Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1999, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 13 Undur og dæmi Bjarkar Björk Guðmundsdóttir á sviði Þjóðleikhússins. - Er í fararbroddi athygl- isverðrar kynslóðar listafólks, frumlegra og frjálsara í tjáningu sinni en við höfum lengi átt að venjast, segir Steinunn. Ég hef farið á margs konar tónleika um æv- ina, utan húss og innan, heima og erlendis með börnum og fullorðnum, áhuga- og atvinnu- mönnum en aldrei á tónleika heimsstjörnu fyrr en Björk tróð upp í Þjóðleikhúsinu á dögun- um. Mig langaði svo til þess að sjá og heyra strengjasveitina sem hún setti saman með 8 ungum íslendingum sem starfa við hljóð- færaleik í Evrópu og Ameríku. Ég var svo forvitin að sjá Möggu Stínu hita upp með raf- magnaða fiðluna og bog- ann að vopni. En fyrst og síðast langaði mig til þess að sjá stjörnuna sjálfa. Björk er stórtíð- indi. Hún er undur. Heimsundur Þegar hún birtist berfætt á svið- inu í hvítum, vængjuðum kjól var hún eins og lítill ljósálfur, en líka eins og indíánastelpa með tjásu- klippt svart hárið niður á bak og hvítmálað enni yfir djúpskyggnum, skásettum augum. Hún hóf söng- inn ósköp hæversklega, en eftir því sem leið á tónleik- ana þandi hún makalausa rödd sína meir og meir eins og henni væru engin takmörk sett. Hún opnaði háls- inn fyrir ótrúleg- ustú hljóðum, frumópi mannsins úr innstu fylgsnum líkamans og lokaði aftur fyrir svo tón- arnir urðu að hásu hvísli. Opnaði og lokaði á víxl, hrein og tær, hás og gróf. Gyðja. Seiðkona. Galdrakind. „Allt sem hún sagði var satt“, söng hún svo sannfærandi að það virtist alveg satt. Líka þetta: „Allt sem hún vildi var gott.“ Það var mjög trúverðugt. Um tíma fannst mér sem Björk væri eitt af undr- um veraldar. Heimsundur. Hvernig þú tókst því „Hvernig þú tókst því var rétt“, var hughreystandi að heyra. Og likamlega átti ég fullt í fangi með að taka þessum tónleikum. Hljóð- himnur mínar eru ekki gerðar fyrir öU þau desi- bel sem á þeim dundu þetta kvöld. Eftir upp- hitun Möggu Stínu, sem líka er dálítið undur, var ég komin með hellu fyrir eyrun og reyndi að hrista hana burt í hléinu. Góðviljaður maður sá til mín og stakk að mér eyrnatöppum, sem ég þáði, þótt vissulega sé einkenni- legt að fara á tónleika og reyna síðan að koma í veg fyrir að mað- ur heyri þá til fulls. Tapparnir lágu þó innpakkaðir í lófa mér all- an söngtíma Bjarkar og það var ekki nema í einu lagi sem ég varð að taka um höfuðið til að verja mig fyrir skothrið hljóðbylgnanna. En mitt undir þessum tröliaukna tónafossi sótti mig svefn. Það var eitthvað eintóna í gjörningnum sem var farið að verka á mig eins og öskrandi brim, engin undan- komuleið nema hörfa, líða burt, sofna við þungan niðinn. Kannski sökkva til botns með stúlkunni við hafið: „Hvernig þú brást við var rétt“, sagði í seiðnum. Með tilhiökkun En þótt hlustirnar ættu dálítið bágt og líkaminn sætti álagi var sálin að sínu leyti vakandi og þakklát fyrir þessa undursamlegu og órögu stúlku og strengjaleikar- ana átta í skugga hennar. Líka hljómsveit Möggu Stínu og Mark Bell. Björk er á vissan hátt gáta. Samt má örugglega finna ein- hverja skýringu á afrekum hennar í samspili erfða og uppeldis, ís- lands og umheimsins, eins og í dæmum annarra snillinga. Og í kjölfar hennar sigla