Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1999, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999 enning Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir Ný verk Ásgerðar í dag verður opnuð sýning á níu nýjum verkum eftir Ás- gerði Búadóttur í Gallerí Ing- ólfsstræti 8. Ásgerður er einn af þekktustu myndlistar- mönnum þjóðarinnar, hefur sýnt víða um heim og á mörg verk á listasöfnum og í opin- berum byggingum hér heima og erlendis. Menningarverð- laun DV í myndlist hlaut hún strax 1982. Verk hennar eru frumleg og auðþekkjanleg, ofin úr ull, hrosshári og manngerðum þræði, eins kon- ar næloni. Ásgerður sýndi í Ingólfsstræti 8 árið 1995 þrett- án verk sem hún kallaði „stökur" og Edda Jónsdóttir, forstöðumaður gallerísins, sagði nýju verkin tilbrigði við þær. „Þetta eru fremur litlar myndir, um það bil 50x50 sm á stærð, og auðvitað ólíkar stóru veggmyndunum henn- ar, en afskaplega fallegar" segir Edda. Salurinn í Ingólfsstræti 8 er lítill, eins og kunnugir vita, og rými sem skapað er inn í ræður alltaf talsvert tniklu um verkin. „Fyrir mig er það viss ögrun eða áskorun að sýna í þessum sal,“ segir Ás- gerður. „Hann setur þér ákveðin skilyrði, krefst sam- vinnu og setur um leið vissar skorður sem eru af hinu góða: hlutfóll, rými, lýsing." Sýning Ásgerðar stendur til 14. febrúar og verður opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 14M8. I Þrykktækni í Kringlunni í dag var opnuð í Kringlunni sýning á graflk og grafíkvinnubrögðum. Listamennirnir Daði I Guðbjörnsson og Dröfn Friðfinnsdóttir sýna vinnuferil grafíkverka, allt frá því þrykkplatan i er unnin til fullgerðra verka. Sýningin verður í | sýningarrými Gallerís Foldar og Kringlunnar á annarri hæð gegnt Hagkaupi. : Átt þú mynd eftir Sölva Helgason? Þetta er orðsending til allra þeirra sem eiga : myndir efth- Sölva Helgason, inn og flakkarann sem uppi var á 19. öld. Á þessu ári er fyrirhuguö útgáfa á bók um myndlist Sölva og biður út- gefandinn, Ólafur Jónsson, alla sem luma á slíku góssi að láta sig vita bréflega í póst- hólf 7077, 127 Reykjavík, eða * símleiðis í númer 895 9852. Best væri ef viðkom- ; andi gæti sent mynd eða ljósrit af myndinni | sinni. Frost og funi í kvöld kl. 20.30 verður opnuð samsýning fimmtán listamanna í baksal Gallerís Foldar, Rauðarárstíg 14. Sýningin ber nafnið Frost og funi og þeir sem taka þátt í henni eru Brynhild- ur Ósk Gísladóttir, Daði Guðbjömsson, Dröfn Friðfinnsdóttir, Elín G. Jóhannsdóttir, Erla Þórarinsdóttir, Gunnar Þorbjörn Jónsson, Gunnella, Jón Thor Gíslason, Jón Reykdal, Katrín H. Ágústsdóttir, Ólöf Kjaran, Sara Vil- bergsdóttir, Soffia Sæmundsdóttir, Unnur Jór- unn Birgisdóttir og Þorbjörg Pálsdóttir. Sýningin stendur til 31. janúar. Sigrún Eðvaldsdóttir og Snorri Sigfús Birgisson: Það hlýtur að vera draumur hvers tónskálds að láta slíka listamenn flytja verk sín. Speglar samtím- ans að hætta 1 í.;: I r; I 1 I I I I 1 Enn á ný eru Myrkir músíkdagar komnir á fulla ferð, hin árlega upp- skeruhátíð is- lenskra tónskálda. Á mánudagskvöld spiluðu Sigrún Eð- valdsdóttir og Snorri Sigfús Birg- isson undir merkj- um hennar í Saln- um verk eftir Misti Þorkelsdóttur, Þórð Magnússon, Finn Torfa Stefánsson, Atla Heimi Sveins- son, Kjartan ÓMs- son og Þorkel