Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1999, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 Neytendur Góð ráð á útsölunum: Húsráð Gluggaþvottur Þvoið aldrei glugga í sól. Þeir þoma of fljótt og það sjást taumar á rúðunum. - Notið aldrei sápu. - Blandið 1/2 bolla af ammon- íaki, 1/2 bolla af hvítu ediki og 2 msk. af kornsterkju. Blandan er sett í fótu með heitu vatni. Þetta er hin fullkomna blanda fyrir gluggaþvottinn. - Ef þú ert að flýta þér skaltu þvo með tusku vættri í hvítu ed- iki. Þessi aðferð hentar best ef um fáa glugga er að ræða. - Fægið með dagblöðum í stað pappírsþurrka. Það er ódýrara og auðveldara. Verið samt viss um að hafa lesið blaðið áður en hafist er handa! - Þvoið gluggana að innan á þverveginn en að utan á langveg- inn. - Þegar gluggarnir eru þornað- ir er gott að fara yflr þá með hreinum töflusvampi og þeir munu glansa vel. Hansatjöld Ef þú ætlar að gera við hansa- tjöld sem hafa rifnað þá er gott að líma sterkt lím- band á þá hlið sem snýr að glugganum og bera síðan hvítan skóáburð á. Það er auðvelt að hreinsa hansa- tjöldin með því að ; vefja tusku vættri í spritti utan um gúmmispaða. Þá er frekar hægt að komast að erfiðum stöðum. Frostrósir burt Þvoið gluggann upp úr blöndu af einum lítra af vatni og einum bolla af spritti eða frostlegi. - Nuddið gluggann innanverð- an með svampi vættum í spritti eða frostlegi. Fægið síðan með bréfþurrku eða dagblaöi. - Nuddið loks yfír með tusku vættri í glysserini svo glysserín- lag sitji eftir á rúðunni. Blettótt gluggasylla Berið útþynnt spritt með tusku á alla sylluna. Það er ekki aðeins að blettirnir hverfi heldur lítur syllan út sem nýmáluð. Rúllugluggatjöld Nuddið rúllugluggatjöld sem ekki má þvo með grófum flauels- klút sem hveiti eða maismjöl hef- ur verið stráð í. Rifur á gluggatjöldum Rifur má laga með glæru nagla- lakki. Þaö gerir kraftaverk þegar um litlar rifur er að ræða. Skipt um rúðu Þegar þú ætlar að losna við gamla rúðu skaltu fara með brennheitt sporjárn á gamla kítt- ið. Italskur skyndibiti Bruchetta er ítalskur skyndibiti þar sem uppistaðan er ristað brauð. Uppskrift 4 sneiðar af franskbrauði 3 tómatar 3 hvítlauksrif 1 msk. ólífuolía 2 ml salt 2 ml grófmalaöur svartur pipar 2 tsk. sambal oelek (belgpiparmauk) ný basilíka Aðferð Skerið ef til vill skorpuna af brauðsneiðunum. Ristið þær. Sker- ið tómatana i litla bita og pressið hvítlaukinn eða saxið smátt. Blandið saman tómötum, hvít- lauk, olíu og salti. Setjið blönduna á sneiðarnar og þrýstið létt ofan á með gaflli. Skerið brauðsneiðamar í bita og leggið basilíkublöð ofan á. -GLM Bruchetta er einfaldur ítalskur skyndbiti þar sem uppstaðan er ristað brauð. Það er fátt ergilegra en að koma heim af útsölum í þeirri trú að mað- ur hafi gert kjarakaup og komast síðan að því að hlutirnir er gallaðir eða passa ekki. í almennum viðskiptum gilda þær reglur að seljandi ber ábyrgö á gallaðri vöru sem keypt er í eitt ár eftir að varan var keypt. Hann hef- ur rétt á að gera við vöruna en tak- ist það ekki ber honum að afhenda kaupandanum aðra sambærilega vöru. Ef það er ekki mögulegt ber seljandanum skylda til að endur- greiða vöruna að fúllu. Kaupandinn á þvi samkvæmt lögum ekki að bera kostnað