Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1999, Blaðsíða 10
Sendiherrann (Alan Arkin) á milli tveggja ræningjanna. Ungir menn með mikla drauma gerast skæruliðar og ræna bandaríska sendiherranum í Brasilíu árið 1969 O que É Isso, Companheiró? Brasilía. 1997. Danskur texti. Leikstjóri: Bruno Barreto. Handrit: Leopoldo Serran. Kvlkmyndataka: Felix Monti. Kllpplng: Isabelle Rathery. Tónllst: Stewart Copeland. Leikarar: Alan Arkin, Pedro Cardoso, Fernanda Torres og Claudia Abreu. Fjórir dagar í september Fjórir dagar i september (0 que É Isso, Companheiró?) er brasilísk kvikmynd sem fjallar um unga menn með mikla drauma sem ger- ast skæruliðar þegar þeir ræna bandaríska sendiherranum í Brasil- íu árið 1969 og er hún byggð á minn- ingum eins þeirra. Myndin var til- nefnd til óskarsverðlauna sem besta erlenda kvikmyndin árið 1997. Fjórir dagar í september hefst á fréttamyndum þar sem sýnd eru mótmæli gegn hemum sem steypti af stóli réttkjörinni rikisstjóm Bras- ilíu. Þegar frjáls fréttamennska er bönnuð stofna stúdentar byltingar- samtök og telja það besta ráðið til að vekja athygli á málstaðnum að ræna sendiherra Bandaríkjanna. Hópurinn sem tekur þetta að sér þekkist ekkert innbyrðis nema tveir þeirra, Femando (Pedro Cardosa) og Cesar (Zelton Mello) sem em skólafélagar en hafa mjög ólíkar skoðanir á málunum. Sendiherran- um Charles Burke Elbrick (Alan Arkin) er rænt og það er Femando sem fenginn er til að gæta hans. Femando, sem hefur ekki þessa sömu hörku og félagar hans og er auk þess gáfaðastur þeirra, laðast að sendiherranum og myndast á milli þeirra sérstakt samband sem getur orðið erfitt að glíma við þegar kemur að því að ákveða hvað gera á við sendiherrann, þvi það er allt eins líklegt að það verði Femando sem fær það verkefni að skjóta hann. Leikstjóri er Bruno Baretto. Hann fæddist í Rio de Janeiro 16. mars 1955 og vann lengi sem kvik- myndatökumaður áður en hann hóf að leikstýra eigin kvikmyndum. Sjálfsagt er þekktasta kvikmynd hans Dona Flora and her Two Hus- bands (Dona Flor e seus dois maridos) sem hann gerði 1978. Nýjasta kvikmynd hans er banda- rísk, One Tough Cop, þar sem með aðalhlutverkin fara Stephen Bald- win, Chris Penn og Gina Gershon. Roberto Benigni leikur og leikstýrir La vita é bella. sem er uppfull af mannlegum til- fmningum og gæsku. Benigni hef- ur hingað til verið fremstur í flokki gamanleikara á Italíu og leikstýrt og leikið í mörgum gam- anmyndum sem fengið hafa met- aðsókn. Fyrir nokkrum árum fékk hann sitt fyrsta stóra hlut- verk í bandrískri kvikmynd þeg- ar hann var valinn til að feta í fót- spor Peter Sellers í Son of Pink Panther. Ekki var það skemmti- leg reynsla fyrir hann, mjmdin var aðeins skugginn af fyrri myndunum um Bleika pardusinn og hvarf fljótt af sjónarsviðinu. Á þessu ári munum við sjá Benigni í kvikmynd sem gerð er eftir hin- um vinsælu teiknimyndasögum um Ástrík og félaga. Þar er mót- leikari hans Gerard Depardieu. La vita é bella Italía. 