Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1999, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 5 Fréttir Þriðji dagur málverkafölsunarmálsins: Gróusögur við yfirheyrslu - segir Jónas Freydal, forstjóri í Kaupmannahöfn Þriðji dagur réttarhaldanna í málverkafolsunarmálinu var í gær. Beðið hafði verið eftir því með mik- illi spennu að Jónas Freydal Þor- steinsson, forstjóri i Kaupmanna- höfn, kæmi fyrir réttinn. Hann kom fyrir réttinn sem vitni eftir hádegi í gær. Hann hefur verið sakaður um að vera samstarfsmaður ákærða, Péturs Þórs Gunnarssonar, i meint- um fólsunum á málverkum. Hann staðfesti að hafa haft viðskipti við Gallerí Borg í gegnum árin, bæði þegar það var 1 eigu núverandi eig- anda og þegar Úlfar Þormóðsson var eigandi þess. Hann sagðist reka fasteignafyrirtæki í Kaupmanna- höfn og reka jafnframt leiguíbúðir en málverkakaup hans væru áhuga- mál, enda hefðu skattayfirvöld ekki viðurkennt listaverkakaup hans sem viðskipti. Hann sagði aðspurð- ur að hann hefði aldrei séð um- ræddar myndir í dómsalnum. Vitn- ið staðfesti hins vegar þá frásögn ákærða að myndimar sem ákærði keypti í Kaupmannahöfn eftir Vil- helm Wils hefðu hangið á veggjum leiguibúðar í hans eigu og vísaði vitnið til ljósmynda sem voru tekn- ar í íbúðinni. Þá sagði vitnið að hann ætti enn þá eina myndina eft- ir Wils, sem Pétur hefði skilið eftir, en hina hefði hann selt. Hann sagði að einni myndinni í salnum svipaði mjög til þeirra sem hann ætti heima og því kæmi það ekki á óvart að Arnar Jensson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn og rannsóknaraðili í málinu, vildi ekki sjá þá mynd og vildi ekki að vitnið kæmi með hana með sér. Enn fremur gagnrýndi vitnið mjög hvemig yfirheyrslu yfir vitninu var háttað í Kaupmanna- höfn i haust. Þar hefði vitnið haft danskan lögfræðing sér til aðstoðar en skýrslutakar hefðu ekki einu sinni haft túlk. Vitnið fékk skýrsl- una sem gerð var við yfirheyrsluna en hún var gerð á íslensku. Rengdi vitnið mjög innihald skýrslunnar og sagði ástæðu þess að það hefði slitið yfírheyrslum þá að skýrslutaki hefði ekki haft neinar sannanir við hana heldur byggt hana alfarið á gróusögum. Eitt vitni á eftir að koma fyrir réttinn sem verjandi kallar til. Það er dönsk kona sem seldi ákærða mynd eftir Jón Stef- ánsson sem ákærði segir vera í saln- um. Það vitni kemur fyrir réttinn 22. janúar nk. -hb Deilt um kvótadómsfrumvarpiö: Skást að byrja málið upp á nýtt - sagði Svanfríöur Jónasdóttir alþingismaður „Viturlegast væri að byrja málið aftxu- frá upphafi og gefa nefndinni kost á að skila vandaðri vinnu hér inn í þingið,“ sagði Svanfríður Jónasdóttir í umræðu um þingstörf á Alþingi í gær. Svanfríður og fleiri stjómarandstöðuþingmenn gagn- rýndu afgreiðslu á kvótadómsfrumvarpi ríkisstjómarinnar. Guðmimdur Árni Stef- ánsson sagði að þingheimur, að sjávarút- vegsnefnd undanskilinni, hefði hangið verklaus og fylgst með vandræðagangin- um dag frá degi í fjölmiðlum. Davíð Oddsson forsætisráðherra var ekki