Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1999, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999 7 py________________________________________________________________________________________Fréttir Meintar falsaðar myndir í eigu Kjarvalsstaða og Listasafns íslands: Eigendasaga ekki skoðuð Kjarvalsstaðir og Listasafn ís- lands skoðuðu ekki eigendasögu þeirra málverka sem keypt voru fyrir söfnin eftir því sem best er vitað og eru nú til rannsóknar hjá Ríkislögreglustjóra. Þetta staðfesta forstöðumenn safnanna tveggja en ítrekuðu að verkin, sem nú eru til rannsóknar, voru ekki keypt meðan þeir voru forstöðumenn. Ólafur Kvaran, forstöðumaður Listasafns íslands, sagði ólíklegt eftir hans vitund að Kjarvalsteikn- ing, sem grunur léki á að væri fölsuð, hefði verið skoðuð sérstak- lega með tilliti til eigendasögu. „Ég veit ekki hvernig staðið var að þeim kaupum. Á þeim tíma ríkti trúnaður milli kaupanda og selj- anda. Ég á erfitt með að svara þessu en mér finnst ólíklegt að eigendasaga hafi verið skoðuð við Ellefu myndir í eigu Kjarvalsstaða eru hugsanlega falsaðar. kaup á málverkinu," sagði Ólafur. Hann sagði að í dag væri það regla að skoða eigendasögu verkanna. x Eiríkur Þorláksson, forstöðu- maður Kjarvalsstaða, sagði að ell- efu málverk sem væru í eigu Lista- safns Reykjavíkur, sem rekur Kjar- valsstaði, væru til rannsóknar hjá Ríkislögreglustjóra vegna gruns um að þau væru folsuð. „Ég get ekkert sagt um það hvort eigenda- sagan hafi verið skoðuð, þetta var fyrir mína tíð í safninu að þessi málverk voru keypt,“ sagði Eirík- ur. 30 málverk rannsökuð Arnar Jensson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn hjá Ríkislögreglu- stjóra, sagði að u.þ.b. 35 málverk væru til rann- sóknar hjá Ríkis- lögreglustjóra þar sem grunur léki á um að þau væru fólsuð. Þrjár myndir væru í dómi í málverkafolsun- armálinu sk. og lögregla hefði rannsakað nokk- uð af grunsamlegum myndum sjálf. Hann sagði að öll málverkin hefðu á Eiríkur Þorláksson, forstöðu- maður Kjarvalsstaða. einn eða annan hátt farið í gegnum Gall- erí Borg að tveimur undanskildum sem seld voru hjá danska uppboðsfyr- irtækinu Bruun Rasmussen. Eiríkur Þorláks- son sagði að kært hefði verið vegna umræddra mál- verka Kjarvals- staða í júní 1997 og mikið af myndun- um hefði verið keypt á uppboðum hjá Gallerí Borg. Hann sagði mikil- vægt að bæta sið- ferði í sölumálum málverka, eink- um hvað varðaði eigendasögu. -hb Tölvuhökkun í Garðaskóla: Málið upplýst að hluta til Tölvuhakkarar réðust inn á heimasíðu Garðaskóla í Garða- bæ á síðasta hausti og ollu þar miklum usla. Skólastjórinn, Gunnlaugur Sigurðsson, ákvað að kæra verknaðinn til lög- reglu. Ríkislögreglan fékk síð- an heimild Hæstaréttar til að fá uppgefnar upplýsingar hjá netþjónustufyrirtækinu Is- landia Internet ehf., sem var timamótaákvörðun. Málið er flókið að sögn Arn- ars Jenssonar, deildarstjóra hjá RL, en upplýst að hluta til. „Ungt fólk í þessum skóla hef- ur verið yfirheyrt en það liggur ekki enn þá fyrir niðurstaða í þesari rannsókn," sagði Arnar í gær. Hann segir að rannsókn haldi áfram en málið sé tals- vert snúið. Að hluta til er mál- ið upplýst. Fyrir liggur játning ungra nemenda við skólann en ljóst að fleiri komu að verki, tveir eða jafnvel fleiri, sem skemmdu heimasíðuna og settu inn á hana klám og ýms- an ófögnuð. -JBP Úrklippa af frétt DV í september. Garðaskóli: Hakkarð setti klám