Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1999, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999 Utlönd Göran Persson: Sakna ekki Santers Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, mun ekki sakna Jacques Santers, forseta framkvæmdastjóm- ar Evrópusambandsins, neyðist sá 'síðamefndi til að segja af sér. Þetta sagði Persson í viðtali við sænsku fréttastofuna TT í gær. Forsætisráð- herrann vildi þó ekki tjá sig um þær fréttir frá Brassel að framkvæmda- stjómin myndi halda velli yrði gengið til atkvæða um vantrauststil- lögu gegn henni á Evrópuþinginu í dag. Persson og Santer hafa átt í hörðum bréfaskiptum vegna brott- reksturs endurskoðanda sem vakti athygli á spillingu innan fram- kvæmdastjómar Evrópusambands- ins. Sjálfur hótaði Santer í gær að fara frá yrðu atkvæði greidd um vantrauststillöguna í dag. Santer hyggst heldur ekki sitja áfram í embætti greiði Evrópuþingið at- kvæði með því að láta tvo starfs- menn framkvæmdastjómarinnar, Edith Cresson og Manuel Marin, víkja. Hann mun hafa hótað þessu á fundi á þriðjudagskvöld. í gær náöu tveir stærstu hópamir á Evrópuþinginu samkomulagi um að ekki yrði borin fram krafa um af- sagnir einstakra starfsmanna fram- kvæmdastjómarinnar. í staðinn Jacques Santer jók á spennuna með því að hóta afsögn. yrði mynduð nefnd sérfræðinga sem á að fylgjast með því að fram- kvæmdastjómin standi við loforð sín um að taka á spillingu. Santer styður þessa tillögu. Ekki er búist við allir 626 þing- manna Evrópuþingsins taki þátt í atkvæðagreiðslunni í dag. Því er talið að vantrauststillagan verði ekki samþykkt. Það er eins gott aö vera vel búinn þurfi maður aö sinna störfum utandyra í Moskvu, höfuöborg Rússlands, um þessar mundir. Konan sem hér sést sópa snjóinn af gangstétt kann svo sannarlega aö búa sig. Málflutningur gegn Clinton í dag: Repúblikanar vilja kalla vitni fýrir rétt Saksóknarar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings heija málflutning sinn í ríkisréttinum yfir Bill Clint- on forseta í dag, í fyrstu réttarhöld- um til embættismissis yfir sitjandi forseta síðan 1868. Henry Hyde, formaður dóms- málanefndar fulltrúadeildarinnar, hélt í gærkvöld áfram að þrýsta á um að vitni yrðu kölluð fyrir i rétt- arhöldunum sem fara fram í öld- ungadeild þingsins. Hann sagði fréttamönnum að saksóknararnir þrettán væra að ræða sín í milli um hvort kalla ætti Clinton sjálfan í vitnastúkuna. „Ég held að við höfúm allir áhuga á að heyra í forsetanum sem vitni," sagði Hyde. Starfsmenn Hvíta hússins sögðu ólíklegt að Clinton mundi bera vitni ótilneyddur og að ekki væri ljóst hvört öldungadeildin hefði völd til að skikka hann til að koma fyrir réttinn. Clinton tjáði sig um réttarhöldin í gær, í fyrsta skipti eftir aö þau hófust, og sagðist treysta því að öld- ungadeildin myndi gera þaö sem rétt væri. „Á meðan þarf ég að sinna starfi minu fyrir þjóðina," sagði Clinton.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.