Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1999, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1999, Blaðsíða 50
LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999 I>"V 58 fjtyndbönd *★ ★'------ MYItDBANDA Hijacking Hollywood Filmuræningjar ★ ★ ★ Þetta er léttlynd fantasía um yflrborðskennda gerviveröldina í Hollywood og vægast sagt óhefðbundna aðferð ungs kvikmyndaáhuga- manns til að komast áfram í henni. Kevin fær vinnu sem aðstoðar- maður við myndina Moby Dick 2: The Revenge of Ahab, en yfirmaður hans er latur harðstjóri sem lætur Kevin þræla allan daginn og öskrar á hann þess á milli. Ekki er það til að mirmka stressið þegar kynóð eiginkona framleiðandans fær augastað á Kevin og hann ákveður að gripa til örþrifaráða. Hann og herbergisfélagi hans stela filmubútum sem innihalda rándýrt atriði þar sem Moby Dick ræðst á Honolulu og krefjast 150.000 dollara skilagjalds, svo að þeir geti gert mynd saman eftir handriti sem Kevin hefur skrifað. Myndin er svolítið byrjendaleg, enda fyrsta mynd leikstjórans, sem einnig leikur hlutverk herbergisfé- lagans, en engu að síður skemmtileg og gerir vel heppnað grín að kvikmyndaiðnaðinum í Hollywood. Leikarar eru lítið þekktir, en standa sig nokkuð vel. Reyndar eiga sumir þeirra nokkum leikferil að baki. Sá sem leikur Kevin lék Elliot i E.T. og sá sem leikur framleið- andann lék Doug Neidermeyer í National Lampoon’s Animal House. Myndform. Leikstjóri: Neil Mandt. Aðalhlutverk: Henry Thomas, Scott Thompson, Mark Metcalf og Neil Mandt. Bandarísk, 1997. Lengd: 91 mín. Öllum leyfð. -PJ Six Days Seven Nights Reitman drepur á Fordinum ★i Skötuhjúin Robin (Anne Heche) og Frank (David Schwimmer) skella sér í vikufrí til suð- rænnar paradísareyju. Sælan er þó skammvinn því Robin þarf að fljúgja sakir vinnu sinnar til Tahíti. Flugmaður rellunnar er hinn skapstirði Quinn (Harrison Ford) og kemur þeim Robin illa saman framan af. En hvað haldið þið að gerist þegar þau nauðlenda á eyðieyju? Mikið rétt, ástin tekur að blómstra. Ivan Reitman hefur sérhæft sig í gerð kvikmynda er blanda saman fantasíu og raunveruleika. Tókst honum það ágætlega í myndum á borð við Ghostbusters og Twins, en ekki hefur honum tekist vel upp að und- anfornu. Six Days Seven Nights flokkast því miður með hinum arfa- slöku og lítt fyndnu Fatherís Day og Junior. Ævintýraútlit myndarinn- ar er með eindæmum klisjukennt og virkar sem veggur á miili áhorf- enda og persóna myndarinnar, sem eru fullkomnar steríótýpur og erfitt að skera úr um hver þeirra sé fáránlegust. Sjóræningjamir eru með ein- dæmum afkárlegir en þó held ég að Schwimmer og hin brjóstgóða Jacqueline Obroadors slái þá út. Meira að segja sjálfur Fordinn kemst ekki í gang þótt hann hafi gengið snurðulaust í þrjá áratugi. Útgefandi: Sam-myndbönd. Leikstjóri: Ivan Reitman. Aðalhlutverk: Harri- son Ford og Anne Heche. Bandarísk, 1998. Lengd: 98 mín. Öllum leyfð. -bæn Overnight Delivery Vonbrigði i Ég hafði séð Reese Witherspoon í hinni stórkost- legu Freeway og Paul Rudd í hinni næstum því jafn stórkostlegu Clueless. Þessir leikarar og létt- geggjaður söguþráðurinn vöktu með mér vonir um að eitthvað væri varið í þessa mynd, en óhætt er að segja aö ég hafi orðið fyrir vonbrigðum. Lúðinn Wyatt Tripps á kærustu í skóla sem er í þúsund mílna fjarlægð frá skólanum hans. Dag einn kemst hann á snoðir um framhjáhald hennar