Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1999, Blaðsíða 4
Þrjár kvikmyndir íranska leikstjórans Mohsen Makhmalbaf: Ahugi á kvik- myndum og slæm reynsla af pólitík íranski leikstjórinn Mohsen Makmalbaf er einn þekktasti leik- stjóri írana en kvikmyndir þaðan hafa verið að vekja mikla athygli á undanförn- um árum og hafa unnið til verðlauna á alþjóðlegum kvikmynda- hátíðum. Á Kvikmynda- hátið í Reykjavík verða sýndar þijár kvikmynda Makhmalbafs, Sal- am Cinema (1994), Gabbeh (1995) og Augnablik sakleysisins (Nu Va Goldun, 1996), sem eiga það sameig- inlegt að vera persónulegar og í tveimur þeirra er Makhmalbaf ein aðalpersónan. Mohsen Makhmalbaf fæddist 29. maí 1957 í þeim hluta Teheran þar sem fátækt er einna mest og gerast flestar kvikmynda hans, sem eru fimmtán að tölu, í þessum borgarhluta. Sækir hann oft efniviðinn í fólkið sem þar býr og hefur búið þar án breyttra lífsskilyrða öldum saman. Stuttu eftir að hann fæddist yfirgaf faðir hans íjölskylduna og þar sem móð- ir hans þurfti að vinna fyrir þeim ólst hann að mestu upp hjá ömmu sinni sem var mjög trúuð. Fimmtán ára gamall varð hann að hætta í skóla og fara út á vinnumarkaðinn til að vinna fyrir fjölskyldu sinni. Um sama leyti hóf hann afskipti af pólitík. Eftir mótmæli við lögreglu- stöð árið 1974 var hann handtekinn og sat í fangelsi í flmm ár. Honum var sleppt þegar keisaranum var steypt af stóli árið 1979. Þegar Mohsen Makhmalbaf var laus úr fangelsi hætti hann öllum afskiptum af pólitík, hóf skriftir og á árunum 1980-1982 komu út eftir hann smásögur, leikrit og ein skáld- saga. Eftir það sneri hann sér að kvikmyndum og leikstýrði sinni fyrstu kvikmynd, Nasooh’s Repent- ance, árið 1982. Hann viðurkenndi síðar að hann hefði nánast ekkert vitað um kvikmyndagerð þegar hann gerði hana. Þetta átti eftir að breytast og í dag er Mohsen Mak- hmalbaf einn vinsælasti og virtasti leikstjóri og rithöfundur i íran. *Salam Cinema ÆSk ------------ - Iran, 1994. Enskur texti. Lelkstjórn, kllpplng og handrlt: Mohsen Makhmalbaf. Kvlkmyndataka: Mahmoud Kalari. Tónllst: Shadrdad Rohani. Lelkarar: Azadeh Zangeneh, Maryam Keyhan, Feyzolah Ghashghai og Shag- hayegh Djodat. Salam Cinema í Salam Cinema segir frá þekkt- um leikstjóra, Mohsen Makmalbaf, sem hefur á prjónunum að gera kvikmynd til að fagna aldarafmæli kvikmyndarinnar. Hann setur aug- lýsingu í dagblað þar sem auglýst er eftir eitt hundrað leikurum. Hann hefur undirbúið sig fyrir að fá 1000 manns í viðtöl en 5000 manns birt- ast sem leiðir til uppþots þar sem margir umsækjendanna eru troðnir Augnablik sannleikans Fyrrverandi lögreglumaður á fer- tugsaldri sem býr úti á landi heldur til Teheran til að hitta leikstjórann Salam Clnema. kofa sínum. Hún heldur á litlu teppi (gabbeh), sem hún hafði ofið fyrir mörgum árum meðan hún var að bíða eftir tilvonandi eiginmanni sinum til að taka hana burt frá fjöl- skyldu hennar. Á meðan gömlu hjónin þvo teppið má segja að það lifni við og segi sögu konunnar með- an hún beið hjónabandsins. Við fylgjumst með lífinu hjá bændafólk- inum þar sem vakað er yfir sauð- um, spunnið og ull lituð og teppi búin til: „Lífið er litur,“ segir frændi hinnar tilvonandi brúðar meðan teppi eru gerð og ein úr fjöl- skyldunni er að fæða barn. Mohsen Makhmalbaf. Þeir höfðu hist fyrir tuttugu árum þegar Mohs- en var sautján ára og barðist gegn keisaranum en þá hafði lögreglu- maöurinn verið í þjónustu keisar- ans og Mohsen hafði reynt að af- vopna hann með þeim afleiðingum að hann var settur í fangelsi. í stað þess að