Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1999, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1999, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 1999 23 DV íþróttir Afsagnar Juans Antonios Samaranch, forseta Alþjóða Ólympíunefndarinnar krafist: Situr enn - 62 fulltrúar í Alþjóða Ólympíunefndinni þágu mútur frá Japönum áður en Nagano fékk vetrarleikana 1998 Juan Antonio Sam- aranch, forseti Alþjóða Ólympíunefndarinnar, sagði um helgina að hann ætlaði ekki að segja af sér forsetaemb- ættinu. Spánverjinn aldni situr því enn sem fast- ast þrátt fyrir að hafa þegið mútur frá undir- búningsnefnd vetrar- leikanna í Salt Lake City. Yfirlýsingar Sam- aranch undanfarna daga eru furðulegar. Hann sagði meðal ann- ars að tólf eða þrettán meðlimum Alþjóða Ólympíunefndarinnar, IOC, yrði refsað með brottvikningu úr nefndinni. Þetta segir forsetinn áður en rann- sókn mútumálsins í Salt Lake City er lokið. Forsetinn skynjar ekki stöðu sína og ráfar staurblindur um i myrkum mútuheimi fulltrúa IOC. Afsagnar Samaranch hefur víða verið kraf- ist. Hann hefur þegið mútugjafir og hlýtur sem forseti IOC að bera ábyrgð á þeirri hrika- legu spillingu sem þrífst innan nefndar- innar. Nýtt mál í Japan Auðvitað er mútu- málið í Salt Lake City ekki eina málið sinnar tegundar. Auðvitað hefur nefndarmönnum IOC verið mútað út og suður í gegnum árin. Um helgina greindi blað í Japan frá því að 62 meðlimir IOC af 92 hefðu þegið mútuferðir til Nagano í Japan áður en ákveðið var að leikarnir færu fram þar í landi í fyrra. Þetta var haft eftir ein- um nefndarmanni sem sat í undirbúnings- nefnd vetrarleikanna I Nagano í Japan í fyrra. Japanirnir skrifuðu 92 meðlimum IOC boðsbréf. Tekið var fram að eiginkonur og vinir mættu koma með, kannski klókindi hjá Japönum til að þurfa ekki að kaupa rándýra þjónustu vændiskvenna fyrir IOC-fulltrúana. í Japan var boðið upp á allt það besta, út- sýnisferðir í þyrlum, skemmtanir af öllu mögulegu tagi og guð veit hvað. Fulltrúamir voru boðaðir í sendiráð Japans í viðkomandi landi og þar fengu full- trúarnir flugmiða og allt annað nauðsynlegt fyrir mútuferðina til Nagáno. Þegar svo kom að því að greiða atkvæði í nefndinni fékk Nagano vetrarleikana. -SK Þrátt fyrir að hafa þegið ólöglegar gjafir frá aðstandendum vetrarleikanna í Salt Lake City og nú hafi stórt mútuhneyksli verið opinberað í Japan situr Juan Antonio Samaranch sem fastast. Reuter Benjamin Raich frá Austurríki fagnaði þriðja sigri sínum í síðustu sex heimsbikarmótum í svigi. Reuters-Mynd Heimsbikarinn á skíðum í Wengen: Kristinn féll - hinn tvítugi Raich fagnaði sigri Kristinn Bjömsson féll úr keppni á fimmta heimsbikamóti sínu í röð. Svigkeppnin fór fram í Wengen í Sviss í gær og bar hinn tvítugi Aust- urríkismaður, Benjamin Raich, sig- ur úr býtum. Þetta var þriðji sigur hans í síð- ustu sex mótum og er ljóst að hér er á ferð framtíðarmaður