og drekkur sig fullan á bar, þar sem hann hittir Ivy sem fær hann til að hefna sín á kærustunni með því að skrifa uppsagnarbréf og senda með því mynd af honum og Ivy hálfnöktum í faðmlögum. Síðan kemur í ljós að grun- ur hans var ekki á rökum reistur og þau elta bréfið og reyna að ná því áður en það kemst á leiðarenda. Myndin er algjörlega ófyndin, og rómantíkin virkar ekki heldur, þvi persónumar eru alltof leiðinlegar til að manni sé annt um þær. Reese Witherspoon veldur hlutverki sínu reyndar vel, en stælamir í Paul Rudd verða mjög fljótt þreytandi og sama má segja um myndina í heild. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Jason Bloom. Aðalhlutverk: Paul Rudd og Reese Witherspoon. Bandarísk, 1996. Lengd: 84 mín. Bönnuð innan 12 ára. -PJ The Ripper Kobbi kuti enn á ferð ★★ Rannsóknarlögreglumaðurinn James Hanson (Patrick Bergin) ólst upp í fátækrahverfi í Lundún- um en hefur með elju og dugnaði komist til metorða. Hann er orðinn tíður gestur í boðmn yfirboðara síns Sir Charles Warren (Michael York) og kynnist þar sjálfum Edwardi prins (Samuel West). Fljótlega fer þó James að gruna að áhugi Edwards á honum tengist óhugnanlegum morðum á vændiskonum. Svo virðist jafnvel sem að sjálfur prinsinn kunni að vera sá seki. Samfara rannsókninni verða tengsl James og helsta vitnisins, vændiskonunnar Florry (Gabrielle Anwar), sífellt nán- ari. Spenna þessarar sjónvarpsmyndar beinist ekki að því hver sé morðinginn, heldur fyrst og fremst hvort hægt verði að taka hann hönd- um. Þá fer fram mikil úrvinnsla á baráttu stéttanna og ólíkum aðstæð- um þeirra. Sú umfjöllun er þó, rétt eins og morðsagan hefðbimdin, en ágæt sem slík. Bergin er einstaklega ósjarmerandi leikari og kemur ekki á óvart að hann skuli þurfa að leita á náðir sjónvarpsins. York er aftur á móti eðalleikari og synd hversu lítið hefur sést til hans á hvíta tjald- inu. Þess í stað má jafnan sjá hann i misjöfnum sjónvarpsmyndum á borð við The Ripper, sem er lítið meira en hefðbundinn sjónvarps- reyfari. Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Janet Meyers. Aðalhlutverk: Patrick Bergin, Michael York, Samuel West og Gabrielle Anwar. Áströlsk/banda- rísk, 1997. Lengd: 86 mín. Bönnuð innan 16. -bæn Skrímsli ýmiss konar eru með mögnuðustu afurðum ímyndun- araflsins og hafa fylgt mannskepn- unni frá árdögum frásagnarlistarinn- ar. Þrátt fyrir framandleikann eru þau nátengd manninum og oft frjóar útleggingar á eðli hans og hvötum. Enda gegna þau títt táknrænu hlut- verki frumsjálfsins og er t.d. King Kong oft túlkaður sem dulin kynlífs- þrá aðalkarlhetjunnar til ljóskunnar. Skrímslin eru einnig oft táknræn framsetning ótta mannsins, likt og Godziila sem rekur uppruna sinn til kjamorkunnar. King Kong í íjósi skyldleika skrímslanna og mannsins er áhugavert að King Kong myndin skuli eiga sér mjög svo raun- sæislega fortíð. Leikstjórar myndar- innar, Merian C. Cooper og Emest B. Schoedsack, vom líkt og aðalkarlper- sónan kunnir fyrir gerð náttúrulifs- mynda jjarri vestrænni siðmenningu. Myndir þeirra gerðust þó æ fantasíu- kenndcni er á leið. Kvikmyndin Chang (1927) var tekin í Síam (Tælandi) og fjallaði um baráttu ætt- bálks nokkurs við hlébarða, tígrisdýr, fila og aðrar skepnur. Naut hún mik- illa vinsælda og er gjaman talin for- veri Tarzan the Ape Man (1932). Kvik- myndamógúlar Hollywood vom þó ekki á því að leggja formúur