fleiri kjarkaðar ungar konur - menn. Björk er í fararbroddi athyglis- verðrar kynslóðar listafólks, sem er frumlegra og frjálsara í tján- ingu sinni en við höfum lengi átt að venjast. Það er tilhlökkunarefni að sjá það taka við leik- og tónlist- arhúsum komandi aldar. Steinunn Jóhannesdóttir Kjallarinn Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur „Björk er á vissan hátt gáta. Samt má örugglega finna ein• hverja skýringu á afrekum henn- ar í samspili erfða og uppeldis, íslands og umheimsins, eins og í dæmum annarra snillinga. Og í kjölfar hennar sigla fleiri kjarkaö- ar ungar konur - menn.u Gufunesradíó undir íþróttasvæði í Grafarvogi, milli Víkurvegar og Úlfarsár, norðan við verslun Húsasmiðjunnar, á skv. skipulagi að vera svæði undir íþróttamið- stöð. Þetta íþróttasvæði á að þjóna Rimahverfl, Borgarhverfi, Engja- hverfi, Víkurhverfi og Staðar- hverfi. Þetta svæði niður með Úlf- arsánni er því miður ekki nógu vel staðsett. Svæðið er í takmörk- uðum tengslum við skóla hverfis- ins. Það er í útjaðri og er skorið frá byggðinni með mikilli umferð- argötu, Víkurvegi. Rekstrargrund- völlur á þessum stað fyrir íþrótta- hús er hæpinn. Slík hús verða að vera i nánum tengslum við ein- hvern af skólum hverfisins. Sú hugmynd að byggja upp góða íþróttamiðstöð fyrir nýjustu hverfi -borgarinnar með stóru íþróttahúsi, fótboltavöllum, og frjálsíþróttaaðstöðu ásamt sund- laug getur ekki oröið að veruleika. Þær hugmyndir sem uppi eru í dag til að „bjarga" þessu er að í stað þess að byggja leikfimisal við Borgarholtsskóla, sem er fjöl- brautaskóli og því mál ríkisins, þá sameinist ríki og borg um að byggja þar veglegt íþróttahús. Fót- boltavöllunum, frjálsíþrótta- svæðinu og sundlauginni verður væntan- lega komið fyrir á víð og dreif um hverfin. Þetta mun kalla á auk- inn kostnað og óhagræði í rekstri íþróttafé- lagsins. í þessum hverfum verður þar með rekstur viða og mun því í raun hvergi eiga sér samastað og vígi. Gufunesradíó í hjarta Grafarvogs Ríkið er eigandi Landsímans hf. sem á fallegasta svæðið í öllum Grafarvogi sem er lóðin og gömlu túnin í kringum Gufunesradíó. Þetta svæði er í dag inni í miðju Grafarvogshverfi. Svæðið liggur að skólalóðinni við Rimaskóla og að nýja miðbæjar- kjarnanum, Spöng- inni. Fjölbrautaskól- inn og grunnskólarn- ir þrír, Borgarskóli, Víkurskóli og Engja- skóli, liggja í 5 til 10 mín. göngufæri frá svæðinu. Gufunesrad- íó stendur hreinlega í hjarta Grafarvogs- hverfis. Fengist lóðin sem Gufunesradíó stendur á undir útivist og íþróttasvæði og þar yrði byggð upp íþróttamiðstöð væri hægt að skapa þeim 6.000 bömum og ung- lingum, sem búa í dag í Grafarvogi, íþrótta- aðstöðu eins og best gerist. Þar yrði hægt að byggja upp íþróttasvæði með völlum, sundlaug og íþróttahúsi. Rekstrar- grundvöllur og nýting þessara mannvirkja væri tryggður og íþróttamiðstöðin ásamt miðbæjar- kjamanum, Spönginni, yrðu mið- punktur og möndull Grafarvogs. Möstrin víki fyrir börnunum Stjórn Ibúasamtaka Grafarvogs hefur farið þess á leit við Land- símann hf. og eigendur hans, þing- menn og Borgar- stjórn Reykjavíkur að leitað verið samn- inga milli ríkis og borgar um að þetta svæði verði tekið í áföngum undir úti- vist og íþróttir og þar verði byggð upp framtíðaríþróttamið- stöð hverfanna í norðurhluta