á vefiiin Heíœaslðu Garöastóla i Goröaba? rar Wað um hásfcgíð i psr. Tðte- tekkari taffi teoust ínn í tMam seínS a suœ>uda|sskv(*Síft og sets ínn talsvert aí svæsnuro bankulakum klínunyndum. œm ungliBgaWtaí. ItnMtdS yar augliöshsa Akí við hæfi bama þ»r »em um var ab rrpite fólk i aunibnnn. Ounnlaiusur Sig urössíjn. stóisssjðrí Garöaskók, vissi ekkí af klteijitu sem sett baffl wrið inn 4 sfflmat isepr DV haHii sambami vid harnt ujd> úr háaki;í i g*r. en vart haffli oröib vi* innbrotib m u>«in séft aft íoraíftan haiði verift sksRtnd, haeftl meft t«ctum og MsistatnWti. „Smft er aivartegt má! et fana var sett inn kiám. eiM «g þi« segift taór* »«*« Guisnlaugur skéiastjðri. iiann haífti þá gol rftftsia&nir tU aft ioka teima- tfflmni tneftan hön vwi «tt upp aft MýjU. iwtfynrtirkið tóandia hM strax 1 aft reytta að rdkja tftlvuhakkar- ann. Málift var *t hilte skóittns k*rt tU Ríkiúftgregiustitea og fer tftlvu- glæpsdetidbt tMft málift. !>ar var þctg- ar fartft aft kanna máiíft. Klámmynoít bióstu vift þeim aetm tótu tnn á haittaMÍftu Oftrftftakftia i mftnudagsmorgun. Stuftmonnim •r vaentani»s VÍÖStMÍdfó- Ki Kjftrdæmai Sjálfstæöisflokkurinn, Norðurlandi eystra: Sex vilja I þriöja sætið DV, Akureyri: Sex einstaklingar hafa lýst yfir að þeir vilji vera i þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Norð- urlandi eystra fyrir kosningamar til Alþingis í vor en framboðslisti ílokksins í kjördæminu verður ákveðinn um næstu helgi. Halldór Blöndal samgönguráð- herra gefur áfram kost á sér í efsta sæti listans og Tómas Ingi Olrich alþingismaður í 2. sætið og er ekki reiknað með öðra en kjör- nefndin, sem verið hefur að störf- um að undanfórnu, muni leggja til að þeir skipi þau sæti. Svanhildur Árnadóttir, sem skipaði 3. sætið fyrir kosning- araar 1995, gefur ekki kost á sér aftur. Þeir sem hafa lýst yfír áhuga á að taka það sæti eru: Anna Þóra Baldurs- dóttir, Akureyri, Baldvin Baldvinsson, Torfunesi í S-Þingeyjarsýslu, Elín M. Hallgrímsdóttir, Ak- ureyri, Kristján Yngva- Halldór Blöndal mun leiða lista Sjálfstæðis- flokksins á Norðurlandi eystra. son, Skútustaðahreppi, Sig- urjón Benediktsson, Húsa- vík, og Soffía Gísladóttir, Húsavík. Kjörnefnd flokksins í kjördæminu mun skila fullmótuðum tillögum um skipan framboðslistans á kjördæmisþingi sem hald- ið verður í Hótel Reynihlíð i Mývatnssveit um næstu helgi og veröur þar gengið endanlega frá listanum. -gk Nýr sveitarstjóri í V-Eyjafjallahreppi DV. Eyjafjöllum: Guðjón Árnason hefur nýlega verið ráðinn sveit- arstjóri V-Eyjafjallahrepps og var hann valinn úr hópi þriggja umsækjenda. Guðjón er fæddur í Stóru Mörk í V-Eyjafjalla- hreppi. Hann er kennari að mennt og hefur búið á Hvolsvelli síðan 1972. Að sögn Guðjóns er þessa dag- ana verið að vinna að opn- Guðjón Árnason á skrifstofu sinni á Heima- landi. DV-mynd un skrifstofu fyrir sveitar- stjórann á Heimalandi. Áður voru oddvitar hreppsins með vinnuað- stöðu heima hjá sér. Hann segir að starfið leggist vel í sig en það taki að sjálf- sögðu sinn ttma að kom- ast inn í það. Fyrir utan að gegna starfi sveitar- stjóra kennir Guðjðn við barnaskólann að Heima- landi. -NH SKEIFUNN117 • 108 REYKJAVÍK SÍMI581-4515 • FAX 581-4510 f----- i Útsala — Útsala á öllum vörum Gólf- og veggflísar frá kr. 990 m2 Smiðjuvegi 4a — græn Hreinlætistæki — Blöndunartæki — Sturtuklefar — gata - sími 587-1885

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.