Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1999, Blaðsíða 16
16 17 I FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1999 FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1999 Iþróttir íþróttir Góð þátttaka í skíðagönguátaki fyrir almenning: Tæplega 200 mættu í kennslu á Dalvík Skíðagöngukennsla fyrir almenning á vegum Skíðasam- bands íslands, sem hófst í síðustu viku, hefur gengið vonum framar. Alls hafa um 400 manns tekið þátt og er Skíðasambandið mjög ánægt með það. Metþátttaka var á Dalvík en þar mættu alls 182 manns og fengu kennslu á gönguskíði. í kvöld verður kennsla á Ólafsfirði og um helgina verður kennt á skíðahelginni á Akureyri sem fram fer á laugardag og svmnudag. Kennslan mun hefjast báða dagana klukkan 14 og verður kennt í Hlíð- arfjalli. Akureyringar hafa á síðustu árum komið upp frábærri aðstöðu til skíða- gönguiðkana og státa nú af 5 km íangri upplýstri göngubraut. Auk þess er fullkomið gönguhús til staðar þar sem fólk getur slappað af og fengið sér kaffisopa Dagskráin næstu viku: 18. janúar . . 19. janúar . . . . . Siglufjörður kl. 18 20. janúar .. . Hólmavík kl. 18 21. janúar .. . Súðavík kl. 17 23. janúar . .. . . . Bolungarvík kl. 14 24. janúar . . . ísafirði kl. 14 eftir erfiði dagsins. Allir krakkar 12 ára og yngri sem mæta í skíðagöngukennsluna þessa helgi fá gjafakort í Skíðaskóla SRA frá Skíðaráði Akureyrar. Samhliða skíðagöngukennslunni ætlar Skíðaráð Akureyrar að efna til maraþon- skíðagöngu sem mun hefjast klukkan 15 á laugardag og standa í einn sólarhring. Með því vUja þeir vekja athygli á skíða- gönguíþróttinni sem og þeirri aðstöðu sem þeir hafa komið upp á svæðinu. Fólk frá SRA mun ganga þessa göngu og verður gengið stanslaust þennan sólarhring. Skíðasambandið hvetur Akureyringa tU að nýta þetta tækifæri og vonast að sjá sem flesta Akureyringa í Hlíðarfjalli um helgina. -GH Um helgina 1. deild karla- handbolti ÍBV-Valur Fö 20.30 HK-Selfoss Su 20.00 Fram Stjaman .... Su 20.00 KR-ÍR Su 20.00 Grótta/KR-UMFA . Su 20.00 Haukar-FH Su 20.30 1. deild kvenna- handbolti: ÍBV-Valur..................Fö 18.30 ÍR-Víkingur .............Lau 16.30 2. deild karla- handbolti: Þór Ak-Fylkir....................Fö 20.00 Völsungur-Fylkir................Lau 14.00 Vlkingur-Fjölnir .........Lau 14.00 Ögri-Breiöablik...........Lau 18.00 Úrvalsdeildin- körfubolti: KFÍ-Keflavik....................Fö 20.00 1. deUd kvenna- körfubolti: KR-ÍS ................. Lau 17.00 Njarðvik-Keflavlk.......Lau 17.00 ÍR-Grindavík.............Lau 17.00 1. deUd karla- körfubolti: Staíholtstungur-Selfoss ... Fö 20.00 Breiðablik-Fylkir ........Fö 20.00 Höttur-Hamar...............Su 14.00 Stjaman-ÍR.................Su 15.00 Innanhússknattspyma íslandsmót: 1. deUd ka (HöUin) . Lau 10.00-19.12 1. deUd ka (HöUin) . . Su 13.00-17.09 1. deUd kv (Austurb.) Lau 11.00-14.50 1. deUd kv (HöUin) . .. Su 9.00-12.50 3. deUd ka (Auturb.) fiu 10.00-19.12 Íslandsmót-Íshokkí: SA-SR (Akureyri)........Lau 17.15 1. deUd karla í blaki: fS-Þróttur N...............Fö 19.30 ÍS-Þróttm- N.....................La 13.30 1. deUd