vegna gallaðrar vöru og þarf ekki að sætta sig við inneign- arnótu frá versluninni. eða peningana til baka þegar hann skiptir vöru og hvort inneignarnót- an gildir á útsölum. Aðrar reglur á útsölum Eins og áður sagði hefur sú hefð skapast að kaupmenn taka við ógöll- Almenn viðskipti Almenna reglan er sú að kaup- mönnum ber ekki skylda til að taka við ógallaðri vöru og láta aðra í skiptum. Hins vegar hefur skapast sterk hefð fyrir því að verslanir skipti ógölluðum vörum fyrir við- skiptavini sína og ber það vott um góða þjónustu. Þó geta viðskiptavin- ir ekki búist við því að fá ógallaða vöru endurgreidda ef þeir vilja skila henni því samkvæmt hefðinni er vörunni skipt og önnur fengin í staðinn eða viðskiptavinurinn fær inneignarnótu í versluninni. Neytendur geta því hæglega haft vaðið fyrir neðan sig og grennslast fyrir um skilaréttinn áður en nokk- uð er keypt. Gott er að vita hversu langur skilafresturinn er, hvort við- skiptavinurinn fær inneignarnótu Það getur verið mjög ergilegt að kaupa köttinn í sekknum ef þannig má að orði komast á hinum árlegu janúarútsöl- um. uðum vörum og láta aðrar i staðinn í almennum viðskiptum. Þeim ber hins vegar engin skylda til þess að gera það og ákveðin hefð virðist hafa skapast fyrir því að útsöluvör- um sé ekki hægt að skipta. Þess vegna er einnig mikilvægt að kynna sér reglur hverrar verslunar fyrir sig um skilarétt á útsölum áður en nokkuð er keypt. Ef verslunin er til- búin til að skipta útsöluvörum er gott ráð að fá starfsmann verslunar- innar til að skrifa það á verðmiðann sem fylgir vörunni. Munið hins veg- ar að vöruskipti eru ekki það sama og endurgreiðsla vörunnar, þ.e.a.s. þótt verslunin skipti útsöluvörum fyrir aðrar vörur eða afhendi inn- eignarnótu er óvíst hvort hún sé til- búin til að endurgreiða ógallaðar út- söluvörur. Ógallaðar útsöluvörur Útsöluvörur eiga að sjálfsögðu að vera gallalausar eins og aðrar vörur nema annað sé tekið fram. Því skal verslunin endurgreiða gallaða út- söluvöru ef ekki hefur verið tekið fram að varan sé á útsölu vegna galla. Þegcir gallaðar vörur eru seld- ar með afslætti skal vera vel merkt að um gallaða vöru sé að ræða. Sumar verslanir setja hins vegar upp skilti í verslunum sínum þar sem fram kemur að viðskiptavinur- inn beri sjálfur ábyrgð á göllum í útsöluvörunum. Því er rétt að litast um i versluninni áður en nokkuð er keypt í leit að svona skiltum. Neytendur ættu að vera sér með- vitandi um að tilboðsvörur eru ekki það sama og útsöluvörur. Skýrt skal tekið fram í versluninni hvaða vör- ur eru á tilboði og hvaða vörur eru á útsölu. Munurinn á útsöluvörum og tilboðsvörum er sá að hægt er að setja vörur beint á tilboð en útsölu- vörur þurfa að hafa verið seldar á hærra verði en útsöluverðinu um lengri tima áður en þær eru settar á útsölu. Neytendur ættu einnig að at- huga að á verð- miða vörunnar á alltaf að koma fram hvað varan kostaði fyrir útsöluna og að sjálfsögðu einnig hvað hún kostar á útsölunni. Það er því ljóst að ýmsu er að hyggja þegar haldið er á útsölur. -GLM Janúarútsölurnar standa nú sem hæst og eflaust geta margir gert kjarakaup þar ef variega er farið. Ekki kaupa kött- inn í sekknum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.