Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1999, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 12. JANUAR 1999 7 sandkorn Fréttir Leynilöggur Orðrómur er á kreiki um að vændi þrífist í tengslum við þá mörgu staöi sem sýna nektardans. Þrátt fyrir að eig- endur staðannna þræti leynt og ljóst fyrir þetta mun hin harðsnúna lögregla 1 Reykjavík hafa ákveðið að kanna málið ræki- lega. Þannig hafi þeir brugðið á það ráð að fara borgaralega klæddir á einhveija staði undir því yfir- skini að á ferð væru karlmenn sem næmir væru á kvenlega fegurð. Sandkom hefur heimildir fyrir því að einkennilegt tríó miðaldra manna hafa dúkkað upp á veitingastaðnum Bóhem hvar konur dansa gjarnan fáklæddar á sviði. Þetta voru vörpulegir og bláedrú kappar sem fengu sér sæti á besta út- sýnisstað og drukku kaffi. Mennirnir vöktu óskipta athygli gesta enda sat í miðjunni samkvæmt sömu heimildum sá þjóðþekkti yflrlögregluþjónn Geir Jón Þórisson . Sagan segir að allt hafi farið afar vel fram og dansarar verið siðprúðir í hvívetna sem endranær... Þórarinn þreyttur Þórarinn V. Þórarinsson , fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands, hefur lengi viljað draga sig í hlé og er talið að hann vilji ganga frá sínum málum fyrir lok þessa árs ef ekki fyrr. Þá gefst nýjum manni nokkur tími til að átta sig á að- stæðum en enginn nú- verandi starfsmanna VSÍ er talinn vera inni í myndinni sem fram- kvæmdastjóri. Spurn- ing er hins vegar hvað Þórarinn æflar að fara að gera. Sagt er að hann hafi viljað Nýsköpunarsjóð en ekki feng- ið þegar Páll Kr. Pálsson var ráðinn. Hann er hins vegar nú stjómarformað- ur Landssímans og sagður taka allar meiri háttar ákvarðanir. Vangaveltur em um hvort hann verði stjómarfor- maður í fullu starií en því éru margir sagðir andsnúnir, meðal annars Davíð Oddsson forsætisráðherra... Gettu betur Logi Bergmann Eiðsson, sá létt- leikandi sjónvarpsfréttamaður, hefur stigið sín fyrstu skref sem stjómandi Gettu betur og Illugi Jökulsson sem dómari. Fyrstu liðin kepptu á fóstudagskvöld og sluppu menn áfalla- lítið frá þeirri lotu. Þó var svo að heyra að stjórnandinn, sem var í Reykjavík, vissi ekki um tíma hvar á land- inu liðin væru. Þannig ávarpaði hann keppnislið Sauðkrækinga og vfldi vita hvort þeir væra ekki við góða heilsu á Akureyri. Honum var þá vinsamlega bent á að þeir væra í stúdíói i sínu heimahéraði á Sauðárkróki. Ekki tók betra við þeg- ar hann spurði Homfirðinga hvort ekki færi vel um þá á Egilsstöðum. Þeir bentu honum á að þeir væra sömuleið- is i sínu heimahéraði. Fyrsta lota keppninnar gekk sem sagt út á það að finna út hvar liðin væru á landinu... Mörður klókur Nú er allt komið á fulla ferð í próf- kjöri Samfylkingar í Reykjavík. t hólfi AJþýðuflokksins er saman komin nokk- ur þungavigt allrahanda krata sem vilja vegtyllur. Um helg- ina opnaði Össur Skai-phéðinsson kosn- ingamiðstöð i Reykja- vik og mætti mikið fiölmenni til að fagna með honum. Athygli vakti að allt krata- hólfið mætti til arins, að undanskilinni Jóhönnu Sig- urðardóttur sem berst við Össur hinn skegglausa um efsta sætið. Þar mátti m.a. sjá Mörð Árnason íslenskufræð- ing sem vill öraggt sæti. Mörður er ná- inn samstarfsmaður Jóhönnu og víst er að takist honum að tryggja sér góðvild Össurar munu fylkingamar sameigin- lega fleyta honum í öraggt sæti... Umsjórt Reynir Traustason Netfang: sandkorn @ff. is Samfylkingin riölast á Noröurlandi eystra: Konurnar ekki með - mótmæltu því að fá ekki eitt af þremur efstu sætunum og gengu út DV, Akureyri: Samfylkingin svokallaða hefur riðlast á Norðurlandi eystra með þeim afleiðingum að Kvennalistinn tekur ekki þátt í framboðinu. Þetta varð ljóst um helgina þegar ekki náðist samkomulag milli A-flokk- anna annars vegar og Kvennalista hins vegar um fyrirkomulag próf- kjörs sem fram á að fara 6. febrúar. Konumar lögðu til að öllum aðilun- um þremur yrði tryggt eitt af þrem- ur efstu sætunum en því var hafnað