Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1999, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1999 Fréttir Tugir manna og kvenna aðstoða við að leita týndrar sýningartíkur í Mosfellsbæ: Eina vonin að henda sér á hana - segir Kristín Erla Karlsdóttir sem hefur lagt þrjár girnilegar matargildrur fyrir tíkina „Ef fólk sér tíkina er í rauninni það eina sem hægt er að gera að henda sér á hana og halda henni. Ég sagði við leitarflokkinn um daginn að ef við myndum sjá tíkina í djúp- um snjó þá gæti hún ekki hlaupið á undan okkur. Hún sekkur og er auð- vitað miklu minni. En um leið og hún er inni í skógi eða á jafnsléttu þá stingur hún af,“ sagði Krístín Erla Karlsdóttir, íbúi í Ásbúð í Reykja- hverfi í Mosfellsbæ, sem hefur leitað eðaltíkur sem slapp út af heimili hennar þann 5. janúar. Tíkin, sem er dýr veiðihundur, Yorkshire Terrier, 3ja ára, var m.a. ætluð til sýningarhalds og undaneldis. „Það er mjög sjaldgæf „lína“ sem liggur á bak við þessa tík - nokkuð sem er mjög þýðingarmikið fyrir ræktun okkar hérna heima á þessari tegund," sagði Kristín Erla. Eigendurnir á Kanaríeyjum Tíkin hafði verið í pössun hjá Kristínu Erlu í sólarhring þegar hún slapp. Eigendumh- hafa verið í fríi á Kanaríeyjum. Kristín Erla sagði að þegar hjónin fengu fréttirnar heföu þau viljað koma heim. „Ég náði nú aö telja þau af því,“ sagði Kristín Erla. Hún flutti tíkina reyndar sjálf inn til landsins frá Svíþjóð í byrjun síðasta árs en 30-40 manns hafa aðstoðað hana við leitina að undanförnu. „Sonur minn var að koma heim úr skólanum með vinum sínum þegar hurðin stóð opin og tíkin, sem er fæl- in og hrædd við ókunnuga, skaust beinustu leið út,“ sagði Kristin Erla. „Við leituðum hennar dag og nótt. Sporhundar sýndu síðan fram á að tíkin hafði tekið stóran hring í gegn- um skóginn og aftur til baka. Á síð- ustu dögum hefur hún smám saman verið að minnka hringinn. Hún er ekki langt frá húsinu mínu núna en kemur ekki heim. Um leið og við för- um að leita felur hún sig. Þetta erum við að glíma viö í dag.“ sagði Kristín Erla. Sporin örugglega eftir hana! Kristín Erla sagði að hundarækt- „Hérna eru spor eftir tíkina. Hún fer hérna inn í skóginn, yfir lækinn og veginn og að skóginum hinum meg- in,“ sagði Kristín Erla þegar hún var að sýna DV gildruna sem hún hefur lagt með nýju nautahakki skammt frá heimili sínu. DV-mynd GVA endur erlendis, þaðan sem tíkin er flutt inn, segi að hundar eins og framangreind tik verði villt upp frá 5-6 degi, forðist menn og lifi sínu lífi. „Þeir sögðust einnig vita til þess að hundur af sömu tegund hefði týnst f 2 mánuði í skógi í Svíþjóð að vetri til. Ef þeir hafa nægt vatn geta þeir lifað af,“ sagði Kristín Erla. Hún hefur nú lagt þrjár gildrur fyrir tíkina undir trjánum skammt frá heimili hennar: Týnda og dýra tíkin, veiðihundur, sem er m.a. ætluð til undaneldis. Af því að hún er sýningardýr er feldinum vafið upp til að verja hann. Utan yfir er tíkin í kápu. „Vonin er sú að tíkin sé það svöng andi - að komast inn á hann. En þeir að hún leiti frekar í búrin en í safn- eru ansi lengi að prófa rnann," sagði kassa eins og hún hefur gert. Kristín Erla Karlsdóttir. -Ótt Ég