Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1999, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1999 Fréttir Utanríkisráðherra um Svalbarðadeiluna: Kemur til greina að grípa til aðgerða DV, Akureyri: „Utanríkisráðuneytið og sjávarút- vegsráðuneytið eru að fara yfír þetta mál núna. Við höfum látið Norðmenn vita af því að þetta mál er til skoðunar og það geti komið til þess að við gríp- um til aðgerða," segir Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra í við- tali við Útveginn, fréttabréf Lands- samband íslenskra útvegsmanna, Knattspyrnuþjálfarafélags Islands fer fram í Valsheimiliim, Hlíðarenda, sunnudaginn 31. jan., kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Kjör á þjálfurum ársins 00 Stjórnin en þar var m.a. rætt við Halldór um Svalbarðadeiluna. Davíð Oddsson hefur áður lýst því yfir að dómstólaleiðin komi fyllilega til greina til lausnar á Sval- barðadeilunni, að farið verði með málið fyrir alþjóðlega dómstóla, og Halldór á von á að það geti gerst fyrr en síðar. „Ég á siður von á því að það ger- ist í vetur, en vil samt ekki útiloka það. Mín skoðun er þó sú að það sé best fyrir alla aðila að ná samnings- lausn varðandi Smuguna. Það draga allar þjóðir rétt Norðmanna í efa í þessu sambandi og samningurinn sem þeir gerðu við Kanadamenn var aldrei staðfestur. Við vinnum að sjálfsögðu á grundvelli þjóðarétt- ar sem er það eina sem við getum gert. Við höfum samið við Norðmenn um Jan Mayen-svæðið á grundvelli þjóðaréttar og þeim ber að semja við okkur á grundvelli þess sama réttar að því er varðar Barentshaf- Halldór Asgrímsson: leiðin kemur til greina." „Dómstóla- ið. Við getum ekki flutt klukkuna til baka í þessu sambandi. Náist ekki samkomulag um lausn á deilunni verður hún að endingu útkljáð fyrir alþjóðlegum dómstólum," segir Halldór Ásgrímsson. -gk Húsbréf Utdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa i eftirtöldum flokkum: 4. flokki 1992 - 21. útdráttur 4. flokki 1994 - 14. útdráttur 2. flokki 1995 - 12. útdráttur 1. flokki 1998 - 3. útdráttur 2. flokki 1998 - 3. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. mars 1999. Ötl númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess liggja upplýsingar frammi hjá íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafýrirtækjum. Ibúðalánasjóður I Suðurlandsbraut 24 | 108 Reykjavík | Sfmi 569 6900 | Fax 569 6800 Matthías við eldamennskuna úti í bílskúr. DV-mynd Daníel Keypti nýja rafmagnstöflu: Eldar úti í bílskúr Guðlaugur Einarsson á Suður- götunni á Akranesi lét setja nýjar rafmagnsleiðslur og töflu i hús sitt fyrir nokkrum árum. Rafvirkinn gleymdi hins vegar að setja tengil fyrir eldavélina. og síðan hefur Guðlaugur þurft að elda úti í bíl- skúr. „Ég elda líka úti undir berum himni ef veðrið er gott en það er takmarkað hvað ég get þvl ég hef bara eina hellu,“ segir Matthías og bætir því við að hann sé alltaf hálf- svangur. Hann borgaði rafvirkjan- um 260 þúsund krónur fyrir nýju raflagnimar og hefur aldrei fengið skýringar á því hvers vegna elda- vélartengilinn vantar. „Þetta er því bagalegra vegna þess að ég á tvær flnar eldavélar sem ég get ekki notað. Ég átti þrjár en gaf eina,“ segir Matthías sem getur ekki borðað hvað sem er: „Þeir tóku úr mér gallblöðruna fyrir nokkru og síðan hef ég átt bágt með að melta þungmeti. Mest langar mig í feitt hrossakjöt en það er erfitt að sjóða það á einni plötu úti i bílskúr." -EIR SKATTAR OG FJÁRMÁL Þann 27. janúar mun aukablað um skatta og fjármál fylgja DV. Þar verður fjallað um flest það sem viðkemur sköttum og fjármálum heimila og einstaklinga. Umsjón efnis: Jóhanna Á. H. Jóhannsdóttir í síma 550 5930, netfang dvritst@ff.is Umsjón auglýsinga hefur Gustaf Krístinsson í síma 550 5731 Auglýsendur athugið! Sfðasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagurinn 21. janúarl ■V* -: K

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.