Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1999, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1999, Blaðsíða 33
I>V ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1999 37 Kristölluö hveramynd á Mokka eftir Harald Karlsson. Kristallaðar hveramyndir og hljóðverk í gær hófst sýning Haralds Karlssonar á Mokka. Þar sýnir hann kristallaðar hveramyndir, unnar úr íslenskum hveraefnum. Á sýningunni er einnig að Fmna hljóðverk sem unnið er út frá hveramyndunum og hlusta má í heymartólum. Haraldur fór utan til náms og hafði með sér 60 kíló hveraefna frá íslandi. Þar dvaldist hann nokkra vetur. Hann notaði timann til að rannsókna og til- rauna á hveraefnunum og hafði sér til stuðnings alþjóðlega kenn- ara og vísindamenn. Sýningar Rétt fyrir jól 1997 kom Haraldur heim með nokkrar myndir, hljóð- snældur og dularfullan vökva í krukku i farteskinu. Honum hafði tekist að vinna úr hveraefnunum brúnleitan vökva sem hefur þann eiginleika að breyta um liti og kristallast. Þessi vökvi, eða réttara sagt kristalsmálning, hefur góða viðloðunareiginleika á pappír, tré og stein og er næmur á hita-, ljós- og rakabreytingingar sem valda litabreytingunum. Á þessari sýningu eru litlar stúdíur á hveraefnunum í mynd og hljóði. Myndirnar eru smáar og fullar af náttúrulegum tvívíð- um og þrivíðum smáatriðum. Hljóðin eru stutt og unnin úr lög- un og litarfari myndanna. Form og lögun myndanna stýrir tón- hæðinni og birtumagnið stýrir hljóðstyrknum en litrofið stýrir staðsetningu hljóðsins milli hægri og vinstri hátalara. Felix Bergsson, höfundur verksins og eini leikarinn. Hinn fullkomni jafningi I íslensku óperunni er verið að sýna á vegum leikhópsins Á sen- unni Hinn fullkomna' jafninga eftir Felix Bergsson sem jafnframt er eini leikarinn i verkinu. Felix hefur sagt í viðtali að kveikjan að verkinu hafi verið sú að hann hafi langað til að skrifa um líf samkynhneigðra karlmanna, verk sem sprottið væri úr veruleikanum og veitti fólki sýn í heim homma í Reykjavík. Leikhús Felix leikur fimm persónur í leik- ritinu sem eru hver öðrum ólíkari - eiga það eitt sameiginlegt að vera hommar. Aðalpersónan er Ari Finnsson sem í upphafi er að undir- búa matarboð sem hann bindur verulega vonir við. Á milli þess sem hann er á fullu í undirbúningnum hringja vinir hans, sem eru Stein- þór, framagjam lögfræðingur, og Ásgeir, HlV-smitaður hommi sem kallaður er Ásta frænka. Einnig koma við sögu Máni, sem ákveður að yfirgefa fósturjörðina, og matar- gesturinn Albert sem Ari væntir svo mikils af. Næsta sýning á Hin- um fullkomna jafninga er á fimmtu- dagskvöld. Poulenc-hátíð í Iðnó: Ljóðaflokkar og önnur skemmti- leg tónlist Poulenc-hátíðinni, sem hófst í Iðnó fyrir viku, verður framhaldið í kvöld kl. 20.30. Meðal þess sem flutt verður eru tveir ljóðaflokkar, Banalités og Coardes. Banalités er saminn fyrir sópran og píanó og er eitt þekktasta verk sinnar tegundar og er mikið flutt verk. Flokkurinn samanstendur af skemmtilegum lögum, þar á meðal er lag sem