Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1999, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999 OV mttir Sprengingar, neyðaróp og agaleysi í skólum: Sprungið samfélag „Barðir, reknir og ógnað“ var fyrirsögn á viðtali við Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur, varaformann Kennarasambands íslands, í DV degi áður en sprengingarnar í Hagaskóla hófust. Þar lýsti vara- formaðurinn óhugnanlegu ástandi í skólakerfínu með dæmum um ófrískan kennara sem fékk spark í kviðinn, kennara sem var rekinn fyrir að stilla til friðar á skólalóð og hótanir í garð barna kennara. Orð í tíma töluð, hefði einhvern tíma verið sagt. „Þegar kennaran- um er farin að stafa ógn af nem- endum verður að spyrna við fót- um. Þetta er ekki einkamál kenn- arans heldur okkar allra...sérfræð- ingar í Bretlandi hafa komist að því að kennarar eru orðnir hrædd- ir,“ sagði Guðrún Ebba í frétt DV. DV var ekki fyrr komið á göt- una en sprengingamar hófust í Hagaskóla. Fyrst leit út fyrir að um einstakan atburð væri að ræða en sprengingamar héldu áfram. Skólastjórinn stóð ráðþrota og þurfti að kalla til lögreglu. Voru óeinkennisklæddir lögreglumenn látnir blanda sér meðal nemenda en allt kom fyrir ekki. Sprenging- amar héldu áfram. Sprengjuleit var gerð í skólatöskum allra nem- enda og sex nemendum vísað úr skólanum í kjölfarið. Hagaskóli var orðinn helsta fréttaefni íjöl- miðla dag eftir dag. Gamalgróið hverfi „Það kemur mér á óvart að at- burðir sem þessir gerist í gamal- grónu hverfi eins og okkar. Frekar hefði ég haldið að slíkt ætti sér stað í nýrri hverfum þar sem rót- leysi er meira,“ sagði formaður foreldrafélags Hagaskóla í útvarp- inu. Þegar skólastjóri Hagaskóla brá á það ráð að reka þrjá nemend- ur, sem sannanlega höfðu staðið að sprengingum úr skólanum, brugðust foreldrarnir enn við og beittu nú lögfræðingum fyrir sig. Voru nemendunum þrýst aftur inn í skólann í nafni andmælaréttar sem engin skildi hvað var. Og enn var sprengt. Strákapör og óknyttir Þrátt fyrir stöðugar fréttir og fundahöld var kjarni málsins þó aldrei nefndur. Skuldinni var skellt á skólann og hann gerður að blóraböggli. Agaleysi var orð dags- ins og fólk heimtaði refsingar. Greinar sem skrifaðar voru í Morgunblaðið vegna þessa áttu flestar það sameiginlegt að krcifist var refsingar. Og skilyrði var að sprengjustrákarnir yrðu sendir til sálfræðings - ef ekki lokaðir inni. Enginn tók sér í munn orðin „strákapör“ eða „óknyttir". Trúði fólk því að rakettu hefði verið skotið af stað eftir skóla- gangi án þess að allir við- staddir nem- endur vissu af því? í raun og veru var hér um að ræða stráka- pör framin af nemendum sem fóru aðeins á svig við venjubundna hegðun og skólanum var kennt um. Eins og hlutverk hans væri að sjá um uppeldi barnanna. Fræðslustjórinn í Reykjavík tæpti einmitt á þessu á fundi með 35 skólastjórum í vikulokin. Skól- inn hefur þurft að sitja undir gíf- urlegu ámæli fyrir að standa sig ekki í stykkinu og axla þá ábyrgð sem fólk ætlast til af honum. Þrátt fyrir allar kröfurnar eru kennarar sú stétt í landinu sem nýtur hvað minnstar virðingar eins og endur- speglast í launum kennara. Og það má til sanns vegar færa, og vita allir, að stundum mættu kennar- amir vera betri. En hæfileikafólk sækir ekki stíft í láglaunastörf nema ef vera skyldi vegna hug- sjónar. Vegna virðingarleysis og lágra launa er sjálfsmat margra kennara lágt og þá getur orðið erfitt að halda uppi aga. Sterk