Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1999, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 15 íjjj Íshokkí er hraðasta og harðasta hópíþrótt í heimi. Hraðinn og spennan heillar ungt skautafólk sem flykkist á ísinn sem aldrei Skot- heldir Hraði og harka Jón Breki, 18 ára, fær mikla útrás í hokkí: skautar þrælerfitt Fyrir þá sem vita ekkert um skauta geta allir skautar verið eins, bara skautar. En hokkískautar eru eitt og list- skautar annað, eins og sést á myndunum. Við fyrstu sýn virð- ist munurinn helst liggja í tönn- unum sem eru framan á list- skautunum og eru notaðar við stökk og aðrar kúnstir i þeirri grein skautaíþróttarinnar. En við nánari skoðun kemur í ljós að blöðin undir skautunum eru mjög ólík. Blaðið á listskautun- um er lengra og öðruvísi skerpt. Sjálfur skór- inn er líka mun og mjorri nettari. Hokkis- kautamir hafa styttra ^ blaö og þá skiptir máli hvar snerti- flöturinn er eða „glide area“ þ.e. sá flötur undir blaðinu sem snertir ísinn í uppréftri stöðu. Með sérstakri vél má hins vegar finna hvort þetta snerti- svæði er of aftarlega, fyrir miðju eða of framarlega á blaöinu. Það getur skipt máli fyrir ólíka ein- staklinga. Skórinn á hokkískaut- unum er mun sterkari en á list- skautum þar sem þeir verða að þola högg frá pökkinum á allt að 200 km hraða. Dýrustu hokkis- kautamir em þannig fullkom- lega skotheldir í orðsins fyllstu merkingu. En þegar kemur að því að koma sér áfram era sömu hreyf- ingar notað- ar, hvort sem notað- ir eru hokkískautar eða listskaut- ar. En hokkís- kautar virð- ast vinsælli hjá báðum kynjum. Stelpur, eins og strákar, eru mikið fyrir hokkískauta enda æfa 17 stelpur íshokkí með Biminum. -hlh ^ Það sem heillaði mig við þetta B sport var að ég gat fengið al- mennilega útrás. Hraðinn er gífúrlegur og um leið tæknin. Þetta er ýkt erfitt sport. Maður reynir rosalega á hvem einasta vöðva i lík- amanum og verður að æfa rosalega til að ná einhverjum árangri," segir Jón Breki Magnússon, 18 ára íshokkíleik- maður með Biminum í Reykjavík. Jón Breki byrjaði að æfa íshokkí þegar hann var 10 ára gamall. Hann hefur fagnað íslandsmeistaratitli í öll- um aldursflokkum en stendur nú á mörkum 1. flokks og meistaraflokks. En það er fleira sem heillaði Jón Breka. „Það er svo gaman að geta vað- ið í andstæðinginn, það er hluti af stöðvaður við smásnert- ingu. En það verður að gera þetta löglega, ann- ars er maður í slæm- um málum.“ Jón Breki segir áhug- ann á íshokkíi hafa aukist mjög mikið, sér- staklega hjá ungum strákum. „Þetta er svo aUtöðra- vísi íþrótt en allar aðrar. Ég leiknum. Ekki ems og bolta þar sem leik- ur- mn held að krakkamir séu hrifnir af hraðan- / um og þessum lát- * um sem eru í hokkí fyrir utan það að auð- vitað þykir öllum gam- r an á skautum." Jón Breki segir að þó list- hlaup og íshokkí séu ólíkar íþróttagreinar geti hokkíspilar- ar fært sér ýmislegt í nyt úr list- hlaupinu. „Það er svo mikil áhersla á jafn- vægi í hokkí. Mörg af bestu liöum heims fá listskautakennara til að kenna sér undirstöðuatriðin í list- hlaupi. Þannig fá þeir betra jafiivægi. Ef ég væri mjög góður í listhlaupi væri ég betri í hokkí en ég er í dag.“ Íshokkímenn eru vel varöir. Leik- menn sem eru 20 ára og yngri verða að vera með heila grind á hjálminum sem skýlir andlitinu. Pökkurinn, svarti „peningurinn" sem allir slást um, getur þotið á allt að 200 km hraða þegar bestu menn láta vaða. Þrátt fyrir höggvöm kemur mar eftir pökkinn en markmenn era nánast brynvarðir. En hefur Jón Breki slasast i hokkí? „Já, ég viðbeinsbrotnaði einu sinni og um daginn þurfti að sauma á mér olnbogann. En þetta er mjög skemmtilegt og ég held áfram þar til ég get ekki meira.