1997. Lelkstjórn: Roberto Begnini. Handrit: Vincenzo Cerami og Roberto Benigni. Kvikmyndataka: Tonino Delli Colli. Klipping: Simona Paggi. Tónllst: Nicola Piovani. Lelkarar: Roberto Benigni, Nicoletta Braschi, Giorgio Cantarini og Giustino Durano. Dennis Nyback ferðast um heiminn með allar myndirnar sem hann á, þær hlaupa á þúsundum, og heldur fyrirlestra út frá þeim. Hann er eigandi The Light Achive sem safnar gömlum filmum. Flestar myndirnar eru stuttar myndir sem hann notar þemasýningar. Dennis verður með sýningu og fyrirlestur hér á landi í tengslum við Kvikmyndahátíð. Allt sem hefur komið frá Hollywood undanfarin 20 ár er rusl Hvernig sýningu veröuröu meö hér á landi? „Önnur fjallar um áhrif data og súrrealisma á Hollywood- myndir þriðja áratugarins," segir Dennis Nyback kvikmyndafræð- ingur. „Þessi er öðruvísi en flest- ar þær sýningar sem ég ferðast með því ég sýni búta úr myndum í fullri lengd. Meðal myndanna sem ég sýni úr eru Te Big Broa- dcast, International House og Danest, svo að einhverjar séu nefndar." Hitt prógrammið sem Dennis verður með fjallar um ameriskar kynlífsmyndir. „Stag Party Speci- al.“ Stag voru litlar klámmyndir sem voru gerðar á þriðja ára- tugnum. En þar sem lögin á ís- landi eru svo þver og grútleiðin- leg þá verður Dennis ekki með það grófasta heldur reynir að halda sýningunni innan ramma laganna. Heftum tjáningarfrelsið! virð- ist ennþá vera í öndvegi is- lenskra laga. En engu að síður verður sýningin forvitnileg því Dennis mun að sjálfsögðu tala um það sem honum sýnist og sá fyrirlestur verður örugglega for- vitnilegur. Ertu alveg húkt á kvikmynd- um? „Já. Ég held reglulega svona kvikmyndaparti þar sem ég og vinir mínir horíúm á gamlar myndir og spjöllum um þær.“ Horfiröu ekkert á nýjar myndir? „Nei. Allt sem hefur komið frá Hollywood undanfarin tuttugu ár er hörmulegt rusl.“ En hefuröu séö einhverjar ís- lenskar myndir? „Ég held ekki. Enda er ég að koma til ykkar í fyrsta skipti. Ég græði ekki mikla peninga á þessu starfl mínu og ferðast ekki nema í tengslum við það. En ég hef ver- ið að segja vinum mínum frá þvi að ég sé á leið til íslands og þeim þótti þaö æðislegt svo ég hlakka mikið til.“ hans fái það á tilfinninguna að lífið sé dásamlegt. SL sama á hwerjii genqury Gudio vill að lífið sé dáyimlegt í útrýmingarbúðunum er sama hvað á gengur, Gudio vill að sonur Stutt er síðan ítalski gaman- leikarinn Roberto Benigni var sigurvegarinn þegar Italir gerðu upp sitt kvikmyndaár og fékk mynd hans Lífið er dásamlegt (La vita é bella) átta ítalska „óskara". Áður hafði hún fengið dómnefnd- arverðlaunin á kvikmyndahátíð- inni í Cannes og segja má að allt frá því Lífið er dásamlegt kom fyrir augu almennings hafi verið hlaðið á hana lofi og viðurkenn- ingum. Roberto Benigni leikstýr- ir myndinni, leikur aðalhlutverk- ið og er meðhöfundur handrits- ins. Lífið er dásamlegt gerist á ítal- íu þegar Mussolini hefur hafist til valda. Fjallar hún um hinn sein- heppna Guido (Roberto Benigni) sem verður ástfanginn af Doru (Nicholettu Brasci) sem stendur honum talsvert ofar í virðingar- stiganum. Þótt hún sé trúlofuð foringja í her Mussolinis ná þau saman og giftast og eignast lítinn dreng. Það eru blikur á lofti og þar sem Guido er gyðingur verð- ur hann fyrir aðkasti og kemur að því að fjölskyldan er flutt í út- rýmingarbúðir nasista. Til að halda vemdarhendi yfir syni sín- um lætur Guido sem þeir taki þátt í leikþætti. Þegar hrópað er á þá segir Guido syni sínum að ver- ið sé að setja reglur og hægt sé að vinna sér inn stig með því að fara eftir því sem sagt er við þá. Það er sama hvað á gengur, Gudio vill að sonur hans fái það á tilfinning- una að lífið sé dásamlegt. Óhætt er að segja að Roberto Begnini hafi komið verulega á óvart með þessari mynd sinni n EFTIR ARTHIIR «1 MILLER * 1 FIKFFI.AC ; RIYKJAVÍKIR f Ó k U S 15. janúar 1999 20

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.