Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1999, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999 UV fóygarðshornið Krossferð barnanna Upp úr seinna stríði - löngu fyr- ir daga bítlaæðis og skipulegrar unglingauppreisnar - ríkti ævin- lega stríðsástand í miðbæ Reykja- víkur á gamlárskvöld. Bærinn fylltist af blindfullum krökkum sem gerðu aðsúg að lögreglunni, reyndu að sprengja upp lögreglu- stöðina og hvað annað sem á vegi þeirra varð - vinsælt var líka að reyna að sprengja Jón Sigurðsson af stalli sínum á Austurvelli. Var þetta tákn um rótleysi tímanna þá? Vissulega. Þegar ég var unglingur í Voga- skóla á sjöunda og fram á áttunda áratuginn enduðu skólaskemmtan- ir iðulega með rúðubrotum, við sungum: í skólanum í skólanum er leiðinlegt að vera / að rífa kjaft við kennarann og kasta skít í meistar- ann... Þeir fengu það óþvegið: kennarar voru lagðir sumir hverj- ir í þvilíkt einelti að þeir gengu með taugaveiklunarkippi í andliti inn í tima til okkar - sem þó áttum að heita góðu bömin. Einn kenn- ari mátti þola aö hurðarhúnninn var rækilega hitaður með kveikjara áður en hann kom og greip hressilega um hann til að opna kennslustofuna - og skað- brenndist. Var það tákn um rót- leysi æskunnar og algjört virðing- arleysi hennar fyrir þekkingu og menntun? Að sjálfsögðu. Sögur gengu um ástand mála á Króknum á gamlárskvöld, á Sel- fossi, í Vestmannaeyjum og víðar. Þá var herútboð í Krossferð Bam- anna. Þá var bærinn í herkvi drukkinna bama og unglinga sem fóm með ófriði sem minnti á kyn- þáttaóeirðir í Bandaríkjunum á sjöunda áratugnum: þau reistu götuvígi, þau kveiktu í bílum. Annálar alþýðunnar herma að krakkamir hafi á gamlárskvöld á áttunda áratugnum náð að sprengja sér leið inn á lögreglu- stöðina á Króknum og frelsað þar alla fanga, ákaft eggjaðir af göml- um hestamönnum og kvæðagörp- um. Árið eftir barst lögreglunni liðsauki að sunnan sem stóðu eins og friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna á hverju horni og sendu hvern mann á ferli heim. Frá þess- um atburðum var aldrei sagt fyrr en í skáldsögu Kristjáns B. Jónas- sonar, Snákabani. Vora þessi ósköp til marks um djúpa vansælu unga fólksins og að eitthvað mikið og stórt væri að i uppeldi þessara barna? Nema hvað. Munurinn á öllum þessum við- burðum þá og sprengingunum í Hagaskóla nú er sá að á áranum áður lutu fjölmiðlar aga. ****** Fyrsta fórnarlamb fjölmiðlaum- ræðu um váleg tíðindi er alltaf hið sögulega samhengi atburðanna. Og beint í kjölfarið siglir skinhelgin, hræsnin og hneykslunargirnin. Nokkrum strákum, óöraggum stjórnendum, bókstafsbundnum fræðsluyflrvöldum og hysterískum fjölmiðlum tókst með samstilltu átaki að skapa óöld í Hagaskóla. Sprengingar innan um fólk er ekki saklaust athæfi en það er barna- skapur. Röng viðbrögð á sérhverju stigi hafa síðan magnað ósköpin. Afleiðingin er verra andrúmsloft í skólanum - skemmtilegir, klárir og finir krakkar era allt í einu orðnir múgur í vitund samborgar- anna og yfirvaldanna og það sem verst er: sjálfra sín. Og múgur hef- ur alltaf rangt fyrir sér. Andrúmsloftiö er líka verra í samfélaginu gervöllu. Tortryggni, ótti, refsigleði og fordómar taka að einkenna alla umræðuna langt umfram tilefni: í fjölmiðlum, leigu- bílum, hárgreiðslustofum og ann- ars staðar þar sem umræðan mót- ast er dregin upp mynd af gjör- vallri æsku landsins sem þar fari skjáeyg og froðufellandi hryllingsbörn, siðlaus og of- beldisfullur skríll, múgur sem þurfi að hýða. Fólk sem sparkar í kviði vanfærra kvenna. í fjöl- miðlum verður eintala alltaf að fleirtölu, dæmi um einstaka fólsku að al- mennri reglu. Það gleymist að sá sem sparkar í þungaðan kvið er sykk- ópat en ekki æska landsins. Og sá sem slíkt ger- ir má aldrei geta sagt: ég gerði þetta út af þjóðfélagsástandinu... Þegar öllu er á botninn hvolft má kannski ímynda sér að óöldin í Hagaskóla sé ekki endilega til marks um að okkur hafi borið svona langt af leið, heldur hitt: að svona skammt á veg séum við komin. Því að öll dæmin sem rak- in voru eru til marks um skort á siðmenningu. Allt þetta færir okk- ur heim sanninn um að íslenskt samfélag er enn býsna villt. Hvern- ig ætli flóttafólkinu frá fyrrum Júgóslaviu líði á gamlárskvöld? Hvað skyldi stemningin minna á? Allt fýrverkeríið er ekkert annað er glórulaus geggjun. Hömlulaust, dásamleg og snargeggjuð sýning á nýfengnu ríkidæmi - sambærileg við herflokkana sem maður sér stundum í sjónvarpinu frá stríðs- svæðum Afríku sem fara um í jeppum plaffandi í djöfulmóð úr hríðskotabyssun- um sínum út í loftið, af tómri gleði. ****** „Listir fækka, letin eykst, land er fátækt, rúið, / agann vantar, illskan leikst, / er við háska búið.