Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1999, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1999, Blaðsíða 56
FRETTASKOTI0 SÍMINNSEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö f DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJALST, OHAÐ DAGBLAÐ LAUGARDAGUR 16. JANUAR 1999 Höfn í Hornafirði: Maður fauk 20 metra DV Höfn: Vindhviða þeytti ungum manni á Höfn í Homafirði 20 metra leið er hann var að vinna við húsþak hjá fiskimjölsverksmiðjunni á staðnum. Ólafur Gunnlaugsson, verkstjóri hjá Trévirkja, varð vitni að atvikinu: „Þeir voru að festa plastþak á sperr- ur og ætluðu að setja það sem hlífð- arþak þar sem þeir voru að vinna. Þakið lá á jörðinni og maðurinn ofan á. Þá kemur vindhviða og feykti þakinu og manninum 20 metra í sjávarátt og hann lenti á bílaplani þarna rétt við,“ segir hann. Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á heilsugæslustöðina þar sem óttast var að hann væri brotinn fín hann slapp frá öllum meiri hátt- ar meiðslum. -JI Hér má sjá hluta af þakinu sem fauk. DV-mynd EJE Vestmannaeyjar: Kona úr haldi Kona sem var í gæsluvarðhaldi í hassmálinu í Vestmannaeyjum hef- ur verið látin laus. Við rannsókn kom i Ijós að hún var ekki viðriðin málið en hún sótti mann og konu þegar báturinn Breki kom úr sigl- ingu. Eins og kunnugt er fundust um fimm kOó af hassi í bifreið sem sambýlisfólkið hefur gengist við að hafa flutt tU landsins. Það er enn í gæsluvarðhaldi og málið er í rann- sókn. -hb Maggí ■r -gœði, úrval og gott verð MERKILEGA MERKIVELIN brother PT-200 fslenskir stafir Taska fylgir 8 leturgerðir, 6 stæröir 6, 9,12, 18 mm borðar Prentar í 4 línur AÖeins kr. 6.995 n Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport VAR ÞETTA HORNFIRÐINGURINN FLJÚGANDI? Tveir bílar ientu saman á Vesturlandsvegi við afleggjarann að Blikastöðum um kl. fimm í gærdag. Umferð var beint um tíma um Hafravatn þar sem Vesturiandsveginum var lokað. Slæmt skyggni var á veginum og mikil röð myndað- ist. Vonskuveður verður víðast hvar á landinu í dag. DV-mynd HH Sydney-Hobart siglingakeppnin í Ástralíu: Islendingur bjargar sex frá drukknun Islenskur skipstjóri, sem búsettur hefur verið í Ástralíu um áratuga- skeiö, bjargaði sex manns frá drukknun í hinni sögufrægu Sydn- ey-Hobart siglingakeppni fyrir skemmstu. Skipstjórinn heitir Þor- valdur Hreinsson og starfar sem skipstjóri á Josephine Dean sem er 65 feta fiskibátur. Þorvaldur, sem alltaf er kallaður Olli, býr í Eden í New South Wales á austurströnd Ástraliu. „Þetta var sex manna áhöfn á einni keppnisskútunni, fjórir karlar og tvær konur. Þau voru nær drukknuð þegar Olli kom að,“ segir Halldór Waagfjörð, vinur hans, sem einnig býr í Ástralíu. „Björgunin varð mikið fjölmiðlamál hér í Ástr- alíu og fylkisstjórinn er búinn að heiðra Olla fyrir afrekið." I keppninni sigla skútumar frá Sydney til Hobart á Tasmaníu en á segir Frá björgunaraðgerðum í Sydney-Hobart siglingakeppninni. leiðinni geta menn lent í því mesta veðravíti sem þekkist í Ástralíu. Þegar Olli kom að einni