Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1999, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1999 9 i>v Stuttar fréttir Útlönd Fallast á vopnahlé í Sierra Leone: Hrægammar kroppa í líkin Ráöherra rekinn Utanríkisráðherra Honduras, Femando Martinez, og helsti að- stoðarmaður hans hafa verið reknir vegna deiina við forseta landsins, Carlos Flores Facusse. Flynt meö lungnabólgu Klámkóngurinn Larry Flynt, sem heitir greiðslu fyrir upplýs- ingar um einka- líf stjórnmála- manna, var i fvrradag lagður inn á sjúkrahús vegna lungna- bólgu. Flynt átti að koma fyrir rétt í Cincinnati á þriðjudaginn vegna ásakana um að hafa selt 14 ára dreng klám. Réttarhöldunum var frestað vegna skurðaðgerðar sem Flynt þarf að gangast undir. Aðgerðin er ekki vegna lungnabólgunnar. Fíkniefnaverksmiöja Lögreglan i Amsterdam lokaði I gær efnaverksmiðju sem séð hafði fíknieihaverksmiöjum víða um í Evópu fyrir hráefhi. Fangar flúöu um göng Fangar í Perú flúðu á miðviku- dagskvöld eftir göngum sem þeir höfðu sjálfir grafið út úr fangels- inu. Flóttinn uppgötvaðist ekki fyrr en í gærmorgun. Óttaslegnir karlar Margir karlmenn í Detroit í Bandaríkjunum skjálfa á beinun- um þessa dagana. Óttast þeir að nágrannar þeirra hafi lesið opin- beran geisladisk lögreglunnar með nöfnum 16 þúsunda við- skiptavina vændiskvenna. Jeltsín mætti ekki Borís Jeltsín Rússlandsforseti kom ekki í gær til vinnu sinnar i Kreml að loknu jólafríi eins og gert hafði verið ráð fyrir. Talsmaður forsetans sagði hins vegar að forsetanum liði vel og sinnti störfum sínum í bústað sínum fyrir utan Moskvu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Jeltsín heldur sig til hlés þegar á móti blæs. Bandaríkjamenn hafa sakað rússnesk yfirvöld um að sjá íran fyrir kjarnavopnum. Dollaraflótti Allt bendir til að enn verði saumað að brasilíska gjaldmiðlin- um i dag. Mikill flótti doliara var úr brasilíska hagkerfinu í gær og þurfti seðlabanki landsins að grípa í taumana til að koma í veg fyrir að gjaldmiöill landsins félli frekar. Stærri byggö Bandaríski bingómillinn Irv'ing Moskowitz sagðist í gær ætla að halda til streitu umdeildum áformum um nýja byggð gyðinga í austurhluta Jerúsalem. Palest- ínumenn eru þessu andvígir. Blair hinn róttæki Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, lét óánægjuraddir inn- an eigin Verka- mannaflokks ekkert á sig fá i gær þegar hann tilkynnti að hann ætlaði að sjá til þess að flokkurinn héldi völdum eftir næstu kosningar og að stefnuskráin yrði róttækari en áð- ur. Hrægammar voru farnir að kroppa í líkin sem lágu eins og hrá- viði á götum miðbæjarins í Freetown, höfuðborg Sierra Leone, í gær þegar friðargæslusveitir Vest- ur-Afríkuríkja stökktu uppreisnar- mönniun á flótta. Fréttamaður Reuters-réttastof- unnar sá tugi líka á götunum á ferð sinni með gæslusveitunum sem hafa barist viö hlið stuðningsmanna Ahmads Tejans Kabbahs forseta. „Þetta er alveg hræðilegt. Það eru rotnandi lík hvert sem litið er,“ sagði skrifstofustúlkan Blanche þeg- ar hún kom út úr húsi í fyrsta skipti í heila viku. Fréttastofa kaþólskra trúboða í Róm sagði að ekki væri hægt að þverfóta fyrir líkum á helsta sjúkra- húsi Freetown og að augljós hætta væri á að farsóttir brytust út. Uppreisnarmennimir í Sierra Le- one hafa fallist á vopnahlé en segja