Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1999, Blaðsíða 32
36 ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 T~>V nn Ummæli Keppnis- skapið er á i sínum stað „Enginn er ómissandi. Sjáifur hef ég í vaxandi mæli hallast að taóisma upp á síðkastið og tek þessu öllu með stóiskri ró. En keppnisskap- ið er enn á sín- um stað. Hjörleifur Guttormsson al- þingismaöur, í DV. Jafnaðarmaðurinn „Jafnaðarmaður utan stjómar er alltaf meiri jafnað- armaður en sá sem er í stjóm.“ Bjarni Guðnason, prófessor og fyrrv. alþingismaður, í Degi. Brask og endalaust brask „Fram imdan er brask, endalaust brask. Þingmenn Vest- firðinga hafa í heild sinni gjör- samlega bmgðist bátasjómönn- um.“ Hálfdán Krist- jánsson trillusjómaður, ÍDV. Úrelt hljóð „Að hlusta á Sinfóníu- hljómsveit spila vínarvalsa er eins og að heyra öskrin i út- dauðum risaeðlum, því hvorttveggja era úrelt hljóð sem tilheyra löngu liðinni tíð.“ Jónas Sen í tónlistarum- fjöllun, i DV. Ekkert annað en mútur „Þetta er ósköp aulaleg af- greiðsla og sama gamla tuggan. Það er verið að stinga dúsu upp í þá menn sem líklegastir eru til aö berjast gegn kvóta- kerfinu. Þetta era í raun ekkert annað en mútur." Valdimar Jóhannesson, um hugmyndir sjávarútvegs- nefndar, í DV. Vill borgin ekki landsbyggðarfólk „Borgarstjórinn hafnar nýj- um íbúum og Reykjavík er einfaldlega að missa af lest- inni á þessu sviði sem og mörgum öðrum." Guðlaugur Þór Þórðarson borgarfulltrúi, í DV. DV, Suðurnesjum: Kolbrún Vídalín í Listasmiðjunni Ný vídd í Sandgerði: Loksins hefur draumur okkur ræst hefúr hún síðustu þrjú ár starfað við félagsstarf aldraðra og er um- sjónarmaður þess. „Þetta er yndis- legt starf og það er alltaf að aukast og eflast. Við höldum kvöldvökur, jólaveislu, þorragleði með öllu sem þar heyrir til og ljúkum síðan önn- inni með sumarfagnaði." Kolbrún Vidalín er fædd i Hafnar- firði en hefúr verið búsett i Sand- gerði síðastliðin 20 ár. Hún stundaði nám í myndlist í Baðstofunni í Kefla- vik, Myndlistarskóla Hafnarfjarðar og myndaþerapíu hjá Sigríði Björns- dóttur. Þá var hún á námskeiði í glerskurði hjá Jónasi Braga Jónassyni i Reykjavík og á leirmótunarnámskeiði í Leirkrúsinni. Eigin- maður Kolbrúnar er Jón Bjami Pálsson sjómaður og eiga þau þrjú börn, Grétar Pál, sem er nemandi í Tækni- skóla íslands, Fann- ar, sem er að klára stúdentspróf í Fjöl- brautaskóla Suður- nesja, og Guðrúnu Jónu sem einnig er í FS. -AG Listasmiðjan Ný vídd var opnuð í Sandgerði á síðasta ári. Ýmsir komu að undirbúningi hennar en Kolbrún Vídalín er stofnandi hennar og leið- beinandi á námskeiðum smiðjunn- ar. „Það er ekki hægt að segja ann- að en Ný vídd hafi fengið góðar við- tökur meðal bæjarbúa. Það má eig- inlega segja aö loksins hafi draumur okkar ræst. Það vora margir sem hvöttu okkur með jákvæðum undir- tektum og þess vegna er það von okkar að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi í listasmiðjunni og einnig komið með hugmyndir varð- andi starfsemina því hér ríkir góður félagsandi. Hingað mætir fólk með hugmynd- ir og verkefni sem það er að vinna að og miðlar öðram af kunnáttu sinni og fær ýmsar upplýsingar frá öðrum því það er til svo mikið af listafólki sem kann sitthvað í hand- verki sem skemmtilegt er að veita öðrum innsýn í og þannig lærir hver af öðrum. Við eram meðal annars að föndra, teikna, mála og skrautskrifa, svo eitthvað sé nefnt. Þá var haldiö hér í haust námskeið í kransagerð og vakti það mikla ánægju. í vetur eram við síðan með myndlistarkvöld á mánudögum og þá er lögð sérstök áhersla á teikn- ingu og málun. Grannskólinn í Sandgerði hefur boðið unglingum í 9. og 10. bekk upp á val í leirmótun og hefúr það gengið veí. Þá gerðu leikskóla- börn hér í Sandgerði jólagjafir til foreldra sinna úr leir. Nú stendur yfir leirnámskeið og við höfúm steinbrennsluofn á staðnum. Þessi listasmiðja hefur verið draumur okkar hér í Sand- gerði og það var árið 1996 sem ég stofnaði eiginlega nokkurs konar listasmiöju og starfaði þá í húsnæði grunnskólans þar sem hentugt hús- næði fannst ekki fyrr en nú að við Maður dagsins fengum inni aö Strandgötu 18 sem er tveggja hæða hús. Sandgerðisbær veitir okkur styrk og við fjármögn- um starfsemina með félagsgjöldum og félagsmenn fá síðan lykil að hús- næðinu og geta komið hér að vild. Nú þegar era starfandi 70 félagsmenn sem era héðan úr Sandgerði og nágrannabyggðarlög- um og enn fleiri eru á skrá, bæði sem stofn- félagar og styrktarað- ilar.