kvenna í blaki: ÍS-Þróttur N.....................Fö 20.45 ÍS-Þóttur N ...............La 15.00 8-Uöa úrsUt karla í blaki: Þróttur-Stjaman ...........Su 20.00 Leeds sýnir Arnari áhuga Enska A-deildarliðið Leeds United hefur bæst í hóp þeirra liða sem sýnt hafa Skagamanninum Amari Gunnfaugssyni áhuga en eins og fram hefur komið hef- ur hann farið fram á að verða seldur frá Bolton. Vitað er að A-deildarliðið Leicester og D-deildarliðið Brentford hafa horft til Amars og á spjallsíðu Leeds í gær var greint frá þvi að Leeds væri með Amar í sigtinu og væri hann metinn á 2 milljónir punda, um 230 milljónir króna. í enskum fjölmiðlum í gær var lítið gert úr áhuga Leicester og sagt frá því að framkvæmdastjóri liðsins, Martin O’NeiU, skoðaöi hreinlega aUa sóknarmenn sem tU sölu væra í dag. -GH/-SK íslandsmótið í innanhússknattspyrnu: Tekst Skagamönnum að verja titilinn? íslandsmótið í 1. deUd karla og kvenna fer fram um helgina. Karlamir keppa á laugcirdag og sunnudag í Laug- ardalshöUinni en konumar í Austur- bergi á laugardag og í HöUinni fyrir há- degi á sunnudag. Enn fremur fer keppni fram í 3. deUd karla í Austurbergi á sunnudag. ÖU þau lið sem koma tU með að skipa sæti í úrvalsdeUdinni næsta sumar leika i 1. deUd karla um helgina nema Víkingur. Valur hefir oftast unnið inn- anhússtitUinn, aUs 7 sinnum og síðast 1980. í 30 ára sögu mótsins hafa lið frá Reykjavík unnið í 23 skipti. í 1. deUd kvenna er búist við jafnri keppni. Sterkustu liðin era væntanlega KR, Valur og Breiðablik. Stúlkumar úr Kópavogi hafa oftast unnið titUinn, aUs 11 sinnum og siðustu þtjú árin í röð. -JKS Kosningastaff Óskum eftir starfsfólki til að aðstoða neðangreindan fulltrúa íþróttahreyfingarinnar fyrir prófkjör samfylkingar jafnaðarmanna (Alþýðufl. Alþýðub. og Kvennal.) í Reykjaneskjördæmi. Hæfniskröfur. Svipað og í íþróttahreyfmgunni: Vera tilbúin í botnlausa og ósérhlífna sjálfboðavinnu fyrir gott málefni. Geta búið til peninga úr engu. Trúa á íþróttir sem forvamir. Þola áiag sem fylgir óvæntum sigri. Stuðningsroenn Umsóknir sendist á afgreiðslu DV fyrir 19. 01. merkt „237” Valdimar Leó Friðriksson Framkvæmdastjóri Aftureldingar í Mosfellsbæ. Ritari Ungmennasambands Kjalamesþings. Golf: Nicklaus loks fjarverandi eftir 40 mót í röð Jack Nicklaus, einn besti og frægasti kylfingur allra tíma, verður loksins fjarver- andi þegar US Masters stórmótið í golfi fer fram í Bandaríkjunum í ár. Þetta era nokkur tíðindi þar sem Nick- laus hefur verið með á þessu mikla móti án undantekninga síðustu 40 árin. „Ég hef verið mjög slæmur í mjöðm síð- ustu árin og nú er komið að þvi að skipta um mjaðmalið öðru megin. Þetta er besti kosturinn fyrir mig í dag en því miður þýð- ir þetta að ég get ekki tekið þátt í Masters- mótinu í ár. Ég vil ekki keppa þar nema ég geti sýnt mitt besta golf,“sagði Nicklaus í gær. „Gullbjöminn", eins og Nicklaus hefur oft verið nefndur, hefur sex sinnum sigrað á US Masters og er 59 ára gamall. -SK ENGLAND Brasilíski knattspymumaðurinn Jununho er kominn til Villa Park í Birmingham og á i viðræðum við forráðamenn Aston