Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1999, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999 6 ★ stuttar fréttir Úlfur fyrir bíl Úlfur nokkur sem var búinn aö drepa um 40 kindur í svissnesku Ölpunum fékk makleg málagjöld á fimmtudag þegar hann varð fyrir bíl og dó. Deilt haföi veriö um hvort reyna ætti að skjóta kauða. Útilokar kommúnista Júrí Luzhkov, hinn valdamikli borgarstjóri Moskvu, útilokaði á fimmtudag að flokkur hans, Föðurlands- fylkingin, og kommúnistar myndu stofna bandalag. Borgarstjórinn sagði að gyð- ingfjandsamlegar yflrlýsingar kommúnista að undanfomu hefðu sett ljótan blett á flokkinn. Hópfyllirí bannað Borgaryfirvöld í Paris hafa, að gefnu tilefni, bannað hópfyllirí á götum úti í miðborginni milli klukkan níu á kvöldin og fimm á morgnana. Geimskoti frestað Fresta varð að skjóta dönskum gervihnetti á loft í gær vegna óhagstæðra vinda. Gegn barnamisnotkun Norðurlöndin ætla aö grípa til hertra aðgerða gegn þeim sem misnota börn, meðal annars með því að herða refsingar. Glæpum fækkar Danskir glæpamenn höfðu hægar um sig á síöasta ári en ár- ið áður og lögðu ekki i eins mörg innbrot, þjófhaði eða bankarán. Glæponamir beittu þó löggumar sem reyndu að góma þá meira of- beldi en áöur. Fornt leikhús fundiö Fomleifafræðingar í Sviss skýrðu í gær frá því að þeir hefðu fundið 1.800 ára gamalt galló-rómverskt leikhús í einu út- hverfa Lausanne. Ekki frosið fast Ariel Sharon, utanríkisráð- herra ísraels, ítrekaði við frétta- menn í París í gær að friðar- ferlið fyrir botni Miðjarð- arhafsins væri ekki frosið pikkfast vegna kosninganna í ísrael í maí. Hann sagði þó boltinn væri hjá Palestínumönnum. Ekki sleppt í bráð Foringja uppreisnarmanna í Sierra Leone verður ekki sleppt í bráð, að sögn forseta landsins. Þá veröur hann ekki fluttur til hlut- lauss lands. t. Ford vill Volvo Viðræður standa yfir milli stjóm- enda Ford-bílaframleiðandans í Bandaríkjunum og Volvo um kaup Fords á bílaframleiðsludeild Volvo að hluta eða öllu leyti. Stjóm Ford- fyrirtækisins kom saman til fundar á fimmtudag en ekkert var gefið upp eftir fundinn um hvort eða hvenær gengið yrði frá málinu. Fyr- ir skömmu birtust fregnir af því að Volvo væri einnig i sameiningarvið- ræðum við ítalska bílafram- leiðslurisann Fiat. Sterkur orðrómur er innan við- skiptaheimsins um að hið fjársterka Ford-bílafyrirtæki sé að bera víum- ar í Volvo. í kjölfarið hefur gengi hlutabréfa í Volvo stigið um þriðj- ung síðan um miðjan desembermán- uö. Hugsanleg sala á bíladeild Volvo hefur vakið upp talsverðan kurr í Svíþjóð því að deildin, sem auk þess að framleiða bíla framleiðir einnig vörubíla, þungavinnuvélar og flug- vélamótora, er eins konar flaggskip sænsks iðnaðar i hugum sænsks al- mennings. Reuter Stefnuræða Clintons Bandaríkjaforseta: Setur repúblik- ana í klemmu Repúblikanar á Bandaríkjaþingi verða í heldur vandræðalegri að- stöðu á þriðjudagskvöld haldi Bill Clinton forseti fast við þau áform að flytja árlega stefnuræöu sína. Það vefst fyrir repúblikönum hvernig þeir geti sýnt forsetaembættinu virðingu án þess að leggja jafnframt blessun sína yfir þá hegðun forset- ans sem varð til þess að nú fara fram réttarhöld yfir honum til emb- ættismissis í öldungadeildinni. í viðtali við bandaríska blaöið Washington Post segir Christopher Shays, sem telst tO hófsamari arms Repúblikanaflokksins, að hann hafi ekki efni á því að sjást í sjónvarpi að klappa fyrir stefnumiðum forset- ans sem hann kynni að styðja. Shays var einn þeirra örfáu Bill Clinton Bandaríkjaforseti. repúblikana sem greiddu atkvæði gegn málshöfðun á hendur forsetan- um. Nokkrir repúblikanar hafa þegar ákveðið að vera ekki viðstaddir þeg- ar Clinton flytur stefnuræðuna. Joe Lockhart, talsmaður Clint- ons, sagði að forsetinn ætlaði ekki að segja repúblikönum fyrir verk- um en bætti við að hann ætlaðist til að þeir hegðuðu sér eins og þing- mönnum sæmdi. Sjálfur sinnti Clinton störfúm sín- um i gær, hress í bragði og lét sem ekkert væri. Hann passaði sig hins vegar á þvi að segja ekki aukatekiö orð opinberlega um réttarhöldin í öldungadeildinni. Forsetahjónin sátu fjáröflunar- kvöldverð demókrata i gærkvöld. Breskur blaöaljósmyndari les fréttina um fyrirhugaöan skilnaö þeirra Micks Jaggers og Jerry Hall á meðan hann bíöur eftir