Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1999, Blaðsíða 19
19 FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1999 r>v Æsumálið: Vonandi Fréttir niður- „Það sem nú tekur við er að dómsmál verður höfðað innan tveggja til þriggja vikna og ef ailt gengur vel fæst vonandi niðurstaða í þetta mál fyrir réttarhlé sem hefst í byrjun júlí,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Kolbrúnar Sverrisdóttur, ekkju Harðar Bjamasonar, skipstjóra á skelfisk- bátnum Æsu sem fórst í Arnarfirði um mitt ár 1996. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra hefur veitt Kolbrúnu gjaf- sókn í málinu en Kolbrún hefur átt i baráttu við tryggingarfélag og út- gerð bátsins sem hafa hafnað öllum kröfum ekkjunnar og barna henn- ar. Málið verður höfðað gegn út- gerð Æsu, Vestfirskum skelfiski hf. og Samábyrgð íslands á fiskiskip- um -gk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður. staða í júní TILBOÐ Opid virka daga kl. 11 - B4 Helgar 11 - 05 Múpalind 1 Símí 5B4 5777 200 ára og er eins og ný - viðgeröum á ytra byrði Bessastaðakirkju að ljúka Viðgerðum á Bessastaðakirkju er að ljúka og ístaksmenn að hverfa af staðnum. Arkitektarnir Garðar Halldórsson og Þorsteinn Gunnars- son hafa haft faglega ráðgjöf með verkinu fyrir Bessastaðanefnd ásamt Pétri Stefánssyni verkfræð- ingi, sem var verkefnisstjóri. Gert var við þakklæðningu, burð- arvirki í tumi endumýjað, gömul pússning fjarlægð og hún endumýj- uð á þann hátt að hleðslan í veggj- unum sést. Áður var hún þakin pússningu. Kirkjan er hlaðin úr stómm grágrýtissteinum. „Þetta hefúr tekist ljómandi vel og það hefur verið vandað til eins og hægt hefur verið. Verktakarnir frá ístaki hafa staðið mjög vel að verki. Kirkjan er eitt af steinhúsunum sem byggð voru á ofanverðri 18. öld, kirkjan í Viðey, Viðeyjarstofa, Hóla- dómkirkja og Bessastaðastofa og Bessastaðakirkja, öll byggð á tiltölu- lega stuttum tíma og átti að kenna íslendingum að byggja varanleg hús,“ sagði Garðar Halldórsson arkitekt í gær. Kirkjan reis á árunum 1780 til 1795 og var teiknuð af hirðarkitekt- inum Georg David Anthon. Garðar segir að næsta skrefið verði vonandi að lagfæra Bessastaða- kirkju að innan líkt og gert var að Hólum. Engin ákvörðun hefur hins vegar verið tekin um það mál. -JBP Bessastaðakirkja, rúmlega 200 ára, sem ný að utan, en þarfnast lagfæringa innandyra. DV-mynd S Norðurland eystra: Tómas Ingi fær samkeppni DV, Akureyri: Ljóst er að tillaga kjörnefndar Sjáifstæðisflokksins í Norðurlands- kjördæmi eystra um skipan á lista flokksins sem lögð verður fyrir kjör- dæmisþing að Mývatni um helgina verður ekki samþykkt í heildina, því Ásgeir Logi Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri í Ólafsfirði, mun gefa kost á sér í 2. sæti listans. Stimgið verður upp á Ásgeiri Loga á þinginu. Reiknað hefur verið með að Tómas Ingi Olrich alþingismaður fái það sæti án mótframboðs en DV hef- ur fengið staðfest að Ásgeir Logi gefi kost á sér. Halldór Blöndal mun verða einn í framboði til forustusæt- is listans en í þriðja sætið hafa sex lýst yfir áhuga á að setjast. -gk Waterboy tilbod Selecta og Sambíóanna Fyrirtöki og stofnanir sem panta vatnskæli í janúar frá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.