Sigur- björnsson. Af þess- um 6 verkum voru þrír frumflutningar og einn frumflutn- ingur á íslandi. Það er satt að segja langt því frá vandalaust að með- taka og melta svo mörg „ný“ verk á einu kvöldi. Koma svo heim með koll- inn úttroðinn og hálfúrbræddan af einskærri einbeitingu, setjast niður og dæma verkin eftir eina hlustun - sem mér hefur ávallt fundist ósanngjarnt gagnvart tónskáldunum sem lagt hafa ómælda vinnu í verkin og sál sína að veði. Sá siður hefur þó verið stundaður í aldaraðir og ótal verk sem við elskum í dag voru jörðuð við frumflutning - og kannski eru þau enn fleiri sem var hælt i hástert en eru okkur löngu gleymd og grafin. (Hvað getum við lært af þvi? Jú, aldrei taka mark á gagnrýnendum!) En öll verkin sem þau Sigrún og Snorri léku voru í meðfórum þeirra hin áhugaverðustu og vel þess virði að gefa sjéns í aðra hlustun. Af einhverjum ástæðum hafði ég búist við ljúfri og sicilienskri „Cesiliönu" eftir Misti frá 1990 en að finna einhver tengsl þar á miUi væri sennilega of langsótt. Verkið er nosturslega samansett með skemmtilegum Tónlist Arndís Björk Ásgeirsdóttir dansköflum í bland og var leikið af miklum tilfinningahita. Þættir eftir Finn Torfa Stef- ánsson var fyrsti frumflutningur kvöldsins. Verkið er í tveimur köflum og gefur fögur fyrirheit með ljúflegri byrjun og flæðandi línu fiðlunnar en einhvém veginn missti ég nú þráðinn þegar á leið þáttinn sem fyrir mér virkaði heldur stefnulaus. Annar þátt- urinn var mun áhugaverðari með skemmti- legum hrynmótífum sem Sigrún og Snorri léku sér að. Þórður Magnússon er sennilega yngsta tónskáldið sem á verk á hátíðinni. Hann hefur á síðustu misserum stundað nám í tónsmíðum í París þar sem verkið Trois pieces var samið á síðasta ári. Þrír þætt- ir verksins, sem eru stuttir og hnitmiðaðir og mynda saman ágæta heild, voru sér- lega vel fluttir. Helst ber að nefna annan þáttinn sem krefst ná- kvæmrar samstilling- ar flytjenda. THOR eftir Atla Heimi Sveinsson er samið fyrir Thor Vilhjálms- son og hafði aldrei áður verið flutt í frumgerð sinni. Atli segir um verkið, sem er í þremur stuttum þáttum, að það sé skrifað i augna- bliksinnblæstri; verk- ið er barn síns tíma með strengjaplokki og fifferíi og Snorra hálf- an inni í hljóðfærinu en útkoman varð hin skemmtilegasta, sér- staklega annar þáttur- inn sem tónskálið seg- ir að megi kalla skertsódans. Mónetta Kjart- ans Ólafssonar var að sama skapi vel flutt og marga virkilega fallega kafla þar að finna sem hefði kannski mátt gera meira við. Síðust á efnisskránni var svo G-svíta Þorkels Sigurbjörns- sonar sem er orðin gamall kunningi og gott dæmi um verk sem verður betra og betra við hverja hlustun - enda var flutningurinn á mánudagskvöldið hreint frá- bær. Þau Sigrún og Snorri eru úrvals listamenn og ná einkar vel saman; það hlýtur að vera draumur hvers tón- skálds að fá verkin sín flutt eins vel og þau gerðu á þessum tónleik- um. Sýningunni „80/90 Speglar samtímans" í Listasafni íslands lýkur á sunnudaginn. Þar eru til sýnis valin verk frá síðustu tveimur áratugum úr eigu Museet for samtidskunst í Ósló, og er áhersla lögð á umskiptin sem hafa átt sér stað í myndlistinni á þeim tíma. Aldrei hafa áður verið saman komin hér á landi verk eft- ir jafnmarga