hentugu myndefni fyrir utan glæsiheimili popparans í Richmond Hills í útjaöri London. Jerry fyrirgefur Jagger ekki Mick Jagger hélt fram hjá eigin- konunni einu sinni of oft. Jerry Hall hefur nú sótt um skilnað frá aðal- söngvara Rolling Stones vegna þrá- láts kvennafars hans. Lögfræðingur hennar staðfesti í gær að hún hefði ekki hlustað á bænir hans um fyrir- gefningu syndanna. Það sem fyllti mælinn hjá Jerry Hall var ástarævintýri Jaggers með brasilískri fyrirsætu, Luciönu Morad, sem nú ber bam hans undir belti. Myndir af Morad langt kominni á leið hafa birst i bresku blööunum síðustu daga. Mick ^g Jerry hafa verið gift í átta ár. Á þeim tíma hefúr hún oft- ar en einu sinni hótað að skilja við karlinn. Talið er að Jerry muni krefjast þess að fá sem svarar um þremur og hálfum milljarði ís- lenskra króna við skilnaðinn. Eign- ir Micks eru metnar á rúma fimmt- án milljarða króna. Fréttir herma að Mick hafi reynt hvað hann gat til að bjarga hjónabandinu um jólin með þvi að drekkja konunni og bömunum þeirra fjórum í gjöfum. Ekki er búist við að hann hafni skilnaðarkröfunni. Kauphallir og vöruverð erlendis New York 9000 9349,56 - 8500 8000 7500 7000'; Dow Jones 3 0 N D London 6000 5850,1 X , l ■ x/: 5500 5000 4000' FT-SE100 S 0 N D Frankfurt 6000 4931,8 4000 2000 DAX-40 5 0 N D 160 150 140 130 120- Tokyo Hong Kong 13738,86 10183,13 20000 mmm. Nlkkel 15000 :'••• 5000 Hang Seng S* 0 N D S 0 N D Kaffi 2000 1500 1000 500 0 $/t 1785 **&?***& S 0 N D Btinsin 95 okt 170 U4 160 " 150 140 130 120 110 100 í/t S 0 N D Bensín 98 okt. 180 170 160 150 134 ifHjgggl 140 130 120 */t S 0 N D Hráoífa 25 20 15 10 5 |H|1108 0 $/ Á tunna S 0 N D Spáir frekari átökum í Kosovo Wesley Clark, yfirhershöfð- ingi NATO, varaði við því í gær að búast mætti við frekari átök- um í Kosovohéraði á næstu sex til átta vikum, þrátt fyrir að í þessari viku hafi tekist að koma í veg fyrir meiri háttar árekstra. „Deilendm- em að búa sig undir átökin ef samningaviðræð- ur fara út um þúfur,“ sagði Clark í viðtali við fréttamann Reuters í Sarajevo. Að minnsta kosti fimmtán skæruliðar al- banskra aðskilnaðarsinna létu lífið í bardögum við júgóslav- neskar öryggissveitir í gær. Forsetinn bjarg- aði manni um fínar nærbuxur Lennart Meri, forseti Eist- lands, kom um daginn til hjálpar manni einum, tveggja metra há- um og 175 kílóa þungum, sem fann ekki nógu stórar nærbuxur í búðunum. Maðurinn, Alar Sink, hafði beðið nærbuxnaframleiðanda í höfuðborginni Tallinn aö sér- sauma á sig tíu stykki en fékk neitun. Því var ekki um annað að ræða en leita ásjár forsetans. Meri tók málaleitan mannsins vel, að sögn eistnesks dagblaðs. Hann hringdi í forstjóra nær- buxnafyrirtækisins og fór fram á að orðið yrði við beiðni manns- ins um nærbuxur við hæfi. Nokkrar vikur eru hðnar síðan sá stóri lagði inn pöntunina en engar hefur hann enn séð nær- buxumar. Úlfurinn er kominn aftur DV, Ósló: Foreldrar þora ekki aö senda börn sín gangandi í skólann og bændur heimta að vargurinn verði skotinn áður en hann drep- ur síðustu sauðkindina. Dýra- vinir fagna því hins vegar að úlf- urinn er kominn aftur og honum fjölgar ört í Suður-Noregi. Núna er vitað um 10 alnorska úlfa og í allt em 80 dýr í úlfa- flokknum sem flækist um á landamærum Svíþjóðar og Nor- egs. Fyrir fáum árum var það viðburður ef flækingsúlfur sást í Noregi. Nú þykir það ekki frétt þótt húsmóðir taki mynd af úlfi út um eldhúsgluggann. Úlfamir em komnir upp að bæjardyrum Óslóarbúa og þar í úthverfunum er ævintýrið um Rauðhettu og úlfinn ekki lengur kvöldlesning fyrfr bömin. For- eldrar em skíthræddir og aka bömum sínumí skólann en úlfa- fræðingar segja að ekkert sé að óttast. -GK Hlutabréf I Brasilíu hækk- uðu I verði Hlutabréf í Brasilíu hækkuðu um tuttugu og fimm prósent í gær eftir að seðlabanki landsins ákvað að láta gengi gjaldmiðils- ins fljóta á gjaldeyrismörkuöum. Brasilíski gjaldmiðillinn hefur átt undir högg að sækja undan- fama daga. Verðbréfasalar sögðu að fjár- festar hefðu notað tækifærið og keypt hlutabréf á góðu verði. Þessir sömu fjárfestar höfðu hins vegar mátt þola umtalsvert tap undanfarinn mánuð. Ákvörðun seðlabankans varð mönnum mikill léttir þar sem | óttast var að efnahagslífið þyldi ekki frekari dollaraflótta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.