nefnt hefur verið letilegasta lag sem samið hefur verið. Lagið fjallar um persónu sem nennir ekki að vinna. Cocardes er saminn fyrir sópran, fiðlu, kornett, básúnu, bassatrommu og þríhorn. Önnur verk á tónleikunum eru Elégie fyrir horn og píanó, Sarabande fyrir gítar, Villanelle fyrir pikkolóflautu og píanó, Sónata fyrir flautu og píanó og Sónata fyrir hom, trompet og básúnu. Skemmtanir Flytjendur á tónleikunum i kvöld eru Þórann Guðmundsdóttir, sópran, Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari, Emil Friðfinnsson homleikari, Einar St. Jónsson, sem leikur á trompet, Sigurður Þor- bergsson á básúnu, Bryndís Pálsdóttir á fiðlu, Steef van Oosterhout slagverksleikari, Kristinn H. Árna- son gítarleikari, Miklos Dalmay píanóleikari og Kristinn Örn Kristinsson sem leikur á píanó. Þórunn Guðmundsdöttir söngkona og Kristinn Örn Kristins- son píanóleikari eru meðal þeirra listamanna sem koma fram í Iðnó í kvöld. Veðrið í dag Snjókoma á Norðurlandi Skammt út af Suðausturlandi er allmikil 962 mb. lægð sem þokast norðaustur. í dag gengur í norðan- og norðvest- an hvassviðri eða storm meö slyddu eða snjókomu sunnan- og vestan- lands en hæg suðaustlæg eða breyti- leg átt og rigning eða súld verður á Norður- og Austurlandi. Allhvöss norðvestan- og vestanátt með snjó- komu á Norðurlandi seinna í dag en léttir til suðaustanlands. Hægari vindur og él sunnan- og vestanlands í kvöld og kólnar um land allt. Á höfuðborgarsvæðinu gengur í norðvestanhvassviðri með slyddu eða snjókomu en hægari vindur og él með kvöldinu. Kólnar í veðri og frost 1 til 4 stig seint í kvöld. Sólarlag í Reykjavík: 16.13 Sólarupprás á morgun: 10.58 Síðdegisflóð í Reykjavík: 14.55 Árdegisflóð á morgun: 03.43 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri Bergsstaóir Bolungarvík Egilsstaöir Kirkjubœjarkl. Keflavíkurflv. Raufarhöfn Reykjavík Stórhöföi Bergen Helsinki Kaupmhöfn Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Þrándheimur Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Dublin Halifax Frankfurt Glasgow Hamborg Jan Mayen London Lúxemborg Mallorca Montreal Narssarssuaq New York Orlando París Róm Vín Washington Winnipeg rigning 1 alskýjaö 2 slydduél 2 2 léttskýjaö 2 slydda 3 þokumóöa 4 slydduél 2 skúr 3 heiöskírt -5 snjókoma -6 snjókoma -2 alskýjaö -9 -6 rigning á síö.kls. 4 léttskýjaö -6 skýjaö 9 haglél á síó.kls. -1 heiöskírt 1 snjókoma -1 alskýjaö -12 rigning 5 heiöskírt -8 hálfskýjaö -1 slydda 2 snjókoma -1 snjókoma 0 alskýjaö -0 skýjaö -5 hálfskýjaö 1 þoka -19 heiöskírt -15 alskýjaö -3 heiöskírt 8 þoka í grennd -3 skýjaö 11 alskýjaö 1 alskýjaö 0 heiöskírt -33 Slæm færð á Hellisheiði Slæmt ferðaveður er á Hellisheiði og í Þrengslum vegna snjókomu og skafrennings. Ófært er um Fróðárheiði vegna veðurs en að mestu sæmileg færð á Snæfellsnesi. Á Vestfjörðum er þungfært um Færð á vegum Steingrímsfjarðarheiði og snjókoma og hálka í Djúpinu og flughált á Óshlíð. Á Norðausturlandi og Austurlandi er víða flughált. Að öðru leyti eru veg- ir