í hina fjarstæðukenndu King Kong. Cooper tókst þó að sannfæra fyrirtækið sem hann starfaði hjá, RKO, um að íjár- festa í gerð hennar. Sú áhætta skilaði útlagðri upphæð tífalt og King Kong varð frægasta skrímsli kvikmynda- sögunnar. Godzilla Þótt górillan ógurlega sé stór að vöxtum stendur hún ekki jafnfætis hinni japönsku Godzillu. Það ferlíki er 50 metrar á hæð, 105 metrar á lengd og vegur um 20.000.000 kíló. Það má þvi líta á hana sem fyrstu ögrun Jap- ana af mörgum í garð Bandaríkjanna síðustu áratugi. Fyrsta kvikmyndin var gerð árið 1954 og hét upp á japönsku Gojira. Ólíkt King Kong (þar sem stellingu ófreskjunnar var breytt í Alien Resurrection er Ripley (Sigourney Wever) farin að samlagast skrímslinu. I Klassísk myndbönd | King Kong (1933) ★★★★ Áttunda undur veraldar Carl Denham (Robert Armstrong) er frægur fyrir náttúrulífsmyndir sínar og fer hann jafhan ótroðnar slóðir við gerð þeirra. Þegar þessi mikli ævintýramaður fréttir af óþekktri eyju, þar sem innfæddir dýrka skrímsli er þeir nefha Kong, halda honum engin bönd. Hann ræður til starfa þrefalda áhöfn en heldur ákvörðunarstaðnum leynd- um fyrir henni. Auk þess fær hin undurfagra Ann Darrow (Fay Wray) að fljóta með því þema myndar hans á að vera Fríða og dýrið (the Beauty and the Beast). Þegar áhöfnin ratar loks að ströndum fyrirheitna landsins taka eyjaskeggjar ófriðlega á móti þeim. Þeir ræna Ann og færa Kong hana sem fóm. Hann gleypir hana þó ekki í sig líkt og önnur fómarlömb sín því hann kollfellur fyrir fegurð ljóskunnar. Áhöfnin heldur inn í framskóginn í von um að koma henni til bjargar. Reynist það vera hin mesta svaðilfor því hann er uppfullur af risaeðlum í drápshug. Margar þeirra hafa einnig hug á Ann en Kong verndar hana með kjafti og klóm og leggur meðal ann- ars Tyrannosaurus rex að velli i mögnuðum bardaga. Hið ótrúlega gerist þó og eftirlifandi áhafharmeð- limir svæfa skrímslið og halda með það heim til Nýju Jórvíkur. Ætlar þá allt um koll að keyra. King Kong er um margt ólíkur skrímslum kvikmyndasögunnar, því jafnan hefur hann hlotið samúð áhorfenda þrátt fyrir að tæta í sig ófáar manneskjumar á dýrslegan máta. Það er nefnilega eitthvað harmrænt við örlög Kongs. Hann er konungur sem fluttur er úr eigin ríki og gerður að sýningargrip í annarlegri „siðmenningu". Ást hans er óendurgoldin og Ann gerir ekki minnstu tilraun til að útskýra gerðir hans, jafnvel þótt hann hugsi fyrst og fremst um öryggi hennar er flugvélar ráðast að honum með mik- illi skothríð á toppi Empire State byggingarinnar. Og það er einmitt vegna þess sem hann lýtur í lægra haldi. Áhorfendur geta ekki annað en fengið samúð með þessum ein- staka einstæðingi sem uppfyllir öll helstu skilyrði dramatiskrar hetju. King Kong viðheldur sjarma sín- um þrátt fyrir að vera komin á elli- lífeyrisaldur. Vissulega hafa tækni- brellur þróast og tölvutæknin verið óspart nýtt í myndum á borð við Ju- rassic Park og Godzilla. Það er engu að síður meiri nautn að fylgjast með hinum sígildu brellum King Kong sem koma sífellt á óvart. Kong er einfaldlega flottastur og vei þeim (Peter Jackson?) er reyna að troða honum í tölvubúning. Fæst í Aðalvídeóleigunni. Leik- stjórar: Merian C. Cooper og Ernest B. Schoedsack. Aðalhlut- verk: Robert Armstrong og Fay Wray. Bandarísk, 1933. Lengd: 110 mín. -Björn Æ. Norðfjörð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.