að það geti ekki hafist fyrr en eftir Færeyska olíufyrirtækið Atlantic Petroleum, sem stofhað var fyrir tæpu ári og er í eigu flestra fýrir- tækja í færeysku efnahagslífi auk einstaklinga, hefúr gert samstarfs- samning við fyrirtækjahópinn sem gengur undir nafninu The Faroes Partnership. Atlantic Petroleum verður fimmta fyrirtækið í hópnum sem fjóra daga og að það verði skamm- vinnt ef leiðtogi þeirra verður ekki leystur úr haldi. Herforingi uppreisnarmannanna, Sam Bockarie, féllst með semingi á þessa málamiðlun á sama tíma og menn þurftu að hörfa frá höfuðborg- inni. íbúamir fögnuðu mjög sókn gæslusveitanna, sem em undir stjóm Nígeríumanna, inn í mið- borgina i gær. Bockarie sagði að sjö daga langt vopnahlé myndi hefjast síðdegis næstkomandi mánudag. Hann sagð- ist þurfa á þessum fresti að halda til að geta komið upplýsingum til allra manna sinna úti í frumskóginum. Bardagamir munu hefjast aftur eftir viku ef æösti leiðtogi uppreisn- armanna, Foday Sankoh, verður ekki látinn laus. Ekki hafa enn borist nein viðbrögð frá Kabbah forseta við þessum kröfum skæra- liðanna. hefur það að markmiði að bora eftir olíu við Færeyjar. Hin fyrirtækin era Amerada Hess, sem er banda- rískt, hið breska Lasmo, Norsk Hydro og DONG sem er danskt. Áætlanir Færeyinga um olíu- vinnslu eru það langt á veg komnar að olíufyrirtækjum verður liklega gefinn kostur á að bjóöa í olíuleit á þessu ári. Á meðan öldungadeild Bandaríkjaþings réttaöi yfir eiginmanninum fór Hill- ary Rodham Clinton forsetafrú á geimvísindasafnið og skoöaöi sýningu sem tengist reikistjörnunni Mars. Færeyjar: Samstarf um olíuleit Framhaldsaðalfundur Hestamannafélagsins Fáks verður haldinn í félagsheimilinu fimmtudaginn 21. janúar nk. kl. 20.00. Dagskrá: 1. Lagabreytingar 2. Samvinna við Víðidalsfélagið um umgengnisreglur á svæðinu o.fl. 3. Málningarmál 4. Tillaga um stofnun húseigendafélags í Faxabóli. 5. Önnur mál. Stjórnin afslittuT af pizzum - taktu með ... eða snæddu á staðnum Engihjalla 8 Sími 554 6967 Gildir einungis í Kópavogi Opið 11-23.30 og til 01.00 um helgar — ,5has« ‘ Mikka- «« Jólaævintýri Míkka HÍMDBOMj§ MiiiiimmimmnniimrmmmniW) 10 myndbönd: Jólaævintýri Mikka og Mínu Jón Björgólfsson nr. 7806 Fanney Dagmar nr. 2459 Agnes Þ. Kristþórsdóttir nr. 3388 Bjami M. Sigurðarson nr. 8959 Sigrún Magnúsdóttir nr. 11721 Hafþór og Fjóla 5637 nr. 10210 Ásta S. Jónasdóttir nr. 9553 Birgitta Sigursteinsdóttir nr. 1401 Mikael Hannesson nr. 13719 Lilja Erlendsdóttir nr. 5839 20 Disney-bolir Ingibjörg Hansdóttir nr. 8644 Jónas Freyr nr. 10349 Elísa Björg Björgvinsdóttir nr. 2248 Elva Eir nr. 14558 Agnar I. Traustason nr. 12539 Helena J. Stefánsdóttir nr. 14230 Jóhann T. Guðmundsson nr. 1589 Hrefna Sigurðardóttir nr. 14135 Gunnar Þorgilsson nr. 9340 Kári S. Kárason nr. 11765 Þórhallur Ragnarsson nr. 14568 Alma Ragnarsdóttir nr. 6825 Sindri Þ. Jónsson nr. 7426 Ámi Sigutjónsson nr. 6483 Ingibjörg Andrea nr. 12283 Elín S. Þórisdóttir nr. 13504 Guðrún S. Unnarsdóttir nr. 13085 Hanna L. Herbertsdóttir nr. 1437 Þórir Ingvarsson nr. 11075 Finnur Jónsson nr. 5476 A4 Krakkaklúbbur DV og Sam-myndbönd þakka öllum kærlega fyrir þátttökuna og óska vinningshöfum til hamingju. Vinningshafar fá vinningana senda í pósti næstu daga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.