karlmannsrödd í skólastofurnar „Það vantar sterka karlmanns- rödd í skólastofumar," sagði eitt foreldri í Hagaskóla á dögunum og átti þar viö að kennarastarfið væri orðið kvennastarf og þess vegna láglaunastarf. Það væri meginá- stæða agaleysis- ins. Annar spurði þá á móti hvort það væri ekki konan sem í aldaraðir hefði séð upp uppeldi barna. Þarna lá hundurinn ber- sýnilega ekki grafinn. En hvar þá? „Á heimilunum ríkir nákvæm- lega sama agaleysið og í skólum, Börnin koma með agaleysið heim- an frá sér. Samfélag sem krefst þess að báðir foreldrar vinni úti - þar sem báðir foreldrar eru á ann- að borð á heimilinu - býður upp á mikið og óumbeðið frelsi barn- anna. Þau sitja mörg svo tímunum skiptir fyrir framan skjái í tölvu- leikjum eða við sjónvarpsgláp þar sem menn og konur, börn og ung- lingar fremja margvíslega glæpi. Skjóta til dæmis flugeldum eftir skólagöngum. Þess vegna skutu krakkarnir rakettum í Haga- skóla,“ sagði sálfræðingur í sam- tali við DV. Kennari í Reykjavík hafði þessa skoðun á málinu: „Við getum ekki búist við því að nemendur sýni kennurum virð- ingu á meðan talað er niðrandi um þá yfir kvöldverðarborðinu. Krakkar endurspegla viðhorf heimilanna með hegðun sinni i skólanum. Vegna tímaskorts og taugaspennu i fjölskyldum hefur sú krafa orðið sjálfsögð að skólinn eigi að taka yfir uppeldi barnanna vegna þess að margir foreldrar geta það ekki lengur. En það hefur aldrei og á aldrei að verða hlut- verk skólans. Agaleysið liggur í samfélagsgerðinni eins og hún er orðin. Sprengingarnar í Hagaskóla eru einfaldlega til marks um sprungið samfélag." „Signar-hvellur Sprengjurnar sjálfar, sem sprengdar voru í Hagaskóla, eru af svokallaðri Signal B-gerð. Lang- drægni þeirra er ekki mikil, þær skjótast ekki hátt í loft upp en springa með því hærri hvelli. Eng- inn flugeldur býr yfir viðlíka hvelli og Signal-rakettan Hvellur- inn er þvílíkur að nærstaddir finna fyrir þrýstingi á líkama sín- um ef Signal-flaug springur nærri þeim. Það er kaldhæðni örlaganna og segir sína sögu að Signal þýðir einmitt „merki" og með skotum sinum eru krakkarnir að gefa for- eldrum, kennurum og samfélaginu öllu merki um að ekki sé allt með felldu. -EIR (nnlent fréttaljós — Eiríkur Jónsson Úlgan í Hagaskóla Mánud. 4. janúar Rusia- tunna sprengd í tætlur á gangi Haga- skóla. Síðar um daginn fjöl- menna nem- endur úr Haga- skóla í Val- húsaskóla á Seltjarnarnesí með hótanir um líkamsmeið- ingar. Lögreglumenn á fjórum bílum auk vélhjóla dreifa mann- fjöldanum. Þriðjud. 5. janúar : Guðrún Ebba Ólafsdóttir, varaformaður Kennarasambandsins, lýsir yfir áhyggjum sínum í DV vegna of- beldis nem- enda í skól- um. Kennar- ar séu barð- ir, ógnað og reknir. Fimmtud. 7. janúar I Oflug sprenging i Hagaskóla. Skóla- stjóri og kennarar standa ráð- þrota. Kennarar hóta uppsögn- um linni sprengingum ekki. Fös’ d. 8. janúar Lögreglu- vörður settur í Hagaskóla. Óeinkennisklæddir lögreglu- menn blanda sér meðal nem- enda. Um kvöldið brotna tvær stórar rúður í skólanum í sprengingu. Laugard. 9. janúar Lögreglu- vakt aflétt í Hagaskóla. Mánud. 11. janúar Sprengja springur á sálerni drengja í Hagaskóla. Brunakerfi fer í gang en kennsla heldur áfram. Þriðjud. 12. janúar Fjölmenn- ur fundur með foreldrum og kennurum í Hagaskóla. Borg- arstjórinn í Reykjavík meðal fundargesta. Miðvikud. 13. janúa iU Þrir drengir játa á sig sprengingarn- ar í Hagaskóla. Vikið úr skóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.