bjóða lögreglumanninum hlutverk í kvikmynd þá býður hann honum um að hafa samstarf með að búa til kvikmynd um þennan af- drifaríka atburð í lífi þeirra beggja. undir. Segja má að Makmalbaf geri í Salam Cinema létt grín að sjálfum sér og þjóðfélaginu sem hann býr í og þegar umsækjendur eru spurðir koma svörin oft skemmtilega á óvart en lýsa um leið lífi og lifnað- arháttum almennings í landinu. Tónllst: Hossein Alizadeh. Lelkarar: Shaghayeh Djodat, Hossein Moharami, Rogheih Moharami og Abbas Sayah. Gabbeh Gabbeh er nafn á sérstökum tepp- um sem kvenfólk i Suðvestur-íran býr til. í byrjun fylgjumst við með gömlum hjónum sem koma út út Nu Va Goldun Lelkstjórn, kllpplng og handrlt: Mohsen Makhmalbaf. Kvlkmyndataka: Mahmoud Kalari. Tónllst: Madjid Entezami. Lelkarar: Mirhadi Tayebi, Ali Bakhshi, Ammar Tafti og Maryam Mahamadamini. Gabbeh Lelkstjórn, kllpplng og handrlt: Mohsen Makhmalbaf. Kvlkmyndataka: Mahmoud Kalari. f Ó k U S 15. janúar 1999 Allt sem Dawn reynir er dæmt til að mistakast, meðal annars sambönd hennar við stráka. Það er því ekki nema von að hún hugsi hvort ekki sé til betra líf fyrir utan New Jersey. Heather Matar- azzo leikur hina ellefu ára gömlu Dawn Wi- ener. Velkomin i Welcome to the Dollhouse er svört kómedía um hina ellefu ára Dawn Wiener (Heather Mat- arazzo) sem er miðbarn í fjöl- skyldu sem býr í miðri New Jersey. Það eru mjög fáir sem skilja Dawn og oftast er hún hötuð af skólafélögum sínum. Dawn reynir sem hún getur að setja um vinalegan svip gagn- vart öðrum en er oftast misskil- in og má segja að allt sem hún reynir sé dæmt til að mistakast, meðal annars sambönd hennar við stráka. Það er því ekki nema von að Dawn hugsi hvort ekki sé til betra líf fyrir utan New Jersey. Welcome to the Dollhouse er verðlaunuð kvikmynd og fékk meðal annars aðalverðlaimin á hinni virtu kvikmyndhátíð óháðra framleiðenda í Sund- ance árið 1996, þá fékk hún sér- stök dómnefndarverðlaun í Berlín sama ár. Þótt í myndinni sé engin nekt og ekkert ofbeldi þá gekk ekkert allt of vel að manna hlutverkin. „Foreldrum fannst víst handritið gefa mjög neikvæða mynd af skóla- og fjöl- skyldulífl," er haft eftir leik- stjóranum Todd Solondz, sem bætir einnig við að aðrir foreld- ar hafi skilið húmorinn og fund- ist handritið mjög gott og ekk- ert væri athugavert við að böm þeirra lékju í myndinni. Heat- her Matarazzo, sem leikur Dawn, var ellefu ára gömul þeg- ar tökur fóru fram og þar sem hún er nánast í öllum atriðum myndarinnar reyndi mikið á þessa ungu leikkonu sem þurfti að eyða sumarfríinu sinna inn- an skólaveggja í stað þess að fara í körfuboltabúðir eins og ætlunin hafði verið og segir leikstjórinn að hann hafi verið dauðhræddur um að hún mundi missa áhugann þegar hún kæm- ist að því hve seinlegt það væri Welcome to £ T§| the Dollhouse ^ Bandaríkin, 1995. ísl. texti. Leikstjórn og handrlt: Todd Solondz. Kvikmyndataka: Randy Drummond. Kllpping: Alan Oxman. Tönllst: Jill Wisoff. Lelkarar: Heather Matarazzo, Brendan Sextonjr., Eric Mabius og Matthew Faber. að búa til kvikmynd: Sú hræðsla var ástæðulaus," segir Solondz, „það var mikil ánægja að vinna með henni.“ Todd Solondz á ekki skemmti- legar minningar frá upphafsár- um sínum í kvikmyndum. Eftir að hafa gert athyglisverðar stuttmyndir var honum boðinn þriggja mynda samningur hjá Columbia: „Því miður var þessi samningur og annar sem ég hafði gert um handritsskrif með alls konar gloppum og hafði ég lítið að segja um hvað ég átti að gera og því var eina ánægja mín að geta sagt að ég hefði gert þriggja mynda samning við Col- umbia, enda fór það svo að fyrsta mynd mín, Fear, Anxiety and Depression (1989) var ekki góð mynd og reynsla mín af henni gerði það að verkum að ég hætti í bransanum eða kannski ættum við að segja bransinn hætti við mig.