Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1999, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1999 Fréttir Stuttar fréttir i>v íbúöalánasjóður nær ekki sambandi viö bankana: Hundruð íbúða fastar - fasteignasalar segja ástandið ekki geta varaö lengur íbúðalánasjóður nær ekki bein- línusambandi við bankana og ekki er fyrirséð með vissu hvenær þessi fyrirtæki ná saman. Fasteignasalar voru órólegir i gær og formaður þeirra, Jón Guðmundsson, sagði að þetta ástand gæti ekki varað miklu lengur. Gera má ráð fyrir að um 400 íbúðir séu fastar í „pípunum" ef svo má segja. Einnig eru í vinnslu um- sóknir síðan fyrir áramót sem blandast saman við annað, en verða afgreiddar eftir gamla kerfinu. Tæknileg og hugbúnaðarleg vandamál hafa komið upp hjá hin- um nýja íbúðalánasjóði. Tenging sjóðsins við banka og sparisjóði hef- ur mistekist. íbúðalánasjóður hefur tilkynnt fjármálastofnunum að sleitulaust sé unnið aö því að koma á tengingum en ekki hægt að slá neinu fostu hvenær þær takast. Félag fasteignasala hefur fundað um málið og lýsir yfir mengri óá- nægju með seinaganginn. „Þetta er mjög bagaleg stííla í kerfinu. Það er stutt í aö þessi stífla fari að valda vandræðum hjá fólki sem telur sig búið að selja og hefúr kannski fest sér íbúð og þarf að bíða eftir pening- unum og fasteignaverðbréfunum. Hver dagur kostar náttúrlega pen- inga i vaxtagreiðslum," sagði Jón Guðmundsson. Ýta vinnu til bankanna Meðan þetta sérkennilega ástand varir munu bankar og sparisjóðir taka á móti umsóknum um greiðslu- mat og fylgigögnum og koma þeim áleiðis tU íbúðalánasjóðs sem ann- ast um frekari úrvinnslu. Starfs- menn bankanna munu leggja fram vinnu við að reikna út laun um- sækjenda undanfama þrjá mánuði samkvæmt launaseðlum, mismun á kaupum og sölu eigna og eigið fé og hefta þetta við viðeigandi gögn. íbúðalánasjóður óskar eftir að nafn- spjald bankastarfsmannsins verði heftað við umsóknargögnin. Bankar eiga í framtíðinni að hafa með höndum greiðslumat, útgáfú fast- eignaveðbréfa og skipti á þeim í staðinn fyrir húsbréf. í bréfi til fjármálastofnana er þess sérstaklega óskað að viðskiptavinum verði ekki beint til íbúðalánasjóðs. Strákar í vesturbænum: Grýttu sendibíl á ferð - framrúðan brotin og bíllinn beyglaður Tveir strákar, á að giska 14-15 ára gamlir, köstuöu stórum steini í framrúðu sendibíls við gatnamót Suðurgötu og Hjarðarhaga. Fram- rúðan brotnaði auk þess sem um- gerð hennar beyglaðist. Ómar Ár- mannsson, bílstjóri sendibílsins, hljóp á eftir strákunum en þeir komust undan honum á flótta. „Ég var á leiðinni norður eftir Suðurgötunni þegar ég sá drengina tvo standa á gangstéttinni. í því sem ég ók fram hjá þeim létu þeir stóran stein vaða í bílinn. Hann lenti hægra megin á framrúðunni sem brotnaði og er ónýt. Ég stansaði og hljóp út á eftir strákunum en þeir voru hræddari en ég og hlupu hrað- Ómar Ármannsson sendibfistjóri bendir á hvar steinninn lenti á framrúðunnl. DV-mynd ÞÖK ar og sluppu," segir Ómar. Fram- rúöa af þessu tagi er mjög dýr. Hún er með innsteyptu hitaldi og ný rúða með ísetningu kostar hátt í 100 þús- und krónur. -SÁ Á sama tíma og íbúðalánasjóður fær svo hörmulega byrjun býr Landsbankinn sig undir