Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1999, Blaðsíða 22
LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999 ■ 1~\Z' ★ 22* ★ sakamál r* ★ Það felldu fáir tár þegar Robert Russell höfuðsmaður var rekinn úr bandaríska flotanum árið 1988. Hann var þá þijátíu og tveggja ára og að mati sumra óvinsælasti yfirmaður á Gulfþort-herstöðinni í Mississippi. Hann þótti koma grimmilega fram við undirmenn sína, vera óþjáll og ein- strengingslegur í umgengni og þeir sem þekktu best til hans sögðu hann koma illa fram við konu sína. Staða Russells í flotanum hélst óbreytt þrátt fyrir ýmsar kvartanir en svo gerðist það að hann var staðinn að þjófnaði og ölvunarakstri. Þá var hann umsvifalaust rekinn úr flotan- um og skipað að hafa sig úr herstöð- inni þegar næsta dag. Russell átti ekki annarra kosta völ en hlýða og þá var saga hans sem höf- uðsmanns öll. Disklingurinn Flotinn tekur oft býsna hart á af- brotum og brot Russells þóttu þess eðlis að honum var ekki leyft að fara á skrifstofu sína til að taka þar per- sónulegar eigur eða skila af sér verk- efhum. Þess í stað var William Kane liðþjálfa fenginn sá starfi. Honum féll verkefrúð ekki illa enda var hann í hópi þeirra sem höfðu orðið fyrir barðinu á Russell. Kane hafði þó ekki reiknað með að það sem hann fyndi þennan dag myndi verða til þess að hann ætti um síöir eftir að koma við sögu þess sem nefnt hefúr verið „tölvumorðið". Russell höfuðsmaður hafði ekki haft mikið skipulag á skrifstofuhaldi sínu. Kane kom því að verulegri óreiðu á og í skrifborðinu. Þar var skjalastafli og möppur um allt. Eitt skar sig þó nokkuð úr því sem lá á skrifborðinu. Það var disklingur. Morðundirfaúningur? Liðþjálfmn leit á merkimiða disk- lingsins en hann sagði honum fátt. Er hann hafði verið settrn- í tölvuna mátti sjá ýmsar skrár. Kane leit á hvert skjalið á fætur öðru en þau virt- ust flest ef ekki öll tengjast flotanum. En svo kom hann aö skjali með yfir- skriftinni „Morð“. Lestur þess kom liðþjálfanum mjög á óvart. I raun var um að ræða forskrift að morði. Atrið- in sem komið var að voru mörg og ná- kvæmni oft mikil. Einn kaflinn hét beinlínis „Forskrift að morði“. Þá komu kaflar eins og „Hvemig losna á við líkið“, „Hvemig kom á upp óhagg- anlegri fjarvistarsönnun" og „Hvem- ig þurrka á út sporin“. Að auki var þama minnisatriði, „Fara í bókasaih- ið og leita uppi morðaðferðir". Kane var svo bmgðið yflr fundi sín- um að hann fór til yfirmanns síns, James Walters, og sýndi honum disk- linginn. Walters fannst þó ekki ástæða til að taka efhi hans alvarlega og taldi að Kane væri að gera of mik- ið úr fundinum. Virtist Walters líta á efhið sem þátt í einhvers konar tölvu- leik og setti hann í skúffu í skrifborði sínu. Þar lá hann í heilt ár áður en hann fannst og varð gagn í máli sem höfðað var á hendur Russell en hann hafði þá verið sakaður mn morð. Aðvörunin Kane liðþjálfi gat ekki hætt að hugsa um disklinginn, jafhvel þótt honum hefði verið sagt að hafa ekki áhyggjur af skránni óvenjulegu. Hon- um þótti líklegt að Russell hefði verið að skipuleggja morö og því meira sem hann íhugaði málið því sennilegra þótti honum að höfuðsmaðurinn fyrr- verandi hefði i huga að myrða konu sína, Shirley. Kane hringdi því í hana en Russells-hjónin bjuggu þá í útborg- inni Alexandríu í Washington. Bað hann hana að sýna aögát. Hún tók aðvörunarorðunum kurteislega og sagði Kane að þau væm vafalaust sögö í góðum tilgangi en hann gengi of langt. Er hér var komið sögu Russells- hjóna hafði Robert ekki enn fengið starf. Kona hans var hins vegar kenn- ari og hann lifði af tekjum hennar. Nokknun vikum eftir að þau fóra frá Gulfport fór hann að halda fram hjá henni með nágrannakonu, Sandy Flynt, sem var þá þrítug. Snemma sumars 1988 áttu þau ástarfúndi í íbúð Russells-hjónanna á morgnana. Aðskilnaður Eitt sinn kom Shirley óvænt heim fyrir hádegi. Þá vora góð ráð dýr en Robert tókst að koma Söndra inn í skáp þar sem hún beið uns henni var óhætt að koma út. Þótt ekkert kæmist upp í það sinn leið ekki á löngu þar til Shirley komst aö ótryggð manns síns. Hún fluttist þá að heiman og til vina- fólks. Viku síðar fór hún í heimsókn í íbúö þeirra hjóna til að sækja eigur sínar. Síðan hefur enginn séð hana. Robert og Shirley Russell. Robert Russell tilkynnti sjálfur hvarf konu sinnar. Hann sagðist að vísu hafa áhyggjur af því en taldi S£unt ekki þann voða á ferðum sem margir hefðu talið. Hann sagðist viss um að kona sín hefði átt sér