“ Áhugamál Kolbrún- ar tengjast myndlist og menningu ýmiss konar. Þar sem starfið í lista- smiðjunni er ein- ungis áhugamál og hug- sjón *^4p**& I Heimsókn dr. Roberts Ackmans: Markaðssetning á fiskafurðum Dr. Robert Ackman, kanadískur prófessor sem er i heimsókn á íslandi á vegum Sjávarútvegsháskóla Samein- uðu þjóðanna og Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins, heldur hér fjóra fyrirlestra og var sá fyrsti í gær. Dr. Ack- man hefur aflað sér geysilegr- ar reynslu við rannsóknir á sjávarafurðum og þá sérstak- lega hvað varðar____________ fitu i sjávarfangi. Mikill akkur er fyrir íslendinga að fá dr. Ackman í heimsókn því hann er mjög virtur fyrir rannsóknir sínar og hefur af miklu að miðla. Fyrirlestr- amir eru haldnir í húsnæði Endurmenntunarstofnunar, Dunhaga 7. í fyrirlestrinum, sem ber yfirskriftina Kynn- ing og markaðssetning á fiski og skelfiski - Hefur fiskur áhrif á heilsuna? mun hann leggja mikila áherslu á holl- ustu fiskfitu. Ljóst er að mik- ilvægt er að þekkja til hlítar alla kosti fiskmetis þegar komið er út i sölu- og mark- aðssetningu sjávarafurða. Fyrirlesturinn í dag kl. 13.30 nefnist Aukaafurðir og ___________fiskeldi, á morgun kl. 14 flytur hann fyrirlesturinn Kynning og mark- aðssetning á fiski og skelfiski - Hefur fiskur áhrif á heils- una? og á fimmtudag kl. 9 flytur hann fyrirlesturinn Post-mortem breytingar í fiski. Fyrirlesturinn þann 13. janúar er opinn öllum áhuga- sömum. Myndgátan Lausn á gátu nr. 2300 Samkomur eyþo'R- Karlmenn tala um konur Myndgátan hér að ofan lýsir hvorugkynsorði. Arnald- ur Arn- arson gítar- leikari leikur nútíma- verk á gítar í Salnum. Gítar á Myrkum músíkdögum Tónlistarhátíðin Myrkir músík- dagar stendur nú yfir og fara tón- leikar fram í hinum glæsilega tón- leikasal, Salnum, í Tónlistarhúsi Kópavogs. Tónlistarhátíðin er í stærra lagi að þessu sinni þar sem í ár era liðin 100 ár frá fæðingu Jón Leifs og er mikið af verkum eftir hann flutt á Myrkum músík- dögiun að þessu sinni. Tónleikar Jón Leifs kemur við sögu á tón- leikum kvöldsins en þá mun Am- aldur Arnarson flytja nútímaverk á klassískan gítar og þar á meðal er eitt verk eftir Jón Leifs, Studie op. 3, sem hann samdi 1924 og er það elsta verkið á tónleikunum. Önnur verk sem Amaldur flytur era Fjórar stemningar eftir Jón Ásgeirsson, samið 1992, Úr dýrð- legum dönsum eftir Atla Heimi Sveinsson sem hann samdi 1983 og Þrjú stykki eftir John A. Speight. Um er að ræða frumflutn- ing á verkinu sem Speight samdi 1990. Öll þessi verk verða flutt fyr- ir hlé. Eftir hlé flytur Amaldur Tilbrigði við jómfra eftir Kjartan Ólafsson, samið 1984, Hvaðan kemur lognið? eftir Karólínu Ei- ríksdóttur, sem hún samdi 1990, og Toccötu eftir Þorstein Hauks- son, samið 1987. Tónleikamir hefj- ast kl. 20.30. BHdge Einhver sterkasta sveitakeppni sem haldin er í Bretlandi á hverju ári er Lederer-minningarmótið. Það var haldið dagana 31. október til 1. nóvember sl. Þetta spil kom fyrir í einum leiknum í keppninni og sami samningur spilaður á báöum borð- um. Sagnhafi fékk 13 slagi á öðra borðanna en var 3 niður á hinu! Hvemig gat það gerst? * 986 f ÁDG7532 * G7 ♦ - * ÁG65 ♦ K10953 * D10742 * 104 * ÁKD43 4- ÁG2 * 983 N V A S f K * 1098652 •f D8764 * K Á öðru borðanna sögðu AV sig upp í 6 spaða eftir hindranaropnun suðurs á þremur hjörtum. Útspilið var tromp og sagnhafi var ekki i vandræðum með að taka 13 slagi. Ef útspilið er lauf veit sagnhafi að hann getur ekki spilað hjarta til þess að ná svíningu í tromplitnum og verður að leggja niður spaðaás- inn í öðram slag! Sagnir gengu þannig á hinu borðinu: Suður Vestur Norður Austur Fawc. Robson Liggins Zia 2 -f 3 f pass 4 grönd pass 5 grönd pass 6 f p/h Tveggja tígla opnun suðurs lýsti annaðhvort veikri hendi með hjarta - eða tígul. Fimm granda svar Rob- sons sýndi 2 ása af fimm, tromp- drottningu og eyðu til hliðar. Norður gerði vel í því að hitta á lauf út. Robson drap strax á ásinn og var sannfærður um að suður hefði átt veika hindrun með tígul í upp- hafi. Hann spilaði því hjarta á ásinn og veröldin hrundi. Andstæðingarn- ir víxltrompuðu 4 næstu slagi! ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.