samkeppni með Veðdeildina sem keppinaut. Jón Guðmundsson sagði í gær að ekki væri annað að sjá en að sam- keppni á þessu sviði væri hið besta mál. Því heyrist að Veðdeildin muni bjóða 5,5% vexti, en það er óstað- fest. -JBP Starfsfólk íbúðalánasjóðsins við Ártorg. F.v. Hjördís Tobíasdóttir fulitrúi, Þorgerður Sævarsdóttir fulltrúi, Lydía Jósafatsdóttir fulltrúi, Steinunn Arn- dís Auðunsdóttir fulitrúi og Jóhanna Gunnlaugsdóttir fulltrúi. Sitjandi eru Ásgrímur Sigurbjörnsson þjónustustjóri og Svanhildur Guðmundsdóttir forstöðumaður. DV-mynd ÞÁ íbúðalánasjóður tekinn til starfa á Króknum DV, Sauðárkróki: Starfsemi íbúðalánasjóðs á Sauðár- króki hófst mánudaginn 4. janúar. Sjóðurinn er til húsa á 3. hæð Ártorgs eitt, hluta húsnæðis sem Svæðisstjóm málefna fatlaðra hafði áður. Sjö starfa í deild íbúðalánasjóðsins við Ártorg en að auki era tveir starfsmenn á veg- um stofhunarinnar við störf í útibúi Búnaðarbankans á Sauðárkróki. Stærsti hluti starfsemi íbúðalánasjóðs er þó í Reykjavik þar sem starfa um 40manns. Svanhildur Guðmundsdóttir verð- ur forstöðumaður deildarinnar en hún hefur starfað hjá KS í nokkur ár og búið á Sauðárkróki en á ættir sín- ar að rekja vestur til Flateyrar. Ás- grímur Sigurbjömsson verður þjón- ustufulltrúi, en hann hefúr staifað um nokkurra ára skeið hjá Lands- banknum eða frá þeim tíma er hann fluttist frá fæðingarbæ sínum, Siglu- firði, til Sauðárkróks. Svanhildur Guðmundsdóttir sagði að þessa dagana væri starfsfólk að koma sér fyrir og að unniö væri að ýmsum tæknilegum atriðum. Deild ibúðalánasjóðs á Sauðárkróki mun hafa með höndum umsýslu og varð- veislu fasteignaverðbréfa auk al- mennrar upplýsingaþjónustu varð- andi öll húsnæðislán. -ÞÁ Rauðasandshreppur: Búskapur leggst af á þrem bæjum DVVestfjörðum: „Mjólkurframleiðsla hefúr verið að dragast saman í Rauðasandshreppi hinum foma. Menn era að hætta hér og það er enn að fækka af þvi sem fátt var fyrir,“ sagði Hilm- ar Össurarson, bóndi í Kollsvík, í samtali við blaðið. Sagði hann útlit fyrir að það drægi mikið úr mjólkur- framleiðslu á Saurbæ á Rauðasandi. Á Hnjóti og í Neðri-Tungu væri fram- leiðslu hætt. Það era þannig þrir bæir að detta út á árinu en þó er ekki von- laust að einhveijir af þeim hefji fram- leiðslu aftur. Hihnar i Kollsvík er með 10 kýr og á þriðja hundrað fjár á fóðr- um. Hann er nyrsti ábúandi í útjaðri þessa svæðis, en mjólkin hefúr verið flutt landveg til Búðardals úr Reyk- hólasveit, af Barðaströnd og bæjum í fyrrum Rauðasandshreppi. Ekkert hefúr verið gefið út um að þeim mjólk- urflutningum verði hætt en Hilmar sagði að sem eðlilegt væri segðu menn að hættan ykist auðvitað af því að það borgaði sig ekki að sækja mjólk til þeirra eftir því sem magnið minkaði. -HKr. Wk Hilmar Össurarson. Tal hf. hlaut í gær markaösverðlaun ÍMARK - félags íslensks markaðsfólks. Það var Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti íslands, sem afhenti verðlaunin á hádegisverðarfundi á Hótel Sögu í gær. Ekiðá gangandi Ekið var á tvo gang- andi vegfarendur á Laugavegi um miðj- an daginn í gær. Þeir voru færðir á slysadeild Sjúkra- húss Reykjavíkur en fengu að fara heim að skoðun lokinni. Prófkjör Samfylkingar á Reykjanesi: Kristín