Villa. Enska liðið er tilbúið aö greiða 12 milljón- ir punda fyrir Juninho sem hefur lítið getað hjá Atletico Madrid. Forráðamenn Arsenal hafa kveð- ið niður orðróm þess efnis að Arsenal muni kaupa Nígeríu- manninn Kanu frá Inter Milano fyrir 5 milljónir punda. Peter Johnson, fyrrverandi stjómarformaður hjá Éverton, á enn meirihluta í félaginu og hefur ekki fengið ásættanlegt tilboð í hlutabréf sín i félaginu. Nú er talið koma til greina að Johnson komi aftur í stól stjómar- formanns. Hann hætti sem stjóm- arformaður er Duncan Ferguson var seldur til Newcastle. Þá varð Walter Smith, framkvæmdastjóri Everton, æfur og vildi hætta. Forráðamenn Everton náðu þá að tala hann til en áður hafði Smith sagt að annaðhvort færi hann frá félaginu eða Johnson. Það er því ljóst að ef Johnson verður aftur stjómarformaður Everton era dagar Walters Smith hjá félaginu taldir. David Moyes hefur verið boðin staða aðstoðarmanns Alex Fergu- sons hjá Manchester United. Moyes er í dag framkvæmdastjóri Preston North End og mun gefa Ferguson svar innan tveggja daga. Dennis Irwin á þessa dagana í viðræðum við Ferguson varðandi nýjan samning við United. „Irwin er enn sterkur hlekkur í okkar liði og ég vil hafa hann áfram í mínu liði næstu leiktímabili,“ sagði Ferguson í gær. Irwin hefur leikið vel með United í vetur en hann er 33 ára gamall. Líklegast er að hann skrifi undir tveggja ára samning við United. -SK URVALSDEILDIN Keflavík 12 11 1 1091-942 22 Njarðvík 13 10 3 1202-1000 20 KR 13 10 3 1157-1067 20 Grindavík 13 8 5 1175-1111 16 Snæfell 13 7 6 1059-1095 14 KFÍ 12 7 5 1030-1006 14 ÍA 13 6 7 981-1013 12 Tindastóll 13 6 7 1088-1096 12 Haukar 13 5 8 1042-1115 10 Þór A. 13 4 9 976-1085 8 Skallagr. 13 2 11 1023-1139 4 Valur 13 1 12 1001-1156 2 Sigurbjörn Einarsson, ungur og upprennandi leikmaður i Grindavík, tekur frákast f leiknum gegn Val að Hlíðarenda í gærkvöld. DV-mynd Hilmar Þór ÍA (39) 66 KR (40) 73 4-11, 20-28, 30-30, (39-40) 56-49, 58-58, 66-64, 66-68, 66-73. Stig ÍA: Dagur Þórisson 24, Anthony Jones 19, Alexander Ermonlinski 17, Pálmi Þórisson 3, Jón Þ Þórðarson 2, Jón Ó. Jónsson 1. Stig KR: Keith Wassel 31, Eiríkur Önundarson 13, Eggert Garðarsson 8, Liljah Perkins 7, Marel Guðlaugsson 7, Guðni Einarsson 3, Sigurður Jónsson 2, Ásgeir Hlöðversson 2. Þriggja stiga körfur: ÍA 5/17, KR 6/22. Vítanýting: ÍA 12/24, KR 10/20. Fráköst: ÍA 28, KR 33. Dómarar: Sigmundur Herbertsson og Jón H Eðvaldsson, ágætir. Áhorfendur: 200. Maður leiksins: Keith Wassell Besti Bandaríkjamaðurinn í úrvalsdeildinni. Hefur gert góða hluti með KR-liðið og tekur af skarið þegar á þarf að halda. Skattagr, (52)94 ttaukar (38) 78 6-2, 21-6, 31-15, 40-32, (52-38), 65-42, 71-53, 80-60, 88-72, 94-78. Stig Skallagríms: Erik Franson 26, Tómas Holton 23, Kristinn Frið- riksson 20, Hlynur Bæringsson 13, Sigmar Egilsson 8, Finnur Jónsson 2, Hafþór Gunnarsson 2. Stig Hauka: Anthone Brock- ington 16, Jón Amar Ingvarsson 13, Baldvin Johnsen 10, Bragi Magnús- son 8, Daníel Amarson 5, Óskar Pét- ursson 4. Fráköst: Skallagrímur 33, Hauk- ar 25. 