Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1999, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 27 Fréttir Framsóknarmenn á Norðurlandi að prófkjörsborðinu um helgina: Mikil barátta á milli Valgerðar og Jakobs DV, Akureyri: Mikil spenna er nú í herbúðum framsóknarmanna á Norðurlandi en um helgina verður flokkurinn með prófkjör bæði á Norðurlandi vestra og eystra vegna kosninganna til Alþingis í vor. I báðum kjördæm- unum eru sitjandi þingmenn að hætta þingmennsku, þeir Guðmund- ur Bjarnason landbúnaðar- og um- hverfisráðherra sem leitt hefur list- ann á Norðurlandi eystra, og á Norðurlandi vestra Stefán Guð- mundsson sem verið hefur „fastur“ í 2. sætinu þar. Bæði þessi sæti eru „örugg“ þingsæti. Fyrir kosningarnar 1995 háðu Valgerður Sverrisdóttir og Jóhann- es Geir Sigurgeirsson, sem þá voru bæði sitjandi þingmenn, mikla bar- áttu um 2. sætið á lista flokksins á Norðurlandi eystra og hafði Val- gerður betur. Þá greiddu fulltrúar á kjördæmisþingi flokksins atkvæði um skipan listans en nú breyta framsóknarmenn til og halda próf- kjör. Það mun ekki hvað síst hafa komið til vegna þrýstings stuðn- ingsmanna Jakobs Björnssonar, fyrrverandi bæjarstjóra á Akureyri, sem ákvað að hella sér í slaginn um 1. sætið eftir að Guðmundur Bjama- son lýsti yfir að hann myndi hætta þingmennsku en hefði gamla aðferð- in verið viðhöfð, að kjördæmisráðs- fulltrúar kysu milli hans og Val- gerðar, er talið nokkuð öruggt að Valgerður hefði haft vinninginn. Unga fólkinu „smalað"? Fyrsta sætið er þó sýnd veiði en ekki gefin fyrir Jakob. Því veldur fyrst og fremst að hann er nýliði í pólitík á landsvísu og ekki eins vel þekktur í kjördæminu öllu og Val- gerður. Jakob skaust með talsverð- um látum inn í bæjarpólitíkina á Akureyri, kom þar fyrst inn í bæjar- stjóm eftir kosningarnar 1990 og varð fjórum árum síðar oddviti á lista framsóknarmanna og bæjar- stjóri f kjölfar mikils kosningasig- urs flokksins. Jakob leiddi aftur list- ann í kosningunum á síðasta ári en þá tapaði flokkurinn tveimur bæjar- fúlltrúum og Jakob um leið bæjar- stjórastólnum. Jakob er talinn hafa mun meira fylgi á Akureyri en Valgerður og reyndar víðar í Eyjafirði þótt það sé ekki algilt. Sú regla að heimila ölh um 16 ára og eldri sem em flokks- bundnir eða lýsa yfir stuðningi við flokkinn að greiða atkvæði í próf- illi baráttu um það sæti og er engan veginn hægt að spá fyrir um úrslitin með neinni vissu. Þijú gefa kost á sér í það sæti, Árni Gunnarsson, fyrrum aðstoðarmaður Páls Péturssonar í félagsmálaráðu- neytinu, Elín R. Líndal, varaþingmað- ur flokksins sem skipaði 3. sætið í kosningunum 1995, og Herdís Sæ- mundardótth, leiðtogi framsóknar- manna í sveitarstjórn Skagafjarðar. Skagfirðingar „eiga“ sætið Það er ekkert leyndarmál að Skag- firðingar telja sig „eiga“ 2. sætið þar sem Húnvetningar hafi Höllustaða- bóndann í 1. sætinu og þetta veikir óneitanlega stöðu Elínar sem er V- Húnvetningur og forystumaður í ' stjórn nýja sveitarfélagsins í sýsl- unni. Almennt er talið að skipi Skag- firðingur ekki 2. sætið muni það veikja lista flokksins verulega í kosningunum i vor og það leiðir hug- ann að því hvort þeirra sé sterkara, Herdís eða Árni, sem bæði eru Skag- firðingar. Það er ekki talið Árna til tekna að hafa setið sem aðstoðarmaður í ráðu- neyti Páls Pétussonar, það er af mörg- um túlkað þannig að hann verði of hallur undir Höllustaðabóndann án v þess að mál séu sett þannig upp að Páll sé einhver andstæðingur Skag- firðinga. Þetta þýðir einfaldlega að Herdís er talin vera mun líklegri sem sigurvegari í baráttunni um 2. sætið og að hún muni hljóta það sæti. Her- dís leiddi lista flokksins með góðum árangri í sveitarstjómarkosningun- um í sameinuðu sveitarfélagi í Skaga- firði á síðasta ári, hún er sögð afar dugleg og metnaðarfuUur stjórnmála- maður og má fuUyrða að