Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1999, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1999 13 DV Fréttir Litla-Hraun: Matur skiptimynt í fangelsinu Fangar á Litla-Hrauni þvertaka fyrir að það sé góður matur sem komi í veg fyrir flóttatilraunir þeirra úr fangelsinu. Eins og fram hefur komið í DV hefur ekki einn einasti fangi reynt að strjúka það- an i työ ár. „Ég myndi frekar orða það þannig að fangar væru of mátt- vana til að strjúka. Hér er allt skorið við nögl og sjálfur hef ég grennst mikið þá mánuði sem ég hef setið inni,“ sagði einn fang- anna í símtali við DV í gær og bætti því við að hann þyrfti að borga 63 prósent hærra gjald fyrir símtalið en fangaverðimir. „Þeir setja mismuninn í eigin sjóð.“ Fanginn sagði að hann og hinir fangamir fengju allt of lítið að borða. í gær hefðu þeir til dæmis feng- ið tvær kjöt- bollur og tvær kartöflur með. „Þetta er allt of lítið fyr- ir vinnandi „ , - KiAkuror 1 Fangarnir hættir að strjúl menn og marg- ir okkar stunda erfiða líkams- þjálfun hér svo þetta segir sig sjálft. Á kvöldin fáum við súpu senda upp og einu sinni í viku heita máltíð. Litla-Hraun. Þá er það pasta á fati og þá fá færri en vilja. Menn hreinlega slást um pastaðsagði fanginn. „Á laugardögum er svo hátíð þegar við fáum tvö egg hver.“ Að sögn fangans er ástandið þannig að matur er orðinn skipti- mynt í fangelsinu. Fangarnir kaupa mat af yfirkokkinum á svörtu og drottna síðan í krafti þess að eiga eitthvað að borða. Áður fyrr var það kaffi með miklum sykri sem var skipti- myntin í fangelsinu, þá tóku eit- urlyfin við og nú er það matur- inn. Byggt fýrir starfsfólk á Bifröst DV, Vesturlandi: „í vetur verða byggðar fjórar íbúðir í tveimur parhúsum fyrir starfsfólk á Bifröst," segir Jónas Guðmundsson, rektor Samvinnu- háskólans á Bifröst. Framkvæmd- unum á að ljúka í maí. „Við höfum samið við Sólfell ehf. í Borgarnesi um byggingu íbúðanna. Reyndar hafði Byggingafélagið Borg byrjað á tveimur þeirra en eftir að rekst- ur fyrirtækisins stöðvaðist tók Sóifell yfir og tók að sér seinni íbúðirnar líka. Þessar íbúðabyggingar standa í sambandi við breytingar á sjálfúm skólahúsunum á Bifröst. Þar hafa tvær íbúðir starfsfólks þegar verið teknar til annarra nota í skólastarf- inu og stefht er að því að taka aðrar tvær einnig til kennslunota. Á tillögu að skipulagi Bifrastarlóðarinnar er gert ráð fyrir sjö nýjum íbúðum fyr- ir starfsfólk en ég á von á að eftir að lokið verður við þessar fjórar verði hlé á framkvæmdum." -DVÓ „Sá sem á egg er í góðum mál- um,“ sagði fanginn. Yfirkokkur á Litla-Hrauni er Andrés Terry, norskur kokkur sem hefur starfað þar um árabil. Hann rekur einnig sjoppu sem sel- ur tóbak og sælgæti. Fangamir halda því fram að hann sé með 200 prósenta álagningu en það fékkst ekki staðfest. Með Andrési starfa tveir aðrir kokkar og kemur ann- ar þeirra úr mötuneyti Lands- bankans.. Sá er i miklu uppáhaldi hjá fongunum eins og fram hefur komið í fréttum. -EIR Kræsingamar á Litla-Hrauni: Kokkurinn er próflaus „Ég er próflaus. Ég fór í tvo vetur í kokkaskólann þegar ég var ungur og síðan ekki söguna meir,“ segir Jóhann Finnsson á Selfossi, meistarakokkur á Litla-Hrauni sem DV sagði frá i gær. Talið er að Jóhann kokkur eigi sinn þátt í því að fangar hafa sýnt flóttatilraunum lítinn áhuga upp á síðkastið. „Eftir að ég hætti kokkanám- inu fór ég í siglingar, eldaði á skipum í Noregi og vann svo á Hotel Europa í Gautaborg. Það var góður skóli," segir Jóhann sem er tiltölulega nýkominn til starfa í eldhúsinu á Litla- Hrauni. Sem kunnugt'er starf- aði hann áður í mötuneyti Landsbankans í Reykjavík og hjá verkamönnum í Hvalfjarð- argöngunum enda voru þeir snöggir að klára göngin. -EIR Eyjafjörður: Sameining Iðju og Einingar? DV, Akuieyri: Félagsmenn í Verkalýðsfélaginu Einingu í Eyjafirði og Iðju, félagi verksmiðjufólks á Akureyri og ná- grenni, munu greiða um það at- kvæði 9. og 10. febrúar hvort sam- eina eigi félögin. Stjómir beggja fé- laganna hafa samþykkt að atkvæða- greiðslan fari fram og mun kynning á sameiningarhugmyndinni fara fram á næstu vikum. Þorsteinn E. Amórsson formaður Iðju, segir að þrátt fyrir að atkvæða- greiðsla um sameininguna muni fara fram, sé ljóst að róðurinn verði þungur. „Þannig er að þrír fjórðu allra félagsmanna Iðju þurfa að gefa samþykki sitt fyrir sameiningunni eigi hún að ná fram að ganga og það kann að reynast erfitt að ná því fram“ segir Þorsteinn. Hann segir að um það bil þriðjungur allra félaga í Iðju sé fólk sem komið sé út af vinnumarkaði, ýmust vegna aldurs eða örorku og það eitt sýni hversu erfitt geti orðið að ná tilskildum flölda atkvæða með sameiningu. Þorsteinn segir að vissulega sé sá möguleiki fyrir hendi að breyta lög- um félagsins eins og gert hafi verið í öðrum félögum við svipaðar kring- umstæður, en engin ákvörðun hafi verið tekin um slíkt. Hann segir að mikil samvinna hafi verið meðal fé- laganna, m.a. sameiginlegur skrif- stofúrekstur og það sé hagkvæmt að sameina félögin. Hann segir einnig að geti ekki orðið af sameiningunni nú, muni það óhjákvæmilega drag- ast til ársins 2001 að af henni geti orðið, kjarasamningar séu lausir á næsta ári og þar ferli allt taki mik- inn tíma svo ekki verði hægt að vinna að sameiningarmálum jafn- framt. Félagar i Iðju eru um 800 tals- ins og um 5 þúsund í Einingu. -gk Húsavík: Hvalaskoöunarmenn bjartsýnir - gamli Þór verður fljótandi veitingastaður og gistiheimili í höfninni DV, Akureyri: „Það lítur vel út með næsta sum- ar og við búumst við aukningu. Bókanir fóru að berast strax í haust og þær eru öðruvísi en áður að því leyti að þær eru fyrir stærri hópa sem ætla að koma fyrr á ár- inu en verið hefur,“ segir Amar Friðriksson sem rekur hvalaskoð- unarfyrirtækið Sjóferðir á Húsa- vík. Sjóferðir fluttu um 6 þúsund manns í hvalaskoðun á Skjálfanda- flóa á síðasta ári og annað fyrir- tæki á Húsavík, Norðursigling, flutti þá um 12 þúsund farþega í slíkar ferðir. Alls fóru því um 18 þúsund manns í hvalaskoðunar- ferðir frá Húsavík, og menn búast við aukningu í ár. Amar segir að stórir hópar inn- lendra og erlendra hvalaskoðara, m.a. frá Bretlandi, eigi bókaðar ferðir strax í mal og júní, og hann fagnar því að „vertíðin" sé að lengjast, þótt mesta ásóknin í hvalaskoðunarferðimar verði sem fyrr yftr hásumarið. Það sem m.a. stuðlar að aukinni bjartsýni hvala- skoðunarmanna á Húsavík um aukningu í sumar er að sl. sumar var veðurfar mjög óhagstætt á Norðurlandi sem hlýtur að hafa haft það í for með sér að færri ís- lendingar komu í slíkar ferðir en annars hefði orðið. „Við fáum ekki annað eins sumar aftur veðurfars-' lega séð, það yrði hreinlega ósann- gjamt,“ segir Amar. Amar keypti sl. haust skiþið Sæ- björg af Slysavamafélagi íslands, en Sæbjörg hefur undanfarin ár verið notuð sem slysavarnaskóli sjómanna. Þetta fomfræga skip var áður varðskip sem bar nafhið Þór og er frægt skip sem var m.a. eina varðskipið sem varði land- helgi okkar i öll skiptin sem land- helgin var færð út. „Ég er nýkominn með. skipið til Húsavíkur og frá 15. mal til 15. september verður það bundið við Suðurgarðinn og rekið sem fljót- andi veitingastaður og gistiheim- ili. Þá verðum við með sýningu um borð sem tengist sögu skipsins og baráttu okkar við útfærslu lanþ- helginnar þar sem Þór var lengi flaggskipið," segir Arnar. -gk Hið fræga skip, sem fyrst hét Þór en síðan Sæbjörg, er nú komið að bryggju á Húsavík þar sem það verður notað sem fljótandi veitingastaður og gistiheimili.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.