og einnig tillögu kvennanna um „girðingarlaust" prófkjör. A-flokk- arnir samþykktu hins vegar að próf- kjörið verði bindandi varðandi 4 efstu sætin og eina „girðingin" er sú að sami flokkur getur ekki fengið bæði 1. og 2. sætið. „í rauninni kom þetta mér ekki á óvart, ég er búin að vera í viðræðum við þessa menn lengi. Það kom mér þó örlítið á óvart hvað þeir voru lítið tilbúnir að koma til móts við okkur. En þetta vilja þeir, þótt ég telji að fram- boðið verði veikara en ef við hefðum orðið með,“ segir Sigrún Stefánsdótt- ir sem tók þátt í viðræðunum fyrir hönd Kvennalistans. Sigrún segir niðurstöðuna klára þótt formlega eigi eftir að sam- þykkja hana í flokksfélögum A- flokkanna. Um það hvort Kvennalist- inn muni bjóða fram á Norðurlandi eystra segir Sigrún að það verði ekki gert, það sé ekki raunhæft í ljósi þess að Kvennalist- inn víðs vegar um land bjóði fram með A-flokkunum. Þá sagði hún fréttir um að „vinstri græningjar" hefðu boðið konunum upp á samstarf væru ekki réttar, ekkert formlegt tilboð hefði komið fram um slíkt. Enn hafa ekki nema þrír fram- bjóðendur gefið sig fram vegna próf- kjörs A-flokkanna. Það eru kratarn- ir Sigbjörn Gunnarsson, sveitar- stjóri i Mývatnssveit og fyrrverandi alþingismaður, og Svanfríður Jón- asdóttir alþingismaður og allaball- inn Örlygur Hnefill Jónsson, lög- maður á Húsavík. Ekki hafa margir aðrir verið nefndir sem munu hugs- anlega taka þátt, helst að nafn Heimis Ingimarssonar, fyrrum bæj- arfulltrúa Alþýðubandalsgsins, heyrist og nafn Finns Birgissonar, arkitekts og krata. Heimir hefur ekkert gefið upp um sín áform og Finnur segist ekki hafa tekið ákvörðun en útiloki ekkert. -gk Svanfríður Jón- asdóttir þing- maður stefnir á 1. sætið. Sigbjörn Gunn- arsson. Tekst honum að ná 1. sætinu. Frá Neskaupstað. Vatn í bensíni fyrir austan: Sex stopp „Ég er þegar búinn að hreinsa elds- neytiskerfið í sex bílum sem voru stopp. Ég bíð eftir framhaldinu," sagði Helgi Magnússon, bifvélavirki í Nes- kaupstað sem hefur haft í nógu að snú- ast. Svð virðist sem eina bensínstöðin í bænum hafi selt vatnsblandað bensín með þessum afleiðingum. „Þetta getur verið varasamt, sérstak- lega fyrir nýja bfla með rafeindainn- spýtingu. Það kostar tíu þúsund krónur að hreinsa þetta,“ sagði Helgi. Ekki liggur ljóst fyrir hvernig vatnið komst í bensínið hjá Olis-stöðinni á staðnum sem er sú eina í bænum. Pétur Óskarsson stöðvarstjóri kemur af fiöllum: „Ég veit ekkert. Þetta kemur ekki frá mér.“ - Selur þú mikið af þessu bensíni? „Milljón lítra á ári.“ Grunur leikur á að leki hafi komið að bensínflutningabíl á leið austur. Þanig hafi vatnið komist í tankinn. Bíl- stjórar bera nú þær fregnir á milli fiarða að ekki sé ólíklegt að vatnsbland- aða bensínið sé einnig komið niður á Eskifiörð og Reyðarfiörð. „Ég sá mikið af kyrrstæðum bílum á ólíklegustu stöðum," sagði austfirskur bílstjóri við DV í gær. -EIR 0NOTAÐIR BÍLAR® euro- raðgreiöslur Skípti - Bílalán Skuldabréf Toyota Carina GLi station, árg. '93, ek. 72 þús. km, ssk. Verð 1.120 þús. Suzuki Sidekick Sport 1800, árg. '98. Nýr bíll, rauður, beinsk., rafdr. rúður. Verð 1.950 þús. Chrysler Caravan, árg. ‘90, 7 manna, Grand Cherokee Limited, árg. '93, brúnn, ssk. svartur, ek. 77 þús. km. Verð 850 þús. Verð 2.300 þús. Dodge Dakota, árg. '93, pickup m/veltigrind, blár, ek. 37 þús. km, 8 cyl. ssk. Verð 1.550 þús. Plymouth Grand Voyager LE, árg. '93, 7 manna, blár, ek. 95 þús. km, 4x4. Verð 1.650 þús. Plymouth Neon Sport, árg. '96, hvítur, ssk., ek. 44 þús. milur. Verð 1.250 þús. Opel Astra 1,4, árg. '95, rauður, ssk., ek. 51 þús. km. Verð 920 þús. BMW 735i Shadow line, árg. '92, steingrár, ek. 180 þús. km (þjóðvegaskstur erlendis), allt rafdr., spólvörn, ABS, tvívirk þakl. Verð 2.200 þús. Volvo 740, árg. 86, ek. 220 þús. km, grænn, ssk., fallegur bíll. Verð 320 þús. EGILL VILHJÁLMSSON EHF. SMIÐJUVEG11 KÓPAVOGI Sími 564 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.