heimsþekkta mynd- listarmenn úr samtímanum og á þessari sýningu sem gefúr víð- tæka mynd af fjölbreytileika sam- tímalistarinnar. Margir listamennirnir beita ljósmyndatækni, meðal annars Andres Serrano sem á meðfylgj- andi mynd. Hún heitir „Nomads (Bertha)" eða Hirðingjar (Bertha) og fegrar skemmtilega við- fangsefni sitt. „Upphafning og minnisvarðastell- ing hennar dregrn- fram ákveðin lík- indi með „Bert- hu“ og portrettum þjóðhöfðingja," sagði Anna Sigríð- ur Einarsdóttir í umsögn um sýn- inguna í DV. Á sýningunni er einnig fjöldi rýmisverka og málverka sem mörg hver eru verulega áhrifa- mikil og spyrja nærgöngulla spurninga um hvað felst í því að vera nútímamað- ur í lok þessa ár- þúsunds. Listasafn ís- Flökkukonunni Berthu er stillt upp eins og þjóð- lands er opið kl. höfðingja á mynd Serranos. Hún er ein fjölmargra 11-17 alla daga verka á sýningunni Speglum samtímans sem nú er nema mánudaga. að Ijúka í Listasafni íslands. Leifur í Boston „Ég reyni á hverjum tónleikum að hafa með tónskáld frá landi þar sem okkur dettur ekki í hug að nokkur tónlist þrífist. Ég meina, hvað vitum við um tónlist í Júgóslavíu, Montenegro eða íslandi?" ' Sá sem þannig spyr í viðtali við Boston Her- ald er Gunther Schuller, tónskáld og hljóm- sveitarstjóri, sem á sunnu- daginn var stjórnaði Pro Arte Chamber Orchestra þegar hún flutti verkið „A Kypros" eftir Leif Þórarins- son í Sanders-leikhúsinu í Boston í Bandaríkjunum. „Fólk fer yfirleitt að flissa þegar ég segist hafa verið að stjórna á íslandi," bætir Schuuer vio, „og neia- ur að þar sé ekkert nema eldfjöll og jöklar, en í raun og veru er gróskumikil menning þar.“ í umsögn um tónleikana í The Boston Globe á mánudag segir Richard Dyer að verk Leifs sé ástarjátning til eyjarinnar Kýpur og samið und- ir áhrifum 12. aldar veggmálverka sem hann skoðaði þar. „Verkið er tært og vefur þess gagn- sær svo að af ber,“ segir hann, „tónlistin ber vott um góða tækni, ímyndunarafl, fjölbreytta hæfileika og þrótt. Tónn þess virðist brúa tvo afar ólika menningarheima. Það stefnir á áfangastað af einbeitni en býr einnig yfir suð- rænni hlýju og gnótt, jafnvel ástríöu." Og Dyer er svo ánægður með verkið og flutninginn að hann langar til að heyra meira eftir Leif. íslenska einsöngslagið erlendis Hinn einstæði náttúrukraftur sem ber heitið Judith Gans birtir í nýju hefti bandaríska tímaritsins The Joumal of Singing langa grein um íslenska einsöngslagið með dæmum - eina ítarlegustu gi'ein sem komið hefur á prenti um þetta fyr- irbæri. Þar drepur hún á sögu Is- lands, tungumálið og skáldskap- arlistina en meginefni greinar- innar er um tónskáldin og lögin þeirra. The Joumal of Singing er eina fræðiritið sinnar tegundar í Bandaríkjunum og nýtur mikill- ar virðingar. Því er dreift í um það bil 6000 eintökum sem flest fara til söngkennara og prófessora í tónlist. Næsta verkefni Judithar er að fá birt á nótum úrval af íslenskum ein- söngslögum í Bandaríkjunum ásamt þýð- ingum á ljóðunum og hljóðritunum á fslenska textanum. En það næsta sem við fáum beinlín- is að heyra til hennar er hljómdiskur sem hún tók upp með Jónasi Ingimundarsyni á síðasta ári og er væntanlegur á markað í apríl í vor. Uppskeruhátíð hafin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.