“ Eftir þessa reynslu gerðist Solondz enskukennari fyrir rússneska innflytjendur og segist hafa ver- ið hamingjusamur í því starfi í nokkur ár. Meðan hann var á samningi hafði hann skrifað handritið að Welcome to the Dollhouse og þegar einn vinur hans, lögfræðingur sem hafi les- ið handritið bauðst til að hjálpa honum við að fjármagna mynd- ina sló hann til enda hafði hann alltaf talið þetta handrit það besta sem hann hafði skrifað. Nýjasta kvikmynd Solondz Happiness var frumsýnd seint á síðasta ári og hefur hefur hún vakið mikla athygli og sterk viðhrögð. Ofbeldisfull kvikmynd þar sem lítið skilur á milli raunveruleika og blekkingar Sá Ijóti Með jöfnu mUlibih koma athygl- isverðar kvikmyndir frá Nýja-Sjá- landi sem minna heimsbyggðina á að þar þrífst öflug kvikmyndagerð og er The Ugly ein slíkra kvik- mynda. Myndin gerist að mestu á geðveikrahæli. Þar er fjöldamorð- inginn Simon Carthwright (Paolo Rotondo) lokaður inn þar sem hann hefur ekki verið tahnn hæf- m- th að gangast undir réttarhöld. í fimm ár hefur gæslumaður hans verið læknirinn Marlowe (Roy Ward). Dag einn kemur til starfa sálfræðingurinn Karen Shoemaker (Rehecca Hohbs) og er hún fengin th að taka viðtöl við Simon sem hefur um tíma haldið þvi fram að hann sé orðinn hehl á geðsmun- um. Simon segir Karen að hann hafi verið haldinn hlum anda sem hafi stjórnað gerðum sínum en nú sé sá fjandi farinn úr lík- guna hans. Þótt sagan sé ekki sennheg þá er framkoma Simons slík að hún treystir honum í fyrstu og jafnvel stendur sig að þvi að trúa honum. Það renna þó á hana tvær grímur þegar fer að slá út í fyrir honum og brátt veit hún ekki hvað er sannleikur og hvað ekki. Því fleiri sem mótsagnirnar verða því ákveðnari verður hún í að komast að því hver sannleikur- inn er og hún er hrædd um að hann sé skelfilegri en nokkuð ann- að sem komið hefur af vörum Simons. Það er ekki aðeins að Simon segi frá gerðum sínum heldur er í Leikstjórn og handrit: Scott Reynolds. Kvlkmyndataka: Simon Raby. Tónlist: Victoria Kelly. Leikarar: Paolo Rotondo, Rebecca Hobbs, Jennifer Ward-Lealand og Roy Ward. Paolo Rotondo lelkur titllhlutverkiö í The Ugly. nokkrum atriðum farið aftur í tímann, aht th þess er Simon var lítill drengur í umsjá hálfklikk- aðrar móður. Leikstjórinn Scott Reynolds er ekkert að hlífa áhorf- andanum sem á erfitt með að gera sér grein fyrir hvað er raunveru- leiki og hvað er blekking. The Ugly, sem þykir mjög ofbeldisfúh, hefur unnið th ýmissa verðlauna á kvikmyndahátíðum, meðal ann- ars var Reynolds valinn besti leik- stjórinn á Katalónsku kvikmynda- hátíðinni í Sitges. Þusund undur alheimsins Franska kvikmyndin Þúsund undur alheimsins (Mhle mer- veilles de l’universe) er frá ár- inu 1997 og er stjómað af Jean- Michel Roux. Um er að ræða dramatíska framtíðarmynd sem fengið hefur góða dóma. Var hún meðal annars tilnefnd sem besta kvikmynd á Fantasporto- kvikmyndhátíðinni þar sem ein- göngu framtíðarmyndir eru sýndar. Þekktir leikarar eru í Frakkland, 1997. Mille merveilles de * l'universe Leikstjóri: Jean-Michel Roux. Lelkarar: Julie Delphy, Pascale Bussieres, Tchéky Karyo, Chick Ortega og Maria de Medeiros. hlutverkum í myndinni. Má þar nefna Julie Delphy, Tchéky Kar- yo og Maria de Medeiros.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.