færir. Emma Fleming Litla stúlkan á mynd- inni, sem fengið hefur nafnið Emma Fleming, fæddist á Doctors Hospi- tal Sarasota 29. október Barn dagsins síðastliðinn kl. 13.54. Hún var við fæðingu 4171 gramm og 57 sentímetrar. Foreldrar hennar eru Vera Ýr Fleming (Pálma- dóttir) og John Fleming. Heimili fjölskyldunnar er í Sarasota, Flórída. dagsöjS> í Gene Hackman leikur gamal- reyndan njósnara Óvinur ríkisins Sam-bíóin sýna spennumyndina Enemy of the State. Um er að ræða nokkuð flókna og hraða mynd þar sem segir frá bellibrögðum ríkis- stjórnar til að klína á saklausan mann morði á þingmanni. Sakleys- inginn, sem er lögfræðingurinn Robert Clayton Dean (Will Smith), var á hraðri leið upp metorðastig- ann þegar hann var á röngum stað á röngum tíma og verður því til- valinn blóraböggull fyrir leyni- þjónustustuforingjann Thomas Brian Reynolds (Jon Voight) sem þarf að fela eigin skítverk. Eina von Claytons um að hreinsa nafn sitt liggur í hjálp frá dularfull- Kvikmyndir um manni sem gengu undir nafninu Brill (Gene Hack- man) og þekkir alla leynilegu þræðina í Washington. Auk þeirra Will Smith, Gene Hackman og Jon Voight, sem eru i stærstu hlutverkunum, leikur fjöldi þekktra leikara í myndinni, má þar nefna Reginu King, Loren Dean, Gabriel Byme, Tom Sizemore, Lisa Bonet, Ian Hart og Jake Busey. Nýjar myndir f kvilunyndahúsum: Bíóhöllin: Practical Magic Bíóborgin: Enemy of the State Háskólabíó: The Prince of Egypt Háskólabíó: Tímaþjófurinn Kringlubíó: Star Kid Laugarásbíó: Odd Couple II Regnboginn: Rounders Stjörnubió: Blóðsugur Krossgátan 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 Lárétt: 1 mánuður, 8 þjást, 9 upp- haf, 10 kapp, 11 fluga, 13 grind, 15 glöð, 17 þegar, 18 lokaði, 20 barði, 22 fugl, 24 frjó, 25 karlmannsnafn. Lóðrétt: 1 stangir, 2 gægist, 3 elleg- ar, 4 staur, 5 stafs, 6 kveinstafi, 7 bardagi, 12 ágeng, 14 ferill, 16 kraft- ur, 17 hestur, 19 espi, 21 svik, 23 hætta. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 völtum 8 erjar, 9 ei, 10 rjól, 12 tin, 13 kaðals, 15 óðu, 16 ríku 18 tarína, 21 tros, 22 ala. Lóðrétt: 1 verk, 2 ör, 3 ljóður, 4 tal- ar, 6 meið, 7 vinnu, 11 jaðar, 14 lína, 15 ótt, 17 kal, 19 ís, 20 na. Gengið Almennt gengi LÍ12. 01. 1999 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 69,860 70,220 69,750 Pund 113,860 114,440 116,740 Kan. dollar 46,350 46,630 45,010 Dönsk kr. 10,7860 10,8460 10,9100 Norsk kr 9,3740 9,4250 9,1260 Sænsk kr. 8,8490 8,8980 8,6450 Fi. mark 13,4980 13,5790 13,6540 Fra. franki 12,2340 12,3080 12,3810 Belg. franki 1,9894 2,0014 2,0129 Sviss. franki 49,9300 50,2100 50,7800 Holl. gyllini 36,4200 36,6400 36,8500 Þýskt mark 41,0300 41,2800 41,5000 it. líra 0,041450 0,04170 0,041930 Aust. sch. 5,8320 5,8670 5,9020 Port. escudo 0,4003 0,4027 0,4051 Spá. peseti 0,4823 0,4852 0,4880 Jap. yen 0,620400 0,62420 0,600100 írskt pund 101,900 102,510 102,990 S0R 97,710000 98,30000 97,780000 ECU 80,2500 80,7300 81,5700 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.