hef t.d. sett nýtt og girnilegt kjöt og skipt reglulega um. Nágrann- arnir hafa verið mjög þolinmóðir - sérstaklega í ljósi þess að við erum búin að vera að vaða fram og til baka í gegnum garðana hjá þeim. Fólk hef- ur hringt með vísbendingar. Síðan höfum við fengið hjálp frá Hunda- ræktarfélaginu. Þar er íþróttadeild sem hefur verið hér kvöld eftir kvöld. Eitt sinn mættu hingað 30 manns," sagði Kristín Erla. Hún sagðist vera handviss um að ákveðin spor í skóginum væru eftir tíkina: „Af því að tíkin er sýningardýr er feldurinn vafinn upp í sérstakan sýru- lausan pappir til að verja hann. í fór- um sem við fundum á laugardaginn voru greinileg merki í snjónum eftir pakkana. Við erum alveg örugg.“ Kristín Erla sagði að sig grunaði að tíkin sæi við gildrunum. „Þetta eru mjög sjálfstæðir, heiUandi og duglegir veiðihundar. Það er það skemmtUega við þennan karakter sem hundaeig- Festa í framboði ÐMMtu Stjómmálaflokkarnir eru nú í óðaönn að und- irbúa framboð sín fyrir alþingiskosningamar í vor. Langoftast er það gert með prófkjöri þar sem aUir fá að taka þátt sem lýsa yfir stuðningi við viðkomandi flokk. Prófkjör gefa góða möguleika á endumýj- un lista, ungt og fram- gjamt fólk fær tækifæri tU að kanna hversu mikið fylgi það hefur og sjálfir hafa flokkarnir talið það styrk að sýna og skoða þann fjölda kjósenda sem aðhyUist flokkinn í kjördæminu. Þannig fékk Sjálf- stæðisflokkurinn á Reykjanesi gríðarlega þátttöku í almennu prófkjöri þar sem nýtt fólk kvaddi sér hljóðs og komst ofarlega á lista. 1 Reykjavík hafa sjálfstæðismenn hins vegar valið þann kostinn að efha ekki tU prófkjörs held- ur stUla upp lista. Rökin eru þau að það sé mikil festa í þingliðinu, flokkurinn standi vel og þar að auki séu prófkosningar kostnaðarsamar fyrir frambjóðendur. Auðvitað er það rétt að ef þeir sem nú sitja á þingi hyggjast sitja áfram og engu verður um þokað um þingsæti þeirra þá verður það að telj- ast festa. Ef ekki mega nýir vindar blása né nýtt fólk spreyta sig í framboði fyrir flokkinn í höfuð- borginni þá verður það einnig að flokkast undir festu. Ef engu má breyta í stefnumálum flokksins og aUir skulu lúta sömu stjórninni og aUt skuli sitja við það sama þá er það tvímælalaust festa. Og ef Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki áhuga á að breyta neinu í málflutningi sínum, fulltrúum á þingi né heldur ímynd sinni þá er um að gera að halda öUu í fóstum skorðum. Þannig skapast festan. Flokkur sem engu vUl breyta fer varla að breyta neinu hjá sjálfum sér. Hin rökin eru ekki síður mikilvæg, sem sé að prófkosningar eru kostnaðarsamar fyrir fram- bjóðendur. Sérstaklega iUa launaða þingmenn. Þeir hafa satt að segja engin efni á að eyða hund- ruðum þúsunda króna í baráttu tU að halda sæt- um sínum. Annars fara þeir á hausinn. Blankir alþingismenn hafa ekki ráð á því að halda sætum sínum nema þeir séu sjálfkjömir. Við getum ekki boðið háttvirtum alþingismönnum höfuðborgar- innar og stærsta flokksins upp á þau ólýðræðis- legu vinnubrögð að standa í prófkosningum gagn- vart einhverjum nýliðum úti í bæ sem æUa að hrifsa þingsætin frá þeim í krafti kosningabar- áttu sem kostar fé. Endumýjun