3ja stiga körfur: Skallagrímur 7/17, Haukar 6/21. Vítanýting: Skallagrímur 23/33, Haukar 12/15. Dómarar: Rögnvaldur Hreiðars- son og Björgvin Rúnarsson, slakir. Áhorfendur: 248. Maður leiksins: Erik Franson, Skallagrími. Hann skoraöi 26 stig, tók 15 fráköst og átti 10 stoðsendingar. Njarðvík (41)92 Tindastótt (28) 72 8-2, 18-5, 22-8, 30-20, 35-25, (41-28) 49-32, 54-39, 6(M4, 70-52, 78-58, 90-64, 92-72. Stig Njarðvíkur: Hermann Hauksson 22, Brenton Birmingham 18, Teitur Órlygsson 12, Ragnar Ragnarsson 9, Friðrik Ragnarsson 8, Páll Kristinsson 8, Friðrik Stef- ánsson 8, Guðjón Gylfason 7. Stig Tindastóls: John Woods 34, Valur Ingimundarson 12, Sverrir Sverrisson 11, Cesar Piccini 4, Ómar Sigmarsson 3, Amar Kára- son 2, ísak Einarsson 2, Svavar Birgisson 2. Vítanýting: Njarðvík 13/15, Tinda- stóll 18/24. 3ja stiga körfur: Njarðvík 7/22, Tindastóll 4/19. Fráköst: Njarðvík 35, Tindstóll 24. Áhorfendur: 120. Dómarar: Jón Bender og Einar Skarphéðinsson. Maður leiksins: Hermann Hauksson, Njarðvík. Snæfett (41) 78 Þór (39) 74 7-6, 15-8, 21-13, 31-20, 35-27, (41-39) 42-49, 52-49, 64-65, 67-67, 70-71, 78-74. Stig Snæfells: Athanasias Spyropoulos 26, Jón Þór Eyþórs- son 15, Bárður Eyþórsson 15, Rob Wilson 14, Mark Ramos 4, Baldur Þorleifsson 4. Stig Þórs: Einar Öm Aðalsteins- son 21, Lorenzo Orr 17, Konráð Óskarsson 16, Sigurður Sigurðs- son 9, Hafsteinn Lúðvíksson 6, Óðinn Ásgeirsson 5. Fráköst: Snæfell 24 vöm, 11 sókn. Þór 19 vöm, 7 sókn. Vítanýting: Snæfell 21/12. Þór 9/6. 3 stiga körfur: Snæfell 12/4 Þór 17/8 Dómarar: Leifur Garðars- son/Eggert Aðalsteinsson: Góð- Áhorfendur: 170. Maður leiksins Rob Wilson Snæfelli. Úrvalsdeildin í gærkvöld: - þriggja stiga körfur Páls Axels. Annar sigur Skallagríms Það sem stóð upp úr í leik Vals og Grindvíkinga var einstök hittni sumra manna. Þar fór Páll Axel Vilbergsson á kostum og skoraði 12 3ja stiga körfur en metið er 15 slíkar. Ails voru skoraðar 33 3ja stiga körfur í öllum leiknum. Grindvíkingar sprengdu Valsmenn í fyrri hálfleik með hraða sín- um og hittni. Varnimar báðum megin lágu á milli hluta. Valsmenn tóku sig þó saman í þeim efnum í síðari hálfleik og náðu að saxa á forskot Grindvíkinga sem leyfðu sér að láta alla spila í leiknum. Bergur Emilsson og Kenneth Richards báru Valsliðið uppi í þessum leik. Hjá Grindavík átti Páll Axel Vilbergsson hreinan stjömuleik. Warren Peebles var einnig góður. Þeir tveir höfðu sig mest í frammi. „Óneitanlega öðruvísi að vera báðum megin við borðið“ „Það er óneitanlega öðmvisi aö vera báðum megin við borðið. Þetta var erfiður baráttusigur en stigin em fyrir mestu og Þórsarar vom sannarlega verðugir and- stæðingar," sagði nýr þjálfari Snæfells, Rob Wilson, sigurreifur í leikslok eftir sig- ur Snæfells á Þór, 78-74. Rob Wilson, sem í vetur hefur leikið með Snæfelli, tók við þjálfun hðsins eftir að Birgi Mikaelssyni var sagt upp störfum. Lið hans byrjaði með sigri en þó var leik- ur þess ákaflega kaflaskiptur og hinir ungu leikmenn Þórs reyndust erfiðir. Snæfell byrjaði betur og náði ágætu for- skoti með góðri vöm og baráttu en þegar leið á hálfleikinn