svigsins. Kristinn skíðaði ágætlega lengst- um í brautinni í Wengen en þegar sex hlið voru eftir féll hann úr leik. Næsta mót sem Kristinn tekur þátt I verður í Kitzbúhel í Austurríki um næstu helgi og fer héðan frá íslandi hópur til að fylgjast með Kristni þar í keppni. Annar i sviginu í gær varð Mich- ael von Gruningen frá Sviss og þriðji varð Lasse Kjus frá Noregi. Norska stúlkan Trine Bakke sigr- aði i svigi í St. Anton í Sviss og var þetta fyrsti sigur norskrar stúlku í svigi í heimsbikarnum. Anja Person frá Svíþjóð hafnaði í öðru sæti. -JKS 1. deild kvenna í körfubolta: Atta stiga forskot - KR-inga eftir sigur á IS í gær KR vann ÍS, 79-61, í uppgjöri topp- liðanna í 1. deild kvenna í gær. KR skoraði 10 síðustu stigin í leiknum og náði þá fyrst að losa sig við stúd- ínur en þetta var 16. heimasigur KR í röð í Hagaskóla. Limor Mizrachi sýndi yfirburði á vellinum, skoraði 33 stig og gaf 7 stoðsendingar. Stig KR: Limor Mizrachi 33, Hanna Kjartansdóttir 15, Kristín Jónsdóttir 11, Helga Þorvaldsdóttir 10, Guðbjörg Norð- fjörð 6, Elisa Vilbergsdóttir 2, Linda Stef- ánsdóttir 2. Stig ÍS: Liliya Sushko 13, María Leifsdóttir 12, Lovísa Guðmunds- dóttir 11, Kristjana Magnúsdóttir 10, Signý Hermannsdóttir 8, Alda Leif Jóns- dóttir 6. ÍR tapaði fyrir Grindavík, 47-56, í Selja- skóla. Grindavík leiddi 31-28 í hálfleik. Stig lR: Gréta Grétarsdóttir 24, Þórunn Bjarnadóttir 10, Stella Kristjánsdóttir 5, Sóley Sigurþórsdóttir 4, Hildur Sigurðar- dóttir 2, Eva Grétarsdóttir 2. Stig Grindavlkur: Sandra Guðlaugsdótt- ir 18, Sólveig Gunnlaugsdóttir 14, Svan- hildur Káradóttir 8, Stefanía Ásmunds- dóttir 8, Alexandra Siniakova 6, Bryndís Gunnlaugsdóttir 2. Keflavík vann að lokum Njarðvik í Njarðvík, 102-62. -ÓÓJ/JKS Þýski handboltinn: Wuppertal tapaði Wuppertal tapaði á heimavelli fyrir Kiel, 25-31, í þýska handbolt- anum í gær. Dagur Sigurðsson skor- aði 7 mörk fyrir Wuppertal, Valdi- mar Grímsson 3 og Geir Sveinsson 1. Róbert Duranona skoraði 8 mörk fyrir Eisenach sem sigraði Minden, 25-23. Sigurður Bjamason skoraði 3 mörk fyrir Bad Schwartau sem sigr- aði Schutterwald, 25-16. Essen og Niederwúrsbach skildu jöfn og var Páll Þórólfsson ekki á meðal marka- skorara hjá Essen. Ólafur Stefánsson skoraði sex mörk fyrir Magdeburg sem tapaði fyrir Flensburg, 28-22. Úrslit í öðr- um leikjum urðu þessi: Nettel- stedt-Dutenhofen, 25-21, Grosswald- stadt-Frankfurt, 26-24. Flensburg er komið í efsta sæti með 25 stig, Lemgo hefur 24 stig og Kiel er í þriðja sæti með 20 stig. -JKS $ 2. DilLD KARLA Einn leikur var háður í 2. deild karla í handknattleik um helgina. Upphaflega áttu fjórir að fara fram en leikjum Fylkis gegn Þór á Akureyri og Völsungi á Húsavík var frestað vegna ófærðar. Viðureign Ögra og Breiðabliks, sem fram átti að fara i Laugardalshöllinni, var einnig frestað. Víkingur og Fjölnir gerðu óvænt jafntefli í Vikinni, 27-27. -JKS 1. DEILD KARLA