“ -hlh Íshokkí á sár langa sögu á Akureyri: É Hörð snerpuíþrótt g fékk mína fyrstu skauta þeg- ar ég var sex ára og fékk ís- hokkíbakteríuna um leið. Sem innbæjarmaður þótti ekkert eðli- legra en að fara á skauta þeg- ar Pollinn lagði. Þetta er líka í fjölskyldunni. Afi minn og alnafni var einn þeirra bestu á skautum í gamla daga, var jafnvígur í listhlaupi og í hokkíi," segir Ágúst Ásgrímsson, 33 ára Akureyringur og meðlimur í Skautafélagi Akttreyrar. Íshokkí á sér langa sögu á Akureyri en skautafélagið nyrðra hefúr starfað í 60 ár. Saga Skautafélags Ak- ureyrar er einmitt tíunduð i samnefndri bók sem kom út fyrir jól. Norðanmenn hafa yfirleitt haft betur i keppni við Reykvíkinga, oft- ast burstað þá. En þar sem margir af bestu hokkímönnum Ak- ureyrar hafa farið suður eru Reykjavíkurliðin farin að velgja norðanmönnum verulega undir uggum. Ágúst segir íslandsmótið, þar sem Skautafélag Akureyrar, Skautafélag Reykjavíkur og Bjöm- inn takast á, verða mjög tvísýnt og spennandi í ár. Hraðinn heillar Ágúst segir hraðann í íshokkíi heilla þá sem stunda þessa íþrótt. „Þetta er snerpuíþrótt þar sem menn era sumir hverjir að skauta Ágúst Ásgrímsson f keppni með Skautafélagi Akureyrar. DV-mynd Ásgrímur Ágústsson 50 metrana á 6 sekúndum. En þetta snýst ekki bara um hraða og hörku heldur einnig um útsjónarsemi og lipurð. Fimm útileikmenn auk markmanns era inni á vellinum í einu. En hver maður er ekki inni á ísnum nema stutta stund í einu. Maður er á fleygiferð allan tímann, gefur sál og líkama í leikinn. Þetta er eins og aö taka spretthlaup." Mikil áreynsla Gott líkamlegt ástand þarf til að ná árangri. „Hokkí reynir gríðar- lega á læri og fætur og raunar allan likcunann. Menn þurfa að vera í góðu líkamlegu ástandi til að stimda þessa íþrótt. En þrátt fyrir góða æf- ingu er keppnin við þá fyrir sunnan ójöfh þar sem þeir era komnir með þak yfir höfuðið meðan við æfúm undir beram himni, í misjöfnum veðurm. Þá falla æfingar stundum niður sem er vont ef fá á yngra fólk til að stunda hokkí.“ Íshokkí er harkaleg íþrótt. Þannig má „tækla“ menn mun fast- ar en í öðram íþróttum en þó er grundvallarreglum fylgt sem eiga sér hliðstæðu i öðram íþróttagrein- um. En þrátt fyrir hörkuna er ekki mikil slysatíðni í íshokkíi. Leik- menn era vel varðir, brynjaðir á öll- um liðum og með hjálm á höfði. Komast þeir því yfirleitt klakklaust úr átökunum um pökkinn. „Það getur komið fyrir að pökk- urinn skýst í andlitið á manni. Þýð- ir þá 2-3 spor og svo er allt í lagi.“ Grimmd Ágúst segir mikla aldursdreifingu í liðinu fyrir norðan. Leikmenn séu á aldrinum 15-47 ára. „Við tökum þetta á sigurviljanum og grimmd- innni. Það þarf mikla grimmd og sterkan sigurvilja í hokkíi. Sumir halda að menn taki þaö rólegar með aldrinum en því er þveröfugt farið. Eldri menn vilja sýna að það er enn þá töggur í þeim.“ Dáttirin í marki Bergþór, tvíburabróðir Ágústs, er hættur í hokkíi en Ágúst segir hann hafa verið betri á sínum tíma. Pabb- inn, Ásgrímur Ágústsson, var lítið í hokkíi en þess meira í hraðhlaupi á sjöunda áratugnum. Þeir bræður eiga báðir stelpur. Meðan stráka vantar í listhlaup vantar oft stelpur í íshokkí. Anna Sonja, dóttir Ágústs, 10 ára, æfir þó mark í hokkíi. Við þetta má bæta að eigin- kona Ágústs, Hulda Sigurðardóttir, æfir ískhokkí af kappi með old-boys. „Ungir strákar era jafn áhuga- samir og þegar ég var ungur en það vantar aðstöðuna. Við æfum fjórum sinnum í viku undir leiðsögn kanadísks þjálfara og það er hugur í mönnum. En það þarf betri að- stöðu. Við höfum verið með vélfryst svell í 8 ár en vantar hús svo koma megi upp alvöru æfingum." -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.