elskhuga. Það væri ástæðan til hvarfsins. Hún hefði einfaldlega hlaupist á brott með honum og væri í felum. í raun var mjög erfitt að sýna ffarn á að höfuðsmaðurinn fyrrverandi hefði rangt fyrir sér. Ástand hjóna- bandsins var þannig eftir brottvísun eiginmannsins úr flotanum að ekki þótti ólíklegt aö eiginkonan hefði orð- ið þreytt á manni sínum og leitað ann- að. Grunsemdir vakna Alríkislögreglan, FBI, leitaði að Shirley Russell mánuðum saman og það gerði leyniþjónusta flotans einnig. En sú umfangsmikla leit bar engan árangur. En rannsókn málsins var ekki eingöngu bundin viö leit. Þeir sem að henni stóðu kynntu sér sögu Roberts Russells og könnuöu fer- il hans. Þeir reyndu meðal annars að rekja spor hans dagana og vikmnar áður en Shirley hvarf og smám sam- an styrktist granur um að hann væri ekki allur þar sem hann væri séður. Ekkert hafði komið fram um ótryggð Shirley. Enginn vissi til þess að hún hefði verið manni sínum ótrú. Þá hafði Russell ekki getað bent á neixm sérstakan sem hún hefði staðiö í nánu sambandi við. Það sem öðra fremur varð til þess að ýmsa rannsóknarmenn fór að gruna að Robert hefði komið konu sinni fyrir kattamef var tvennt. Hann reyndist hafa keypt sér skammbyssu tveimur dögum fyrir hvarfið og sömu- leiðis leiddi rannsókn tæknimanna í ljós að hann hafði gert hreint í litlu herbergi í íbúðinni með efni sem fjar- lægir öll ummerki eftir blóð. Ákæran I ágúst 1989 var máhð komið á það stig að framkomin gögn vora send saksóknaraembættinu. Starfsmönn- um þess þóttu líkumar á að Robert Russell hefði ráðið konu sína af dög- um það miklar að rétt væri að gefa út ákæra á hendur honum. Málið kom síðan fyrir rétt í mars 1990. Verjandi hans tíndi til allt það sem hann gat skjólstæðingi sínum til hagsbóta. Sjálfur svaraði sakbomingurinn spumingum í fjóra daga. Hélt hann því þá enn ffam að kona sín væri á lífi. Virtist hann sigurviss og var ekki að sjá að hann hefði mikinn beyg af refsilögum sem gerðu ráð fyrir því að dæma mætti þann sem sakfelldur yrði Vitnisburður sem skipti sköpum Móðir ákærða, Patricia Russell, staðfesti sögu sonar síns um að þau mæðgin hefðu verið að semja saka- málasögu. Er hún var að því spurð hvar handritið, eða drög aö því, væri að fmna svaraöi hún því th að það hefði því miður glatast Fyrir mistök hefði það lent í raslafótu. Veijandi Russells gerði sitt besta en loks leiddi saksóknari fram vitni' sem átti eftir að valda þáttaskilum í málinu. Vitnið var Sandra Flynt, konan sem hafði gerst ástkona Roberts Russells og komið til fúnda við hann í íbúð hjónanna árdegis þegar Shirley var viö kennslu. Það ríkti þögn í réttarsalnum þegar Sandra kom í vitnastúkuna. Og hún hafði ekki sagt margt áður en við- staddir sannfærðust um að örlög sak- bomingsins væra ráðin. „Hann sagöi mér að hann ætlaði að ryðja Shirley úr vegi,“ sagði Sandra, „en hann myndi fara þannig að því að Húsið í Alexandríu, útborg Washington. Sandra Flynt. hann kynni að hafa beitt annarri að- ferð en hann hefði haft í huga þá. Dómurinn „Hvað ertu að gera mér?“ hrópaði Russell í réttarsalnum þegar Sandra Flynt lét þessi orð falla. Örvæntingin í svip hans leyndi sér ekki. „Hvemig geturöu komið með allai- þessar lyg- ar?“ Niðurstaða réttarhaldanna var nú óumflýjanleg. Höfúðsmaðurinn fyrr- verandi var dæmdur í ævilangt fang- elsi og sérstaklega tekið frcun að hann yrði að sitja inni þar til ævi hans væri á enda. Disklingurinn, sem var nú orðinn fréttaefiii, átti eftir að koma meira viö sögu. Að loknum réttarhöldunum var hann seldur útgáfufyrirtæki sem not- aði hann sem efni í sakamálasögu. í máli af þessu tagi til lífláts í raf- magnsstólnum. Aðspurður um disklinginn, sem hafði nú fundist á ný og lá fýrir sem réttargagn, sagði Russell að ástæða þess að hann hefði safnað saman efiii af þessu tagi á hann væri sú að hann hefði verið aö semja sakamálasögu með móður sinni. í heilan dag var Russell spurður um ritstörf sín, enda þótti efrii disk- lingsins gefa tilefiii til margra hug- leiðinga því „sakamálasagan" átti að fjalla um morð á eiginkonu yfirmanns í flotanum. það kæmist ekki upp. Hann sagð- ist annað hvort ætla að sprengja hana í loft upp þannig að ætla mætti að hún hefði orðið fóm- arlamb hryðju- verka- / manna, ellegar að hann myndi gefa henni eitur.“ Sandra sagðist í fyrstu hafa haldið að honum væri ekki alvara en síðan hefði hún sannfærst um að hann hefði gert alvöra úr hugmynd sinni, þó Tölvumorð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.