í 1. deild karla í körfubolta voru fjórir leikir. Breiðablik sigraði Fylki, 123-73, en í hálfleik var staðan 62-46 fyrir Breiðablik. Loftur Þór Einarsson skoraði 27 stig fyrir Blikana en hjá Fylki skoraði Einar Kristjánsson 24 stig. Stafholtstungur sigruðu Sel- fyssinga með 85 stigum gegn 63. Stjarnan tapaði fyrir ÍR, 78-82. Leik Hattar og Hamars á Egilsstöðum var frestað. -JKS * 1. DEILD KViHNA Naumir sigrar IBV og Víkings - Víkingur í miklu basli með ÍR og ÍBV vann Gróttu/KR naumlega ÍBV sigraði Gróttu/KR, 24-23, í 1. deild kvenna í handknattleik 1 Eyjum á föstudagskvöldið. ÍBV hafði frumkvæðið framan af og hafði mest sex marka forystu. Gestimir voru ekki af baki dottnir og náðu fyrir leikhlé að laga stöðuna í 15-13. í síðari hálfleik var leikurinn lengstum i jafnvægi. Grótta/KR náðu yf- irhöndinni en frábær lokakafli Eyjastúlkna tryggði þeim eins marks sig- ur. Mörk ÍBV: Amela Hagic 7/2, Ingibjörg Jónsddóttir 6, Jennie Martinson 3, Guðbjörg Guðnadóttir 3, Elísa Sigurðardóttir 3, Hind Hannesdóttir 1. Mörk Gróttu/KR: Helga Ormsdóttir 10/4, Ágústa Björnsdóttir 4, Brynja Jónsd'dott- ir 3, Harpa M. Ingólfsdóttir 2, Sigríður Jónsdóttir 2, Katrin Tómasdóttir 2. Naumur Víkingssigur Víkingur lenti í afar kröppum dansi gegn ÍR uppi í Austurbergi á laug- ardag. ÍR sem hafði fyirr leikinn ekki fengið stig í deildinni stóð i Vík- ingsliðiðinu sem vann á endanum, 19-20. Það var þjálfari gestanna, Inga Lára Þórisdóttir sem tryggði sigurinn með því að skora 2 mörk og leggja upp sigurmark Heiðrúnar Guðmundsdóttur á lokakaflanum. Lykilmenn Víkinga brugðust annars í þessum leik, Hjördís Guðmundsdóttir varði að- eins 4 af 16 skotum og Kristín Guðmundsdóttir nýtti aðeins 2 af 13 skotum auk þess að tapa þremur boltum. Hjá ÍR-liðinu var baráttan í fyrirrúmi og það var í raun ósanngjarnt að það fengi ekki meira út úr þessum leik. Hjá ÍR átti Katrín Guðmundsdótt- ir stórleik og auk hennar léku þær Heiða Guðmundsdóttir og Inga Jóna Ingimarsdóttir mjög vel. Hjá Víkingi var andleysið ríkjandi. Mörk ÍR: Katrín Guðmundsdóttir 8/4, Heiöa Guðmundsdóttir 3, Elín Sveinsdóttir 3, Inga Jóna Ingimarsd. 2, Ingibjörg Jóhannsd. 2, Hrund Scheving 1. Sólrún Sigurgeirsd. varði 9/1 skot. Mörk Víkings: Ragnheiður Ásgrímsdóttir 5/3, María Rúnarsdóttir 3, Heiðrún Guð- mundsdóttir 3, Guðmunda Kristjánsdóttir 3, Kristín Guðmundsdóttir 2, Inga Lára Þórisdóttir 2, Helga Brynjólfsdóttir 1, Svava Sigurðardóttir 1. Kristin Guðjónsdóttir varði 14 skot og Hjördís Guðmundsdóttir 4. -JKS/ÓÓJ Stjarnan 13 11 1 1 373-281 23 Fram 14 11 1 2 372-310 23 Haukar 13 8 2 3 299-275 18 Valur 13 8 1 4 289-249 17 Víkingur 13 6 4 3 296-285 16 FH 12 4 2 6 277-249 10 Grótta/KR 13 4 2 7 271-283 10 ÍBV 12 4 1 7 271-283 9 KA 12 1 0 11 217-317 2 ÍR 13 0 0 13 210-343 0 ÞÍN FRÍSTUND - OKKARFAG INTER SPORT BNdshöfða 20 - Slmi 510 8020 BlLDSHÖFÐA -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.