Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1999, Blaðsíða 4
36 LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999 DV NIPPARTS Japanskir varahlutir fyrir japanska bíla NP VARAHIUTIR EHF SMIÐJUVEGUR 24 C - 200 KÓPAVOGUR SÍMI587 0240 — FAX 587 0250 Vatnskassar • Vatnskassaviðgerðir Millikælar • Iðnkælar • Skiptivatnskassar Miðstöðvarelement • Olíukælar Fjarstýrðar hurðalæsingar í alla bíla Ertu leiður á: • Frosinni læsingu. • Skemmdri skra. • Lélegum lykli. • Eða alltaf með. báðar hendur fullar. Njóttu nútímaþæginda og fáðu þér fjarstýringu á hurðina. Isetning á staðnum. Fljót og góð þjónusta. Fast verð. www.visir.is FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR fbílar Kynningarakstur Volkswagen Bora 1,6: Lipur fjölskyldubíll á sama gninni og Golf Bora, nýr fjölskyldubíll sem byggður er á sama grunni og VW Golf, er kynnt- ur um helgina hjá Heklu hf. Nýr bíll er kynntur 1 dag hjá Heklu hf., Volkswagen Bora, hefðbundinn fjölskyldubíll sem er byggður á sama grunni og Golf. Ólíkt því sem síðast gerðist þegar Volkswagen þróaði heíðbundinn fjöl- skyldubíl með skott á grunni Golf varð Vento til, bíll sem einfaldlega var „Golf með skotti“. Að þessu sinni var tekið fastar á málinu í heild og þótt Bora sé hannað- ur á sama grunni og Golf, sem og fleiri bilar frá VW-samsteypunni, er þetta ný hönnun frá grunni að mestu. Að- eins er sjáanleg samlíking með fram- enda bílsins en hitt er sjálfstæð hönn- un. Þótt Bora sé frumkynntur hjá Heklu um þessa helgi var þar á bæ tekið smá- forskot fyrir viku og þessi nýi bíll kynntur fyrir okkur blaðamönnum, auk umboðsmanna Hekiu víðs vegar af landinu. Af því tilefni var farið í stuttan kynningarakstur og farið yfir helstu atriði bilsins. Vegna þess hve tíðarfar- ið var rysjótt í vikunni var brugið á það ráð að segja frá þessum kynning- arakstri nú en láta raunverulegan reynsluakstur bíða þar til að aksturs- færi og tíðarfar er betra. Vindur Gísli Vagn Jónsson, markaðsstjóri Heklu, kynnti okkur bílinn og byijaði að leggja út frá nafninu sem við fyrstu kynningu kann að hljóma einkenni- lega hér á landi. Bora er nafn á stað- bundnum vindi á Baikanskaga, sem blæs frísklega, og með þessari tilvísun vill Volkswagen leggja áherslu á að með þessum nýja bíl muni blása frísk- legir vindar. Gísli Vagn sagði að af hálfu Volkswagen væri lögð á það áhersla að Bora sé bíll sem lendi í raun á miili tveggja stærðarflokka, svonefnds A- flokks eða lítilla bUa og B-flokks sem eru bUar í minni miilistærð. A-flokk- urinn er oft nefndur Golf-flokkur vegna þess að VW Golf þykir dæmi- gerður fyrir bíla í þessum stærðar- flokki. Sem dæmi má nefna að meðal keppinauta Bora að mati VW í A-flokki eru bílar á borð við Opel Astra, Toyota CoroUa og Nissan Almera. í B-flokki eru hins vegar bUar á borð við Opel Vectra, Toyota Avensis og Nissan Pri- mera, svo nokkrir séu nefhdir. Millistór Taka má undir það við fýrstu kynni að Bora er millistór bUl. Innanrými er þokkalegt. í þessum kynningarakstri voru þrír um hvem bU þannig að það kom jafnt í hlut allra að sitja í öku- mannssæti, framsæti eða vera