Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1999, Blaðsíða 32
> o a co LU SO 2 O < tA O h.U3 ■> 2 un FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Fulltrúar Byrgisins: Reyna að fá Rockville Meðferðarfélagið Byrgið, sem líkn- ar áfengis- og fíkniefnasjúklingum, stendur í samningaviðræðum við ut- m anríkisráðuneytið og fulltrúa vamar- liðsins um að félagið fái til afnota hina fyrrum ratsjárstöð, Rockvilie á Miðnesheiði (skammt utan vamar- svæðisins). Félagið hefur hýst mörg hundruð sjúklinga frá því það var stofnað í desember 1996, þar af 430 í Hlíðardalsskóla í Ölfusi. Sjúklingar em einnig í húsnæði við Hvaleyrar- braut og Vesturgötu í Hafnafirði. „Ég reikna með að Rockviile muni geta hýst um 200 manns. Þama yröi hægt að hafa svefnskála, íþróttasal, skrifstofuhúsnæði og vélaverkstæði," sagði Guðmundur Jónsson, forstöðu- maður Byrgisins, í samtali við DV. Hann sagði að Byrgið væri kristilegt líknarfélag sem væri fjármagnað með peningum heimilismanna - 35 þús- * und krónum á mann á mánuði. Tólf manns sinna þjónustu, ráðgjöf og annarri aðhlynningu, mest í sjálf- boðavinnu. Spurður um viðbrögð við- semjenda Birgisins varðandi Rockville sagði Guðmundur að full- trúar vamarliðiðsins hefðu verið já- kvæðir. -Ótt Helgarblaö DV: Ekki óvön hestum Unnur Steinsson hefur komið víða við en ávallt verið í sviðsljósinu, nú siðast í umdeildri mynd Hrafns Gunn- laugssonar sem sýnd var um jólin. Unnur og Vilhjálmur, sonur hennar, eru í opnuviðtali þar sem meðal ann- ars er rætt um feril Unnar og hesta- mennskuna. Fjallaðer um Tyson og bardagann. í innlendu fréttaljósi er fjallað um agaleysi í íslenskum skólum og á heimilum. í erlendu fréttaljósi er fjall- að um Larry Flynt, klámkónginn sem kemur nú upp um framhjáhald hvers repúblikanans á fætur öðram. -sm/-þhs Margir þurftu að skafa snjóinn af bílum sínum í morgunsárið áður en þeir héldu til vinnu. Nokkrir áttu þó í vandræðum i færðinni en þessir nemendur hjálp- uðu ökumanni að komast leiðar sinnar við Austurbæjarskóla í morgun. Búist er við meiri snjókomu og hvassviðri á morgun. DV-mynd Pjetur Sjúkrahúsiö í Neskaupstaö í Qárhagskröggum: Þaö er verið að drepa okkur - segir Benedikt Sigurjónsson stjórnarformaður Sjúkrahúsið í Neskaupstað er rek- ið með miklum halla; svo miklum að menn era famir að örvænta. Starf- semin eykst stöðugt og á síðasta ári vora innlagnir i fyrsta sinn yfir eitt þúsund. Sjúkrahúsið er með 32 rúm og þar ef era 6 lokuð í spamaðarskyni en allt kemur fyrir ekki. „Ég hef það á tilfmningunni að verið sé að drepa okkur,“ segir Bene- dikt Sigurjónsson, framsóknarmaður og stjómarformaður sjúkrahússins. „Ætli menn vilji ekki flytja allt á Eg- ilsstaði." Sjúkrahúsið í Neskaupstað er eina bráðasjúkrahúsið í fjórðungnum og stjómendur þar hafa verið hvattir til að auka tiltrú þess með vandaðri þjón- ustu. „Það höfrnn við reynt, meðal ann- ars með því að ráða til okkar hæfari lækna en þeir kosta sitt. Ætli eitt stykki læknir kosti okkur ekki hátt í millj- ón á mánuði með öllu. En þess ber að geta að sjúkrahúslæknamir sinna einnig heilsu- gæslu á staðnum," seg- ir Benedikt stjómarfor- maður sem einnig er umsjónarmaður íþróttahússins í Nes- kaupstað. Samkvæmt heimild- um stefnir hallinn á sjúkrahúsinu í 70 rnillj- ónir og spamaðaráform hafa kostað átök í stjóminni. Svo mjög að almannarómur í Nes- kaupstað segir að Kristinn ívarsson, framkvæmdastjóri sjúkrahússins, byrji hvem stjómarfund á því að henda Benedikt stjóm- arformanni á dyr. „Þetta er ekki satt. Ég hef ekkert vald til að kasta stjómarformanni út. Benedikt er dugleg- ur og samviskusamur maður; besti stjórnar- formaðurinn sem við höfum haft hér lengi,“ segir Kristinn fram- kvæmdastjóri. Benedikt stjómarformaður viður- kennir hins vegar að það geti hvesst milli manna þegar að kreppi: „Við sitjum við langt borð þannig að það eru 5-6 metrar á milli mín og framkvæmdastiórans á stjómar- fundum. Hann nær ekki til mín.“ -EIR Benedikt Sigurjónsson. Bolungarvík: Brenndist illa Tvitugur maður brenndist illa í Bolungarvík í gær. Hann var að gera við bil þegar eldur kviknaði í bensínbrúsa með fyrrgreindum afleiöingum. Nærstaddir komu honum til bjargar og var hann fluttur á sjúkrahúsið á ísafirði. Læknir á Ísafíröi sagði í samtali við DV í morgun að líðan hans væri góö eftir atvikum. -hb Ekkert klikkaði á Króknum „Þetta er mesta vitleysa, allt hefúr geng- ið ljómandi vel. Það voru tæknilegir hnökrar fyrstu dagana sem staíaði af því að hugbúnað- arfyrirtækið var ekki alveg klárt með það sem þurfti til að ná fram tengingu fyrir sunnan. En þá virkaði allt norður á Sauðárkróki eins og það átti að gera og þá var hægt bjarga málum þaðan," sagði Páll Pétursson félagsmálaráð- herra í morgun um þau vandamál íbúða-lánasjóðs að ná ekki sambandi við bankakerfið. -JBP Veðrið á morgun: Stormur um land allt Veðurstofan spáir stormi um allt land á morgun, jafnvel roki eða 10 vindstigum austan til. Þessu fylgir ofanhríð og afleitt skyggni norðan- og austanlands en sunnanlands og vestan verður úrkomulaust en sums staðar skaf- renningm-. Frost verður á bilinu 0 til 5 stig. Veðrið í dag er á bls. 29. MERKILEGA MERKIVÉLIN txother PT-200 (slenskir stafir Taska fylgir 8 leturgeröir, 6 stæröir 6, 9,12, 18 mm borðar Prentar í 4 línur Aðeins kr. 6.995 n Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport Maggí -gœði, úrval cg gott verð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.