Grafar- vogs. Reykjavíkur- borg þarf að koma myndarlega til móts við Landsímann hf. ef gefa á eftir jafn vel staðsetta lóð og hér um ræðir. Hugsanlega koma makaskipti til álita, fyrirhugað íþrótta- svæði við hliðina á iðnaðar- og athafnasvæðinu við Víkurveg yrði Landsímanum hf. ef til vUl notadrýgra til framtiðar en lóð Gufunesradíós við Rimaskóla og inni í ibúðahverfi. Varla er það ætlunin að láta þessi möstur standa þarna um ókomin ár. Þær byggingar sem fyrir eru geta auð- vitað verið áfram en eigum við ekki að sameinast um það að láta möstrin við Gufunesradíó víkja fyrir börnunum. Friðrik Hansen Guðmundsson „Fengist lóðin sem Gufunesradíó stendur á undir útivist og íþrótta- svæði og þar yrði byggð upp íþróttamiðstöð væri hægt að skapa þeim 6.000 börnum og ung- lingum sem búa í dag í Grafarvogi íþróttaaðstöðu eins og best ger- ist.u Kjallarinn Friðrik Hansen Guðmundsson formaður íbúasamtaka Grafarvogs Með og á móti Eru dómaramálin í íslensk- um handknattleik komin í hreint óefni? Vantar alveg samræmiö „Það sem er verst í sambandi við þessi dómaramál öll er skort- ur á samræmi á milli dóm- arapara. Mað- ur veit í raun og veru aldrei fyrir leik hvernig dóm- gæslan verður. Sum dóm- arapörin sökkva sér í *>rbe,áur , steinsson, þjalfari soknarbrot, ÍBV í Nissandeild- önnur pör í inni. tittlingaskít eins og peysutog og það að stíga inn fyrir línu. Svo eru til dómarapör sem leyfa mjög mikið. Skorturinn á samræmi í dómgæslunni er algjör og til mikilla vandræða. Þetta er í raun alveg óþolandí staða. Stóra vandamálið hvað dómarainálin varðar í dag er þessi skortur á samræmi. I raun og veru er það hluti af undirbúningi þjálfara fyrir leiki að reyna að átta sig á því hvern- ig dómararnir muni koma til með að dæma. Auðvitað ætti maður að geta gengið að vissri línu i dómgæslunni vísri en þannig er það því miður ekki. Dómarapör eru oft búin að ákveða það fyrir fram að dæma svona á einhvern ákveðinn leik- mann. Pörin ákveða líka að dæma á móti viðkomandi liði. Ég er ekki bara að tala um ÍBV held- ur liðin í heild. Það má hins vegar ekki gleyma því að margt gott hefur verið gert í dómgæslunni og margir leikir verið afbragðsvel dæmdir. Það er fyrst og fremst samræmið sem vantar." Gera sitt besta „Menn mega ekki gleyma því að dómar- ar gera alltaf sitt besta. Stundum dug- ar það og stundum ekki. Kröfurnar og frekjan frá félögunum eru slíkar að dóm- ararnir ráða verr við þetta en áður var, Dómararnir fylgja ekki öllu þessu peningastússi. íslensk- ir dómarar hafa oft dæmt erlend- is og nær undantekningarlaust staöið sig með miklum sóma. Lætin og djÖMgangurinn hér heima vegna peningamálanna eru slík að dómarar hafa varla starfsfrið. Yflrgangur forystunn- ar, klúbbanna og vitlus meðferð dómaramála hjá HSÍ er aðal- punkturinn í þessu máli. Dómararnir eru partur af leiknum og það er ekki mín upp- finning. Þetta verða menn að fara að skilja og haga sér skikk- anlega á leikjum. Ég var milliríkjadómari í 13 ár og dæmdi alls í 29 ár í handbolt- anum. Við vorum að vísu mun betri en dómararnir í dag. Það ætti þó ekki að koma í veg fyrir að menn hagi sér sómasamlega á leikjum. Menn verða að skilja að dómarinn er hluti af leiknum." Magnús V. Póturs- son, fyrrverandi milliríkjadómari í handknattlelk. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.