komust Þórsarar betur inn í leikinn og í byrjun seinni hálfleiks sýndu þeir stórgóðan leik, einkum Einar Öm og Komáð og náðu að komast yfir. Leikmenn Snæfells neituðu þó að gefast upp og skoraðu tíu stig í röð og komust aftur yfir. Þegar dró að lokum leiksins og einungis um hálf minúta var eftir náði Snæfell þriggja stiga forskoti og það náðu leikmenn Þórs ekki að brúa. í liði Snæfells áttu Bárður, Spyropoulos, Jón Þór og Wilson ágætan dag. Rob Wilson hafði þó óvenjuhægt um sig í stigaskorun- inni en var því grimmari í vöminni og batt hana vel saman auk þess að taka 14 fráköst. í liði Þórs bar mest á bráðefnilegum ungum leikmanni, Einari Emi Aðalsteins- syni, og Komáð átti einnig fina spretti í seinni hálfleik. Lorenzo Orr lék vel í vöm- inni en er nokkuö stirðm sóknarmaður. „Allt annað lið“ „Við höfðum gott sjálfstraust í þessum leik og liðið var samhent. Það skilaði okk- m árangri og það var allt annað að sjá til liðsins í þessum leik en fyrr í vetur," sagði Tómas Holton, fyrirliði Skallagríms, eftir annan sigm liðsins í vetur í úrvalsdedd- inni, gegn Haukum. Leikurinn var aldrei spennandi. Tómas Holton og Kristinn Friðriksson skutu Haukana á kaf strax í byrjun og Erik Fran- son tók síðan við í síðari hálfleik. KR áfram á sigurbraut KR ingar halda áfram sigmgöngu sinni í Úrvalsdeildinni í gærkvöld. Þá sigraðu þeir Skagamenn á Akranesi, 73-66, í hörkuspennandi leik. KR-ingar byijuðu leikinn af fullum krafti drifnir af þjálfara sínum Wassell. Þeir komust fljótlega í 8 stiga forskot en baráttuglaðir Skagamenn náðu að minnka muninn í eitt stig fyrir leikhlé. Hjá KR var Keith Wassell yffrbmðamaðm einnig var Eiríkur Önundarson góðm, greinilegt að Wassell er búinn að mynda gott lið hjá KR. Skagamenn, sem léku án Bjama Magnússonar og Trausta Jónssonar, vora oft á tíðum að leika ágætisleik. Dagur Þór- isson og Ermonlinski vora þeirra bestir. Ekki eftirminnilegt Hann var ekki eftirminnilegm leikm Njarðvíkinga og Tindastóls, sem Njarðvík- ingar unnu frekar létt, 92-72. Njarðvíking- ar tóku strax völdin á vellinum og vora komnir með 13 stiga forskot eftir aðeins 5 minútna leik. í hvert skipti sem gestimir vora líklegir til að komast inn í leikinn tóku Njarðvikingar smáskorpu og kæfðu tilraunir þeirra í fæðingu. Hjá Njarðvíkingmn var Hermann Hauksson mjög góðm, en var óheppinn með 3-stiga skotin sín, og Brenton Birmingham stóð fyrir sínu. John Wood stóð upp úr hjá Stólunum en aðrir leikmenn liðsins eiga nóg inni. -JKS/-KS/-EP/-DVÓ/-BG Breytingar gœtu verió í vændum í þjálfaramálum hjá Genk en með liðinu leika þrir íslendingar. Anderlecht ku hafa mikinn áhuga að fá Aime Anthuenis, þjálfara Genk, og fengu þessar fréttir byr undir báða vængi þegar spurðist að þjálfari Waseterlo væri að öllum líkindum að taka við Genk. Meistararnir i Celtic hafa vinsamlegast verið beðnir um aö borga umsamiö kaupverð fyrir Ástralann Marko Viduka frá Króatía Zagreb. Skoska knattspyrnusamband- ið fór fram á þetta í gær og sagði jafnframt að ellegar fengi málið umfjöllun hjá FIFA. Coventry styrkti vörnina sina í gær með kaupum á