Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1999, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 Fréttir Stuttar fréttir dv Barist í Framsóknarflokknum í Reykjavík: Eldfimt prófkjör Sex frambjóðendur í eldfimu próf- kjöri Framsóknarflokksms í Reykja- vík kynntu sig á fundi framsóknarfé- laganna í gærkvöld. Þrír karlar kljást og það hreint ekki í góðu. Þijár konur ganga öllu mildilegar um, en beijast þó. Ákvörðun Alfreðs Þorsteinssonar að fara fram var eins og olía á eld. Menn hafa talaö um að jafnvel ráö- herra sé í hættu. En þeir sem horfa kalt á stöðuna segja þó að Finnur sé í miklu öryggi. Það sé Ólafur Öm Har- aldsson aftur á móti ekki. Ef hann Al- freð væri ekki í spilinu væri allt ósköp slétt hjá Framsókn í Reykjavík. En svo er ekki. DV ræddi við frambjóð- endur í gær. Ekki í kosningabandalagi „Þessir nýju fé- lagar sem eru komnir inn em ef- laust komnir til að styðja við bakið á einhverjum fram- bjóðandanum. Þar af leiðandi getur það leitt til þess að þeir velji ekki mig. Ég vil engu að síður höfða til þeirra að leita líka til nýrra félaga til að leiða flokkinn. Vonandi er þetta fólk komið í flokkinn til að vera í honum áfram,“ sagði Finnur Ingóifsson 1 gær. „Ég er ekki í kosningabandalagi við einn eða neinn,“ segir Finnur. Honum og stuöningsmönnum hans hefur ver- ið legið á hálsi fyrir stuðningsyfirlýs- ingu við Ólaf Öm Haraldsson. „En það er rétt að ég lýsti yfir stuðningi við Ólaf Öm i upphafi vegna góðs sam- starfs við hann,“ sagði Finnur Ingólfs- son í gær. Finnur Ingólfs- son iðnaðarráð- herra - ekki í kosningabanda- lagi. Ágætt samstarf Ólafur Öm Haraldsson alþingis- maður segir að kjósendur innan flokksins verði að meta verk sín á Al- þingi síðustu fjögur árin þegar þeir greiða atkvæði. Hann segir kjörtíma- bilið hafa verið farsælt og Framsókn- arflokkurinn hafi haft mikil áhrif. Menn hljóti að horfa til þess hversu vel samstarfið hefur gengið innan þingflokksins. „Milh Reykjavíkurþingmanna, mín og Finns, hefiír samstarfið verið með ágætum. Áherslur okkar hafa þó ver- ið nokkuð ólíkar í umhverfismálun- Hart er barist hjá Framsókn í Reykjavík. Á þessari mynd var lognið á undan storminum og Finnur Ingólfsson nýkjörinnn varaformaður. DV-mynd ÞÖK um alveg upp á síðkastið. Mér hef- ur verið trúað fyr- ir umhverfís- nefridinni en Finn- ur er iðnaðarráð- herra. Það væri sérkennilegt ef við hefðum ekki ólík- ar áherslur í þess- um málum,“ sagði Ólafur Öm. Hann segist þó engan veginn vera á móti stóriðju og virkjunum, málum sem koma fyrir umhverfisnefiidina. „Ég geri mér enga grein fyrir því hvemig mál standa í prófkjörinu, en mun sætta mig við þá niðurstöðu sem kjósendur koma með.“ Enginn draugagangur „Nei, það er enginn draugagangur í flokknum, bara venjubundið ástand þegar prófkjör á sér stað. Því fylgir ævinlega einhver titringur," sagði Al- freð Þorsteinsson sem kom með 400 nýja framsóknarmenn með sér. Því heyrist fleygt að þetta fólk tengist Al- freð í orkustofnunum borgarinnar, knattspymuhreyfingunni og víðar. Al- freð vísar því á bug aö nokkuð óeðli- legt sé við þetta. „Þessir nýju félagar sem ganga í flokkinn em dyggir stuðningsmenn mínir og ég vænti þess að þeir verði drjúgir fyrir Framsóknarflokkinn þeg- ar stundir líða fram. Það er svo annað mál að þeir hafa ekki verið boðnir allt of velkomnir í flokkinn. Það gæti nú orðið til þess að tvær grímur renni á menn þeg- ar þeir sjá aílar þessar girðingar fyrir menn. Alfreð segir að fleiri frambjóðend- ur en hann hafi komið með nýja felaga í flokkinn og gert það á svipuöum forsendum. „Ég er hæfilega bjartsýnn á útkom- una. Aðkoma mín að prófkjörinu er óvenjuleg, þingmenn sem fyrir era hafa bundist kosningabandalagi og þar að auki er kynjakvóti þannig að karlmaður sem lenti í þriðja sæti væri út úr myndinni, hann færðist sjálfkrafa út þvi bara er kosið um fjögnr sæti. í raun var búið að loka prófkjörinu þegar ég kom í það,“ sagði Alfreð. Kjósendur raði „Þetta gengur ljómandi vel,“ seg- ir Amþrúður Karlsdóttir, vara- þingmaður Fram- sóknarflokksins, „égbýðmigframí fyrsta til þriðja sæti. Ég er á móti því að búið sé að ákveða fyrir fram Ólafur Örn Har- aldsson - mun taka því sem að höndum ber. Alfreð Þor- steinsson - slæmar móttök- ur nýrra félaga. Arnþrúður Karlsdóttir - mikil tvísýna og spenna. röð frambjóðenda, kjósendur eiga það val.