur Sigmundsson, Á 36:30 10. Örnólfur Oddsson, ÍR 36:49 11. Ingólfur Geir Gissurarson, Á 37:13 12. Smári Björn Guðmundsson, FH 37:25 13. Stefán Hallgrímsson, ÍR 37:29 14. Bjartmar Birgisson, NR 37:35 15. Árni Már Jónsson, FH 37:25 16. Pétur Haukur Helgason, Á 38:09 17. Ingvar Garðarsson, HSK 38:11 18. Lárus Thorlacius Á 38:27 19. Stefán Hjörleifsson KR 38:46 20. Dagur Björn Egonsson, S.FIugl. 38:51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.