Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1999, Blaðsíða 14
MAGENTA jjj ^hj^jjj ■ rækta ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 Kattaræktun er tiltölulega nýlegt jyrirbæri hér á landi. Á árum áður áttifólk bara venjulega heimilisketti en síðustu- árin hefur óvenjulegum tegundum fjölgað mjög og nú eru tíu tegundir ræktaðar hér á landi. Tilveran hitti kattarækt- anda og tvo forfallna kattavini. köttinn sinn •••••••••••••••••••••• ••••••••••••••••••« Bryndís Björk Kristjánsdóttir eignaðist kött fyrir tveimur árum: Hélt að allir kettir væru eins Ég er búin að eiga Elenoru í tvö ár og verð að viðurkenna að þetta er allt öðruvísi en ég átti von á. Ég stóð alltaf í þeirri trú að allir kettir væru eins og miklu skemmtilegra væri að eiga hund. Þess vegna kom mér á óvart hversu gaman er að kettinum og hversu mikinn persónuleika kötturinn hef- ur til að bera,“ segir Bryndís Björk Kristjánsdóttir en köttur hennar er af silfurpersakyni og á forfeður bæði í Noregi og Bandaríkjunum. Elenora var valin besti köttur sýn- ingar félagsins Kynjakatta í haust. Bryndís Björk viðurkennir að umstangið sé talsvert í kringum kött á borð við Elenoru en í vetur hefur það komið í hlut foreldra Bryndísar að annast köttinn þar sem hún stundar framhaldsnám i Svíþjóð. „Það var svolítið erfitt að fara frá henni og þau dekra náttúrlega alltof mikið við hana. Hún hlýðir mér ekki eins vel og áður en það gladdi mig mjög að hún virðist muna ýmsa leiki sem við fórum í siðast þegar ég var heima. Henni flnnst gott að láta dekra við sig og ef einhver hefði sagt mér fyrir tveimur árum að ég ætti eftir að láta svona mikið með kött er alveg öruggt að ég hefði ekki trúað því. Það er bara svo gaman að þessum dýrum,“ segir Bryndís Björk Krist- jánsdóttir. -aþ Bryndís með Elenoru sem er af silfurpersakyni og er óneitanlega mjög falleg. DV-mynd Hilmar Þór Sigríður Heiðberg á einn flottasta húskött landsins: Emil er enginn venjulegur köttur Emil er búinn að vera hjá okk- ur hér í Kattholti frá því árið 1991 en þá kom hann hingað nær dauða en lífi. Mér varð fljótt ljóst að Emil var enginn venjuleg- ur köttur og hann býr yfir einstök- um karakter," segir Sigríður Heið- berg sem hefur helgað lif sitt vel- ferð katta hér á landi. Sigríður segist mjög stolt af Emil enda þótt hann tilheyri flokki húskatta. Reyndar segist hún ekki gera upp á milli ræktaðra katta og annarra. „Hjá mér sitja Ólafur Njálsson er frumkvöðull í kattaræktun hér á landi. DV-mynd Teitur allir kettir við sama borð en mér finnst eins og fólk líti meira upp til ættbókarfærðra katta í dag en áður. Húskettirnir hafa marga kosti umfram hina. Þeir eru til dæmis duglegri að bjarga sér og eru á margan hátt sjálfstæðari. Þeir eiga líka auðveldara með að vera einir heima,“ segir Sigríður. Emil hefur nokkrum sinnum fylgt Sigríði á kattasýningar og jafnan hlotið fyrstu verðlaun fyrir fallegt útlit og sérstæðan persónu- leika. „Það er gaman að sýna Emil og kannski skemmtilegast að sýna fram á að húskettir geta líka verið einstakir. Það er afskaplega gef- andi að umgangast ketti og reynd- ar öll dýr. Emil er ekki sýningar- gripur í mínum huga heldur fyrst og fremst vinur. Það er þó alltaf gaman að fara á kattasýningarnar því þar sér maður kattaeigendur sem hugsa vel um dýrin sín. Því miður verð ég oft vör við hið gagn- stæða hér í Kattholti," segir Sig- ríður Heiðberg. -aþ Sigríður með Emil í Kattholti. Emil er líklega um nfu ára gamall og hefur ver- ið húsköttur í Kattholti frá árinu 1991. Hann ber ægishjálm yfir aðra ketti sem þangað koma en er Ifka afskaplega góður við þá. DV-mynd E.Ói. r Olafur Njálsson hefur ræktað ketti í átta ár: Ovenjulegir og smart kettir vinsælir eim fiölgar alltaf sem vilja ræktaða ketti, Pn ekki síst þegar fólk áttar sig á hvemig WF' þeir eru í samanburði við venjuiega fjósa- og heimilisketti," segir Ólafur Njálsson, garðyrkjubóndi og einn af frum- kvöðlum kattaræktunar hér á landi. Ólaf- ur býr á Nátthaga i Ölfusi en segir þó alls ekki um kattabúgarð að ræða þótt engin önnur dýr séu á bænum. Ólafur gegnir nú formennsku í félaginu Kynjaköttum en þar eru félagamir orðnir hátt í þijú hundmð. „Kattaræktun hófst ekki að marki hér fyrr en árið 1990 og síðustu tvö árin hefur orðið bylting og mikil fram- leiðsla á góðum köttum, ef maður getur notað það orð. Ólafur segir talsverðan mun á ræktuðum kött- um og hinum. Þeir fyrmefndu eru til að mynda meirá fyrir að vera inni og þannig losnar fólk við áhyggjur sem fylgja köttum sem era úti heilu og hálfu dagana. Köttur Ólafs, Philip's Chiq, kynjaköttur á síðasta ári. varð tvisvar „Heimiliskettir era auðvitað ágætir en ég held að fólk sé farið að fá meiri tiifinningu fyrir því að kett- ir geta verið smart. Óvenjulegir kettir þykja meira spennandi og trúlega er þetta svipuð þróun og hefur orðið hjá hundaeigendum. Það er líka ekki spuming að fólk hugsar betur um ræktaða ketti enda hefúr það þurft að borga fyrir þá,“ segir Ólafur. Mín hrossarækt ódýrari Uppáhaldstegund Ólafs er og verður síams enda voru fýrstu kettimir sem hann flutti inn þeirrar tegundar. „Þar með fór steinninn að rúila og ég hef verið á kafi í þessu allar götur síðan. Það fer mikill tími í þetta en það skilar sér í ánægjunni þegar góð- ur árangur næst. Ég hef minnkað við mig og er bara með sjö ketti heima við núorðið. Það er ekki gott að hafa mikið fleiri því kettir eru engin hóp- dýr,“ segir Ólafur. Aðspurður af hveiju hann hafi bara áhuga á kött- um segir Ólafur. „Ég veit það ekki alveg, þetta hef- ur bara þróast svona. Ég er oft spurður af hverju ég sé ekki með hesta. Því miður hef ég litinn áhuga á þvi enda svara ég oft til að mín hrossarækt sé miklu ódýrari og hún heiti kattarækt," segir Ólafur Njálsson. -aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.