Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1999, Blaðsíða 28
fcr 28 FIMMTUDAGUR 14. JANUAR 1999 nn Ummæli asamur meirihluti Allt þetta tal um meiri- hluta Sjálfstæðis- flokksins held ég sé út í loftið, kjördæmaskip- anin hreinlega leyfir það ekki.“ Geir H. Haarde fjármálaráö- herra, í DV. f Erum góðir strákar „Okkur finnst þetta leiðin- legt mál í heildina. Við viljum ekki standa í svona. Við erum góðir strákar og megum ekk- ert illt sjá.“ Jón Gnarr, annar Tvíhöfda, en þeir hafa veriö kærðir fyrir að standa fyrir óspekt- um á Alþingi, í Degi. Hæstiréttur og kvótinn „Ég kaupi ekki þær rök- semdir, sem for- sætisráðherra og raunar fleiri ráð- herrar hafa bent á, að Hæstirétt- ur skilji ekki muninn á veiði- heimild og veiðileyfi." Bryndís Hlöðversdóttir alþingismaður, í Degi. Myndlist og matur „Það er í raun hlægilegt að bjóða upp á sýningar á önd- vegisverkum þjóðarinnar og geta sagt: Rúgbrauðslykt á þriðjudögum og vínarbrauð á miðvikudögum." Haraldur Ingi Haraldsson, forstöðum. Listasafns Akur- eyrar, um sambýli listar og matargerðar, í Degi. Vandræðin hjá vinstrimönnum „Við græðum á vandræða- ganginum hjá vinstrimönnum að ná saman lista.“ Pétur Blöndal al- þingismaður, um yfirburði sjálf- stæðismanna í skoðanakönn- un, í DV. Eymavæn ópera „Ég myndi segja að þetta væri eyrnavæn ópera. Tónlist- in verður frekar hæg og ein- föld svo textinn komist til skila. Það vill oft brenna við þegar hljómsveitin er of flókin að maður heyri ekki tónana fyrir hávaðanum, svona eins og maður sér ekki trén fyrir skóginum." Sigurður Sævarsson tón- skáld, um óperu sem hann er með í smíðum, í Degi. I Björgunarsveitir á Norðurlandi vestra SVFI, ^ Skagaströnd |_ Asvfí Jlt VFÍ Sauðárkróki Hjálparsvelt skáta, SVFI Blönduósi Hofsósi „ ■ < - Ú Flugbjörgunarsveitin, Varmahlíð —1 Hvammstangi jsN 1 jÆ 1—1 Flugbjörgunarsveitin, * -.i* Laugarbakka Jóhann Möller knattspyrnumaður: Gat valið milli átta félaga „Ég gat valið milli margra fé- laga, það voru ein átta búin að hafa samband við mig en niður- staða mín varð að ganga til liðs við íslandsmeistara ÍBV. Ég skrif- aði undir þriggja ára samning við þá í síðasta mánuði og byrja svo að æfa með þeim af full- um krafti þegar ég kem suður,“ sagði Jóhann Möller, knattspymumað- ur á Siglufirði. Jóhann átti mjög gott keppnis- tímabil með KS á Siglufirði i sum- ar, skoraði þá 15 mörk í 20 leikjum í 2. deildinni og bikarkeppninni og átti öðmm fremur þátt í ágætu gengi liðsins sem þó var ekki spáð miklum árangri fyrirfram. Eins og að líkum lætur er Jóhann skæður sóknarmaður og markheppinn. Það er vafalaust ástæðan fyrir að úrvaldsdeildarliðin fóru að sýna honum áhuga á liðnu sumri. Það er vissulega ánægjulegt að efnileg- ir leikmenn úr neðri deildunum skuli verða eftirsóttir af bestu fé- lögum landsins og segir eflaust eitthvað um getu þeirra. „Ég er búinn að vera í fótbolta frá því ég man eftir mér og spilaði í öllum flokkum með KS. Ég byrj- aði í meistaraflokki haustið ‘95, þá 16 ára gamall, og er nú búinn að spila 115 meistaraflokksleiki, hef ekki misst úr leik á þessum tíma. Ég hef aðeins einu sinni lent í meiðslum en þau voru ekki alvar- leg og líka hittist þannig á að það kom hlé á mótinu þannig að ég náði mér á meðan. Undanfarna vetur hef ég stundað nám við Fjöl- brautaskólann á Sauðárkróki og stefni á að ljúka stúdentsprófi í vor. Vegna fótboltans verð ég í Reykjavík eftir áramótin og tek nokkur fög í skóla þar. í Reykjavík hitti ég hluta að Vestmanna- eyjaliðinu sem er þar í námi og af fleiri ástæðum. Liðið æfir því i tvennu lagi en hittist svo um helgar og þá verða ef- laust æfingaleikir þegar nær dregur keppnistímabilinu en mér skilst að deildarbikarinn byrji um miðjan mars,“ sagði Jó- hann. Aðspurður hvers vegna Vestmanna- eyjaliðið hefði orðið fyrir valinu sagði Jóhann: Ég held að það sé mjög vel staðið að málum kringum knatt- spyrnuna í Eyjum og auk þess eru þeir með ágæt- an þjálfara. Svo taldi ég þetta ein- faldlega besta kostinn DV-mynd Örn Maður dagsins fyrir mig knattspyrnulega séð, markmið mitt er að ná langt í bolt- anum en hvað langt verður fram- tíðin að skera úr um.