listans á að fara fram með þeim eðlUega hætti aö breytingar séu í takt við það hverjir lifa kjörtímabUin af og fyUa svo sköröin með sjálfvali þar sem varamenn ganga upp mið- að við aldur og fyrri störf. Auk þess er rétt að benda á að það era í raun- inni engir Reykvíkingar eða sjálfstæðismenn í borginni sem eiga neitt erindi á þing, nema þeir sem eru þar fyrir. Dagfari Stuttar fréttir i>v Gróska með vefrit Gróska - samtök jafnaðarmanna, félagshyggjufólks og kvenfrelsis- sinna, sem á dögunum hélt upp á tveggja ára afmæli sitt, hefur form- lega farið af stað með vefritið groska.is. Tilraunir hafa staðið með veffitið í nokkurn tíma en Groska.is er vettvangur stjórnmála- umræðu og umræðu um málefni líðandi stundar. Sjónvarpið greindi frá. Ekki á móti gyðingum Steingrímur Hermannsson segir í Degi að hann viti að faðir sinn, Hermann Jónasson, hafi ekki verið mót- faUinn gyðingum. Hann hafi fyrst og fremst verið áhugamaður um að viðhalda öllu sem íslenskt og nor- rænt taldist. Dagur greindi frá. Atvinnuleysi jókst Atvinnuleysisdögum fjölgaði í desember um tæp 10.000 frá mánuð- inum á undan, samkvæmt skrán- ingu Vinnumálastofnunar. Þetta jafngildir því að liðlega 3.300 manns hafl að jafnaði verið á atvinnuleys- isskrá í desember eða sem nemur 2,5% af mannafla. Ríkisútvarpið greindi frá. Vilja prófkjör Níu manna uppstillingarnefnd Samfylkingar á Vesturlandi leggur til að haldið verði prófkjör. Þetta var samþykkt á fundi nefndarinnar á sunnudag. Ríkisútvarpið greindi frá. Solana í heimsókn Javier Solana, framkvæmda- stjóri Atlantshafs- bandalagsins, kemur í heim- sókn til íslands á fimmtudaginn til viðræðna við ís- lensk stjórnvöld. Heimsókn hans er liður í viðræðum hans við leiötoga Atlantshafsbanda- lagsrikja vegna undirbúnings leið- togafundar bandalagsins. Kanna skemmdir Matsmenn frá Viðlagatryggingu kanna skemmdir sem urðu af völd- um snjóflóðs á bænum Birkihlíð í Ljósavatnsskarði um helgina. Véla- skemma sem flóðið tók með sér var brunatryggð og þvi nær Viðlaga- trygging til hennar. Ríkisútvarpið greindi frá. Krapastífla Töluverð krapastífla hefur safn- ast fyrir í Jökulsá á Fjöllum þannig að rennsli við brúna nærri Ásbyrgi er ekki nema um 70 rúmmetrar á sek., að sögn staðkunnugra. Það er aba jafna 105 til 110 rúmmetrar á sek. á þessum árstíma. Ríkisútvarp- ið greindi frá. Innheimtir mánaðarlega Landssíminn byrjar um mán- aðamótin að innheimta gjöld mán- aðarlega í almenna símkerfinu en það hefur verið gert á þriggja mán- aða fresti. Rikisútvarpið greindi frá. Hrikaleg framganga Morgunblað- inu barst yfirlýs- ing frá Sverri Hermannssyni, fyrir hönd Fi-jáls- lynda flokksins. Þar segir að framganga ríkis- stjórnarinnar og þingmeirihluta hennar með ný- settri löggjöf í kjölfar kvótadóms Hæstaréttar sé hrikaleg, hvernig sem á hana sé litið. Morgunblaðiö greindi frá. Rétt númer í frétt DV í gær var greint frá 9 ára krabbameinssjúkum dreng, Hirti Snæ, syni Guðlaugar Magn- ússdóttur. Þar kom fram rangt númer á bankareikningi sem hefur verið stofnaður honum til handa. Bankanúmerið er 1152 (höfuðbók 05) en rétt reikningsnúmer er 403075. -SJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.