hún standi mjög vel að vígi í þehri baráttu sem stendur yfir og lýkur um helgina. Aðrh þátttakendur í prófkjörinu á Norðurlandi vestra eru Sverrh Sveinsson á Siglufirði og Valgarður Hilmarsson A-Húnvetningur sem gefa kost á sér í 3. sætið og Bhkh Jónasson SigUlrðingur sem gefur kost á sér i 4. sætið. í kosningunum 1995 vann Fram- sóknarflokkurinn mjög góðan sigur á Norðurlandi vestra, Flokkurinn fékk þá 38,7% atkvæða og tvo menn og bætti við sig 6,4% frá því í kosning- unum íjórum árum áður. Virðist því nokkuð borðleggjandi að flokkurinn hafi burði til þess að halda sinum tveimur þingmönnum og sá fram- bjóðandi sem hefur best í prófkjörinu um næstu helgi muni setjast á Al- þingi. -gk Fréttaljós Gylfi Kristjánsson Frá Sauðárkróki. áttu en hún hefur unnið talsvert inn- an flokksins á undanfornum árum og er varabæjarfulltrúi á Akureyri. Aðr- ir þátttakendur í prófkjörinu eru Bernharð Steingrímsson, veitinga- maður á Akureyri, og Axel Yngva- son, bóndi í Eyjafjarðarsveit, og eru þeh ekki taldir líklegh til að blanda sér í baráttuna um 4 efstu sætin. Hvorki Jakob né Valgerður hafa viljað lýsa þvi yfh að þau myndu sætta sig við 2. sætið yrði það hlut- skipti þehra í prófkjörinu. Það sæti á þó að vera nokkuð öruggt þingsæti, miðað við skoðanakannanh að und- anfómu og niðurstöður kosninganna 1995 en þá tapaði flokkurinn reyndar - og ekki minni barátta um 2. sætiö á Norðurlandi vestra Frá Akureyri. Valgerður Sverrisdóttir. Hún er talin hafa ágætismöguleika á að hafa bet- ur í baráttunni um 1. sætið á Norður- landi eystra. Páll Pétursson. Enginn hreyfir við honum í 1. sætinu á Norðurlandi vestra. kjörinu er talin geta komið Jakob til góða því auðveldast sé að „smala" ungu fólki á kjörstað þar sem það er flest en það er auðvitað á Akureyri. Valgerður mun án efa njóta þess í kosningunum að hafa staðið í eld- línunni um árabil og komist til met- orða innan flokksins. Þannig er hún formaður þingflokks framsóknar- manna og þykh hafa staðið sig vel sem slík. Þá eru margh framsókn- armenn sagðh horfa til þess að for- ystusætið á Norðurlandi eystra sé líklegt ráðherrasæti verði flokkur- inn áfram i ríkisstjórn með Sjálf- stæðisflokknum og þar af leiðandi sé æskilegt að Valgerður með sína Jakob Björnsson. Talið há honum að hann er ekki mjög þekktur utan Eyjafjarðar. Árni Gunnarsson. Aðstoðarráð- herramennskan honum ekki til framdráttar. reynslu skipi það sæti en ekki ný- liði á Alþingi. Valgerður sigurstranglegri Þegar alit er tínt til þykh Valgerð- ur hafa meiri möguleika á 1. sætinu en Jakob. Kosningabarátta Jakobs hefur þó verið öflug þannig að það kæmi ekki mjög á óvart þótt mjótt yrði á miiii hans og Valgerðar og jafnvel að Jakob hefði sigur. Úrslitin gætu einfaldlega ráðist af því hversu margh greiða atkvæði á Akureyri. Elsa Friðfinnsdótth, lektor við Há- skólann á Akureyri, og Daníel Árna- son, framkvæmdastjóri á Akureyri, gefa kost á sér í 2. sætið. Elsa er tal- in standa sterkari að vígi í þeirri bar- Herdís Sæmundardóttir. Hún er talin líklegust til að hreppa 2. sætið á Norðurlandi vestra sem á að vera öruggt þingsæti. Elín R. Líndal. Geldur þess í próf- kjörinu að vera Húnvetningur eins og Páll. einum þingmanni á Norðurlandi eystra. Flokkurinn fékk þó mjög góða kosningu, 36,8% atkvæða, bætti við sig 2,5% en galt þess að þingmönnum kjördæmisins var fækkað úr sjö í sex. Þrjú viija í 2. sætið Á Norðurlandi vestra er ekki síður hart barist þótt ekki sé tekist þar á um 1. sætið á lista flokksins. Það sæti mun Höllustaðabóndinn og félags- málaráðherrann Páli Pétursson skipa eins og hann hefur gert um langt ára- bil. Sú ákvörðun Stefáns Guðmunds- sonar, sem verið hefur í 2. sætinu, að hætta þingmennsku og snúa sér að sveitarstjórnarmálunum í Skagafhði hefur hins vegar hleypt af stað mik-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.