“ Amþrúður segir að mikil tvísýna og spenna sé í prófkjörinu og mikill baráttuhugur í ffamsóknarmönnum, miklu meiri og jákvæðari en fyrir fjór- um árum. Með henni vinna fjölmargir vinir og kunningjar sem vinna á fúllu fyrir hana. Fjölskyldustefna Jónína Bjart- marz er héraðs- dómslögmaður og hefúr vakið athygli fyrir afskipti sín af fjölskyldumálum. „Ég vinn víst á hefðbundinn hátt, sendi bæklinga til félaga í morgun og hringi einhver ósköp. Ég finn ágætis hljómgrunn við þessu málefni,“ sagði Jónína. Jónína lætur vel af prófkjörsbarátt- unni og finnur ekki óvægna baráttu sem talað er um. „Ég get heldur ekki fundið að ffamkvæmd eða reglum og alls ekki því að kjörgögn verði innsigl- uð. Hverjum datt í hug annað en að það yrði gert,“ sagði Jónína. Jónína Bjart- marz - stendur og fellur með fjölskyldustefnu. Minn tími! „Ég er eini ungi ffambjóðandinn í kjöri núna,“ segir Vigdís Hauksdótt- ir, garðyrkjufræð- ingur og blóma- skreytir. Hún er 33 ára og hagvön I starfi öflugra ung- liða í Framsóknar- flokknum síðustu tíu árin. Vigdís segir að hún hafi tvívegis farið inn á þing og líkað vel. Þar tók hún þátt í umræðum um vimuefnavanda ungs fólks í Reykjavík. Vigdis vill standa vörð um hagsmuni unga fólksins sem er að koma sér upp fjölskyldum og vill endurbætur í lífeyrissjóðamálum. Hún átti fyrir fjórum árum kost á að vera í þriðja sæti á lista flokksins, en gaf sæti sitt eftir til Amþrúðar Karls- dóttur. „En eins og Jóhanna segir, Minn tími er kominn, og ég gef ekkert eftir öðru sinni," sagði Vigdís Hauks- dóttir. -JBP Vigdís Hauks- dóttir - ætlar ekki að víkja fyr- ir neinum. Guðmundur Hallvarðs- son situr á þingi fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Guðmund- ur situr í sjávarútvegs- nefnd fyrir sama flokk. Hann hefur sem sagt komið að því verki undanfarna daga að laga lögin um fisk- veiðistjórnina að dómi Hæstaréttar og verður það að teljast mikið happ fyrir hagsmunaðila í sjávarút- veginum að hafa Guðmund á þingi og Guðmund í nefndinni, vegna þess að Guðmundur er gamall sjó- maður og þekkir viðhorf sjómanna og hvað þeim er fyrir bestu. Eins og þjóðinni er kunnugt hefur sjávarút- vegsneftid Alþingis deilt nokkuð um lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar en nú hefur verið tilkynnt að samkomulag hafi náðst með meirihluta nefndarinnar, sem er skipaður þingmönnum stjórnarflokkanna. Guðmundur er væntanlega í þeim hópi. Að minnsta kosti sá Guðmundur sem situr í nefnd- inni. Það er haft eftir Guðmundi, sem situr í nefndinni, í DV í gær, að hann hafi sagt mönnum „að þetta sé alveg í andstöðu við mína hugsun í þessum efnum“. Og síðar í sama viðtali segir Guðmundur: „Við erum nokkrir sjálfstæðismenn ekki yfir okkur hrifnir af framgangi þessara mála en við sjáum bara ekki aðra leið en þessa, sem er þó mjög óásættanleg." Með öðrum orðum, Guðmundur sem situr i nefndinni er andvígur þvi samkomulagi sem hann hefur staðið að. Hann hefur samþykkt það í nefndinni. En annað mál er að sá Guðmundur sem situr í þingflokknum hefur þá hugsun að samkomulagið gangi þvert á skoðun sína. Hann ætlar að athuga þá hugsun betur í þingflokknum. Hann og nokkrfr aðrir, vegna þess að sú leið sem valin hefur verið er óásættanleg. Þó segir Guð- mundur að hann sjái enga aðra leið en þessa einu sem er óásættanleg. Vandamál Guðmundar snýst sem sagt um það að samþykkja samkomulagið sem hann stendur að og sem gengur þvert á hugsun hans, sem er