Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1999, Blaðsíða 20
24 ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 íþróttir unglinga Sigurlíö Víkinga í 6. flokki. í liðinu voru Hjálmar Árnason, Ernir Páisson, Marteinn Briem, Friðrik Eli Bernhardsson, Árni Þórarinsson, Kjartan Baldursson, Kolbeinn Sigþórsson, Örn Úlfarsson og Örn Ingi Bjarkason. Sigurlið KR í 5. flokki. I liðinu voru Einar Bjarki Gunnarsson, Tómas Agnarsson, Pétur M. Pétursson, Njáll Magnússon, Björn Jakob Magnússon, Gunnar Kristjánsson, Hörður Karlsson, Ólafur K. Sigurbjörnsson, Ásgeir Guðmundsson, Theódór Elmar Bjarnason. Svipmyndir frá Reykjavíkurmóti yngri flokka í innanhússknattspyrnu: Hér að ofan er silfurlið KR í 6. flokki karla en að neðan lyftir Kolbeinn Sigþórsson, fyrirliði Víkinga, bikarnum fyrir sigur í 6. flokki en Kolbeinn gerði 4 mörk. Fótbolti í Reykjavík - Víkingur, KR og Fylkir í sviðljósinu Eins kom fram á siðustu unglingasíðu var mikið fjör í Laugardalshöllinni sunnudaginn 3. janúar síðastliðinn er fram fóru úrslitaleikir i yngri flokkum Reykjavíkurmótsins í innanhússknattspymunni. Nú er komið að 6., 5. og 3. flokki karla þar sem þrjú félög stóðu uppi sem sigurvergarar. Kolbeinn með fernu Víkingur vann KR, 5-2, í úrslitaleik 6. flokks þar sem Kolbeinn Sigþórsson fór hamförum og skoraði fjögur glæsileg mörk en glæsilegasta mark leiksins átti þó Marteinn Briem sem skoraði gull af marki undir lok leiksins. Björgvin Ingvarsson og Guðmundur Reynir Gunnarsson skoruðu fyrir KR. Theódór hetja KR Theódór Elmar Bjarnason var hetja 5. flokks liðs KR er hann skoraði sigurmark sín liðs gegn Fram. Leikurinn var hnífjafn og bæði lið fengu mörguleika til að breyta stöðunni en mark Theódórs skildi liðin. Sterkir Fylkismenn Þeir Ólafur Ingi Skúlason og Andri Már Ottósson skoruðu mörk Fylkis sem unnu Þróttara, 2-0, í úrslitaleik 3. flokks. Þróttarar réðu ekki við sterkt lið Fylkis sem hafði leikinn í hendi sér allan tímann. Ætlunin er að ljúka umfjölluninni um þetta mót á næstu síðu þar sem fjallað verður um 3. flokk kvenna og 4. flokk karla. -ÓÓJ Að ofan er sigurlið Fylkis í 3. flokki karla en að neðan er silfurlið Framara í 5. flokki. Til vinstri eru lykilmenn 3. flokks Fylkis í úrslitaleiknum gegn Þrótti. Frá vinstri er Ólafur Ingi Skúiason, Ásbjörn Elmar Ásbjörnsson og Andri Már Óttarsson. Ólafur og Andri skoruðu mörk Fylkis í leiknum. DV-myndir ÓÓJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.