Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1999, Blaðsíða 12
LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999 I iV 12 rir 15 árum Jenný Lovísa Þorsteinsdóttir vakti mikla athygli fyrir dans fyrir 15 árum: Dansinn var mér allt Þaö var mikið fannfergi i janúar- mánuði árið 1984 og var að sjálf; sögðu fjallað um það á síðum DV. í gegnum kófið grillti þó í mál sem var háð lögmálum manna frekar en nátt- úru og er það hundahald í Reykjavík en þá kom i ljós að einstaka þing- menn og háttsettir lögreglumenn virtu bannið að vettugi. En milli ffétta um snjó, hundahald, kjara- mál og handtöku Arnes Treholts voru þó greinar um léttari V''". \ og skemmtilegri hluti \ V/ og má þar nefna grein um 19 ára stúlku frá Keflavík sem lagði stund á djassballett og þótti flestum fremri í þeirri grein á sínum tíma. Stúlkan sú var Jenný Lovísa Þor- steindóttir sem þá kenndi djassball- ett hjá Dansstúdíói Sóleyjar og sýndi djassballett á veitingahúsinu Broad- way um helgar. Lífsgleðin kom í Ijós Þegar viðtalið við Jenný birtist hafði hún verið í djassballett í nokk- ur ár og meira að segja tekið sér tveggja ára frí til að keppa í frjálsum íþróttum þegar hún var ellefu og tólf ára. Þegar hún var spurð hvað væri svona skemmtilegt við djassball- ett segir að hún hafi bros- að. „Hvaö mig varöar þá lífgar þessi dans mig upp. Lífsgleöin kemur í Ijós. Og oft þegar ég kem syfjuö hingaö í vinnuna á morgnana hress- ist ég öll viö aö fara aö kenna. “ í þrjú ár ferðaðist Jenný með Keflavíkurrútunni til Reykjavíkur strax eftir skóla og kom svo til baka með eliefurútunni. Á þvi tímabili var hún í þremur jassballett- skólum. Þegar hún var á átjánda ári fór hún til Los Angeles að nema djassballett í Duppree Dance Academia. Þegar Jenný var spurð hvort hún ætlaði að halda áfram á sömu braut svaraði hún: „Já, já. Og þaö er aldrei að vita nema maóur mennti sig meira. Draumurinn er að vera „showdans- ari“.“ Heldur sér í formi Jenný er núna flugfreyja hjá Flug- leiðum og á tvö böm, Jórunni, níu ára, og Jóhann Öm, fimm ára. Við hittum hana i vik- unni og rifjuðum upp viðtalið. „Á þessum árum var dans- inn mér allt,“ segir Jenný. „Ég hafði dans- að frá níu ára aldri og var á fullu í kennslu þetta tíma- bil. Ég var líka mikið að dansa um helgar Svo skemmtilega vildi til að vinkonur Jennýjar úr djassballettinum voru í heimsókn þegar Ijósmyndara og blaðamann bar að garði. DV-mynd E.ÓI. murínn er að vera „showdan —segirlS ira stúlka, Jenný Lovfsa Þorsteinsdóttir, sem vakið hefurathyg, fyrirgóða frammistöðu íjassballett en þa lagði Ólafur mikið upp úr því að hafa góðar sýn- ingar um helgar." Jenný heldur sér enn í góðu formi en er ekki í djassballett. Hún segir að það sé ekki mikið að gera á þeim vettvangi í dag. Skiptingin í hópa í djassballett er heldur ekki ákveðin eftir getu hvers og eins heldur eftir aldri. Það finnst henni frekar súrt. Draumurinn blundar enn Skyldi draumurinn um að verða „showdansari" hafa ræst? „Nei, hann hefur nú ekki ræst. Hann blundar samt enn í mér. Ég hef ekki fengið stórt tækifæri ennþá. Til þess að verða „showdansari" þmfti að fara út en einhvern veginn atvik- aðist það svo að ég fór í flugfreyju- starfið og er þar enn. Síðasta dans- verkefnið var fyrir þremur árum í Þjóðleikhúsinu þegar ég dansaði í West Side Story. Það er hins vegar ekki mikið um slík hlutverk auk þess sem erfitt er að samræma flug- freyjustarfið og dansinn." -sm fimm breytingar Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á mynd- inni til hægri hefur fimm atrið- um verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriöi skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilis- fangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegaranna. 