“ -Ö.Þ. Sigurður A. Magnússon. Upplestur í í dag verður upplestur í Listasafni Kópavogs, Gerð- arsafni. Gestir Ritlistarhópsins að þessu sinni verða Sigurður A. Magnússon og Sigur- björn Einarsson biskup. Sigurður les úr ævisögu um Sigurbjörn Einarsson. Gerðarsafni Sigurbjöm Einarsson bisk- up er kom út árið 1988. Síð- an mun Sigur- bjöm lesa úr eigin verkum. Dagskráin stendur frá kl. 17-18. Að- gangur er ókeypis og allir velkomnir. Bókmenntir Myndgátan Kviðuggi Myndgátan hér að ofan lýsir hvorugkynsorði. Jóhann Sigurð- arson leikur blaða- mann- inn. Abel Snorko býr einn í kvöld sýnir Þjóðleikhúsiö á Litla sviðinu Abel Snorko býr einn eftir franska leikritahöfund- inn Eric-Emmanuel Schmitt sem er eitt vinsælasta leikskáld Frakka um þessar mundir. Leik- ritið var frumsýnt í París fyrir tveimur ámm. Sýningin naut gíf- urlegra vinsælda og verkið hefur síðan verið sýnt í fjölda leikhúsa, bæði innan og utan Evrópu. Leik- ritið fjallar um ástina og það verk- efni sem allir þurfa að takast á við með einum eða öðrum hætti; það að eiga samskipti við aðra. Abel Snorko, heimsfrægur nóbelsverð- launahafi i bókmenntum, ákveður að veita blaðamanni viðtal á eyj- unni þar sem hann býr einn, fjarri heimsins glaumi. Fundur þessara bláókunnugu manna verður upphafið að óvæntu og mögnuðu uppgjöri. Leikhús Leikendur eru Arnar Jónsson og Jóhann Sigurðarson. Leikstjóri er Melkorka Tekla Ólafsdóttir og þreytir hún með þessu verki frumraun sína í Þjóðleikhúsinu. Franski leikritahöfundurinn Erie- Emmanuel Schmitt hefur undan- farin fimm ár átt fádæma vinsæld- um að fagna fyrir heimspekileg leikrit sín, bæði í heimalandi sínu sem og víðs vegar um heiminn. Árið 1993 sló leikrit hans Le Visiteur rækilega í gegn í París. Leikritið fékk þrenn Moliere-verð- laun, ein eftirsóttustu leiklistar- verðlaun Frakklands. Bridge Sigurbjörn Haraldsson og Guð- mundur Halldórsson voru meðal efstu para í butler-útreikningi á al- þjóðlegu sveitakeppnismóti yngri spilara f Hollandi sem spilað var 5.-8. janúar síðastliðnum. Sigurbjörn og Guðmundur höfnuðu í fimmta sæti af rúmlega 80 pörum og voru reyndar lengi vel í baráttu um efsta sætið. Butlerút- reikningur var mögulegur vegna þess að sömu spil voru spiluð í öll- um leikjunum á mótinu. Þátttökuþjóðir voru 21 tals- ins en liðin voru alls 24 (3 frá Hollandi og 2 frá Bandaríkjunum). Þeir Sigurbjörn og Guðmundur skor- uðu vel í þessu spili í butlersaman- burðinum. Sex tíglar eru óhnekkj- andi á hendur AV og reyndar voru það margir sem náðu þeim samn- ingi. Sex hjörtu má einnig standa, ef vörnin tekur ekki stungu í tígullitn- um. Guðmundur fann hins vegar hugmyndaríka opnunarsögn á hendi norðurs sem hitti beint í mark. * 8 44 K972 ♦ D108643 * Á9 Norður gjafari og AV á hættu: Norður Austur Suður Vestur 4 4 pass pass pass Andstæðingamir í þessu spili voru Hvítrússar og hvorugur þeirra taldi sig geta komið inn á opnunarsögn Guðmundar. Til að bæta gráu ofan á svart þá mistókst andstöðunni að hnekkja þessum samningi en til þess þurfti hún að taka stungu í laufi. ísak Örn Sigurðsson 4 G74 «4 ÁD85 4 ÁKG72 * 5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.