bosníska landsliðsmanninn- um Mohammed Konjic frá franska liðinu Monaco. Spœnska 3. deildar liöið Benidorm datt í lukkupott- inn þegar dregið var til 4. um- ferðar í bikarkeppninni í gær. Sólarstrandarliðið fékk Barcelona sem mótherja og var mikill fögnuður í bænum með þann drátt. Þess má geta að Real Madrid dróst á móti Villareal. Leikimir verða 20. janúar og 3. febrúar. KR-ingurinn Siguróur Örn Jónsson lék allan tímann með varaliðið Watford sem sigraði varalið Chelsea, 1-0, í fyrrakvöld. Sigurður Öm er hjá Watford til reynslu en hann dvaldi einnig hjá félag- inu í haust. Jóhann B. Guö- mundsson lék einnig um- ræddan leik en hann hefur verið á varamannabekk aðal- liðsins í undanfömum leikj- um. Birkir Kristinsson og Eiöur Smári Guðjohnsen léku báðir allan tímann með varaliöi Bolton í fyrrakvöld þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Coventry. Þetta var fyrsti leikur Birkis í búningi Bolton en hann gerði sem kunnugt er 4ra mánaöa samn- ing viö liðið i síðasta mánuði. Alex Ferguson, stjóri Manchester United, leitar þessa dagana að arftaka markvarðarins Peters Sch- meichels sem hættir eftir tímabilið. Talið er Ferguson muni á næstu dögum bjóða spænska liðinu Mallorca 650 milljónir í argentínska lands- liðsmarkvörðinn Carlos Roa. Kristinn Björnsson skíöa- maöur verður i eldlinunni á sunnudaginn en þá fer iram í Wengen í Sviss sjötta heims- bikarmót vetrarins í svigi. Kristinn verður 21. í rásröð- inni og fellur þar niður um tvö sæti frá því á mótinu í Schladming i síðustu viku. ÍS tapaöi á heimavelli í gærkvöld fyrir Þór Þorláks- höfh, 84-96, í 1. deild karla i körfuknattleik. -JKS/GH/-SK 0-5, 2-13, 6-16, 11-19, 24-34, 2644, (48-69) 55-70, 65-95, 82-101, 92-103, 94-110. Stig Vals: Bergur Emilsson 36, Kenneth Richards 27, Hinrik Gunnarsson 9, Ólafur Jóhannsson 7, Guðmundur Björnsson 6, Ragnar Jónsson 6, Hjörtur Hjartarson 3. Stig Grindavíkur: Páll Axel Vil- bergsson 40, Warren Peebles 21, Guðlaugur Eyjólfsson 14, Unndór Sigurðsson 10, Pétur Guðmundsson 10, Herbert Amarson 5, Bergur Hinriksson 5, Haraldur Jó- hannsson 2, Sigurbjöm Einarsson 2, Rúnar Sævarsson 1. Fráköst: Valur 31, Grindavik 21. 3ja stiga körfur: Valur 10, Grinda- vík 23. Vítahittni: Valur 24/12, Grindavík 13/10. Dómarar: Kristinn Albertsson og Einar Einarsson, ágætir. Áhorfendur: Um 100. Maður leiksins: Páll Axel Vil- bergsson, Grindavik. Mike Tyson er öðlingur Mike Tyson og Frans Botha berjast i þungavigt hnefaleika aðfaranótt sunnudags og verður þetta fyrsti bardagi Tysons síðan hann í æðiskasti beit eyran nánast af Evander Holyfield í júní 1997. Tommy Brooks, þjálfari Tysons, sagði í gær að Tyson væri öðlingur en slikt hrósyrði hefúr ekki verið viðhaft um Tyson áður og á varla við manninn. -SK Frjálsíþróttaþjálfarar íþróttakennarar Frjálsíþróttadeild ÍR vantar þjálfara fyrir yngri aldursflokka. Ef þú hefur áhuga á að starfa í hópi áhugasamra þjálfara við að efla starfsemi félagsins þá hafðu samband. Upplýsingar veitir Valdimar Gunnarsson, hs. 587 1720 eða vs. 587 2280. -I-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.