sama sinnis. Hann sagði engar tillög- ur hafa komið frá stjómarandstöðunni í málinu. Þingmenn hennar notuðu ekki tímann sjálfir til að móta tillögur og koma fram með þær og slík hegðun væri óá- byrg. Önnur umræða um kvótadómsfrum- varpið fór fram í gær og var deilt um hvort það væra i sjálfu sér rétt viðbrögð við kvótadómi Hæstaréttar sem féll í byrj- un desembermánaðar. Kristinn H. Gunn- arsson, formaður sjávarútvegsnefndar, sagði í framsöguræðu sinni fyrir tillögu meirihluta sjávarútvegsnefndar að að- gangur að sóknardagákerfi þyrfti að vera sambærilegur og í aflamarkskerfinu. Hæstiréttur hefði bent á að nauðsynlegt væri að opna kerfið fyrir nýjum aðilum. Einmitt þess vegna leggi meirihlutinn til að öll veiðiréttindi skuli skilgreina sem framseljanleg sérréttindi. Þetta telja stjómarandstæðingar ganga þvert á nið- urstöðu Hæstaréttar. Til stendur að af- greiða kvótadómsfmmvarpið sem lög frá Alþingi i dag. -SÁ Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra á þingi í gær. Renault Twingo vsk. 1200 '97 5 g., 3 d., rauður, ek. 45 þús. km. Verð 840 þús. Hyundai Accent GLSi 1500 '98, 5 g., 5 d., hvítur, ek. 86 þús. km. Verð 1.080 þús. Tilboðsverð: 880 þús. stgr. BMW 518i 1800 '92, 5 g., 4 d., þlár, ek. 93 þús. km. Verð 1.470 þús. Hyundai Sonata GLS 2000 '97, 5 g., 4 d., grár, ek. 44 þús. km. Verð 1.330 þús. Daihatsu Feroza DX 1600 '90, 5 g., 3 d., rauður, ek. 80 þús. km. Verð 570 þús. Nissan Vanette 2000 '92, 7 manna, dísil, 5 g„ 4 d„ rauður, ek. 283 þús. km. Verð 390 þús. Nissan king cab 2400 '92, 5 g„ 2 d„ hvítur, ek. 89 þús. km. Verð 870 þús. Land Rover Discovery XS 2500 '97, dísil, ssk„ 5 d„ grænn, ek. 58 þús. km. Verð 2.890 þús. Renault 19 RT 1800 '94, 5 g„ 5 d„ rauður, ek. 67 þús. km. Verð 870 þús. Lada Samara 1300 '95, 5 g„ 5 d„ brúnn, ek. 67 þús. km. Verð 330 þús. 5!dBo»»rOisco»eSrxS^» u-' y . s o oon hus. BMW 525ÍA 2500 '95, ssk.,4 d., blár, 17“ álfelgur, ek. 112 þús. km. Verð 2.590 þús. Hyundai Accent GSi 1500 '98, 5 g., 3 d., gulur, ek. 15 þús. km, álfelgur, sóllúga. Verð 1.070 þús. Renault Mégane RT 1600 '98, 5 g., 5 d., vínrauður, ek. 1 þús. km. Verð 1.410 þús. Tilboðsbílar í hverri viku á netfangi okkar: www.bl.is Bílalán til allt að 60 mánaða Visa/Euro-raðgreiðslur til allt að 36 mánaða. Land Rover Defender 90 2500 Suzuki Sidekick J LX1600 '93, '98, dísil, álfelgur, 5 g., 3 d., 5 g., 5 d., grár, ek. 75 þús. km. grænn, ek. 19 þús. km. Verð 1.000.000 þús. Verð 2.290 þús. Toyota Land cruiser ‘90 3000 '97, 31“ dekk, VX útgáfa, ssk., 5 d., blár, ek. 36 þús. km. Verð 3.450 þús. AMC Willys 1800 '65, 3 g., 2 d., hvítur, Verð 240 þús. i.ii11' œr:mimrr?a —1 ^i3 Hyundai coupé FX 2000 '97, 5 Nissan Almera GX1400 '97, Hyundai Accent GLSi 1500 '98, Hyundai Atos 1000 '98, 5 g„ g., 2 d., grænn, ek. 21 þús. km. 5 g., 5 d., rauður, ek. 33 þús. ssk., 5 d., fjólublár, ek. 0 km. 5 d„ rauður, ek. 17 þús. km. Verð 1.580 þús. km. Verð 1.150 þús. Verð 1.250 þús. Verð 870 þús.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.