Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1999, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1999 9 i>v Stuttar fréttir Utlönd Jeltsín í þriggja mánaða ferða- bann Forseti Rússlands, Borís Jeltsín, veröur að halda sig heima í að minnsta kosti þrjá mánuði vegna magasársins sem hrjáir hann. Læknir Jeltsíns hefur fyrirskipað að forsetinn dvelji á sjúkrahúsi næstu tvær til þrjár vikumar. Ákvörðun um hvort gera á aðgerð á Jeltsín verður væntanlega tekin í dag. Fyrirhugaðri ferð Rússlands- forseta.til Frakklands 28. janú- ar næstkomandi hefur verið frestað. Jeltsín samdi um það við Jacques Chirac Frakklands- forseta 1 símtali í gær að heim- sækja Frakkland í mars. Persson vill sannleiksnefnd Göran Persson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, mun leggja fram á þingi í dag tillögu um stofnun sannleiksnefndar sem á aö rannsaka starfsemi leyni- þjónustu hersins og öryggis- þjónustunnar i Svíþjóð eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Búist er við sænski forsætisráð- herrann leggi til lagabreytingar til að nefndin fái aðgang að ýms- um gögnum sem í dag kunna að vera leynileg. SunGuard ig öryggisfilma á rööur. Vernd hita/birtu - upplitun og er góð Litaöar filmur inn á bílrúöur, gera bílinn öruggari, þægilegri, glæsilegri og seljanlegri. Asetning með hita - fagmenn Dalbrekku 22, Kóp. S. 544 5770/5590 Sjö útnefndir Stjóm Clintons Bandaríkja- forseta hefur tilkynnt að sjö hópar íraskra stjómarandstæð- inga eigi hugsanlega kost á bandarískri aðstoð. Lofar bót og betrun Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, sagði í gær að ísraelar myndu standa við frið- arsamningana sem gerðir voru í Bandaríkjun- um í haust þeg- ar Palestínu- menn hefðu uppfyllt skil- yrði sín, sama hver niðurstaða ísraelsku þing- kosninganna í maí yrði. Sprengt á N-írlandi Einn maður særðist í sprengjuárás mótmælendasam- takanna Orange Volunteers í bænum Loughinisland á N-ír- landi í gær. Hótar árásum Einn leiðtoga kúrdísku sam- takanna PKK, Kani Yilmaz, hót- aði í gær nýjum árásum í stór- um borgum i Tyrklandi. Morð í Ósló Maður var skotinn til bana á götu úti í miðborg Óslóar í gær- kvöld. Morðinginn gaf sig skömmu síðar fram við lögreglu. Lagður með júdóbragði Dönskum saksóknara, sem er með svarta beltið i júdó, tókst að leggja sakborning í gólfíð sem ráð- ist haíði á hann í dómsal eftir að hafa verið dæmdur í árs fangelsi. Eins og ísland Anfinn Kallsberg, lögmaður Færeyja, sem hafnað hefur hug- myndinni um að Færeyingar og Grænlend- ingar gegni herskyldu í Danmörku, vill að Færeyjar taki þátt í al- þjóðlegu vamarsamstarfi eins og ísland, það er án herskyldu. Til- lagan um herskyldu Færeyinga var lögð fram af utanríkisnefnd Radikala flokksins í Danmörku. Dularfullar sprengingar Að minnsta kosti fjórir létu líf- ið og þrír slösuðust við tvær sprengingar í úthverfi Teheran í Iran í gær. Réttindum afsalað Lögmaður spænsku ríkis- stjórnarinnar benti á það fyrir hæstarétti í London í gær að með undirritun alþjóðlegs sátt- mála um pyntingar fyrir 11 ár- um hefðu yflrvöld í Chile svipt Pinochet, fyrrum einræðis- herra, réttindum til friðhelgi. Nýi Bílabankinn • Borgartúni 1a • Sími 511 1313 Ætli það væri ekki ekki heldur kalt fyrir fslenska brimbrettamenn að busla allsberir í sjónum við baðströnd Reykvík- inga í Nauthólsvík. Suður í Ástralíu gegnir öðru máli. Þar er nú hásumar. Á fimmta tug karla og kvenna tók þátt í nektarbrimbrettakeppni í Sydney um daginn, að viðstöddum um átta þúsund áhorfendum. Keppnin var liður í lista- hátíð sem stendur yfir í borginni um þessar mundir. Öryggisráðiö fordæmir Qöldamorð í Kosovo: SsangYong Musso ELX 602, turbo, dfsil, árg. '98, ssk.,ókeyrður, spólv., ABS, leðurákl., loftkæling. Verð 3.290.000. SsangYong Musso EL 602 dísil '96, ek. 26 þús. km, ABS, loftkæling. Verð 1.990.000. Suzuki Sidekick JX, árg. '96, ek. 57 þús. km. Verð 1.330.000. Kia Clarus GLX, árg. '98, ókeyrður, Ford Escort 1300 SLX, árg. '97, topplúga, álfelgur, 2000 vél. ek. 70 þús. km. Verð 900.000. Verð 1.390.000. Milosevic lætur sér ekki segjast Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi fjöldamorð á Albönum í Kosovohéraði í Serbíu á fundi sín- um seint í gærkvöld og hvatti til þess að þegar yrði hafin rannsókn á drápunum. í yfirlýsingu Öryggisráðsins, sem lesin var upp á opnum fundi, segir að stjórnvöld í Belgrad eigi að aftur- kalla þá ákvörðun sína að vísa William Walker, yfirmanni alþjóð- legu eftirlitssveitanna í Kosovo, úr landi. Þá harmaði ráðið að Louise Arbour, saksóknara striðsglæpa- dómstólsins, skyldi ekki leyft að koma til Kosovo. Spennan vegna ástandsins í Kosovo hefur nú aukist eftir að yfir- hershöfðingja Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) tókst ekki að fá stjómvöld í Júgóslavíu til að breyta harðneskjulegri stefnu sinni í hér- aðinu. Wesley Clark yflrhershöfðingi og Klaus Naumann hershöfðingi ræddu við Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseta í sjö klukku- stundir í gærkvöld. Þeim varð ekk- ert ágengt, þrátt fyrir hótanir um hernaðaraðgerðir NATO gegn Júgóslavíu. „Okkur miðaði ekkert áfram,“ sagði háttsettur stjórnarerindreki eftir fundinn. Clark og Naumann flugu aftur til Brassel í gær til að greina frá gangi mála í aðalstöðvum NATO. Skýrsla Clarks verður rædd á fundi i svokölluðum tengslahópi sex ríkja sem átti að vera í dag en verð- ur sennilega frestað til föstudags. Clark hafði varað Milosevic við áður en hann lagði upp i ferðina að NATO væri alvara með skuldbind- ingum sínum við Kosovo þar sem 45 óbreyttir borgarar, þar á meðal böm, vora myrtir í þorpinu Racak um siðustu helgi. Enn einu sinni lætur Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseti hótanir Vesturveldanna sem vind um eyrun þjóta og breytir f engu stefnu sinni gagnvart Kosovohéraði. VW Golf 1800 station, árg. '96, 5 d., ek. 61 þús. km. Verð 1.120.000. MMC Lancer GLXi st., árg. '97, ek. 46 þús. km. Verð 1.210.000. Honda Accord EX, árg. '87, ssk., ek. 167 þús. km. Verð 420.000. Reanult 19 RN, árg. '96, ek. 38 þús. km. Verð 890.000. Suzuki Samurai, árg. '92, ek. 72 þús. km. Verð 550.000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.