fer fram Kristín Á. Guðmundsdóttir, formað- ur Sjúkraliðafélags íslands, staðfesti í samtali við DV í morgun að hún gæfi kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinn- ar í Reykjaneskjördæmi og stefndi á fyrsta sætið. Kristín stefnir á fyrsta sætið og fer fram á vegum Alþýðu- bandalagsins. -SÁ Dýr hátíð Áætlaður kostaaður vegna hátíð- arhaldanna á íslandi árið 2000 verður 1200 milljónir. Tvær hátíðir verða á vegum ríkis og sú þriðja á vegum Reykjavíkurborgar. Bylgjan greindi frá. Ijósagangur Gríðarleg ljósasýning á himni sást víða vestanlands í gærkvöldi, m.a. á Snæfellsnesi og í Dölum. Einar Sveinbjömsson veðurfræðingur sagði við RÚV að út af Snæfellsnesi væra miklir éljaklakkar og neistaði mjög á milli þeirra. Verðlaun Hagþenkis Ragnheiði Gyöu Jónsdóttur var veitt viðurkenning Hagþenkis 1998 fyrir lifandi og áhugavekjandi kynningu menningaretais á Rás 1 í Ríkisútvarpinu. Þetta er í tólfta sinn sem Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, veitir viðurkenningu sína. Fötin ftá Foldu Sjóklæöagerðin hf. hefur keypt all- ar fataframleiðsluvélar af þrotabúi Foldu á Akureyri. Stetat er að því að hefja fataframleiðslu sem fyrst á Ak- ureyri og ráða allt að 15 starfsmenn. Ný veiðileyfi Búist er við að í næstu viku fari Fiskistofa að afgreiða umsóknir um veiðileyfi í samræmi við nýsam- þykktar breytingar á lögum um stjóm fiskveiða. Á þriðja þúsimd umsóknir hafa borist stjómvöldum frá því Hæstiréttur kvað upp kvóta- dóm sinn. RÚV greindi frá. Fjölnir dæmdur Hæstiréttur hefúr staðfest að Fjölnir Þorgeirs- son skuli greiða 25.000 krónur í sekt og vera sviptur ökurétt- indum í mánuð fyrir að hafa ekið á 64 km hraða þar sem leyfður há- markshraði var 30 km. Fjölnir neit- aði því og kvaðst hafa verið á 40-50 km hraða. Óttuðust átök Ofúrviðkvæmt varaformannskjör á landsfundi í mars er talin vera ástæðan fyrir því að ekki verður haldið prófkjör hjá Sjálfstæðis- flokknum í Reykjavík. Bjöm Bjama- son og Geir H. Haarde era taldir sterkustu vonarpeningamir en Sól- veig Pétursdóttir þykir einnig koma til greina. Vonbrigði Póst- og fjarskiptastotaun lýsir vonbrigðum sínum með úrskurð úr- skurðametadar póst- og fjarskipta- mála í máh Landssima íslands hf. gegn stotauninni. Hún segir niöur- stöðuna draga úr möguleikum stota- unarinnar til að tryggja jafhræði samkeppnisaðila. Krefst skaðabóta Ríkislögmaður krefst frávísunar skaðabótamáls Sigurðar Gizurar- sonar, fyrrver- andi sýslumanns, gegn dómsmála- ráðherra. Sigurð- ur telur að sú ákvöröun dómsmálaráðherra aö færa sig úr sýsluembætti á Akranesi til Hólmavíkur hafi verið ólögleg og krefst sjö milljóna kr. í skaðabætur. Sjöðir bólgna Heildareignir íslenskra lífeyris- sjóöa námu i lok nóvember 397 miljj- örðum króna að mati tölfræðisviðs Seðlabanka íslands. Það telur að eignir þeirra hafi aukist um tæpa sjö milljarða í mánuðinum og séu nú yfir 400 milljarðar króna, 50 milljörðum meiri en fyrir ári. Mjólkurbíll á hús Mjólkurbíll rann á hálku og rakst á íbúðarhús forstöðumanns með- ferðarheimilisins að Staðarfelli í Dölum í gær. Rúður brotauðu við höggið og litlu munaði að bam inn- andyra yrði fyrir glerbrotum. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.