Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1999, Page 1

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1999, Page 1
K úbbur Kvikmynda- hátíðar í Reykjavík Veitingahúsið Vegamót við Vega- mótastíg býður áhorfendum Kvik- myndahátíðar í Reykjavík afslátt af kaffi og bjór gegn ffamvísun að- göngumiða á sýningar hátíðarinn- ar. Þar liggur frammi dagskrá hátíð- arinnar og Klúbburinn mælir sér- staklega með að fólk sjái allar myndir hátíðarinnar en láti eftir- farandi alls ekki fram hjá sér fara: The Dinner Game, Spanish Prisoner, Funny Games, Velvet Goldmine, Four Days in Sept- ember, The Ugly, Butcher Boy, The General, The Thousand Wonders of the Universe, heimildarmyndina Out of the Present og síðast en ekki síst Idioteme, nýjustu mynd Lars von Triers. Kvikmyndahátíð í Reykjavík er sjálfseignarstofnun sem að standa Félag kvikmyndagerðarmanna, Félag íslenskra leikara, Samtök kvikmyndaleikstjóra og Samtök íslenskra kvikmyndaframleiðenda. Stjórn Kvikmyndahátíðar í Reykjavík skipa: Friðrik Þór Friðriksson, Hákon Már Oddsson, Júlíus Kemp & Randver Þorláksson. Framkvæmdastjóri: Anna María Karlsdóttir. Starfsmaður: Lísa Kristjánsdóttir. Skrifstofa: Hverfisgata 46, 101 Reykjavík. Sími: 552 70 30. Fax: 552 51 54. DV er aðalbakhjarl Kvikmyndahátíðar I Reykjavík. Fyrsta kvikmyndahátíðin í Reykja- vík var haldin fyrir tuttugu árum. Þá sem nú er markmið há- tíðarinnar að sýna almenningi vandað- ar kvikmyndir sem öllu jöfnu eru ekki sýndar í kvikmyndahúsum borgarinn- ar. Við viljum sérstaklega benda kvik- myndaáhugafólki á myndir íranska leikstjórans Moshens Makhmalbafs sem er einn merkilegasti kvikmynda- gerðarmaður samtíðarinnar og sýnir hátíðin þrjár mynda hans, Moment of Innocence, Salaam Cinema og Gabbeh. Óhætt er að fullyrða að mynd hans, Gabbeh, er ein fallegasta kvikmynd okkar tíma. Opnunarmynd hátíðarinnar er danska kvikmyndin Festen i leikstjóm Thomas Vinterberg og lokamyndin verður ítalska kvikmyndin La Vita é Bella í leikstjóm Robertos Benignis. Þessar tvær kvikmyndir hafa sópað til sín verðlaunum og hafa notið hylli al- mennings og gagnrýnenda víða um heim. Aðalleikari Festen, Ulrich Thom- sen, og klippari myndarinnar, Valdís Óskarsdóttir, sækja hátíðina heim. Dagskrá heimildarmynda á hátíðinni er nýbreytni og við erum stolt af því að bjóða upp á sýningar á myndum sem allar em verðugir fulltrúar vandaðrar heimildarmyndagerðar. Leikstjórar Brandon Teena Story, Gréta Ólafsdóttir og Susan Muska, era gestir hátíðarinn- ar. Enn fremur bjóðum við upp á fyrir- lestra kvikmyndafræðingsins Dennis Nybacks imi erótík í teiknimyndum og DaDa og surrealisma í Hollywood-kvik- myndum fjórða áratugarins. Hér er fátt eitt talið og bendum við fólki á að kynna sér vel dagskrá hátíð- arinnar og njóta vel veislunnar sem er að hefjast. Við þökkum veittan stuðning Danska sendiráðsins, kvikmyndahúsa í Reykja- vík og þeirra fyrirtækja sem hafa lagt okkur lið. Án þeirra væri engin hátíð. Helsta verkefni stjórnar á næstu mán- uðum er að skjóta styrkari stoðum und- ir fjárhag hennar og er það von okkar að það skili sér á næstu hátíð sem hald- in verður í ágúst. Meira um það síðar. F.h. stjórnar Kvikmynda- hátíðar í Reykjavík, Anna María Karlsdóttir framk væmdastj óri Festen hefur farið sigurför um heiminn á síðasta ári og hiot- ið fjöida verðlauna. Veislan verður að dramatískri helgi sem enginn þeirra sem viðstaddir eru á eftir að gleyma. Véisl Opnunarkvikmynd Kvik- myndahátíðar í Reykjavík er danska verðlaunamyndin Veisl- an (Festen) og mimu tveir af að- standendum myndarinnar heimsækja okkur og vera við- staddir framsýninguna. Það era aðalleikarinn Ulrich Thomsen ! og Valdís Óskarsdóttir, íslensk | kvikmyndagerðarkona sem býr . í Danmörku, en hún klippti I Veisluna. Leikstjóri er Thomas ! Vinterberg, einn athyglisverð- asti kvikmyndaleikstjóri sem komið hefur fram á Norður- löndum á undanförnum árum. Veislan gerist að sumri til í Danmörku. Ættfaðirinn og óð- alsbóndinn Helge Klingenfeldt (Henning Moritzen) er að verða I sextugur. Börn hans, tveir syn- j ir og dóttir, koma til að halda upp á afmælið með honum. Veislan er haldin í skugga þess að önnur dóttir hans hafði ný- verið framið sjálfsmorð. Til að hreinsa andrúmsloftið I heldur annar sonurinn, Christi- an (Ulrich Thomsen), ræðu þar sem hann fer ofan 1 allar þær ' V- ■ ...........................-.................... lygar sem fjölskyldan hefur búið við í áranna rás. Veislan verður að dramatískri helgi sem enginn þeirra sem við- staddir eru á eftir að gleyma.Veislan hefur farið mikla sigurfor á kvikmyndahá- tíðum á síðasta ári. Hún fékk dómnefndarverðlaunin í Cann- es, Thomas Vinterberg var upp- götvun ársins á European Film Award þar sem Veislan var til- nefnd sem besta mynd. Gagn- rýnendur í Los Angeles völdu hana bestu erlendu kvikmynd- ina, það gerðu einnig gagn- rýnendur í New York, hún fékk sérstök verðlaun á alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Sao Paulo og nú hefur hún verið tilnefnd til Golden Globe verðlaunanna og mjög líklegt er talið að hún fái tilnefningu til óskarsverðlaima. Thomas Vinterberg fæddist í Kaupmannahöfn 1969. Hann er ásamt Lars Von Trier höfundur Dogma 95 og er Veislan gerð með þeirri aðferð. Veislan er Festen Leikstjórn og handrit: Thomas Vinterberg. Kvikmyndataka: Anthony Dod Mantle. Klipplng: Valdís Óskarsdóttir. Lelkarar: Ulrich Thomsen, Henning Moritzen, Thomas Bo Larsen, Paprika Steen og Birthe Neumann. Danmörk, 1998. ísl. texti. hans þriðja kvikmynd, áður hafði hann gert Drengen der gik baglæns (1994) og De storste helte (1996). 15. janúar 1999 f Ókus 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.