skúfimni var hún að sökkva: „Olli skipaði fólkinu að stökkva í gúmbát og svo þurfti hann að hafa snör handtök því fólkið var aðfram- komið. Sjálfur segist hann hafa þurft að slengja því upp á þilfar hjá sér með árinni,‘ Halldór. Olli er Skagfirðing- ur og starfaði lengi sem skipstjóri á ís- landi. Hann var með þeim fyrstu sem hóf að veiða humar í gildrur. Hann er kvæntur ástr- alskri konu og unir hag sínum vel ytra. í siglingakeppninni fórust margir en fimm- tiu siglingamönnum var naumlega bjargað. Þar af bjarg- aði Olli sex sem fyrr sagði. 115 skút- ur tóku þátt í keppninni og þurftu 59 að hætta keppni vegna veðurs. Áhöfn skútunnar Sayonara sigraði i Sydney-Hobart keppninni en þar veir fremstur i flokki sonur ástr- alska fjölmiðlakóngsins Ruperts Murdochs. -EIR Litla hryllingsbúðin: Bubbi verð- ur Blómið Bubbi Morthens verður að öllum líkindum Blómið, mannætan í Litlu hryUingsbúðinni, sem sett verður upp hjá Leikfé- lagi Reykjavík- ur síðar í vetur. Eftir er að semja við hann og fleiri söngv- ara og leikara. Önnur upp- færsla verksins er í undirbún- ingi og æfingar hetjast á næstunni. Verkið verður sumarsmellur Borgarleikhússins. „Það er erfltt að fara í fótsporin hans Björgvins," sagði Bubbi í gær. Björgvin Halldórsson söng þetta hlutverk snemma á 9. áratugnum. Bubbi segist hafa séð verkið á þeim tíma og haft gaman af. Hann segir að verkið eigi erindi, hér sé um að ræða einn af sí- Emilíana Torrini. gildu söngleikj- unum. Þórhildur Þorleifsdóttir, leikhússtjóri 1 Borgarleikhús- inu, flaug tfl London i morg- un. Hún er í leit að söngkonu, aðalstjömu verksins. Fagmenn i bransanum giskuðu í gær á að það mundi vera Emilíana Torrini frekar en Alda Björk Ólafsdóttir, en aðrar íslenskar söngkonur munu vera í námi og starfi í Englandi og geta komið til greina. -JBP Bubbi Morthens. Prófkjör um helgina Prófkjör eru fýrirhuguð í tveimur kjördæmum um helgina. Prófkjörin eru hjá framsóknar- mönnum á Norðurlandi vestra og eystra. Á Norðurlandi eystra snýst baráttan um toppsætið fyrst og fremst en um það beijast Valgerður Sverris- dóttir alþingismaður og Jakob Bjömsson bæjarfulltrúi. Á Austur- landi var prófkjöri sjálfstæðismanna frestað vegna veðurútíits. Sjálfstæðis- menn á Norðurlandi eystra frestuðu kjördæmisþingi sem áformað var. Það verður haldið í lok janúar. -gk -5°A -6 * * i -6° -6^ 1 1 X • IV Vv /5 .5» V VI'• V v„. ® -il° 7 ® /o % . 1 * -9/* { V . v V • V * -7 -12>^ V 1 1 ^ 1 • 1 -4° 7 r>:- 0 U "5°0 1 x"'" Upplýsingar frá Veöurstofu íslands \J / -7 r% -5°/^ Mánudagur Veörið á morgun: sunnan Veörið á mánudag: Taisvert frost um allt land Á morgun, sunnudag, verður norðankaldi eða stinningskaldi og élja- gangur norðan til en léttskýjað um landið sunnanvert. Frost verður á bil- inu 5 til 12 stig. Á mánudag verður fremur hæg norðaustan- og austanátt og minni háttar éljagangur á norðaustanverðu landinu en úrkomulaust og nokkuð bjart veður annars staðar. Talsvert frost verður rnn allt land. Veöriö í dag er á bls. 57. 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.