“ Orti Páll Vídalín lögmað- ur kringum alda- mótin 1700 og hvatti til meiri aga. Rétt eins og nú: Það er verið að tala um gömul gildi - að taka þurfi upp agann sem ríkti hér á öldunum áður. Veit fólk hvað það er að tala um? Þá ríkti hér barna- þrælkun eins og við erum alltaf að fordæma nú í Indlandi og Pakist- an, nema hvað að hér á landi voru bömin send út í öllum veðrum að elta sauðfé upp um fjöll, daglega máttu þau þræla nema á ferming- ardaginn fengu þau að fara í spari- föt rétt á meðan þau fermdust og fóra að því búnu beint út í fjós. Er það þetta sem fólk er að biðja um? Er kannski verið að rugla með hugtök? Þarf endilega að kenna það við svo hvimleitt orð sem aga að foreldrar eigi að hætta að vera á harðahlaupum undan samvist- um við börn sín á alls konar nám- skeið og leikfimi og í aðrar tómar stundir? Er afskiptaleysi foreldra endilega agaleysi? Hafa ekki börn- in hér nægan kross að bera þó að auknar rassskellingar bætist ekki þar við? dagur í lífí Myrkur músíkdagur í lífi Kjartans Ólafssonar, formanns Tónskáldafélags Islands: Dagskrá um dagskrá Brot af þriöjudeginum 12. janúar 1999. 10.00. Æfing Sinfóníuhljómsveitar ís- lands í Háskólabíói fyrir tónleika á Myrk- um músíkdögum fóstudaginn 15. janúar. 12.10. Stuttur fundur með Helgu Hauks- dóttir hjá Sinfóníunni vegna fyrirkomulags sinfóníutónleikanna. 12.20. Símtal við Ævar Kjartansson, málþingsstjóra og útvarpsmann, vegna væntanlegs málþings um tónskáldið og brautryðjandann Jón Leifs sem haldið verður í Gerðubergi laugardaginn 16. janú- ar, á eftir tónleikúm Blásarakvintetts Reykjavíkur. 12.30. Símafundur með Mist Þorkelsdótt- ur, ritara Tónskáldafélags íslands, vegna tónleika Arnalds Arnarssonar gítarleikara um kvöldið. 12.50. Vinna í tónveri Tölvutónlistar- miðstöðvarinnar við nýtt verk mitt fyrir kontrabassablokkflautu og tónband sem samið er fyrir Camiliu Söderberg blokk- flautuleikara og hún frumflytur á Myrkum músíkdögum föstudaginn 22. janúar. 14.30. Símtal 'við Björn Th. Árnasson, formann Félags íslenskra hljóðfæraleikara, um samninga Tónskáldafélags íslands við Ríkisútvarpið vegna Myrkra músíkdaga. 14.45. Simtal við Camerarctika-tónlist- arhópinn vegna væntanlegra tónleika næst- komandi sunnudag. 15.00. Símtal við Jón Árna, skólastjóra Rafiðnaðarskólans, vegna væntanlegs tölvu- námskeiðahalds í tónlist og myndlist á næstunni. 15.15. Símtal við Mist Þorkelsdóttur vegna tónleika Camerarctika tónlistarhópsins. 15.20. Áframhaldandi vinna í tónveri Tölvutónlistarmiðstöðvarinnar við verkið fyrir Camillu Söderberg blokkflautuleikara. 15.40. Símtal við Ævar Kjartansson vegna málþings um Jón Leifs í Gerðubergi 16. janúar. 16.25. Símtal við Arnald Arnarsson vegna væntanlegra tónleika um kvöldið. 16.35. Vinna við efnisskrá fyrir tónleika Arnalds Arnarssonar um kvöldið. 17.15. Símtal við Hilmar Oddsson, kvik- myndagerðarmann og leikstjóra myndar- innar Tár úr steini“, vegna málþings um Jón Leifs í Gerðubergi 16. janúar. 17.35. Símtal við Sigurð A. Magnússon rithöfund vegna málþings um Jón Leifs í Gerðubergi 16. janúar. 17.55. Simtal við Örn Magnússon píanó- leikara vegna væntanlegra tónleika hans og Finns Bjamasonar söngvara á sönglög- um Jóns Leifs. 18.20. MANTRA. 18.35. Símtal við Valgeir, vefstjóra Sin- fóníuhljómsveitar íslands, varðandi tón- leikana á föstudag. 18.40. Símtal við Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld vegna upplýsinga í efnisskrá um hljómsveitarverk Jóns Leifs „Tilbrigði við tema eftir Beethoven" sem flutt verður á sinfóníutónleikunum á föstudaginn. 19.00. Prentun efnisskrár fyrir tónleika Arnalds Arnarssonar um kvöldið. 20.00. Salurinn í Kópavogi, undirbúning- ur fyrir gítartónleika Amalds Arnarssonar. 20.30. Salurinn í Kópavogi, tónleikar Amalds Arnarssonar á Myrkum músíkdög- um 1999. 23.00. Undirbúningur fyrir morgundag- inn vegna tónleika Finns og Arnars.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.