farþegi í aftursæti. AUir vorum við meðal- menn að stærð þannig að hér kom vel í ljós hvemig hægt er að skipta rým- inu svo vel fari á miUi manna. Ef fram- sæti var í miðstöðu hafði farþegi í aft- ursæti nægt hnjárými, höfúðrými var dágott hjá báðum og ekki vantaði axla- rými. BUIinn fer vel á vegi. 1,6 lítra vélin, sem skUar 100 hestöflum, stendur vel fyrir sinu og flöðrun sleppur nokkuð vel þótt ekki hafi reynt á hana í þess- um stutta kynningarakstri upp á Akra- nes og tU baka. Þessum atriðmn verða gerð betri skU eftir fuUan reynsluakst- ur á næstunni. Vel búinn Bora er vel búinn bíU. Hekla hefúr valið að kynna bUinn í einni búnaðar- gerð, Comfortline, og með einni vélar- stærð, 1,6 lítra, 100 hestafla v/5.600 sn. Snúningsvægi er 145 v/3.800 sn. Staðal- búnaður er góður. BUlinn er með ABS- læsivöm á hemlum, diskahemlar á öU- um hjólum, öryggispúði eða líknar- belgur fýrir ökumann og farþega í framsæti, auk tveggja hliðarbelgja. Styrktarbitar em í hurðum og bUbelti við framsæti em með forstrekkjara. Fimm höfuðpúðar af fúllri stærð em í bílnum, þijú þriggja punkta öryggis- belti em í aftursæti og hástætt hemla- ljós í afturrúðu. Hreyfitengd þjófavöm er einnig staðalbúnaður. Þægindabúnaður er einnig dágóður. Hægt er að stiUa hæð á ökumannssæti, rafdrifnar rúðuvindur era í öUum hurðum, stýrishjól er leðurklætt og hægt að stilla fjarlægð þess frá öku- manni, auk þess að stUla haUann. Les- ljós era fýrir farþega, glasahöldur fyr- ir farþega í framsæti og hægt er að feUa niður bak aftursætis 60/40. Far- angursrými er 455 litra, stækkanlegt í 785 lítra. Bora er með lituðu gleri, stuðarar, listar, útispeglar og hurðahandfong em samlit. 16 tomma stálfelgur með hjólkoppum em staðalbúnaður, útvarp með segulbandi og 4 hátölurum og 4 mottur. Lengd, breidd og hæð er 4376/1735/1446 mm, hjólahaf er 2513 mm. Þyngd er 1183 kg. Eyðsla innan- bæjar er sögð vera 9,7 1 á 100 km og á jöfhum 90 km hraða 5,9 1 á 100 km. Bora með 5 gíra handskiptum gír- kassa kostar kr. 1.635.000, tUbúinn tU aksturs, en hann er einnig tU með sjálfskiptingu og kostar þannig búinn l. 755.000. í aprfl mun Bora einnig verða fáan- legur enn betur búinn í High Line-gerð og þá má neftia að viðbótarbúnaður er m. a. sóUúga og álfelgur. Þá mun bUl- inn einng verða fáanlegur í aprU með 2,0 lítra vél. Þótt bíllinn sé að mestu byggður á grunni Golf er hér um sjálfstæða hönn- un að ræða sem sést best þegar horft er á bílinn að aftanverðu. Nýr Suzuki Baleno sýndur um helgina Suzuki Baleno er nú kominn með nýtt útlit. Mest sýnileg breyting er á framenda bUsins með nýju griUi og fjölspeglaljósum, auk þess sem stuð- arar em breyttir bæði framan og aftan. Að innan er breytingin mest áberandi í nýju áklæði. Þá eru nú aUar gerðir Baleno 1600 komnar með læsivarðar bremsur sem staðalbúnað, bæði hefðbundnu gerðimar og líka þær sem búnar eru aldrifi, 4x4. Nýi Baleno-bíUinn verður sýndur hjá Suzuki-bílum í Skeifunni nú um helgina. Suzuki-bílar í Skeifunni sýna nýjan Baleno um helgina. Hvað útlit snertir er mesta breytingin á framenda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.