al- gjörlega óásættanlegt. Hins vegar sér Guðmundur enga aðra leið. Hans hugsun nær því miður ekki lengra en að vera á móti samkomulaginu sem hann stendur að en styðja það engu að síður, af því að hann sér enga aðra leið út úr málinu heldur en þá að vera með því sem hann er á móti. Þetta er ekki auðvelt hlutverk en Guðmundur sem situr á þingi stjómast ekki endilega af þeim Guðmundi sem situr í nefndinni og Guðmundur í þinginu hefur tekið af skarið að hann muni styðja samkomulagið sem Guðmundur í nefnd- inni stendur að þó að Guðmundur í þinginu viti að Guðmundur í nefndinni er á móti þessu sam- komulagi. Þetta er sköruleg afstaða og ber vott um þá skörpu hugsun sem menn geta þó ekki alltaf lát- ið ráða ferð. Það er sem ég segi, aftur og aftur: Skörangskapurinn á Alþingi ríður ekki við einteyming. Dagfari Hlutabréf hækka Hlutabréf í Skýrr hf. hafa hækkað um rúm 40% frá áramótum. Gengi bréf- anna í lok viöskiptadags á föstudag var 7,80. Frá þessu er greint í Morgunkomi Fjárfestingarbanka atvinnulifsins. Sækja um einkaleyfi Sveinbjöm Gizurarson, lekt- or í lyfiafræði við Háskóla íslands, og samstarfs- menn hans hjá fyrirtækinu Lyfjaþróun hf. hafa sótt um einkaleyfi á nýrri efnablöndu sem auðveldar bólusetningu með nefúða. Likur era á að nýja efnið geti gagn- ast við bólusetningu alnæmissjúk- linga. Morgunblaðið greindi frá. Eiga 20% í Gagnalind Landssiminn hf. og Islensk erfða- greining hf. hafa hvort um sig eign- ast 20% hlut í Gagnalind hf. Einkum er hér um að ræða nýtt hlutafé en auk þess hefúr Þróunarfélagið selt hluta af sínum hlut í Gagnalind og á nú rúmlega 15% í félaginu. 62% iðin í líkamsrækt Nærri tveir af hveijum þremur þátttakendum i atkvæðagreiðslu á Vísi, eða 62%, stunda líkamsrækt tvisvar í viku eða oftar nú eftir jólin. Má þvi segja að vænn meirihluti net- verja ástundi heilbrigt lífemi. Vel á annað þúsund manns tók þátt í at- kvæðagreiðslunní á Visi sem stóð yfir í fimm daga. Vísir greindi frá. Fýrst tilraunaverkefni Vigdís Esra- dóttir, forstöðu- maður Tónlistar- húss Kópavogs, segir í viðtali við blaðamann Morg- unblaðsins að hugmyndin sé að tónleikahúsið standi sjálft undir rekstri sinum. Fyrsta hálfa árið verður þó eins kon- ar tilraunaverkefni á því sviði. Eftir það verður farið yfir stöðuna og reynt að meta hvort þetta markmið sé raunhæft. Upplýsingabæklingur Félagsmálaráðuneytiö hefur gefið út upplýsingabækling fyrir útlend- inga sem flytjast til íslands. í honum era upplýsingar um íslenskt þjóðfé- lag, réttindi og skyldur. Bæklingur- inn er gefinn út á íslensku, ensku, pólsku, rússnesku, taílensku, serbnesku og víetnömsku. Bréf hækka Viðskipti með bréf Flugleiða í gærmorgun námu um 54 milljónum króna og hafði gengi bréfa félagsins hækkað um 19% það sem af var degi. Þá hefur gengi bréfa Eimskipa- félags íslands einnig hækkað tals- vert, eða um 4,6%, en Eimskip á þriðjungshlut í Flugleiðum. Við- skiptavefúr Visis greindi frá. 5-6% af heildarhlutafé í gær barst tilkynning frá Verð- bréfaþingi þess efhis að eignarhlut- ur og atkvæðisréttur Ejárfestingar- sjóðs Búnaðarbankans, ÍS-15, í Flug- leiðum hf. væri orðinn 5-6% af heildarhlutafé í fyrirtækinu. Við- skiptavefúr Vísis greindi frá. 89,4% í þjóðkirkjunni Samkvæmt Hagstofú íslands voru 89,4% íbúa á íslandi í þjóðkirkjunni 1. desember. Hvað varðar önnur trúfélög voru 3,6% í fríkirkjum, 3,3% í öðrum skráðum trúfélögum, 1,6% í óskráðum trúfélögum og með ótilgreind trúar- brögð. 2,1% var utan trúfélaga. Innbyrðis átök Sigríður Jó- hannesdóttir al- þingismaður seg- ir í Víkurfréttum að þjóðin hafi of lengi verið sundrað og sóað kröftum í inn- byrðis átök. Þá spyr hún hvort við eigum ekki að vona að þrátt fyrir allt sé nú upp- rannin sú ögurstund sem við höfúm svo lengi beðið: að við getum sam- einuð að lokum skapað hér þjóðfélag jafnaðar og réttlætis. -SJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.