1. verðlaun: Akai-útvarpstæki með segulbandi og vekjara frá Sjónvarpsmiöstöðiimi, Síðumúla 2, að verðmæti kr. 3.990. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kólibrísúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vlnningarnir veröa sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 498 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Rnnur þú fimm breytingar? 498 Ég veit ekki hvað gerðist. Það var pínulítið þegar ég keypti það. Nafn: Heimili: Vínningshafar fyrir getraun númer 496 eru: 1. verðlaun: 2. verðlaun: Kristín Eggertsdóttir, Starengi 28, 112 Reykjavík. Rut Karol Hinriksdóttir, Bjarkargrund 17, 300 Akranesi. METSÖLUBÆKUR BRETLAND SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Louls de Bemléres: Captains Corelli's Mandolin. 2. Dlck Francls: 10-lb Penalty. 3. John Grlsham: The Street Lawyer. 4. Helen Fleldlng: Brldget Jones's Diary. 5. Terry Pratchett: Jingo. 6. Catherlne Cookson: The Lady on My Left. 7. Arundhatl Roy: The God of Small Things. 8. lan McEwan: Enduring Love. 9. Sebastlan Faulks: Birdsong. 10. Andy McNab: Remote Control. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Lllian Too: The Little Book of Feng Shui. 2. Paul Wllson: The Little Book of Calm. 3. Blll Bryson: Notes from a Small Island. 4. Frank Mccourt: Angela's Ashes. 5. Blll Bryson: A Walk ln the Woods. 6. Dlckle Blrd: My Autobiography. 7. Frank Mulr: A Kentish Lad. 8. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 9. Paul Wllson: The Little Book of Caim t Work. 10. Rohan Candappa: The Little Book of Stress. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Maeve Blnchy: Tara Road. 2. Terry Pratchett: Carpe Jugulum. 3. Tom Clancy: Rainbow Six. 4. Dlck Francis: Field of Thirteen. 5. Sebastian Faulks: Charlotte Gray. 6. Patricia Cornwell: Point of Origin. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Blll Bryson: Notes from a Big Country. 2. Davld Attenborough: The Life of Birds. 3. Rlchard Curtis: Blackadder: The Whole Damn Dynasty. 4. lan Hlslop: The Private Eye Annual 1998. 5. Raymond Brlggs: Ethel and Emest. 6. Lenny McLean: The Guv'nor. (Byggt á The Sunday Times) BANDARÍKIN SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Rebecca Wells: Divine Secrets of the Ya-Ya Sisterhood. 2. Billie Letts: Where the Heart Is. 3. Chrls Bohjalln: Midwives. 4. Charles Frazier: Cold Mountain. 5. Nora Roberts: The Inner Harbour. 6. Tom Clancy & Martln Greenberg: Tom Clancy's Power Plays: Ruthless.com. 7. Davld Baldacci: The Winner. 8. Dean Koontz: Fear Nothing. 9. Danlelle Steel: The Ghost. 10. James Patterson: Cat and Mouse. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Rlchard Carlson: Don't Sweat the Small Stuff... 2. Canfleld o.fl.: Chicken Soup for the Teenage Soul II. 3. Gary Zukav: The Seat of the Soul. 4. Jonathan Harr: A Civil Action. 5. Robert Famlghettl: The World Almanac and Book of Facts 1999. 6. lynla Vanzant: One Day My Soul Just Opened Up. 7. Jon Krakauer: tnto Thin Air. 8. Sebastlan Junger: The Perfect Storm. 9. Canfield o.fl.: Chicken Soup for the Teenage Soul. 10. Canfield o.fl.: Chicken Soup for the Mother's Soul. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Tom Wolfe: A Man in Full. 2. Tom Clancy: Rainbow Six. 3. Davld Baldaccl: The Simple Truth. 4. James Patterson: When the Wind Blows. 5. Stephen King: Bag of Bones. 6. Arthur Golden: Memoirs of a Geisha. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Tom Brokaw: The Greatest Generation. 2. Jennlngs & Brewster: The Century. 3. Mltch Albom: Tuesdays with Morrie. 4. Mlchael Jordan: For the Love of the Game. 5. Suze Orman: The Nine Steps to Fiancial Freedom. 6. Sontag & Drew: Blind Man's Bluff. (Byggt á The Washington Post).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.